Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Frí-mann Þorvalds- son fæddist í Reykjavík 22. júlí 1943. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugar- daginn 29. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Elín Dagmar Guðjóns- dóttir, f. 23.9. 1916 og Þorvaldur M. Snorrason, f. 22.6. 1911, d. 3.1. 1993. Systkini Sigurðar eru Guðjón Þórir, f. 24.6. 1940, Jónas, f. 23.9. 1941, Steingrímur, f. 12.2. 1946, Snorri, f. 10.8. 1949, Elín, f. 31.8. 1954, Haukur, f. 15.9. 1958 og Sigurður, f. 23.9. 1941, sem lést á fyrsta ári. Hinn 17. febrúar 1962 kvænt- ist Sigurður Erlu Margréti Frederiksen, f. 11.6. 1942. For- eldrar hennar voru hjónin Svava Bettý Rosenberg Frederiksen, f. 12.10. 1922, d. 9.4. 1994 og Adolf Aage Frederiksen, f. 14.2. 1917, d. 5.9. 1978. Sigurður og Erla eignuðust þrjú börn; Svavar, f. 10.4. 1962, d. 11.1. 1984, Sverrir, f. 18.3. 1971 og Sig- rúnu Erlu, f. 8.1. 1975. Sigurður lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og síð- ar verslunarprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Hann nam einnig bólstrun en starfaði frá tvítugu í Malbikun- arstöð Reykjavíkurborgar, sem síðar varð Malbikunarstöðin Höfði, þar var hann lengst af yf- irverkstjóri og lét af störfum í desember á síðasta ári. Útför Sigurðar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Gufu- nesi. Ekki hvarflaði að mér á sl. vetri að ég ætti eftir að minnast frænda míns og félagsbróður með örfáum orðum. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er orðin. Sigurður Þorvaldsson var 10 ára þegar ég kynntist honum. Hann kom á fundi Yngstu deildar KFUM á Amtmannsstíg ásamt Jónasi bróður sínum. Flestir drengja á svæðinu suður af Skólavörðuholti voru í 7. sveit og ég leiðtogi þeirra. Á hverjum sunnudegi var safnast saman ásamt hundruðum drengja og hálfsmánaðarlega voru sveitar- fundir. Þar var líf og fjör og margt gert sér til gleði og ánægju. Sig- urður var einn af þeim trúföstustu í hópnum. Ég þekkti vel til hans, faðir minn og Snorri föðurafi Sig- urðar voru systkinasynir og er ég var í sumarvinnu í Malbikunarstöð og Grjótnámi borgarinnar starfaði ég með Þorvaldi, föður Sigurðar, með tvíburabræðrum hans og öðru frændliði. Árin liðu og ég hélt utan til fram- haldsnáms. Sigurður hvarf mér sjónum. Þegar ég kom heim að loknu námi tók ég að sækja fundi í Að- aldeild KFUM. Þar hitti ég Sigurð á ný. Það urðu fagnaðarfundir. Það var gaman að rabba við hann, heyra um hans hagi, fá fréttir af frændfólki og vinum. Hann var mikill náttúruunnandi, var í hópi góðra ferðafélaga sem fóru víðs- vegar um landið og í skíðaferðir til útlanda. Sérstaklega fannst mér ánægjulegt að heyra lýsingu á ferð um Norðausturland. Frásögn Sig- urðar var ljóslifandi og áhugaverð. Á óvart kom mér þegar ég rakst á hann með flugmódel við hlíðar Úlf- arsfells og frétti um áhuga hans og þekkingu á þeim hlutum. Hann stýrði vélknúnu módelinu af mikilli list. Hann var mjög handlaginn og fékkst líka við smíðar í tómstund- um og mörg önnur áhugamál. Aðalstarf Sigurðar var verk- stjórn í malbikunarstöðinni. Þar nutu sín kunnátta, stjórnunarhæfi- leikar, heiðarleiki, áreiðanleiki