Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 43 ✝ Sigurður Björg-vin Magnússon fæddist í Akurhús- um í Gerðahreppi 8. desember 1911. Hann lést í Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja að morgni 28. maí síðastliðins. Foreldrar Sigurðar voru Magnús Sig- urðsson útvegs- bóndi, f. 3. okt. 1889, d. 10. ágúst 1962 og Magnea Guðrún Ís- aksdóttir húsmóðir, f. 24. júní 1877, d. 28. ágúst 1951. Albræður hans voru Hjálmar Óskar, f. 11. okt. 1913, d. 31. júlí 1984 og Magnús, f. 29. ágúst 1915, d. 26. apríl 1994. Sammæðra systkin voru Ásgeir Magnússon, f. 3. júní 1899, d. 7. maí 1901, Ásgeir Magnússon, f. 30. mars 1902, d. 23. okt. 1942 og Unnur Jóhanns- dóttir, f. 3. mars 1905, d. 12. júní 1934. Sigurður kvæntist 8. apríl 1944 Kristínu Jóhannesdóttur, f. 21. nóvember 1915, d. 22. júní 1982. Börn þeirra eru Jóhannes, f. 27. ágúst 1944, maki Soffí Þóra Magnús- dóttir, Unnur Magn- ea, f. 10. ágúst 1946, Magnús, f. 21. jan. 1950, maki Guðrún Ósk Ragnarsdóttir og Jón Finnsson, f. 17. feb. 1952, maki Hildur Kristjáns- dóttir. Barnabörnin eru 10 og barna- barnabörnin eru 12. Sigurður ólst upp í Garðinum og stundaði mestan hluta ævi sinnar sjóinn. Haustið 1932 lauk hann mótornámskeiði Fiskifélagsins og varð þá strax vélamaður. Hann lauk Fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1935 og hófst þá farsæll skip- stjóraferill hans. Árið 1950 fluttu Sigurður og Kristín sig með börn og búslóð til Keflavíkur, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Útför Sigurðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með nokkrum orðum. Allar minningar um hann eru á einn veg; góðvild, hlýleiki og bjartsýni. Gamli en þó síungi skipstjórinn og útgerð- armaðurinn frá Nýjalandi í Garði var velþekktur af flestum Suður- nesjamönnum á sínum tíma. Hann þurfti að heilsa mörgum og kveðja, sem urðu á vegi hans. Allir vildu koma að máli við hann, hann ræddi málin af yfirvegun og rósemi og brosið hans og hlýja handtakið var vel þekkt. Hann var alltaf glaður, já- kvæður og með húmorinn í lagi. Jón Gauti og Sirrý þakka afa sínum fyrir allar góðu stundirnar. Hann var besti afi í heimi. Ekkert getur varað endalaust, allt hefur sitt upphaf og endi, en hug- urinn leitar sífellt í brunn hinna góðu minninga. Siggi sáði vel í sinn garð og uppskeran var góð til lands og sjávar. Siggi bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, ættingjum og vinum, það var svo gott að hafa skip- stjórann við stýrið sem náði alltaf heill í höfn. Þegar við hugsum til þín erum við alltaf í góðu skapi, sístækk- andi hópurinn þinn, barnabörn og barnabarnabörn, eiga afa og lang- afa, sem þau verða alltaf stolt af. Við erum þakklát fyrir samfylgdina, hún veitir okkur huggun í söknuði. Takk fyrir allt. Aðstandendum votta ég samúð mína. Hildur Kristjánsdóttir. Elsku afi minn. Þá er komið að kveðjustund. Ég veit ekki almenni- lega hvar ég á að byrja. Við urðum snemma miklir vinir. Það er margt sem ég mun aldrei gleyma. T.d. þeg- ar þú leyfðir mér að koma með þér á trilluna þegar ég var smápatti. Þá fékk ég að gista hjá þér. Þú vaktir mig kl. 5 um morguninn og lést mig þvo mér með köldu vatni í framan svo ég vaknaði. Ég leit strax mjög upp til þín