Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 49 SMS tónar og tákn LANDSSAMBAND Soroptim- ista efnir til móttöku í Þjóðar- bókhlöðunni í kvöld en samtök- in eiga 30 ára afmæli 8. júní næstkomandi. Á Íslandi eru 16 Soroptimistaklúbbar víðs vegar um landið og að sögn Hafdísar Karlsdóttur, forseta landssam- bandsins, munu í kringum 260 manns verða við móttökuna í kvöld. „Í tilefni af 30 ára afmæl- inu buðum við Soroptimistum frá Evrópu að koma og taka þátt í þessu með okkur. Það eru að koma 37 konur og makar frá Danmörku, Þýskalandi, Hol- landi, Skotlandi og Englandi.“ Á morgun, laugardag, verður jafnframt haldinn landssam- bandsfundur samtakanna en að þessu sinni verður hann haldinn á Akranesi. „Þetta eru góðgerð- arsamtök þar sem lögð er áhersla á það besta fyrir konur og besta frá konum. Við viljum bæði gera gott fyrir okkur en við viljum líka láta gott af okkur leiða,“ segir Hafdís. Mannauður innflytjenda Þema fundarins er mannauð- ur innflytjenda þar sem mál innflytjenda verða skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Meðal fyrirlesara verða Amal Tamini, sem situr í stjórn Félags kvenna af erlendum uppruna, og dr. Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur. „Nálgunin verður á þann hátt að við velt- um fyrir okkur hvað við hér á Íslandi getum lært af innflytj- endum og hvað við getum nýtt okkur af þeirri þekkingu sem við öðlumst af því að kynnast þeim,“ segir Hafdís og bendir í því skyni á hvernig hægt er að nýta menntun og þekkingu inn- flytjenda, t.d. í skólum landsins. Að loknum hátíðarhöldum munu evrópsku gestirnir heim- sækja klúbba Soroptimista víðs vegar um landið. Landssam- band Sor- optimista 30 ára GREINT hefur verið frá ákvörðun Íslendinga um að veiða 25 hrefnur í vísindaskyni á þessu sumri í sum- um erlendum fjöl- miðlum en eftir því sem næst verður komist hafa engin mótmæli verið í Evr- ópu vegna ákvörðun- ar Íslendinga. Starfsmenn ís- lenska sendiráðsins í Lundúnum vissu ekki af mótmælum vegna ákvörðunar- innar og Frode Pleym talsmaður Grænfriðunga tekur í svipaðan streng: „Ég veit ekki um nein mótmæli og ástæðan er væntan- lega sú að Íslendingar hafa ákveð- ið að draga verulega úr veiðun- um.“ Skynsamleg ákvörðun hjá íslenskum stjórnvöldum Pleym segist raunar fagna því sérstaklega að ákveðið hafi verið að draga verulega úr veiðunum og veiða aðeins 25 dýr í stað þeirra 100 sem gert var ráð fyrir að veidd yrðu í hvalarannsóknaráætlun Hafrannsóknastofnunar. „Mér finnst þetta hafa verið skynsamleg ákvörðun af hálfu ís- lenskra stjórnvalda. Þótt það liggi fyrir að við viljum að Íslendingar hætti hrefnuveiðunum alger- lega, lítum við á þessa ákvörðun sem sigur að hluta. Íslendingar hafa ákveðið að draga veru- lega úr veiðunum mið- að við upphaflegar áætlanir og það eru skilaboð um að menn hafa valið að taka skref í jákvæða átt. Það er bæði mikilvægt og gott,“ segir Pleym. Hann segir að enn sé stefnt að því sigla skipi Grænfriðunga, MV Esperanza, til Íslands, að hluta til vegna þess að Græn- friðungar vilji að veiðum verði al- veg hætt. „En eins vegna þess að við munum óska eftir því að beina sjónum manna að öðrum mikil- vægum umhverfisvandamálum eins og t.d. mengun hafsins og loftslagsbreytingum. eftir að ís- lensk stjórnvöld hafa tekið ákvörð- un í rétta átt varðandi vísindaveið- arnar viljum við skerpa enn frekar áhersluna á slíka þætti,“ segir Pleym. Engin mótmæli vegna vísinda- veiða á hrefnu Frode Pleym HÚSAKYNNI ORG-ættfræðiþjón- ustu við Skildingarnes verða öllum opin á laugardag og sunnudag frá kl. 10–17. ORG-ættfræðiþjónusta sérhæfir sig í ættrakningu og söfnun ætt- fræðiupplýsinga um Íslendinga, þar með taldir Vestur-Íslendingar. Odd- ur Helgason ættfræðingur segist ný- lega hafa fengið í hendur hluta af þjóðskrám Bandaríkjanna og Kan- ada og þar sé að finna ýmis gögn um Vestur-Íslendinga. Hann segir að þessi grunnur auðveldi verulega vinnu þeirra sem leita að tengslum við ættir Íslendinga í Vesturheimi. Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.simnet.is/org. Opið hús hjá ORG- ættfræðiþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.