Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FANTASY Island-sýningin var formlega opnuð á Skriðuklaustri í maílok, þegar kynntar voru hug- myndir átta innlendra og erlendra listamanna að verkum sem sýnd verða í Hallormsstaðarskógi og á Eiðum síðla júnímánaðar. Paul McCarthy og Jason Rhoades, báðir mikilvirkir og mjög virtir í hinu alþjóðlega listsamfélagi, lomu til Ís- lands í gær til að vinna að stóru rým- isverki sem verið er að undirbúa á Eiðum. Segja má að verkið sé bygg- ing með tilvísun til líkans að framhlið Macy’s verslunarmiðstöðvar í Los Angeles og inni í því verða hengdar upp 15 kg þungar tólgarbaðsápur sem m.a. er verið að framleiða hjá Klink og Bank. „Einhvers staðar eru tvær litlar týndar kindur sem með vesældarlegu jarmi leita að sínum stað í veröld- inni,“ segir Rhoades og bætir við að vonandi finni þær að lokum staðinn sinn í Macy’s á Eiðum. Gagnrýni á neyslusamfélagið „Í eðli sínu gæti hugmynd okkar verið gagnrýni á neyslu, neytendur og neyslusamfélagið,“ segir McCarthy. „Við Jason höfum verið að vinna saman í mörg ár og Macy’s henti okkur fyrir löngu þegar við vor- um að vinna að allt öðrum hlutum. Við vorum að leita að byggingalíkön- um og fundum engin, þrátt fyrir mikla leit. Dag einn fáum við símtal þar sem okkur er boðið líkan af Macy’s verslunarmiðstöð. Við förum að sækja það og verðum undrandi á að sjá að líkanið er aðeins af framhlið byggingar. Ömurlegt líkan vægast sagt. Við vorum að hugsa um að bæta við það því byggingin var alls ekki þarna. Bara löng framhlið, eins og skrítinn gangur. Líkanið er því af framhlið, en lítur út eins og líkan af byggingu og er alveg fáránlegur hlut- ur í verunni. Við fórum upp úr þessu að hugsa mikið um framhliðar, fram- hliðar á list, á byggingum, framhliðar með engu fyrir aftan. Þegar hugmyndin um Fantasy Is- land kom upp sáum við tækifæri til að raungera líkanið á Íslandi. Macy’s hafði þá engin áform um að byggja verslunarmiðstöðina, svo að við vor- um að raungera líkan að húsi sem átti ef til vill aldrei að verða raunverulegt. Raungera hugmynd um ógert hús.“ Draumurinn raunverulegri en raunveruleikinn sjálfur Rhoades segir bygginguna á Eið- um verða listrænan hlut. „Þetta verð- ur höggmynd og sé hún byggð munu kindurnar koma, finna sinn stað. Það er kjarni málsins. Við höfum verið með hugmyndina um Macy’s síðan við komum þar inn fyrir dyr. Það hafa aldrei fyrr skapast þær aðstæður að við gætum unnið hugmyndina í verk. Það er draumur okkar sem er að verða hér að veruleika. Eins og Paul sagði er líkanið aðeins að framhlið Macy’s. Ég var lengi vel ekki viss um að verslunarmiðstöðin hefði nokkurn tíma verið byggð og þess vegna byggðum við hana hér, áður en við sáum hina raunverulegu miðstöð full- byggða. Draumurinn er því að vissu leyti raunverulegri en raunveruleik- inn sjálfur. Líkön ættu að verða að veruleika. Er það ekki einmitt saga Fantasy Island verkefnisins; maður kemur á eyjuna og á að eignast draum sem maður átti ekki fyrir í daglegu lífi.“ Það sem er á bak við framhliðar McCarthy segist aldrei hafa séð staðinn þar sem verkið mun standa. „Við sáum ljósmyndir og hluti af sköpuninni er að við létum Heklu Dögg Jónsdóttur (framkvæmda- stjóra Fantasy Island) það eftir að velja staðsetningu. Á ákveðinn hátt þurfum við ekki að vita mjög ná- kvæmlega hvernig staðurinn er því við vissum að hann væri lengst austur á Íslandi. Við tökum eitthvað sem er staðsett í Los Angeles á mjög opin- beran hátt og á afskaplega vel heima þar; Macy’s verslunarmiðstöðina sem er svo einkennandi fyrir lífsstílinn í Los Angeles. Við færum það hingað. Samt erum við ekki að yfirfæra Mac- y’s heldur hugmyndina um Macy’s. Byggingin er heldur ekki Macy’s heldur meira eins og langur gangur, framhliðin. Það er hægt að festast í því að það sem hér er sé Macy’s, en það er ekki svo. Þetta er skúlptúr sem hefur pólitíska skírskotun, vísar til nokkurs konar nýlendu- og land- vinningastefnu amerískrar neytenda- menningar og dettur eins og af himni ofan á stað þar sem engar byggingar né nokkuð annað er að finna. Algjör- lega framandi. Það er svona álíka og álverið sem hér á að byggja, sem á upphaf sitt í fyrirtækja- og rekstr- arumhverfi og hrapar niður á Reyð- arfjörð eins og framandi furðuhlut- ur.