og hlýlegt viðmót. Ég veit að þar vann hann gott starf. Sigurður var hávaxinn og þrek- inn. Þéttur á velli og þéttur í lund, rólegur í fasi, traustur, gamansam- ur, góður drengur, æðrulaus og hógvær. Kristin trú var honum mikils virði, kristnum lífsgildum miðlaði hann í orðum og verkum. Á fundum í AD-KFUM áttum við saman góðar stundir og hittumst að jafnaði vikulega. Boðið var upp á frábært fundarefni og ýmsir fyr- irlesarar ræddu um hin áhugaverð- ustu efni. En mikilvægast var hið kristna samfélag, þar sem bænin, söngurinn og boðun Orðsins var í fyrirrúmi. Við áttum saman stundir með Frelsaranum okkar. Að hittast til að skilja er gangur lífsins, en að skilja til að hittast er óður vonarinnar. Kristin von er tengd fyrirheitum Jesú. Við kristnir menn eigum þá von. Fé- lagarnir í AD þakka fyrir Sigurð og biðja Erlu, elskulegri eiginkonu hans, Guðs blessunar, börnum þeirra, aldraðri móður og aðstand- endum öllum. Ásgeir B. Ellertsson. Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman, þegar ég kom í 9 ára bekk C í Miðbæjarbarnaskóla og þar vorum við samferða þar til við luk- um báðir barnaskólaprófi. Í þessum bekk voru strákar í talsverðum meirihluta og minningar frá þess- um árum snúast mikið um átaka- leiki í frímínútum og handbolta í leikfimitímum. Sigurður var mjög liðtækur í hvoru tveggja, enda stór og stæðilegur, bæði þá og síðar. Óljóst man ég sem markvörður B-liðsins eftir föstum skotum frá Sigurði sem spilaði með A-liðinu. Þessi skot rötuðu flest í markið, en eitt og eitt lenti á mér fyrir tilviljun og var það ekki alltaf þægilegt. Eftir barnaskólann skildu leiðir og þær lágu ekki saman fyrr en löngu síðar. Það var árið 1971, en þá var ver- ið að malbika Suðurlandsveginn. Ég var að vinna við þessar fram- kvæmdir, en hann var að vinna við að framleiða malbikið. Þarna rifj- uðum við upp gamla daga og rædd- um um malbik. Það var þetta töfra- orð malbik, sem leiddi okkur saman tveimur árum síðar og varð ásamt öðru til þess, að við störfuðum sam- an upp frá því eða í rúmlega 31 ár. Sigurður starfaði hjá Malbikunar- stöð Reykjavíkurborgar allt frá því á unglingsárum sínum og byrjaði snemma að keyra malbikunarstöð- ina við framleiðslu á malbiki. Hann var því mikið innblandaður í ýmsa verkþætti, þegar ný stöð var tekin í notkun haustið 1972 og er sú stöð enn þann dag í dag í notkun. Sig- urður varð yfirverkstjóri 1984 og tók þá við þeirri stöðu af föður sín- um, Þorvaldi Snorrasyni, sem starfað hafði þar um áratuga skeið. Við Sigurður ræddum oft saman í gegnum árin um lífið og tilveruna og þá kynntist ég því að hann hafði mörg áhugamál. Hann stundaði mikið fjallaferðir og gönguferðir og var áhugasamur skíðamaður. Í hon- um blundaði alltaf löngunin að mennta sig meira og fór hann m.a. um tíma til Englands og lærði ensku, sem kom sér vel, þegar hann átti erlend samskipti í tengslum við starf sitt. Einnig fór hann í nám í skipulagsfræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og gekk vel. Í þessu námi sínu valdi hann að skrifa ritgerð um Malbik- unarstöð Reykjavíkurborgar, fyrir- tækið sem hann hafði helgað lífs- starf sitt. Í ritgerðinni kemur vel