Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁTTATÍU og fjögurra ára gömul kona í Bangladesh, sem missti af allri skólagöngu þar sem hún var gefin manni er hún var að- eins sjö vetra að aldri, er nú setzt á skóla- bekk í fyrsta sinn á ævinni. Konan, Fatema Khatun að nafni, er nú orðin ekkja og hikaði ekki við að nýta sér það frelsi sem fráfall eiginmannsins veitti henni og fékk sig skráða í barnaskólann í hverfinu. Þar situr hún nú í tímum með bekkjarfélögum á aldrinum níu og tíu ára. „Ég byrgði inni sársaukann yfir því að hafa ekki gefizt færi á að ganga í skóla í áttatíu löng ár og loks ákvað ég að ég yrði að reyna þetta,“ hefur blaðið Prothom Alo eftir nemandanum aldraða. Afritunarnemi í mál MICHAEL Gunn, 21 árs gamall háskóla- stúdent sem hefur viðurkennt að margar rit- gerðir sem hann skilaði inn hefðu að mestu verið afritaðar af Netinu, hyggst fara í mál við háskólayfirvöld í Kent-háskóla í Kant- araborg vegna þess að þau hefðu ekki varað sig við því við upphaf náms að ritstuldur af Netinu væri álitinn svo alvarlegt brot að við því lægi brottrekstur úr námi. The Times Higher Education Supplement greinir frá því að Gunn hefði verið tilkynnt daginn fyrir síðasta prófið að honum yrði ekki gefin nein einkunn. „Hefðu þeir bara hnippt í mig eftir að ég skilaði inn fyrstu svona ritgerðinni minni og varað mig við viðurlögunum gæti ég unað þessu. En ég fékk alltaf ritgerðirnar til baka athugasemdalaust með góðum ein- kunnum,“ segir Gunn. Skilnaðarorsökin símafíkn JÓRDANSKUR maður hefur nú skilið við eiginkonu sína í þriðja og síðasta sinn. Er skilnaðarsökin sú að eiginkonan hafi rústað fjárhag heimilisins með því að liggja í sím- anum í tíma og ótíma. „Konan mín eyddi heilu klukkutímunum í símanum, talandi við systur sínar og vinkonur um upp- skriftir, föt og nýjustu tízku og ég var van- ur að borga hinn mánaðarlega símareikn- ing möglunarlaust,“ sagði maðurinn vonsvikni, Abu Sami. En síga tók á ógæfuhliðina er eiginkona Samis fór að nota heimilissímann til að hringja í númer í útlöndum til að taka þátt í leikjum á arabískum gervihnattasjónvarps- stöðvum. „Símareikningurinn fór upp í þre- faldar tekjur mínar,“ sagði Sami. Krýna herra Kína Í KÍNA, þar sem fegurðarsamkeppnir kvenna hafa rutt sér til rúms svo um mun- ar, er nú hafinn undirbúningur að fyrstu slíkri keppni fyrir karlmenn. Ytra útlit verður aðeins einn þátturinn sem þátttak- endur verða dæmdir eftir. Auk aðaltitilsins „herra Kína“ verður keppt um titla eins og „herra heiðarlegur“, „herra vizka“ og jafn- vel „herra velferð“. „Þetta er kærkomið tækifæri til að sýna heiminum hina heil- brigðu, snilldarlegu og myndarlegu ímynd kínverskra karlmanna nútímans,“ sagði Ren Qiao, talsmaður skipuleggjenda. ÞETTA GERÐIST LÍKA Loksins á skólabekk Reuters ÞAÐ fór ekki á milli mála að þýzki kanzlarinn Gerhard Schröder kunni að meta pylsuna sem hann gæddi sér á er hann heimsótti bæinn Masser- berg í Þyringjalandi í vikunni. Hér er um grillpylsu að hætti Þyringja að ræða, Thüringer Rostbratwurst á frummálinu. Grillpylsan góða GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hyggst í þriggja daga Evrópuferð sinni reyna að bæta samskiptin við leiðtoga Frakka og Þjóðverja sem beittu sér ákaft gegn Íraksstríðinu í fyrra. Bush lagði af stað í gær og fer fyrst til Ítalíu þar sem fagnað verður frels- un Rómar 4. júní 1944 úr klóm Þjóðverja. Hann mun eiga fund með Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra landsins