“ Macy’s líklega langtímaverkefni McCarthy segist ekki hafa neinar væntingar til verksins, en á von á að sér líki útkoman þegar hann loksins sér hana. „Það geta ekki orðið mis- tök, aðeins sköpun. Verk okkar snýst um að vinna með fólkinu hér. Að skiptast á hugmyndum við það og fela öðrum vissar ákvarðanir um fram- vindu. Við erum skaparar framvindu sem gefur ekki nákvæma útkomu.“ „Þetta er líklega langtímaverk- efni,“ segir Rhoades og bætir við að þeir félagar hafi rætt um að bygg- ingin geti haft hlutverk í framtíðinni. „Við þurfum að geyma ýmislegt, koma því fyrir, setja það inn í eitt- hvað sem stendur fjarri. Kannski gef- ur einhver okkur minjagripi frá ól- ympíuleikunum eða við kaupum eitthvað á E-Bay. Hvar eigum við svo að geyma þetta? Jú, við sendum hlut- ina til Íslands og setjum þá inn í Macy’s.“ Fantasy Island sýningin verður formlega opnuð í Trjásafninu á Hall- ormsstað þann 19. júní nk. kl. 13.30. Einnig opna þeir Paul McCarthy og Jason Rhoades sýningu í Kling og Bang Gallerí 21. júní á sólstöðum, þar sem tólgarbaðsápurnar munu einnig skipa sér í öndvegi. McCarthy er nú á leið til Eind- hoven í Hollandi þar sem hann vinnur að sýningu sem opnuð verður 18. júní. Sömuleiðis er Rhoades að opna sýn- ingu í Sviss á næstu dögum. Paul McCarthy og Jason Rhoades vinna stórt rýmislistaverk á Fantasy Island-sýninguna á Eiðum Amerísk neytenda- menning dettur eins og af himni ofan Hugmyndin um framhlið Macy’s verður raungerð á Eiðum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kindarlegt líkan af Macy’s-verslunarmiðstöðinni í Los Angeles gaumgæft: Paul McCarthy og Jason Rhoades ásamt Heklu Dögg Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fantasy Island-sýningarinnar sem verður opnuð 19. júní nk. Paul McCarthy og Jason Rhoades eru heimsþekktir rýmislista- menn og hafa haft mikil áhrif á samtímalistina. Þeir eru nú að vinna stórt verk fyrir alþjóðlega listsýningu á Austurlandi í júní. Steinunn Ásmundsdóttir hitti þá á Skriðuklaustri í gær. steinunn@mbl.is LEIKFÉLAG Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Frænku Charleys í Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ kl. 20 á laugardag. Leikstjóri er Arnar S. Jónsson. Leikfélagið hefur sýnt verkið á Hólmavík og í Árneshreppi og á Drangsnesi. Næsta föstudag verður verkið sýnt í Króksfjarðar- nesi og lokasýningin verður síðan í félagsheimilinu Ket- ilási laugardaginn 12. júní. Miðapantanir eru á allar sýningarnar í síma 865 3838. Gamanleik- ur á ferð DANSLEIKHÚSSAMKEPPNI Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins verður haldin í þriðja sinn í Borgarleikhúsinu fimmtu- daginn 10. júní nk. Að þessu sinni verður hún í samvinnu við Spron og nb.is og var samningur þess efnis undirritaður á dögunum. Að þessu sinni voru níu verk eftir fjórtán höfunda valin til keppni úr innsendum tillögum. Höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum við að fínpússa 10 mínútna verk hver, úr hugmyndinni. Þrenn verð- laun verða veitt af sérstakri dóm- nefnd keppninnar, en áhorfendur veita að auki ein verðlaun fyrir það verk sem þeim fellur best í geð. Morgunblaðið/Sverrir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íd, Jóhannes Helgason frá Spron, Geir Þórðarson frá nb.is – Sparisjóði og Guðjón Pedersen, leikhússtjóri LR. Samkeppni um dansverk Hafnarborg Sýningum Arngunnar Ýrar, Ólaf- ar Erlu Bjarnadóttur og Halldóru Emilsdóttur lýkur á mánudag. Sýningarnar er opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningum lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.