og var alltaf og er enn, mjög stoltur að vera sonarsonur þinn og fá að bera nafnið þitt. Ég man sérstaklega eftir veiði- túrnum í Miðfjarðarána, sem ég, þú og synir þínir þrír fórum í. Þú bann- aðir okkur að taka með brennivín í ferðina, en dróst svo upp eina flösku í veiðihúsinu og sagðir að hún væri bara til öryggis. Þetta einstaka skap og þessi létta lund sem fylgdi þér til síðasta dags á sér fáar hliðstæður. Það var alveg sama hvað bjátaði á, þú varst alltaf nokkuð viss um að hlutirnir myndu lagast. Þú vildir allt fyrir mann gera og hafðir alltaf áhyggjur af því hvort þú skuldaðir mér nokkuð, þótt þú hafir aldrei skuldað mér neitt. Ég get bara engan veginn lýst því hve þakk- látur ég er fyrir að hafa kynnst þér og fyrir að hafa átt þig að allan þenn- an tíma. Þú gerðir svo margt fyrir mig sem þú hefur ekki einu sinni hugmynd um. Það var sama hvað mér leið illa. Ef ég dreif mig í heim- sókn til þín og spjallaði við þig í dá- litla stund, leið mér alltaf mikið bet- ur á eftir. Bara að koma og hlusta á þig og heyra þín viðhorf til hlutanna og lífsins lét mér alltaf líða betur. Það er erfitt að trúa því að við eig- um ekki eftir að fara fleiri rúnta. Rúntarnir út í Garð, Helguvík, Sandgerði og um Suðurnesin eru ógleymanlegir. Þú vissir svo margt og gast sagt mér eitthvað um alla staði. Þú virtist muna svo mikið frá því í gamla daga og hlustaði ég alltaf með aðdáun á þig, afi minn. Þú varst mikil félagsvera og vildir alltaf vera með í öllu. Og alls staðar vinsæll. Til marks um það var alltaf klappað fyrir þér þegar þú mættir í boccia. Og konurnar tóku utan um þig. Þú varst bara alltaf svo léttur og skemmtilegur að það leið öllum vel í kringum þig. Þegar við fórum saman á ballið hjá stangveiðifélaginu, þurfti ég að halda konunum frá þér. En þú vildir dansa við þær allar. Elsku afi minn. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allar stundirnar sem við áttum saman. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allt saman. Þú kenndir mér rosalega margt. Ég veit að þú ert á góðum stað. Og þú ert laus úr líkamanum sem var farinn að slappast og koma í veg fyrir að þú gætir gert það sem þú vildir. Auðvitað, afi minn, er allt í góðu á milli okkar. Gæti í rauninni ekki verið betra. Þú varst einn besti vinur minn. Ég sakna þín mikið og þykir mjög vænt um þig. Ég kveð þig með söknuði og hlakka til að hitta þig aftur, þegar minn tími kemur. Sigurður Björgvin Magnússon. Finnst það frekar súrt að þú sért farinn, að eiga aldrei eftir að fá að sjá þig aftur í mat hjá mömmu og pabba, en þakka fyrir það þín vegna að í þig skyldi vera kallað áður en góða skapið og lífslöngunin hvarf. Þú áttir langa og góða ævi og ert hvíld- inni sjálfsagt feginn. Þú hafðir alltaf gaman af lífinu, varst alveg jafn- hress síðast þegar ég sá þig og þú hefur jafnan verið og þannig mun ég minnast þín. Takk fyrir að vera alltaf yndisleg- ur við okkur systkinin, fyrir að vera besti afi í heimi. Gunnur Magnúsdóttir. Minningar mínar um afa eiga allar tvennt sameiginlegt. Þær eru allar fallegar og skemmtilegar. Afi var frábær maður. Hann var eldhress og ungur í anda þó hann væri orðinn 92ja ára. Hann sagði oft við mig að líkami hans væri það eina sem