Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU BÁTASMIÐJAN Trefjar hf. í Hafn- arfirði fékk pantanir í sex nýja Cleo- patra-báta á sjávarútvegssýningu sem haldin var í Glasgow í Skotlandi dagana 20.–22. maí sl. Högni Berg- þórsson, tæknilegur framkvæmda- stjóri Trefja, segir bátana hafa slegið í gegn á Bretlandseyjum, sérstak- lega við humar- og krabbaveiðar. Högni segir Cleopatra-bátana hafa vakið mikla athygli á sýningunni í Glasgow, fjöldi fyrirspurna sé enn að berast og á sýningunni sjálfri verði gengið frá pöntunum á sex nýj- um Cleopatra-bátum. Allar pantan- irnar komu frá Bretlandseyjum en Högni segir að alvarlegar fyrir- spurnir komi frá öðrum löndum, enda sé sýningin í Glasgow nokkuð stór og fjölsótt. Trefjar hafa undanfarin ár selt nærri 20 báta til Bretlandseyja og segir Högni að Cleopatra-bátarnir hafi reynst þar mjög vel, sérstaklega í humar- og krabbaveiðum. „Við höf- um verið leiðandi á Bretlandsmark- aði í að hanna báta af þessari stærð til humar- og krabbaveiða með gildr- um. Við höfum til dæmis afgreitt þessa báta með sérstökum búnaði til að halda humrinum lifandi um borð sem hefur mikið að segja um verð- mæti hans. Bátarnir þykja sömuleið- is mjög góðir sjóbátar og menn hafa einnig hrifist af vinnuhagræðingu sem felst í góðu skipulagi veiðibún- aðar á dekki. Menn leggja auðvitað mikið upp úr því að þurfa ekki að taka eitt aukaskref, þúsund sinnum á dag.“ Högni segir Bretlandsmarkað orðinn mikilvægan fyrir Trefjar og ekkert bendi til annars en að svo verði áfram. „Það kemur sér vitan- lega vel fyrir okkur að geta sótt á er- lenda markaði, því heimamarkaður- inn er nokkuð sveiflukenndur. Við höldum góðu sambandi við alla þá sem hafa keypt hjá okkur báta og heyrum ekki annað en að þeir reynist mjög vel. Áhuginn fyrir þessum bát- um fer að minnsta kosti vaxandi, eins og viðbrögðin í Glasgow staðfesta.“ Afhentu bát á sýningunni Á sýningunni í Glasgow sýndu Trefjar nýjan bát af gerðinni Cleo- patra 26 sem síðan var formlega af- hentur nýjum eiganda, Dave Rees útgerðarmanni frá Polperro í Corn- wall á suðvesturströnd Englands. Báturinn hefur hlotið nafnið Viking Girl, hann er 8 metra langur og mælist 6 brúttótonn. Báturinn er sérútbúinn til humar- og krabba- veiða með gildrum, auk þess að vera útbúinn til netaveiða og til veiða á makríl með handfærarúllum. Lest bátsins er hönnuð fyrir tíu 220 lítra fiskikör. Lestin er einnig útbúin með úðarakerfi til að halda humri lifandi um borð. Í lúkar er svefnpláss fyrir 2 menn, ásamt eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins og er 315 hestöfl. Siglingatæki eru af gerðinni Sim- rad. Útbúnaður til netaveiða er frá Rapp Hydema og handfærarúllur eru frá DNG. Báturinn hefur þegar hafið veiðar. Bátar frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði slá í gegn á Bretlandi Sex pantanir á einni sýningu Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði hefur selt um 20 Cleopatra-báta til Bret- landseyja, nú síðast til Polperro í Cornwall á suðvesturströnd Englands. Hér er kaupandi bátsins, Dave Rees, ásamt syni sínum Sam við nýja bátinn. Sjómannadags- blað Austurlands er komið út. Á meðal greinahöf- unda í blaðinu má nefna Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra og Magna Kristjánsson skipstjóra. Þá eru í blaðinu fjölmargar frásagnir, vítt og breitt af Austurlandi.Efnisatriði eru um 30 talsins og í blaðinu eru á ann- að hundrað ljósmyndir. Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson. Á höfuðborgarsvæðinu er m.a. hægt að nálgast Sjómannadagsblað Austurlands í Bókabúð Lárusar Blöndal, Listhúsinu í Laugardal, verslunum Pennans – Eymundsson, Grandakaffi Grandagarði, Kænunni í Hafnarfirði og í Bókabúðinni Grímu á Garðatorgi í Garðabæ. Á Akureyri er blaðið fáanlegt í Pennanum – Bók- vali í Hafnarstræti og í Pennanum á Glerártorgi. Einnig er hægt að panta Sjómannadagsblað Austurlands á Netinu á slóðinni www.local.is. Sjómanna- dagsblað Aust- urlands 2004 er komið út MEDCARE Flaga hf. hefur selt nýtt hlutafé að nafnverði 163,7 milljónir króna á genginu 6,0. Söluverðið er því 982 milljónir króna. Kaupendur hlutafjárins eru Burðarás hf. og Meidur Holding S.A., dótturfélag Meiðs ehf., sem er fjárfestingafélag í meirihlutaeigu Ágústar og Lýðs Guðmundssona í Bakkavör. Eftir hlutafjárútboðið er Meidur Holding stærsti einstaki hluthafinn í Med- care Flögu með 23,3% hlut. Í tilkynningu frá Medcare Flögu segir að andvirði hlutafjárins gangi til fjármögnunar á kaupum félagsins á bandaríska svefnrannsóknarfyrir- tækinu SleepTech LLC. Dótturfélag Medcare Flögu, Medcare Systems Inc., hefur skrifað undir samning um kaup á öllum eignarhlutum í Sleep- Tech LLC. Fyrirtækjaráðgjöf KB banka veitti Medcare Flögu ráðgjöf við kaupin á SleepTech og hafði umsjón með sölu hins nýútgefna hlutafjár. Greiða 21,5 milljónir dala fyrir SleepTech Fram kemur í tilkynningu Med- care Flögu að vegna kaupanna á SleepTech greiði félagið við undirrit- un kaupsamnings alls 21,5 milljónir dala að meðtöldum kostnaði, sem svarar til liðlega 1,5 milljarðs ís- lenskra króna. Kaupverðið sé auk hins nýja hlutafjár fjármagnað með langtímaláni að fjárhæð um 5,5 millj- ónir dala og með útgáfu nýrra hluta til seljenda að fjárhæð 2,5 milljónir dala, einnig á genginu 6,0. Þá segir í tilkynningunni að kaup- verðið á SleepTech geti hækkað í samtals 26,5 milljónir dala verði rekstrarniðurstöður ársins 2004 í samræmi við áætlanir seljenda. Hækkunin, sem að hámarki geti orð- ið 5 milljónir dala, verði einnig greidd með hlutafé í Medcare Flögu á genginu 6,0. Vegna útboðsins á hlutafé í Med- care Flögu, og greiðslu hluta kaup- verðsins á Sleeptech með hlutafé við undirritun, hækkar hlutafé Medcare Flögu um 193.454.167 hluti og verð- ur heildarhlutafé félagsins því 670.509.232 milljónir að nafnverði. Ánægjulegt að fá öfluga hluthafa til liðs Haft er eftir Svanbirni Thorodd- sen, forstjóra Medcare Flögu, í til- kynningunni að fram hafi komið á hluthafafundi félagsins í síðasta mánuði, að stefnt verði að því að fjár- magna kaupin á SleepTech að hluta til með sölu nýs hlutafjár til kjöl- festufjárfesta, sem hefðu fjárhags- lega burði til að fylgja félaginu í þeim verkefnum sem framundan eru. „Það er því ánægjulegt fyrir okkur að fá til liðs við félagið öfluga hlut- hafa á borð við Meid Holding og Burðarás,“ segir Svanbjörn. Svanbjörn kaupir Tilkynnt var til Kauphallar Ís- lands í gær að félagið Gunn ehf., sem er í eigu Svanbjörns Thoroddsen, hefði keypti 15 milljón hluti í Med- care Flögu á genginu 6,0. Kaupverð- ið var því 90 milljónir króna. Einnig kom fram í tilkynningunni að Svan- björn ætti kauprétt á 5 milljón hlut- um í félaginu. Medcare Flaga selur nýtt hlutafé fyrir 982 milljónir Kaupir allt hlutafé í bandaríska svefn- rannsóknarfyrirtækinu SleepTech          !" # $  %&   '$( )* $$  *$ !" +( ) $$ ,-" . $$/ ($0  1.0  )0 &     ! 0!"                                