Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SALMON OIL Gegn stirðleika í liðamótum PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1.                                        !    " # " $  "  %   &  &' (   )) $     % &  &'  ))* +               ,   '    -  () -   "&  -  - "   ,   '  *  . -   "&  $   -  - "   /  !             & "  %&' !!  &$ 0   1$ $     "    %   $ %  " !  &-  ))*$   %   % '            !  /          &$   ! 2               3     !      - )) " !  &-  ))*     !  4" ! !  &$ 0    1$ (  5       !          % "      %            VERSLUNIN Nettó styrkti verk- efnið Bær í barnsaugum um 300 þúsund krónur í vikunni. Um er að ræða verkefni tíu leikskóla í bæn- um í samstarfi við Skóladeild Ak- ureyrar og Skólaþróunarsvið Há- skólans, sem felst m.a. í því að vekja athygli barna á umhverfi sínu. Sýn- ing á verkum barnanna stendur nú yfir á Glerártorgi, og þar afhenti Sigmundur Sigurðsson, versl- unarstjóri Nettó, styrkinn en Sig- ríður Síta Pétursdóttir, verkefnis- stjóri á skólaþróunarsviði Háskól- ans á Akureyri veitti honum viðtöku, að viðstöddum fjölda leik- skólabarna. Krakkarnir fengu allir ís, þar á meðal þessi strákur sem er líklega enginn álfur – en á spjald- inu fyrir ofan hann, sem er hluti af sýningu barnanna, stendur „Álfar eru með hvítt skegg“, setning sem Egill Vagn, 5 ára og 10 mánaða, hefur skrifað. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Álfar eru með hvítt skegg“ EINUM starfsmanna Slökkviliðs Akureyrar var tilkynnt, þegar hann mætti til vinnu síðastliðinn mánudag, eftir vaktafrí, að hann væri ekki lengur í slökkviliðinu. Hefði verið tekinn af launaskrá. Viðkomandi telur sig hafa verið rekinn en slökkviliðsstjóri lítur hins vegar svo á að starfsmaðurinn hafi sjálfur sagt upp störfum fyrir þremur mánuðum. Mál þetta bar á góma á fundi bæjarráðs Akureyrar í gærmorgun og var því vísað til umfjöllunar framkvæmdaráðs bæjarins, sem fundar árla í dag. Sá sem hér um ræðir, Sigurður L. Sigurðsson, hefur verið trúnað- armaður starfsmanna og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Landssambands slökkviliðsmanna í gegnum tíðina. Hann var varðstjóri um tíma, eftir að núverandi slökkviliðsstjóri tók við því starfi en var aftur settur í stöðu slökkvi- liðsmanns að ári liðnu. „Hann sagði upp fyrir þremur mánuðum,“ sagði Erling Þór Júl- ínusson slökkviliðsstjóri við Morg- unblaðið í gær og vísar til tölvu- bréfs sem Sigurður sendi honum í febrúar á þessu ári, fljótlega eftir að Erling tilkynnti Sigurði bréf- lega að senn væri sá tími liðinn sem miðað hefði verið við „til reynslu í stöðu varðstjóra Slökkvi- liðs Akureyrar“ en Sigurður segist raunar hafa verið settur varðstjóri ótímabundið frá og með 19. febrúar 2003. „Honum var gerð ljós uppsögn skriflega og í vitna viðurvist og það hefur verið ljóst alla tíð síðan. Hvers vegna þessa dramatík er núna á þessum tímapunkti skal ég ekki segja um,“ sagði slökkviliðs- stjóri í gær. Hann sagði Sigurð hafa lokið störfum í slökkviliðinu og því yrði ekki breytt. Erling seg- ir þá niðurstöðu hvorki eiga að koma Sigurði né öðrum í slökkvilið- inu á óvart en eflaust geti það reynst erfitt fyrir bæjarbúa að reyna að setja sig inn í málið. Og Erling fullyrðir að mál þetta sé hluti af „gömlum vandamálum“ innan slökkviliðsins. Sigurður vill ekki tjá sig um mál- ið að öðru leyti en því að hann hafi ekki sagt upp og hann því verið rekinn. Morgunblaðið veit að sú hug- mynd kom upp á fundi bæjarráðs í gær að fá hlutlausan aðila til þess að fara yfir málefni slökkviliðsins og var henni vel tekið. Bæjarfulltrúi sem Morgunblaðið ræddi við í gær sagðist hafa áhyggjur af þróun mála, slökkvilið- ið væri mjög mikilvæg öryggis- stofnun – bæði hvað varðar slökkvistarf og sjúkraflutninga – og óbreytt gæti ástandið ekki ver- ið. Slíkum deilum innan liðsins yrði að linna. Uppsögn eða ekki uppsögn – þar er efinn VEGLEG sjómannadagshátíð verð-ur á Akureyri um helgina, en húnhefst á morgun, laugardaginn 