væri orðið gamalt en hugur hans væri ennþá 17. Við áttum margt sameiginlegt við afi. Þegar ég kom í heimsókn til hans gátum við spjallað í tíma og ótíma, um allt milli himins og jarðar. Hon- um þótti einkum ánægjulegt hversu áhugasöm ég var um sjómannsferil hans og þótti honum alltaf skemmti- legt að rifja þá tíma upp. Honum fannst líka ofsalega gaman að segja mér frá Stínu ömmu, þeirri sem ég fékk aldrei að hitta en ég fékk að eiga nafnið hennar. Í mínum augum var hann svo mikill afi. Hjartað hans var stærra en hjá nokkrum manni. Hann var duglegur og aldrei hef ég heyrt né séð nokkurn mann sem var eins félagslyndur. Ég spurði afa oft að því hvert leyndarmálið væri á bak við langlífi. Hann svaraði alltaf þannig að hann hefði alla tíð étið mikinn fisk og tekið inn þorskalýsi á hverjum degi. En í raun skipti öllu að vera jákvæður og góður í skapinu, eins og hann var með eindæmum. Við afi áttum frá- bært samtal fyrir stuttu. Við sátum bæði í sófanum hans og spjölluðum um framtíðina. Allt í einu spyr hann hvort ég hafi ekki verið að setja upp hringa. Hann segist vera voða hreykinn af því og segist vera voða- lega ánægður að ég skuli huga svona mikið að framtíðinni. Afi sagði mér svo að láta hann vita ef mig vantaði eitthvað upp í brúðkaupið og lýkur svo með því að segja „Ég á alveg helling í þér því Svala mamma þín er eiginlega dóttir mín.“ Ég knúsaði hann svo í bak og fyrir því honum fannst alltaf svo gaman að því hvað ég faðmaði hann mikið. Ég vil að lok- um þakka honum fyrir frábærar stundir. Ég veit að hans stund var komin. Líf hans var langt og gott. En ég á eftir að sakna hans rosalega. Ég elska þig, afi minn, og hlakka til að finna fyrir anda þínum í kring- um mig. Þín Sigríður Kristín Ólafs. Sigurður Björgvin Magnússon, Siggi á Nýjalandi, lést föstudaginn 28. þessa mánaðar, það var máski ekki alveg óvænt en dálítið snöggt. Við hér í Hornbjargi söknum Sigga, hann var meðal þeirra fyrstu sem flutti hér inn í sept. 1991 en fluttist á elliheimilið Hlévang í jan. 2002. Öll héldum við mikið upp á Sigga, hann var félagslyndur og gamansamur svo alltaf var kátt í kringum hann. Oft leit ég til Sigga á kvöldin, það var gaman að rifja upp með honum liðna tíð, hann hafði gott minni og margt hafði hent á langri ævi. Hann kom glettni gjarnan að í frásögn sinni. Siggi var félagi í Púttklúbbi Suðurnesja frá upphafi og sleppti helst ekki degi þar. Margir verð- launagripir úr púttinu skreyttu hill- ur hans. Eftir að heldri-borgarar, eins og hann kallaði það, fóru að spila bocciu tók hann þátt í henni af sama áhuganum. Þegar farið var að bjóða upp á billjard fékk hann mest- ar mætur á honum. Siggi stundaði allt þetta meðan hann sá kúlur og bolta. Oft er Sigga minnst þegar komið er saman og gjarnan vitnað í sitt- hvað sem hann lét fjúka. Góða skapið hélst eftir að hann kom á Hlévang en heilsunni smá hrakaði, sjónin fór versnandi og upp á síðkastið gat hann varla hreyft sig fyrir bakverkjum, en glettnin var alltaf til staðar og vinsæll varð hann strax þar. Hann var farinn að segja að nóg væri komið, þetta hafi verið gott líf, hann væri orðinn sáttur við að kveðja það. Siggi byrjaði á sjó strax eftir fermingu, varð svo fullgildur