Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert orðheppin/n og mjög sannfærandi og getur hæglega haft atvinnu af mælsku þinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er eins og allt aukist þeg- ar tunglið er fullt. Þetta á ekki síst við um erfiðleikana sem við glímum við. Þú getur þó huggað þig við það að þetta muni ganga yfir um leið og tunglið fer að minnka á nýjan leik. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert með hugann við eignir þínar og fjárhagsstöðu. Mundu að raunverulegt örlæti felst í því að láta hlutina af hendi þegar þörfin fyrir þá kemur upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert eitthvað tvístígandi þessa dagana. Þú ert á báðum áttum um það hvort þú eigir að láta þarfir þínar eða ann- arra hafa forgang. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla þörf fyrir ein- veru í dag. Þú vilt helst fela þig sem lengst inni í skel þinni og það mælir ekkert á móti því að þú látir það eftir þér í nokkra daga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt líklega lenda í tog- streitu á milli vina þinna og kunningja annars vegar og fjölskyldu þinnar hins vegar. Þótt fjölskyldan skipti þig mestu máli máttu ekki líta framhjá þörfum vina þinna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hætt við að skyldur þínar í vinnunni stangist á við þarfir fjölskyldu þinnar þessa dagana. Það er mikilvægt að þú sinnir starfi þínu því annað mun koma niður á fjölskyld- unni þótt síðar verði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það eru miklar líkur á að þú lendir í einhvers konar deilum í dag. Best væri ef þú gætir frestað umræðum um mikil- væg málefni fram á föstudag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert ósammála einhverjum um grundvallaratriði málsins sem um ræðir. Þetta þýðir ekki að annað ykkar hafi rétt fyrir sér og hitt rangt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það þýðir ekkert fyrir þig að öskra til að ná eyrum annarra í dag. Tunglið er fullt og það skapar sambandsleysi á milli manna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það þýðir ekkert fyrir þig að stappa niður fótunum og krefjast þess að þú fáir þitt fram í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í skapi til að skemmta þér þessa dagana. Þig langar til að daðra, leika þér og fara í ferðalög. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki setja þig upp á móti for- eldrum þínum eða öðrum í fjölskyldunni í dag. Bíddu með að ræða málin fram á föstu- dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 5. júní verður Margrét Jóhanns- dóttir grunnskólakennari, Háhóli, Borgarbyggð, fimmtug. Hún og fjölskylda hennar taka á móti ætt- ingjum og vinum í félags- heimilinu Lyngbrekku, þann sama dag, á milli kl. 18:30 og til 01:00 eftir mið- nætti. SÚ VAR tíðin að menn skrifuðu lærðar ritgerðir um úrspil í 4-3 tromp- samlegu. Frægastur fræði- manna í þessum efnum er Alphonse Moyse (1898– 1973), fyrrum ritstjóri The Bridge World, enda er 4-3 samlegan við hann kennd og kölluð „Moysian-fit“. Lítið hefur borið á slíkum pælingum í seinni tíð, lík- lega vegna þess að kerfin hafa batnað og mönnum hefur lærst að spila frekar þrjú grönd en fjóra í hálit á slíkar hendur. En auðvit- að kemur annað slagið fyr- ir að eina geimið sem vinnst er fjórir í hálit á 4-3- fitt. Það gerðist í einu spili á landsliðsæfingu um síð- ustu helgi. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ÁKD7 ♥G10 ♦K984 ♣ÁD10 Vestur Austur ♠53 ♠9642 ♥953 ♥ÁK7642 ♦ÁD752 ♦G10 ♣G94 ♣8 Suður ♠G108 ♥D8 ♦63 ♣K76532 Spilað var á þremur borðum, en aðeins eitt par náði hinum gullfallega samningi, fjórum spöðum. Þar voru á ferð Ís- landsmeistararnir í tví- menningi, Erlendur Jóns- son og Sveinn Rúnar Eiríksson. Í andstöðunni voru Þröstur Ingimarsson og Bjarni Hólmar Ein- arsson: Vestur Norður Austur Suður Bjarni Sveinn Þröstur Erlendur – – – Pass Pass 1 tígull 2 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Sveinn Rúnar vekur á Standard-tígli og Þröstur hindrar með tveimur hjört- um. Það rúllar aftur til Sveins, sem enduropnar með dobli. Nú myndi suður gefa til kynna dauð spil með tveim- ur gröndum (Lebensohl), en Erlendur kaus að sýna lífsmark með þremur lauf- um. Sveinn reyndi þá við þrjú grönd með því að melda ofan í hjarta mót- herjanna og Erlendur kom við í þremur spöðum með þrílitinn, enda leit hann svo á að hann hefði neitað fjór- lit. Sveinn Rúnar var með á nótunum og ákvað að heiðra Moyse með því að lyfta í geim. Tíu slagir eru á borðinu, því vörnin fær aðeins tvo slagi á hjarta og tígulás. Vel gert hjá Íslandsmeist- urunum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. f4 d5 4. Rf3 dxe4 5. Rxe4 Rc6 6. Bb5 Bd7 7. 0-0 Be7 8. d3 Rf6 9. c3 0-0 10. Ba4 Dc7 11. Rxf6+ Bxf6 12. Rg5 h6 13. Re4 Be7 14. Bc2 f5 15. Rd2 e5 16. Rc4 Bf6 17. Dh5 Be6 18. Bb3 Hae8 19. fxe5 Rxe5 20. Bf4 b5 21. Rxe5 Bxe5 22. Bxe5 Dxe5 23. Hae1 Df6 Staðan kom upp á Heimsmeistaramóti kvenna sem stendur nú yfir í Elista í Rússlandi. Ekat- erina Kovaleskaya (2.467) hafði hvítt gegn Carolina Lujan (2.319). 24. Hxe6! Hxe6 25. Hxf5! c4 25. – Dxf5 gekk að sjálfsögðu ekki upp vegna 26. Dxf5 Hxf5 27. Bxe6+ og hvítur vinnur. Í framhaldinu fær hvítur einnig unnið tafl. 26. Hxf6 Hfxf6 27. h3 cxb3 28. axb3 Hb6 29. d4 Hfd6 30. De8+ Kh7 31. d5 a5 32. De5 a4 33. bxa4 bxa4 34. c4 Hg6 35. c5 Hb5 36. d6 Hb3 37. c6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu í Verslunar- miðstöðinni Firði í Hafnarfirði og söfnuðu 12.009 kr. og afhentu athvarfinu Læk andvirðið. Lækur er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er í Hafnarfirði. Að því standa Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands, Hafnarfjarð- arbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi. Krakkarnir sem söfnuðu heita: Fanney Ösp Finnsdóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Melkorka Knútsdóttir, Guð- laug Þóra Gunnarsdóttir, Brynhildur M. Herbertsdóttir, Hulda D. Jónasdóttir, Geir Andersen, Ýr Steinþórsdóttir og Benedikt Herbertsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík              Innvielse av minnelunden „Noregslundur“ i dag lørdag 5. juni 2004 kl. 16-18 ved Thorgeirstadir, hytta til Nordmannslaget i Heiðmörk. Alle nordmenn hjertelig velkommen. Styret i Nordmannslaget Nordmenn på Ísland MAÐURINN OG FLYÐRAN Forgefins hafði fiskimann færinu keipað lengi dags, þolgæði stöðugt hafði hann, þó heppnaðist ekki veiðin strax. (Merk, að biðlundar mest er þörf mönnum, sem stunda fiskirí, skólameistara og skyttu störf skiljast ei heldur undan því.) Jón Þorláksson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.