fram áhugi hans á velferð fyrirtæk- isins og þekking hans á starfsemi þess. Sigurður þekkti malbikunarstöð- ina út og inn og var alltaf mjög áhugasamur um allar nýjungar og endurbætur og þar nýttist þekking hans og yfirsýn mjög vel. Við ræddum oft breytingar á stjórn- búnaði stöðvarinnar til nútímalegra horfs og var Sigurður mikill hvata- maður að slíkri framkvæmd, en það þýddi tölvuvæðingu á öllum stjórn- búnaði og endurnýjun á rafmagns- búnaði stöðvarinnar. Eftir mikinn undirbúning var ráðist í þessar framkvæmdir veturinn 1993–1994 og urðu þær mun viðameiri en við gerðum ráð fyrir og oft vorum við smeykir að þetta næðist ekki í tæka tíð fyrir vorið. Það tókst og þá ekki síst fyrir þrautseigju og dugnað Sigurðar, sem setti sig mjög vel inn í tölvumálin og hafði alltaf trú á að okkur tækist þetta. Hann var mjög vandvirkur að eðl- isfari og vildi aðeins sjá góð vinnu- brögð og mikil gæði við endurnýjun á stöðinni. Sigurður var einn af máttarstólp- um fyrirtækisins, þegar Reykja- víkurborg gerði fyrirtækið að hlutafélagi undir nafninu, Malbik- unarstöðin Höfði hf. og varð hann þar deildarstjóri framleiðsludeildar. Hann hélt áfram að vinna að og koma með hugmyndir að endurbót- um og hagræðingu á sinni deild. Því miður hrakaði heilsu hans síð- ustu árin, en áhuginn og ástund- unin voru alltaf mikil, enda var hann alltaf stoltur af starfi sínu og fyrirtæki og vildi hag þess sem mestan. Við í Malbikunarstöðinni Höfða hf. munum sakna góðs félaga og samstarfsmanns, sem alltaf hafði mikinn metnað fyrir hönd síns fyr- irtækis. Við sendum Erlu, eigin- konu Sigurðar, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Siggi, pabbi Sigrúnar Erlu æsku- vinkonu okkar, var stór maður með stórt hjarta. Hann var mikill dellu- karl og átti sér ógrynni af áhuga- málum sem hann sökkti sér í af mikilli einurð. Bílskúrinn þeirra í Árbænum var sneisafullur af flug- vélamódelum, hefilbekkjum og öll- um heimsins verkfærum, skíðum af öllum stærðum og gerðum og úti- vistarfatnaði fyrir hvert tækifæri. Fyrir nokkrum árum ákvað Siggi að láta gamlan draum rætast og læra á píanó, enda hafði hann lengi haft yndi af góðum djasspíanóleik. Hann leitaði ráða hjá Sigrúnu Erlu sem benti honum á að Oddný vin- kona hennar væri orðin píanókenn- ari og fór svo að hann sótti tíma hjá henni. Siggi vildi reyndar ekki hafa hátt um þetta nýja áhugamál sitt til að byrja með, enda ekki al- gengt að menn hefji píanónám komnir fast að sextugu, og fóru því æfingarnar fram á litlu rafmagns- píanói sem hann faldi í húsbónda- herberginu. Iðnari og áhugasamari nemanda er vart hægt að hugsa sér. Eftir því sem færnin og spila- gleðin jukust og Siggi gat farið að galdra fram hin fallegustu lög fór hann smátt og smátt að svipta hul- unni af þessu mikla leyndarmáli. Svo fór að hann skipti rafmagns- píanóinu út fyrir glæsilegt ,,alvöru“ píanó sem fékk heiðursstað í stof- unni hjá þeim Erlu. Þegar við minnumst Sigga stend- ur upp úr sú sterka og góða vinátta sem leyndi sér ekki á milli þeirra feðgina. Sigrún Erla var mikil pabbastelpa og Siggi var ástríkur faðir. Hann fylgdist áhugasamur með öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og