Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 39 ✝ Grétar Símonar-son, fyrrverandi mjólkurbússtjóri, fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1920. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ása Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 24.5. 1900, d. 9.5. 1949, og Símon Jónsson, kaupmaður á Lauga- vegi 33 Reykjavík, f. 25.8. 1893, d. 22.2. 1942. Systur Grétars eru Herdís, f. 24.6. 1921, d. 20.11. 2002, Jóhanna, f. 6.10. 1923, Sigríður, f. 29.7. 1925 og Jóna, f. 10.11. 1932. Systurdótt- ir Símonar, Kristín, f. 6.3. 1937 var alin upp hjá foreldrum Grétars. Grétar kvæntist 6.9. 1947 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Sigurðardóttur, f. á Akranesi 23.5. 1929. Foreldrar hennar voru Sig- urður Jónsson og Þóra Guðjóns- dóttir í Tryggvaskála á Akranesi, þau eru bæði látin. Börn Grétars og Guðbjargar eru: 1) Þóra, f. 9.12. 1947, búsett á Selfossi. Sonur hennar er Sigurð- ur Fannar, f. 17.6. 1971, í sambúð með Þórunni Elvu Bjarkadóttur, sonur þeirra er Guðmundur Bjarki, f. 1999. 2) Símon Ásgeir, f. 15.1. 1950, d. 1.12. 2002. Synir hans eru: a) Grétar, f. 29.10. 1969, kvæntur Signýju Yrsu Pétursdótt- ur, börn þeirra eru Pétur Geir, f. ur. Árið 1940 kom hann heim ásamt hópi Íslendinga með Esj- unni, sem sigldi frá Petsamó í stríðsbyrjun. Grétar tók þá aftur til starfa við Mjólkurbú Flóa- manna og var þar til ársins 1945 en þá hélt hann aftur til Danmerk- ur, og lauk prófi frá Dalum Mælkeriskole árið 1946. Hóf hann þá störf við Mjólkurbú Flóamanna. Grétar vann svo í Mjólkurbúinu, nema árin 1951–1952 er hann var stöðvarstjóri Mjólkurstöðvarinnar á Akranesi. Hann varð svo osta- meistari Mjólkurbús Flóamanna er hann kom aftur að Selfossi. Hinn 15. apríl 1953 tók hann við stöðu mjólkurbússtjóra og gegndi henni allt til starfsloka í júlí 1987. Á starfsárum sínum sat Grétar í stjórn Mjólkurfræðingafélags Ís- lands, stjórn Mjólkurtæknifélags- ins, Mjólkurdagsnefnd, stjórn Líf- eyrissjóðs Mjólkursamsölunnar, stjórn Osta- og smjörsölunnar, stjórn Samtaka afurðastöðva mjólkuriðnaðarins, stjórn Lífeyr- issjóðs verkalýðsfélaga á Suður- landi og í stjórn Prentsmiðju Suð- urlands. Hann var virkur félagi í Rotary Selfoss fyrr á árum. Grétar var sæmdur hinni íslensku fálka- orðu 1988 fyrir störf í þágu mjólk- uriðnaðar. Grétar og Guðbjörg bjuggu allan sinn búskap á Sel- fossi utan árið á Akranesi, lengst af á Hlaðavöllum 12, en það hús reisti hann með dyggri aðstoð tengdaföður síns árið 1953. Frá árinu 1998 bjuggu þau í Seftjörn 6, en í byrjun árs 2003 hrakaði heilsu Grétars og dvaldi hann á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi frá júní það ár til dauðadags. Grétar verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1989, Símon Brynjar, f. 1995 og Birta Rún, f. 2000. b) Ásgeir Hrafn, f. 2.5. 1975, sonur hans er Hlynur Snær, f. 1995. c) Andri Dag- ur, f. 19.8. 1987. d) Sigurður Haukur, f. 30.12. 1990. 3) Örn, f. 22.10. 1951, búsettur á Selfossi, kvæntur Sesselju Sigurðar- dóttur, f. 3.1. 1955. Dætur þeirra eru: Guðbjörg, f. 23.7. 1976, gift Hreini Ósk- arssyni, þau eiga son- inn Frey, f. 2001 og Elfa, f. 13.12. 