háseti, vélamaður og ungur varð hann skip- stjóri. Um skeið var Siggi útgerð- armaður og fiskverkandi, að lokum reri hann einn á trillu. Hann seldi trilluna þegar hann varð 75 ára og steinhætti, eins og hann kallaði það. Hann var farsæll í öllum sínum störfum. Hann þótti snjall sjómaður, aflaði vel með minni fyrirhöfn en flestir aðrir, enda var eftir sótt að vera hjá honum. Sigga verður lengi minnst meðal félaga, sem hann átti marga af báð- um kynjum. Sambýlingar í Horn- bjargi þakka Sigga á Nýjalandi sam- ferðina. Góður drengur er genginn en minningin lifir. Ólafur Björnsson. Sigurður B. Magnússon, skip- stjóri og útgerðarmaður, lauk lífs- göngu sinni að morgni 28. maí á Heilsugæslu Suðurnesja. Það var á indælum sumarmorgni þegar dagg- ardropar næturinnar voru glitrandi á blöðum trjánna og krónum blóma. Mér fannst eins og þau væru að syrgja látinn vin. Þannig upplifði ég í sjón og reynd fregnina um að vinur minn, Sigurður Magnússon væri bú- inn að kveðja þetta líf sitt á háum aldri eftir að hafa unnið þjóð sinni mikið, gott og langt starf með því að sækja á íslensk sjávarmið en þar var hann meðal þeirra fremstu meðal jafningja. Hann var ákaflega fylginn sér, sama að hverju hann gekk, sótti djarft og fiskaði vel. Sigurður var ákaflega umgengnisgóður maður, alltaf með glens á vör og tilsvör hans engu lík. Eftir að Siguður hættir að stunda sjósókn gerist hann útgerð- armaður. Það fórst honum vel úr hendi ekki síður en annað sem hann tók sér fyrir hendur, enda sérstakt snyrtimenni sem hélt vel utan um sitt hvort sem var á sjó eða landi. Sigurður var ákaflega heppinn mað- ur í öllu sínu starfi. Hann var mikill félagshyggjumaður, var félagi í Púttklúbbi Suðurnesja, félagi eldri borgara og hagnýtti sér það sem þau höfðu upp á að bjóða hvort sem það var í spilum, pútti eða snóker. Allt þetta nýtti Sigurður sér þótt aldur- inn væri orðinn hár þar sem hann var orðinn 92 ára þegar hann lést. Ég sakna góðs vinar þar sem Sig- urður var, því að þegar traustir stofnar í okkar jarðlífi falla, verður eftir tómarúm hjá okkur samferða- mönnunum, jafnvel þótt stofninn sé orðinn gamall og feiskur, því stærra verður bara rúmið sem eftir stendur. Orðstír hans eigi við gleymum og iðju hins vandaða manns við vinir hans vandlega geymum með virðingu minningu hans. Horfinn af hérvistarsviði nú hlýtur hann blessun og frið í hæðum hjá höfuðsmiði þeim hæðsta um alheimssvið. (Hjörtur Þórarinsson.) Og nú þegar ég kveð Sigurð þakka ég honum samfylgdina og fyrir hans skemmtilega viðmót og hlýju. Blessuð sé minning hans. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Magnús Þór. Frændi minn Sigurður Björgvin Magnússon, skipstjóri og útgerðar- maður, lést 28. maí sl. í hárri elli. Siggi á Nýjalandi, eins og hann var alltaf kallaður, var mikill heiðurs- maður í mínum augum. Þegar ég byrjaði til sjós ungur að aldri var ég á bát sem hann og faðir minn áttu, það var mér mjög lær- dómsríkt og góður skóli fyrir ungan mann sem var að byrja til sjós með það í huga að gera það að ævistarfi. Í þessu skiprúmi lærði ég þá bestu undirstöðu að góðri sjómennsku sem hægt var að fá. Siggi var mikill og varkár sjómaður, og ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir honum síðan. Hann byrjaði snemma sem skipstjóri og var aflasæll og mjög farsæll, ég man ekki eftir því að hann hafi lent í neinum vandræðum á sínum langa sjómannsferli. Ég veit að hann sótti sjóinn mjög stíft og sigldi skipum sínum ætíð heilum í höfn. Siggi var skipstjóri á ýmsum bát- um sem hann átti ekki sjálfur, hann var oft kenndur við Reykjaröst KE 14 sem var nýr bátur þegar hann tók við skipstjórn á henni. Hún var með stærstu bátum á þeim tíma á Suð- urnesjum. Reykjaröst var byggð ár- ið 1945 og var 53 tonn að stærð. Siggi stundaði meðal annars síld- veiðar fyrir Norðurlandi á Reykja- röstinni og fleiri bátum. Hann endaði síðan sína sjó- mennsku á lítilli trillu sem hann átti sjálfur. Það er mjög margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít til baka og minnist Sigga því ég hef haft hann ásamt föður mínum til fyrirmyndar, en þeir voru bræður, eftir að ég byrjaði til sjós. Ég lærði mikið af þeim, bæði snyrtimennsku og alla meðferð á afla og skipi, þeir voru mikið saman til sjós enda miklir vin- ir. Það var sérstakt einkenni á Sigga hvað hann var alltaf léttur í skapi og jákvæður, og ég tel fullvíst að það hafi haft mjög mikið að segja um hvað hann náði háum aldri, enda hafði hann oft orð á því sjálfur að það hefði hjálpað honum í gegnum lífið. Siggi var að dunda sér við það á seinni árum að taka ýmislegt saman af sínum starfsferli, meðal annars átti hann myndir af öllum bílum sem hann hafði eignast, og líka myndir og upplýsingar um alla báta sem hann hafði verið á Ég kom oft í heimsókn til Sigga – þó var það oftar í gamla daga þegar ég var með pabba. Mér fannst alltaf vera sér- stök virðing yfir heimili hans og konu hans Kristínar Jóhannesdóttur en hún er látin, blessuð sé minning hennar. Þessi virðing fylgdi Sigga til æviloka. Í lok seinna stríðsins var Goða- foss, skip Eimskipafélags Íslands, skotinn niður af kafbát í Garðsjó. Siggi var einn af mörgum í Garð- inum sem horfðu á þennan hörmu- lega atburð. Hann var staddur í eld- húsinu á Nýjalandi og horfði á þetta út um gluggann ásamt móður sinni. Um þessar mundir er verið að gera heimildarmynd um þennan at- burð. Fyrir rúmum mánuði var Siggi fenginn til þess að koma heim á Nýjaland og lýsa því sem hann sá, en hann hafði gott mið af staðnum þar sem þessi atburður varð. Hann var þá að vanda léttur og hress og gat því sagt mjög vel frá því sem hann séð og hafði greinilega engu gleymt á þessum langa tíma sem liðinn er frá þessum atburði. Þetta var í síðasta sinn sem ég hitti Sigga vin minn, ég er mjög ánægður með það að geta kvatt hann léttan og hressan eins og hann ávallt var. Heiðursmaður er fallinn frá. Ég og fjölskylda mín sendum öll- um aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Ásgeir M. Hjálmarsson, Nýjalandi. SIGURÐUR BJÖRGVIN MAGNÚSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Tjarnarlundi 10b, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynning- ar krabbameinssjúkra á Akureyri og lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins. Kristmundur Björnsson, Fanney Kristmundsdóttir, Guðmundur B. Kristmundsson, Sigríður Bjarnadóttir, Viðar Kristmundsson, Dóroþea Reimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.