og dyggum stuðn- ingsmanni varðandi Írak. En Bush mun einnig ræða við Jóhannes Pál II. páfa sem var mjög andvígur stríðinu og er talið að páfi muni ítreka andstöðu sína við stefnu Bandaríkjamanna. En tals- menn Páfagarðs lögðu á það áherslu að reynt yrði að horfa sem mest fram á veginn og sögðu að páfi styddi tilraunir til tryggja Írökum á ný fullveldi. Bandaríkja- menn segja að ný bráðabirgða- stjórn Íraks muni fá fullt sjálfræði en óljóst er enn hve mikil völd stjórnin fær og þá einkum hvort hún mun geta ákveðið hvernig her- liði Bandaríkjamanna í landinu, um 135.000 manns, verður beitt gegn ýmsum andstæðingum hernáms- ins. Mótmælaaðgerðir hafa verið á götum úti í Róm af hálfu andstæð- inga Bandaríkjastjórnar síðustu daga og hafa andstæðingar Íraks- stríðsins skipulagt fjöldafundi í til- efni komu Bush. Bandaríkjaforseti heldur síðan á laugardag til Frakklands þar sem han mun ræða við Jacques Chirac forseta er tók forystuna gegn stefnu Bandaríkjamanna í aðdrag- anda Íraksstríðsins í fyrra. Lýsti Chirac þá yfir því að Frakkar myndu undir engum kringumstæð- um samþykkja nýja ályktun í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna er heimilaði hernað gegn stjórn Sadd- ams Husseins í Írak. Bush kemur aftur heim á sunnu- dagskvöld og síðan hefst árlegur leiðtogafundur átta helstu iðnvelda heims í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann virtist í gær í viðtali við franska tímaritið Paris Match, reyna að slá striki yfir deilurnar við Frakka, sagði að Chirac væri „vin- ur“ sinn og Frakkar væru gömul vinaþjóð Bandaríkjamanna. Chirac er einnig sagður áfjáður í að reyna að bæta sambúð þjóðanna tveggja. Á sunnudag munu leiðtogarnir tveir koma saman í hermannagraf- reit á strönd Normandie í Norður- Frakklandi ásamt leiðtogum Breta, Þjóðverja og Rússa til að minnast landgöngu bandamanna í Normandie í seinni heimsstyrjöld. Þá verða liðin 60 ár frá innrásinni í Frakkland sem var undir hæl þýska hersins og einræðisherrans Adolfs Hitlers. Er þetta í fyrsta sinn sem kanslara Þýskalands er boðið til hátíðarhalda í tilefni inn- rásarinnar. Bar saman Normandie og Mið-Austurlönd Bush hélt ræðu í Colorado á mið- vikudag að Normandie væri staður þar sem „örlög milljóna manna byggðust á hugrekki þúsunda“. Þegar þessara atburða væri minnst væri rifjað upp að mikil hætta hefði steðjað að þjóðinni og hún hefði sameinast gegn hættunni auk þess sem einstaklingar hefðu sýnt mikla hugdirfsku. Á sama hátt og atburð- ir í Evrópu hefðu þá ráðið úrslitum um niðurstöðu heimsstyrjaldarinn- ar síðari myndu atburðir í Mið- Austurlöndum ráða úrslitum í bar- áttunni gegn hryðjuverkum. „Verði svæðið yfirgefið og fært í hendur einræðisherrum og hryðju- verkamönnum verður það endalaus uppspretta ofbeldis og áhyggna, þaðan munu koma morðingjar sem ráða yfir sífellt öflugri tólum til að ráðast á Bandaríkjamenn og aðrar frjálsar þjóðir.“ Forsetinn sagði að ef þar kæmist á lýðræði og hagsæld myndu hryðjuverkasamtök missa þá sem styddu þá og gerðu þá út, nýliðun í hryðjuverkahópum myndi stöðvast og óánægjan sem kraum- aði stöðugt undir í samfélögunum og ýtti undir hryðjuverk myndi dvína. Bush hyggst reyna að ná sáttum í Evrópuferð Reuters Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Róm vegna komu Bush Bandaríkjaforseta. Hér sést öryggisvörður kanna götubrunn í grennd við Páfagarð sem er sjálfstætt ríki í höfuðborg Ítalíu. Hvatti til lýðræðis í Mið-Austur- löndum sem væri undirstaða