Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 55 Ásgeir var ekki tilbúinn aðleggja spilin á borðið um væntanlegt byrjunarlið íslenska liðsins en á svip- brigðum hans mátti ráða að ekki væri ólíklegt að Helgi Sigurðsson myndi leika í fremstu víglínu með Heiðari Helgusyni. En að öðru leyti yrði ís- lenska liðið skipað sömu leikmönn- um og gegn Japan sl. sunnudag. „Við sáum leik Englendinga gegn Japan og í raun kom fátt okk- ur á óvart í þeim leik. Tígulmiðjan sem Sven Göran Eriksson hefur beitt undanfarin ár er vel þekkt. Frank Lampard lék sem „djúpur“ miðjumaður í þeim leik og að mínu mati sækir hann of mikið til þess að geta leyst þá stöðu vel af hendi. En það skiptir engu máli fyrir okkur hvaða leikmenn verða á miðjunni hjá þeim, Nicky Butt eða Frank Lampard, skiptir ekki máli enda báðir úrvalsleikmenn. Þeir sýndu góð tilþrif í 35 mínútur en eftir það komust Japanir inn í leik- inn og voru betra liðið í síðari hálf- leik.“ Ásgeir átti von á því að enska landsliðið myndi leggja meira á sig gegn íslenska liðinu á laugardag en þeir sýndu í leiknum gegn Japan á þriðjudag. „Að mínu mati voru þeir mjög varkárir og þeir ætluðu sér mikið í skyndisóknum sínum. En ég á von á því að þeir mæti með svipað lið til leiks, kannski skiptir hann út framherjum liðsins, og það yrði að- eins kostur fyrir okkur. Michael Owen og Wayne Rooney eru kvikir og snöggir leikmenn og það væri bara betra ef Emile Heskey væri í framlínunni, enda er hann líkari okkar varnarmönnum í líkams- byggingu. Við þekkjum alla þessa leikmenn sem eru í enska lands- liðshópnum og það á ekkert að koma okkur á óvart á laugardag.“ Spurður um tveggja fóta tækl- ingar og návígi gegn enska lands- liðinu sagði Ásgeir að þau mál hefðu verið rædd innan hópsins og ekkert slíkt væri á dagskrá gegn Englendingum. „Reyndar eru enskir leikmenn vanir því að leika fast og við sjáum til hvernig þetta mun þróast á laugardag. En við höfum lagt línurnar með þeim hætti að menn eiga ekki að hætta á það meiða aðra leikmenn í leikn- um. Það er ekki tilgangur ferð- arinnar hjá okkur. Við Logi höfum ekki þurft að öskra á okkar leik- menn fram til þessa, það vilja allir leika gegn Englendingum og ef eitthvað er höfum við frekar dreg- ið úr ákefðinni á æfingum, enda er oft hart barist. Að auki höfum við haft margt annað fyrir stafni, menn fara í golf eða í bíó. Við erum ekki alltaf saman og menn hafa fengið svigrúm til þess að gera það sem þá langar til í frítíma sínum á daginn,“ sagði Ásgeir Sigurvins- son. AP Eiður Smári Guðjohnsen, Arnar Grétarsson og félagar þeirra í íslenska landsliðinu búa sig af kost- gæfni undir leikinn við Englendinga á morgun. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari hefur gefið þá fyrirskipun til leikmanna að engar grófar tæklingar líðist í leiknum af hálfu íslensku leikmannanna. „Tveggja fóta tæklingar eru ekki tilgangur ferðarinnar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari Erum með hug- myndir sem okkur langar að prófa „VIÐ lögðum áherslu á varnarleikinn hjá okkur á æfingunni í dag [í gær] og við erum með ákveðnar hugmyndir sem okkur langar að prófa á laugardaginn gegn Englendingum,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson í gær í Salford að lokinni æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þar mátti sjá að Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrir aft- an tvo framherja og má búast við því að Eiður Smári eigi að vera í nokkuð frjálsu hlutverki á þessu svæði. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Manchester Fátt markvert gerðist á Hofstaða-flötum fram eftir fyrri hálfleik og mest var um baráttu á milli vítateiga. Fyrsta umtalsverða færið fékk Garðbæ- ingurinn Dalibor Lasic á 29. mínútu eftir sendingu Guð- jóns Baldvinssonar en Stefán Logi Magnússon í marki Þróttar var vel á verði. Fimm mínútum síðar skall hurð nærri hælum heimamanna eftir skot, hornspyrnu og síðan þvögu við mark þeirra en tveimur sekúndum fyrir hlé tók Hjálmar Þórarinsson sprett upp vinstri kant og gaf fyrir á Sören Her- mansen, sem kom Þrótti í 1:0. Stjarnan tók völdin eftir hlé og uppskar mark á 52. mínútu þegar Ingi Þór Arnarsson jafnaði 1:1 eftir mikla þvögu í markteig Þróttar og Guðjón bætti um betur sjö mínútum síðar þegar hann smeygði sér með glæsibrag í gegnum vörn Þróttar og kom Stjörnunni í 2:1. Eitthvað reyndu gestirnir að snúa við blaðinu og tókst oft að spila á miðjunni en hættu að vanda sig er þeir komu upp að vítateig Stjörnunnar. Tveimur mínútum fyrir leikslok gekk lukkan í lið með Þrótti þegar Hjálmari var brugðið klaufalega rétt innan við víta- teigshornið og Páll Einarsson skoraði úr vítinu af öryggi. „Við vorum alltof linir í fyrri hálf- leik, Þróttarar voru að taka öll návígi en það breyttist eftir hlé, sem sýndi góða liðsheild en svo kosta klaufaleg mistök okkur víti,“ sagði Valdimar Kristófersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn en það hefur svo sem allt- af tekið ákveðinn tíma að koma okkur af stað en ég vona að menn gíri sig upp og komi sterkir í næstu leiki.“ Maður leiksins: Guðjón Baldvins- son, Stjörnunni. Þróttur bjargaði stigi SITTHVORT stigið eftir 2:2 jafntefli var það eina sem Stjarnan og Þróttur uppskáru eftir baráttuleik í Garðabænum í gærkvöldi. Stjörnumenn vildu meira en Þróttarar virtust sáttir enda skoruðu þeir jöfnunarmark rétt fyrir leikslok. Reyndar mætti frekar tala um barning því mest fór fyrir baráttu á miðjunni og minna um góð færi en þó tókst hvoru liði að skora tvö mörk. Stefán Stefánsson skrifar FRANSKI landsliðsþjálf- arinn í knattspyrnu, Jacq- ues Santini, verður næsti knattspyrnustjóri hjá enska úrvalsdeildarliðinu Totten- ham. Hann mun stjórna franska landsliðinu í Evr- ópukeppninni sem hefst 12. júní en þegar henni lýkur liggur leið hans til Totten- ham. „Ég er mjög ánægður að fá tæki- færi til að stjórna Tottenham á næsta tímabili. Ég er mjög metn- aðarfullur og það hefur alltaf verið draumur minn að verða knatt- spyrnustjóri hjá sterku úrvalsdeild- arliði í Englandi.Tottenham er frá- bært félag, með glæsta sögu og frábærar hefðir. Ég er staðráðinn að koma félag- inu aftur á stall meðal bestu liða í Englandi,“ sagði Santini. Jacques Santini gerði Lyon að frönskum meist- urum árið 2001 en hann tók við franska landsliðinu eftir HM 2002 og undir hans stjórn hafa Frakkar verið sigursælir. Með ráðningu Santini hefur Tott- enham loksins ráðið knatt- spyrnustjóra. Eftir að Glenn Hoddle var vikið úr starfi hjá Tott- enham í september á síðasta ári hefur liðið ekki haft fastráðinn knattspyrnustjóra. Santini verður við stjórn- völinn hjá Tottenham Santini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.