5. júní, kl. 14 þegar sjómenn keppa í golfi og knattspyrnu í Boganum. Sjómannamessur verða í kirkjum bæjarins kl. 11 á sunnudag, en fjöl- skylduhátíð hefst á hafnarsvæðinu austan Drottningarbrautar og vest- an Átaks kl. 14 á sjómannadag. Þar verða flutt ávörp og hugvekja, en hátíðarræðuna flytur Árni Bjarna- son, formaður Félags skipstjórnar- manna og Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Sjómenn verða heiðraðir og þá skemmta Gunni og Felix og Skúli Gautason bregður á leik. Róðrarkeppni á Pollinum hefst kl. 15.30. Sjómannahátíð verður í Íþrótta- höllinni á sunnudagskvöld og er hún öllum opin. Veislustjóri verður Edda Björgvinsdóttir, en Jóhannes Kristjánsson eftirherma og hljóm- sveitin Hvanndalsbræður skemmta. Hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða á hátíðina verður á skrifstofu sjómannadags- ráðs, Skipagötu 14, 3. hæð í dag, föstudag frá kl. 16 til 18 og á morg- un frá kl. 14 til 18. Vegleg sjómanna- dagshátíð Vefnaður á Punktinum FIMMTA sýning ársins á hand- verksmiðstöðinni Punktinum hefur verið opnuð. Alls verða í ár settar upp 10 sýningar í tilefni af 10 ára afmæli Punktsins, en um er að ræða sýningar á handverki sem unnið hefur verið á Punktinum frá því hann var opnaður. Nú er komið að vefnaðarsýning- unni. „Stax á fyrstu dögum starf- seminnar var Punktinum gefinn vefstóll. Síðan hafa bæst við 14 vef- stólar sem ýmist hafa verið gefnir staðnum eða lánaðir. Allur þessi fjöldi vefstóla er til nota fyrir not- endur Punktsins með mismunandi uppistöðum og mikið hefur verið ofið af dúkum, púðum, áklæðum, sjölum, veggteppum, mottum og myndvefnaði. Sýnishorn af þeim munum eru nú sýnd á Punktinum,“ segir í frétt um sýninguna. Hún stendur til 24. júní næstkomandi og er opin alla virka daga frá kl. 13 til 17. Vigdís afhendir | Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi hefst að Rimum við Húsabakka í Svarfaðardal kl. 13.30, laugardag- inn 5. júní. Þar verður auk venju- legra aðalfundarstarfa rætt um mikilvæg verkefni sem eru fram- undan hjá samtökunum. Að loknum aðalfundinum verður athöfn í Dalvíkurkirkju, þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, afhendir verð- laun í ritgerðasamkeppni sem „Landsbyggðin lifi“ efndi til meðal skólafólks. Efni hennar var „Heimabyggðin – hvað get ég gert fyrir hana“ Kjörorð samkeppn- innar var Eflum byggðarlagið. Valdar voru 1–2 ritgerðir af hálfu skólanna, sem svo voru send- ar í þessa landskeppni. Dómnefnd hefur farið yfir þessar ritgerðir og gert tillögu um hverjir fái sér- stakar viðurkenningar. Þær verða afhentar í Dalvíkurkirkju sama dag kl. 17.30. Auk Vigdísar og verðlaunahafa, munu nokkur skólabörn í Dalvík- urbyggð koma fram, syngja og leika á hljóðfæri. Söngvaka | Hjörleifur Hjart- arson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir koma fram á Söngvöku í Minja- safnskirkjunni á Akureyri á laug- ardagskvöld, 5. júní kl. 20.30. Minjasafnið á Akureyri hefur boðið upp á söngvökur í 10 ár, eða frá árinu 1994. Þær hafa vak- ið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna skemmti- dagskrá af þessum toga þar sem áheyrendum gefst kostur á að fylgjast með söngferðalagi í tali og tónum um íslenska tónlist- arsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er fjölbreytt, allt frá dróttkvæðum til söngva og þjóðlaga 19. og 20. aldar. Aðgangseyrir er kr. 1000. Drangeyjarferð | Ferðafélag Ak- ureyrar býður upp á ferð í Drangey á morgun, laugardaginn 5. júní. Far- ið verður frá Hofsósi kl. 11 og siglt þaðan og að Þórðarhöfða sem verður skoðaður frá sjó. Síðan liggur leiðin í Drangey og hún skoðuð. Upplýs- ingar um ferðina fást á skrifstofu fé- lagsins, Strandgötu 23, en hún er nú opin alla virka daga frá kl. 16 til 19.    ♦♦♦ Nýliðamót | Golfklúbbur Akureyr- ar stendur fyrir 9 holu nýliðamóti á Jaðarsvelli á sunnudag, 6. júní, kl. 9.30. Allir þeir sem áhuga hafa á að kynnast íþróttinni geta tekið þátt.      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.