1979. Synir Arnar eru Birgir Örn, f. 11.3. 1973, dóttir hans er Rakel Ýr, f. 1995 og Kristinn Jón, f. 15.11. 1973, kvæntur Sif Sumar- liðadóttur. 4) Sigurbjörg, f. 29.9. 1954, búsett á Selfossi. Dóttir hennar er Ása Ninna, f. 16.8. 1980, í sambúð með Guðmundi Hall- grímssyni, sonur Patrekur Thor, f. 2003. 5) Sigurður, f. 17.6. 1958, bú- settur á Selfossi, kvæntur Sól- veigu Sjöfn Ragnarsdóttur, f. 3.11. 1959. Börn þeirra eru Guðbjörg Þóra, f. 21.10. 1981 og Ragnar, f. 7.8. 1988. Grétar ólst upp í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Verslunar- skóla Íslands árið 1937. Hann var við verklegt nám hjá Mjólkurbúi Ölfusinga og Mjólkurbúi Flóa- manna Selfossi 1937–1938. Haust- ið 1938 hélt hann til náms og starfa í mjólkurfræði til Danmerk- Og ég er einn, og elfarniðinn ber að eyrum mér jafn rótt sem fyrsta sinni. Með skynjun tveggja heima í hjarta mér ég hverf á brott úr rökkurveröld minni. Og seinna þegar mildur morgunn skín á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja, mig skelfa engin sköp, sem bíða mín: Þá skil ég líka að það er gott að deyja. (Tómas Guðmundsson.) Þessar ljóðlínur Tómasar komu í huga minn, þegar vakað var í vor- nóttinni við sóttarsæng föður míns á Ljósheimum, steinsnar frá æsku- heimilinu á Hlaðavöllum 12, þar áður fuglasöngur og árniður vakti menn til starfa, en nú sungu fugl- arnir sitt kveðjustef til hins aldna frumbyggja í hverfinu og elfan tónaði undir. Saddur lífdaga í fjötrum veikinda, kvaddi pabbi þetta líf að morgni 27. maí. Það er margt sem hefur leitað á hugann þessa daga þó sérstaklega hafa bernskuárin komið upp í hug- ann. Pabbi ólatur að taka barna- skarann með sér í bíltúrana á sunnudögum, mamma fékk þá næði heima á meðan, það voru ekki alltaf eingöngu við systkin, bíllinn var fylltur af krökkum í götunni, síðan ekið um sveitir. Pabbi hafði gaman af að ferðast, bæði innanlands sem utan og naut þess að hafa okkur og mömmu með, hann fræddi okkur um stað- hætti og örnefni. Þegar hann á námsárum sínum nam fræðin í Danmörku tók hann ástfóstri við það land, og var mikið í mun að fara með okkur systkinin þangað. Hann fór þangað oft í viðskiptaer- indum en þegar við komumst á fermingaraldurinn, þá var farið með viðkomandi í fyrstu utan- landsreisuna og mamma að sjálf- sögðu með sem fyrr. Fyrir okkur var þetta ævintýraheimur og ekk- ert til sparað svo allir fengju notið sín, hann talaði dönskuna eins og innfæddur og augu okkar urðu sem undirskálar. Hann var okkur systkinum hjálplegur með það sem til þurfti, en lagði líka áherslu á að við þyrft- um að bjarga okkur sjálf þegar við ultum úr hreiðrinu, en viðbúinn var hann með bjarghringinn. Sein- ustu árin var heilsan farin að bila, þrekið að minnka en viljinn til staðar. Eftir dauða bróður okkar Símonar, var eins og eitthvað slokknaði inni í pabba og heilsan brast. Fjölskyldan var honum allt og ekki síst Guggan hans, hún mamma. Hann var stoltur af hópn- um sínum sem stóð með honum til hinstu stundar. Og enn í kvöld ég mæti sjálfum mér ég mæti ungum sveini er bát sinn dregur í lága vík og litla fiska ber á land og feng sinn grönnum höndum vegur. (Tómas