hún leitaði til hans með stórt jafnt sem smátt. Gleði hans yfir því að hún ætti von á barni var mikil og hann kvaddi hana vitandi að hún ætti ómælda hamingju í vændum. Við vottum Erlu, Sverri og Sigrúnu Erlu okkar dýpstu sam- úð. Megi góður Guð og minningin um einstakan eiginmann og föður létta sorg þeirra og söknuð. Birna Anna Björnsdóttir og Oddný Sturludóttir. Lengi hafa vindar leikið á tjaldstrengi mína. Ég hef legið við skör, og ég vakti og hlustaði lengi á hófatök þau sem dvínuðu fjær og fjær og fann hvernig þögnin læddist í mína strengi. Enn fara lestir, það lætur í silum og klökkum og leiðin til vaðsins er auðkennd með gamalli vörðu. Já, nú væri tíð að taka dót sitt í klif. Tjaldhæla mína dreg ég bráðum úr jörðu. (Guðmundur Böðvarsson.) Við félagar í gönguhópnum Bergsveinum viljum minnast góðs vinar og félaga sem fallinn er frá langt um aldur fram eftir löng veik- indi og erfiða sjúkdómslegu. Gönguhópurinn var stofnaður fyrir fjórtán árum síðan og voru þau hjón Sigurður og Erla með frá byrjun. Hann var þá reyndasti fjallagarpurinn í hópnum og hafði ætíð frá mörgum svaðilförum að segja frá fyrri ferðum, sérstaklega með „Agli kunningja mínum“ eins og hann sagði alltaf. Fannst manni oft ganga kraftaverki næst eftir að hafa hlýtt á þær frásagnir að þeir skyldu sleppa heilir hildi frá. Sigurður var ætíð glaðvær í okk- ar hópi, góður félagi, húmoristi og mikill sögumaður, en gat einnig rætt um lífið og tilveruna af mikilli alvöru. Hópurinn hefur farið í margar fjallaferðir á þessum fjór- tán árum um marga af fegurstu stöðum landsins og var Sigurður alltaf með í för, glaðbeittur og hress þrátt fyrir veikindi sín, sem hann lét ekki aftra sér frá þátttöku. Margs er að minnast og gleðjast yfir úr þessum ferðum, en fyrst og fremst góðs vinar og félaga, sem ánægjulegt var að vera með, jafnt á fjöllum sem á byggðu bóli. En nú hefur Sigurður, þessi þrautreyndi ferðamaður, dregið tjaldhælana í síðasta sinn og gengið hinstu dag- leið sína – á vit hins ókunna. Elsku Erla. Sorg þín er mikil við fráfall elskulegs eiginmanns þíns. Megi guð styrkja þig og börn ykk- ar og varðveita. Ykkar einlægir Vinir og félagar úr Bergsveinum. Hann Siggi vinur okkar var að kveðja. Hann valdi vorið, tíma hækkandi sólar, birtu, fjallgangna, vináttu- stunda, fjölskyldugleði. Margs er að minnast á nær 25 ára vináttu- ferli og þótt kveðjustundin hafi ekki komið á óvart er ótrúlega erf- itt að sjá á bak þessum háa, glæsi- lega, húmoriska gleðimanni með hvella hláturinn sem alltaf skildi eftir sig fullt hús af væntumþykju og vellíðan. Sómamaður, maður orða sinna. Dætur okkar minnast Sigga með mikilli gleði. Hann var svo spaug- samur og mikill sprellikarl segja þær. Oft voru samskiptin sem áttu sér stað á milli fjölskyldnanna að sjálfsögðu ofur hversdagsleg, en kannski er það einmitt það sem skiptir svo miklu máli, að geta not- ið vellíðunar með vinum sínum án þess að eitthvað merkilegt sé á döf- inni. Siggi var einn þeirra sem komu úr stórum systkinahóp og korn- ungur hleypti heimdraganum til þess að stofna heimili með henni Erlu sinni. Sökum ungs aldur pilts- ins krafðist það