þess að stöðva hryðjuverkahópa Washington. AP, AFP. SÖLUMENN bandaríska orku- sölufyrirtækisins Enron ræddu sín í milli um hvernig þeir gætu ráðskast með raforkumarkaðinn í Kaliforníu í orkukreppunni í ríkinu 2000–2001, og töluðu glaðhlakkalega um að „stela af fátækum ömmum“. Kemur þetta fram í afritum af símtölum milli sölumannanna, sem banda- ríska sjónvarpsstöðin CBS birti fyrr í vikunni. Það var orkuveita skammt frá Seattle sem fékk stjórnvöld til að af- henda upptökurnar, en orkuveitan krefst þess að Enron skili milljón- um dollara sem fyrirtækið hafi hagnast um með ólöglegum hætti í orkukreppunni í Kaliforníu. Enron varð gjaldþrota 2001 og stendur nú yfir lögreglurannsókn á viðskipta- háttum þess. Hafa margir æðstu stjórnendur þess hlotið dóma. Í símtölunum ræða sölumennirn- ir óhikað og glaðhlakkalega um að mynda stíflur á helstu raforkulínun- um og stöðva orkuflutning til orku- veitna í því skyni að hækka verðið á raforkunni. Í afriti af einu símtalinu er einn sölumannanna spurður um „alla peningana sem þið stáluð af þessum fátæku ömmum í Kaliforn- íu“, og svarar Enron-sölumaðurinn sem svo: „Já maður, hún Millie amma. En það var hún sem vissi ekki hvað hún átti að kjósa.“ Í öðru símtalinu segir Enron- sölumaður: „Núna eru töfraorðin „eldur, meiri eldur“,“ og skírskotaði þar til kjarrelda sem brunnu í Kali- forníu, beint undir raflínu og ollu því að flutningur um línuna stöðvaðist og Enron naut góðs af aukinni raf- orkueftirspurn. Símtöl orkusölu- manna eru oft hljóðrituð til að hægt sé að fylgjast með viðskiptunum. Michael Aguirre, lögmaður í San Diego, sem fyrstur lögsótti Enron fyrir ólögmæta viðskiptahætti í nóv- ember 2000, segir símtölin sýna fram á „óhefta gróðafíkn“. Öfgar einkenni símtölin að öllu leyti. „Orðalagið er öfgakennt og allt hug- arfarið er öfgakennt.“ Stjórnmálamenn í Kaliforníu, sem hafa krafist þess að orkuneyt- endur fái endurgreidda milljarða dollara vegna margra ára okurs af hálfu Enron, brugðust ókvæða við þegar símtölin voru birt. Í bréfi frá þingmönnunum Barböru Boxer og Dianne Feinstein til framkvæmda- stjóra bandaríska orkueftirlitsráðs- ins segir m.a.: „Nú blasir við kjarni þessa hneykslismáls.“ „Stolið af fátækum ömmum í Kaliforníu“ Houston. AP. LÍBANSKA flutningaskipið Sea Trust í höfninni í Antwerpen í Belgíu í gær en það er hlaðið not- uðum bílum. Eldur kom upp í skipinu og svo fór að það tók niðri og mikill halli kom á það. Ekki fer sögum af því hvort bílarnir hafi sloppið óskaddaðir úr slagnum við þyngdaraflið. Reuters Þyngdaraflinu ögrað ÍRÖNSK stjórnvöld neituðu á miðvikudag öllum ásökunum um að íraski stjórnmálamaðurinn Ah- med Chalabi hefði lekið til þeirra viðkvæmum upplýsingum um njósnir Bandaríkjamanna í Íran. Að sögn bandaríska dagblaðs- ins The New York Times kom Chalabi þeim upplýsingum áleiðis til íranskra stjórnvalda að Bandaríkjastjórn hefði ráðið fram úr dulmáli írönsku leyniþjónust- unnar. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur hafið rannsókn á tengslum Chalabis við írönsk stjórnvöld og hvaðan hann hafi fengið fyrrgreindar upplýsingar. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa komist á snoðir um njósnir Chalabis en hann neitar því stað- fastlega og segir ásakanirnar til- raun bandarísku leyniþjónust- unnar CIA til þess að koma á sig illu orði. Hann hafi aldrei haft að- gang að bandarískum leyniskjöl- um. Íranar verja Chalabi Tehran. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.