Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRASILÍA er komin á topp Suður- Ameríkuriðilsins í undankeppni HM sem fram fer í Þýskalandi 2006. Liðið lagði Argentínu í Bras- ilíu 3:1 og skoraði Ronaldo öll mörk heimamanna og komu þau öll úr vítaspyrnum sem hann hafði sjálfur fiskað. Juan Pablo Sorin skoraði mark Argentínumanna. Gestirnir voru mjög ósáttir við dómara leiksins og þurfti Marcelo Bielsa, þjálfari liðsins, að draga leikmenn sína burt frá dóm- aranum eftir leikinn. Ekvador sigraði Kólumbíu á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu og var þetta fyrsti sigur liðsins á Kólumbíu í 39 ár. Hvorki gengur né rekur hjá Kólumbíu- mönnum en þeir hafa tapað fjór- um af sex leikjum í keppninni. Diego Forlan, leikmaður Man- chester United, skoraði eina mark Úrúgvæa gegn Perú en það dugði skammt því Perú vann leikinn, 3:1. Loks sigraði Chile lið Venesúela með einu marki gegn engu. Þegar sex umferðir eru búnar eru Brasilíumenn á toppnum með 12 stig og eru enn taplausir. Arg- entína er í öðru sæti með 11 stig og Chile og Paragvæ eru í þriðja til fjórða sæti með 10 stig. Alls eru spilaðar átján umferðir og komast fjögur efstu liðin til Þýskalands. Liðið í fimmta sæti spilar við lið frá Eyjaálfu um laust sæti í úr- slitakeppni HM. Ronaldo fiskaði þrjú víti og skoraði þrisvar Rúmlega 150 keppendur frá 6 fé-lögum; ÍRB, KR, Þrótti úr Vogum, Sandgerði, Fjölni og Hún- um, sem komu alla leið frá Hvamms- tanga, mættu til leiks og gerðu sitt allra besta en með örlitlu roki sáu veðurguðirnir til þess að heitu pottarnir voru mjög vinsæl- ir á milli þess stinga sér til sunds. Það kom þó ekki í veg fyrir allir skemmtu sér vel og gleymdu kulda- hrollinum um leið og ræsirinn sagði: „Viðbúin.“ Rík hefð er fyrir sundi í Keflavík og mikill metnaður enda æfa um 250 unglingar hjá ÍRB, sem er sameinað félag Keflavíkur og Njarðvíkur, en Keflavík heldur mót á vorin og Njarðvík á haustin. Það á einnig við um foreldra því starf þeirra er hluti af árangri ÍRB auk þess að bærinn styður vel við sundfólkið. Sundmenn segja að íþróttin byggist mest á ein- staklingnum, að hann standi sig Til þess þarf stífar æfingar en það hafi oft sýnt sig að námið verður ekki út undan því skipulagið skili sér. Hver einstaklingur er samt í félagi auk þess að í boðsundi þarf að vinna sam- an. Húnar voru mættir alla leið frá Hvammstanga og keyrðu foreldrar hina vösku keppendur heiman frá sér. Sund var áður vinsælt í þar í bænum en lá síðan niðri um hríð þar til það var endurvakið fyrir þremur árum og starfið er öflugt, stóð meðal annars fyrir móti á Hvammstanga með 250 krökkum. Í Vogum á Vatnsleysuströnd var fyrir fjórum árum drifið í að stofna sunddeild, Ungmennafélagið Þrótt. Níu krakkar hófu leik en nú æfa 55 af kappi en það eru flestallir krakkar í Vogunum. Áhuginn er mikill, líka hjá foreldrum, enda sagði María þjálfari að þeir fengju 10 fyrir mæt- ingu. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Gunnar Örn Arnarson úr ÍRB, fyrir miðju, setti sveinamet í 100 metra bringusundi en það voru rúmlega 150 keppendur á Sparisjóðsmótinu. Félagar hans fögnuðu með honum í heita pottinum. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Þótt það sé gaman að synda þurfti smáátak að sleppa teppinu og stíga út úr upphitunartjaldinu upp á stökkpallinn í rigningu og roki. Hér hafa nokkrar sundprinsessur hreiðrað um sig í tjaldinu þar sem keppendur gátu hlýjað sér. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Heiti potturinn var mjög vinsæll á milli keppnisgreina hjá krökkunum. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Hákon frá Þrótti lagði sig allan fram og þá varð að bæta á orkubirgðirnar svo að matarboxið var aldrei langt undan. Fjör á Spari- sjóðsmótinu SUND og meira sund var málið í Keflavík í síðustu viku þegar ÍRB hélt sitt árlega Sparisjóðsmót fyrir 12 ára og yngri í sundlauginni í Keflavík. Nóg var um að vera, keppt var í 37 greinum og riðlum auk boðsunds en eins og venjulega er líka gaman að hitta jafn- aldra víða að. Boðsundið rak endahnútinn á mótið og var mikið fjör, hvort sem var í lauginni eða á bakkanum því þar hvatti hver sem betur gat. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.