þess að ganga á fund Baldurs Möller í dómsmála- ráðuneytinu til undanþágu til hjú- skapar þeirra sem stóð í yfir 40 ár. Þegar það var í höfn var hafist handa við íbúðakaup og stækkun fjölskyldunnar. Það þurfti útsjón- arsemi og ýtrustu sparsemi á þeim árum til þess að láta enda ná sam- an og það tókst Erlu og Sigga að tileinka sér. Því voru þau sann- arlega fulltrúar þeirra sem stóðu að öllu leyti undir sér og sínum án utanaðkomandi aðstoðar. Siggi vinur okkar, fagurkerinn, matgæðingurinn, unnandi góðra lista, íþróttamaðurinn, skíðamaður- inn og göngugarpurinn varð að láta í minni pokann fyrir þeim sem öllu fær ráðið, og gerði það að verkum að ógerlegt var fyrir hann að njóta flestra þessara lystisemda. Erfiður hjartasjúkdómur greindist hjá hon- um fyrir rúmum 10 árum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikla framför í læknavísindum tókst ekki að ráða bót á honum. Aldrei lét hann á því bera að hlutskipti hans væri erfitt, þar var æðruleysið, seiglan og baráttuhugurinn allsráð- andi og óbilandi trú á bata. Þegar Sigga varð ljóst að braut hans á stafsvettvangi yrði senni- lega ekki bein í framtíðinni lét hann ekki deigan síga heldur sneri sér að ýmsum öðrum hugðarefnum sínum og af mörgu var að taka. Hann var hagleiksmaður í höndum sem berlega kom fram þegar hann fékk sér rennibekk, skapaði hina fegurstu nytjahluti sem gleðja aug- að; fjárfesti í píanói og hóf píanó- nám og náði þeirri leikni að geta haft gaman af. Þá er ótalinn áhugi hans á flugmódelsmíði og ljós- myndun. Við hlið hans stóð Erla. Vék ekki frá honum. Hún hefur sannarlega staðið sig við þær ágjafir sem lífið bjó þeim og voru þeim afar erfiðar viðureignar. En ætíð stóðu þau keik. Þau áttu hvort annað. Að leiðarlokum þökkum við og dætur okkar Sigga vini okkar fyrir samfylgdina og færum Elínu, vinu okkar Erlu, Sigrúnu Erlu og Sverri innilegar samúðarkveðjur. Laufey og Sverrir. Okkur langar til að minnast góðs vinar, sem látinn er um aldur fram. Leiðir okkar lágu saman fyrir um 24 árum, og hefur samband haldist óslitið síðan. Á þessum ár- um höfum við tekið þátt í ýmsum félagsstörfum saman, þar sem við reyndum að þroskast og gera okk- ur að betri mönnum. Þú varst mér mikils virði sem vinur og félagi og oft töluðum við saman í trúnaði um okkar hjartans mál. Það var líka slegið á létta strengi, sem lífgaði upp á tilveruna og létti okkur lund- ina, þegar á móti blés. Okkur er sérstaklega minnisstæð ferðin sem við fórum með ykkur Erlu til meg- inlands Evrópu um árið, þar sem við áttum mjög góðar og skemmti- legar stundir saman. Þá varst þú í essinu þínu, allt þaulskipulagt og frá gengið, áður en við lögðum af stað, en einn af þínum góðu kostum var að hafa hlutina í lagi og því gat maður treyst. Nú ert þú farinn, allt of snemma, í þá ferð sem fyrir okkur öllum liggur og viljum við að leiðarlokum þakka þér innilega fyrir samfylgd- ina og biðjum Guð að geyma þig. Við viljum votta þér, Erla mín, Sigrúnu, Sverri, Elínu og fjölskyld- unni allri, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Brynjólfur og Jóhanna. SIGURÐUR FRÍMANN ÞORVALDSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.