Guðmundsson.) Farðu sæll inn í fegurð himins, pabbi minn, og vermi þig sólin í vinarfaðmi. Þóra. Grétar Símonarson er horfinn yfir móðuna miklu Segja má að Grétar hafi gefið alla sína starfs- krafta í eitt fyrirtæki, Mjólkurbú Flóamanna (MBF). Kaupmanns- sonurinn úr Reykjavík lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands en hélt þá austur fyrir fjall og kominn til starfa hjá MBF 1938 og var þar að störfum næstu 50 árin, fór að vísu utan til Danmerkur að mennta sig í mjólkurfræðum og kom á lagg- irnar mjólkurstöð á Akranesi. Egill Thorarensen var athafna- skáld Sunnlendinga, kaupfélags- stjóri í Kaupfélagi Árnesinga og þegar mjólkurbúið var stofnað vildu bændur fá Egil að fyrirtæk- inu, ekki síst eftir ýmsa byrjunar- örðugleika og var Egill formaður MBF í 30 ár. Egill fékk fljótt augastað á hinum unga kaup- mannssyni, sá út að Grétar var foringi, sem bjó yfir metnaði og þrautseigju. Grétar Símonarson tók við mjólkurbústjórastarfi á miklum umbrotatímum. Húsakynni mjólk- urbúsins voru ekki gömul, rúmlega 20 ára, en of lítil og óhentug. Það þurfti því að byrja á að brjóta þau niður og byggja upp á nýtt. Gömlu húsin þóttu falleg og mættu áform hins unga mjólkurbústjóra and- stöðu um að jafna þau við jörðu. Á fimm árum reis nýtt og öflugt mjólkurbú, eitt það stærsta og fullkomnasta á Norðurlöndum. Fyrsti sigurinn var í höfn, en um leið hafði skapgerð og stjórnunar- hættir Grétars herst og dafnað við nokkurt mótlæti, en fljótt sá fólkið að mjólkurbústjórinn vissi hvað hann vildi og átti sér enn metn- aðarfyllri sýn fyrir mjólkuriðnað- inn og bændur. Nú rak hver sig- urinn annan, komast sem fyrst yfir skuldatímabilið og hefja nýjar stórsóknir, bæði í iðnaðinum og út í sveitunum meðal bænda. Grétar var öflugur forystumaður í íslensk- um mjólkuriðnaði og MBF braut- ryðjandi á sviði mjólkurvinnslu. Mörg stór skref voru stigin á und- an öðrum á sviði tækni og vörunýj- unga. Undirritaður kynntist Grétari vel og var starfsmaður hans í 10 ár. Grétar var einstaklega fram- sýnn og í honum bjó mikil athafna- þrá. Hann kunni vel að velja sér öfluga samstarfsmenn, þeim sýndi hann traust og þannig byggði hann upp liðsanda, enda hélst honum vel á fólki. Í fyrstu fannst manni Grét- ar nokkuð kaldur á yfirborðinu og fjarlægur og ekki árennilegur. Hitt fann maður svo fljótt að hjartað var hlýtt og hann var vin- ur vina sinna og velgjörðarmaður margra, þótt um það væru ekki höfð mörg orð. Allar ákvarðanir voru vel grundaðar, hann var karl- inn í brúnni, stýrði stefninu upp í vindinn, lét gagnrýni eða andbyr ekki á sig fá, leiddist stundum nöldur og skammsýni, lét ekki slá sig útaf laginu og var sjálfur klár á stefnunni. Hann beitti liði sínu fast og vissi hvert skyldi halda, brosti í kampinn og vann marga stóra sigra fyrir sunnlenska bændur og enn búa þeir að stefnufestu hans og eiga eitt framsæknasta fyrir- tæki í landinu, Mjólkurbú Flóa- manna. Ungur fór ég með Grétari til Danmerkur, við heimsóttum koll- ega hans og vini í mörg mjólkurbú. Þar fann ég best hversu virtur hann var, þeir kölluðu hann „manninn með augun“. Hann var athafnamaður að sækja þekkingu, fór með hana heim til að auðga ís- lenskan mjólkuriðnað, þarna naut hann þess fremsta sem var að ger- ast og átti skólabræður og vini í mjólkuriðnaði, sem miðluðu honum af sinni þekkingu. Selfoss fékk nafnið „mjólkurbærinn“ og er þekktur bær vegna þess að mjólk- urvörurnar heilla fólkið í landinu. Grétar Símonarson var óvenju farsæll forystumaður og einn öfl- ugasti stjórnandi sem ég hef kynnst. Hann var morgunmaður, tók daginn snemma og gekk þá gjarnan í gegnum mjólkurbúið. Snyrtimennska var honum í blóð borin og var mjólkurbúið á því sviði sem öðrum í fararbroddi, bæði úti og inni. Svo var það maðurinn sjálfur, þessi trausti heimilisfaðir, sem hélt vel utan um sitt fólk. Grétar stóð ekki einn í lífinu. Við hlið hans var eiginkonan, Guðbjörg Sigurðardóttir, glæsilegur lífsföru- nautur sem var honum allt, bæði í leik og starfi, samhent á hverju sem gekk í gleði og sorg. Kirkjuklukkur Selfosskirkju kalla okkur nú til kveðjustundar, höfðingi og heiðursmaður er geng- inn, sá maður sem einna mest áhrif hefur haft á vöxt og uppgang Selfossbæjar með framsýnu starfi ásamt lærimeistara sínum, Agli í Sigtúnum, en þeir voru báðir frumherjar. Sunnlenskir bændur þakka og kveðja farsælan forystu- mann og við hin, sem áttum hann að vini og velgjörðarmanni, drúp- um höfði með virðingu og þökk. Kæra Guðbjörg og fjölskylda, við Margrét vottum ykkur samúð okkar. Guðni Ágústsson. Látinn er á Selfossi Grétar Sím- onarson fyrrverandi mjólkurbús- stjóri Mjólkurbús Flóamanna. Grétar sat í fjölda ára í stjórn Osta- og smjörsölunnar eða í sam- tals 26 ár. Allan þennan tíma reyndist Grétar fyrirtækinu holl- ráður liðsmaður. Grétar var alla sína tíð mjög áberandi og atkvæðamikill í ís- lenskum mjólkuriðnaði. Kaup- mannssonurinn af Laugaveginum, sem helgaði sig þessum iðnaði alla sína starfsævi og kom inn með ferska kaupmannshugsun. Mjólkuriðnaður var í huga Grét- ars fagleg kaupmennska. Það átti að framleiða góða vöru og selja mikið af henni og fá sem mest fyr- ir svo hægt væri að borga bænd- um. Grétar Símonarson var mjólk- urkaupmaður ekki síður en mjólkuriðnarmaður. Þeir voru framsýnir sem réðu Grétar til Mjólkurbús Flóamanna 1953 og hann reyndist fyrirtækinu happa- fengur, djarfur og framsýnn. Vöruþróun skyldi stunduð af kappi. Margar þær vörur sem hann stóð fyrir prýða enn hillur verslana og borð neytenda. Það var örugglega ekki létt verk að standa fyrir nýbyggingu MBF á árunum milli 1950 og 1960, en þessar byggingar verða verðugur minnisvarði um athafnasemi Grét- ars. Eitt af því sem honum var mjög umhugað um og eftir hefur verið tekið, var snyrtimennskan um- hverfis fyrirtækið, þessu hefur verið vel til haga haldið eftir að hann hætti 1987, enda hefur MBF verið bæjarprýði á Selfossi þó um- svif hafi verið mikil. Í stjórnum fyrirtækja og félaga kom Grétar víða við og reyndist hvarvetna ráðhollur. Tilsvör hans og sýn á ýmsa hluti féllu ekki allt- af öllum, en hann gat verið manna skemmtilegastur og ýmsar athuga- semdir hans eiga eftir að lifa með okkur. Stjórn og starfsfólk Osta- og smjörsölunnar þakka Grétari Sím- onarsyni farsæla samfylgd í ára- tugi og votta eiginkonu hans og aðstandendum samúð sína. Blessuð sé minning hans. Magnús Ólafsson. GRÉTAR SÍMONARSON ✝ Styrkár Geir Sig-urðsson flugstjóri fæddist á Akureyri hinn 23. nóvember 1932. Hann lést á krabbameinslækn- ingadeild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut hinn 26. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sig- urður Eiríksson lög- reglumaður, f. 17.8. 1908, d. 12.4. 2000 og Guðbjörg Fanney Jónasdóttir húsmóð- ir, f. 12.3. 1907, d. 25.6. 1984. Systkini Styrkárs eru: Hákon Eiríkur, f. 10.11. 1934, Jón- as f. 9.10. 1936, Sigurjón, f. 24.6. 1938, Ásta Svandís, f. 30.11. 1947 og Rósa Margrét, f. 19.1. 1949. Styrkár kvæntist hinn 25. jan- úar 1964 Lailu Andrésson, dóttur hjónanna Alfreds Andréssonar leikara, f. 21.8. 1908, d. 24.12. 1955 og Ingu Þórðardóttur leikkonu, f. 21.10. 1911, d. 15.7. 1973. Börn þeirra eru: a) Sonur, f. 1.7. 1964, d. 3.7. 1964, b) Alfred Júlíus, f. 16.5. 1968, kvæntur Elísabetu Þórisdóttur, f. 16.5. 1968 og eiga þau dótturina Alexöndru Ingu, f. 11.12. 1991, c) Sigurður Eiríkur, f. 7.7. 71 og d) Indriði Ingi, f. 9.10. 1977. Styrkár lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og á Akur- eyri snerist hugur hans til flugnáms. Því fluttist hann suð- ur til Reykjavíkur og starfaði þar m.a. við olíuflutninga hjá Esso meðan á flugnámi stóð. Eftir að hafa lokið atvinnuflugmannsrétt- indum hóf hann störf hjá Loftleið- um í október 1961 og vann þar og hjá Flugleiðum sem siglingafræð- ingur, flugmaður og flugstjóri til 1. febrúar 1995. Útför Styrkárs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast Styrkárs tengdaföður míns með þessum fáu orðum. Ég kynntist honum fyrir um 20 árum þegar við Alli vorum í til- hugalífinu. Ég man hvað ég var smeyk við Styrkár því hann var frek- ar dulur, en betri tengdaföður hefði ég ekki getað fengið. Þau Laila tóku mér sem dóttur þegar ég flutti inn á heimili þeirra í Kvistó, 18 ára gömul og bjó ég hjá þeim í 2 ár og var það ómetanlegur tími. Styrkár var rólegur en mein- stríðinn og mikill prakkari en ávallt fyrstur af stað ef einhvern vantaði aðstoð. Þau voru ekki fá handtökin sem hann aðstoðaði okkur „krakk- ana“ með eins og þau Laila voru vön að kalla okkur. Í miðri viku þegar við vorum í vinnu mætti Styrkár heim til að mála glugga eða sparsla og ekki þurfti maður að biðja um aðstoð heldur mætti hann á staðinn og gerði það sem gera þurfti. Styrkár var frábær afi og voru þau Alexandra miklir vinir og gott þótti henni þegar hún var yngri að fara til afa og ömmu í Kvistó og fá að róla í bíl- skúrnum eða sitja undir stýri með afa. Ég spurði hana um daginn hvað það væri það helsta sem hún minntist um afa og ekki stóð á svörum, hann var alltaf í góðu skapi, góður, stríðinn, skemmtilegur og þolinmóður og þann- ig var honum svo sannarlega rétt lýst. Árið 2001 veiktist Laila og í kjölfar þeirra veikinda, þurfti hún töluverða ummönnun sem Styrkár veitti henni ásamt því að hugsa um heimilið. Ég vil þakka þér, Styrkár, fyrir þær góðu stundir sem ég og fjölskylda mín áttum með þér. Minn kæri tengdafaðir, hvíl þú í friði. Elísabet J. Þórisdóttir. STYRKÁR GEIR SIGURÐSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.