OLÍUREIKNINGUR landsmanna mun í ár hækka um allt að þriðjung frá síðasta ári, haldist olíuverð óbreytt út árið, að því er spáð er í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Fluttar voru inn olíur og eldsneyti fyrir rúma 15,4 milljarða króna í fyrra, en talið að sú tala gæti hækkað um fimm milljarða í ár. Í fréttabréfinu er fjallað um olíu- verðshækkanir á heimsmarkaði og áhrif hér á landi, en ástæður hækk- unarinnar eru einkum aukin eftir- spurn frá Kína og Indlandi og ótryggt ástand í Mið-Austurlöndum. Í bréfinu segir að verð á hráolíu sé hærra en nokkru sinni fyrr í Bandaríkjadollur- um reiknað. „Undanfarnar vikur hef- ur olíutunnan selst á um eða yfir 40 dollara en viðlíka verð hefur ekki sést frá því á árinu 1977. Á níunda og fyrra hluta tíunda áratugarins var meðal- verð á olíutunnunni rúmir 20 dollarar, en síðan hefur olíuverð farið hækk- andi. Olíuverð í dollurum á föstu verði er nú tæpum fimmtungi hærra en í byrjun síðasta áratugar þegar olíu- verðshækkanir steyptu heimsbú- skapnum í alvarlega lægð og rúmum fjórðungi hærra en á árinu 2000 þeg- ar OPEC, samtök olíuútflytjenda, ákváðu að draga verulega úr olíu- framboði. Í fyrra var meðalverð á ol- íutunnunni um 30 dollarar og spár standa nú til þess að verðið haldist yf- ir 40 dollurum út árið og fari jafnvel yfir 50 dollara. Ástæður þessara verð- hækkana nú eru fyrst og fremst rakt- ar til aukinnar eftirspurnar, ekki síst frá Kína og Indlandi ásamt ótryggu ástandi í Miðausturlöndum,“ segir í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Um Ísland segir að íslenskur þjóð- arbúskapur sé nokkuð næmur fyrir breytingum á verði olíu og flutt hafi verið inn eldsneyti og olíur fyrir rúma 15,4 milljarða króna í fyrra en vegna gengishækkunar krónunnar hækkaði innflutningsverð óverulega, þrátt fyr- ir hækkun olíuverðs á heimsmarkaði. „Haldist olíuverð óbreytt út árið má búast við að olíureikningurinn hækki um allt að þriðjung frá síðasta ári eða um fimm milljarða króna. Slík- ar verðhækkanir hafa veruleg áhrif á atvinnulífið, ekki síst á rekstur sjáv- arútvegsfyrirtækja sem að undan- förnu hafa glímt við lágt fiskverð og hátt gengi krónunnar. Olíukostnaður er stór rekstrarliður hjá sjávarút- vegsfyrirtækjum en hlutfall fiski- skipa í heildarolíunotkun Íslendinga hefur verið rúmlega 40% undanfarin ár.“ Fimm millj- arða hærri olíureikningur ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● BAKKAVÖR Group jók í gær hlut sinn í breska matvælaframleiðslufyr- irtækinu Geest Plc þegar félagið keypti 3,313,264 hluti sem sam- svarar 4,45% af útgefnu hlutafé í fé- laginu. Samtals á því Bakkavör Group 10,975,124 hluti í Geest Plc. sem er 14,72% af útgefnu hlutafé í félaginu. Í Hálffimm fréttum KB banka í gær kemur fram að miðað við 5,57 punda lokagengi Geest í London Stock Exchange í gær megi gera ráð fyrir að hluturinn hafi verið um 2,4 milljarða króna fjárfesting og er markaðsvirði hlutar Bakkavarar þá komið upp í rétt rúma átta milljarða króna. Bakkavör eykur hlut sinn í Geest ● BIG Food Group, sem er í fimmt- ungseigu Baugs, hefur dregið til baka tilboð sitt í hverfisversl- unarkeðjuna Londis. Ástæðan er sögð sú að ekki hafi fengist afhent- ar þær fjárhagsupplýsingar frá fyr- irtækinu sem þurfi til að byggja formlegt tilboð á. Haft er eftir tals- manni Big Food Group á fréttavef Times að forsvarsmenn fyrirtæk- isins álíti enn að samruni við Londis komi hluthöfum beggja vel. Upplýs- ingar um afkomu og minnkandi sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem birtar voru nýlega, eru taldar hafa gert út af við áhuga BFG á Londis. Talsmaður Londis lét hafa eftir sér að stjórnendur Londis væru fegnir að sjá á bak Big Food Group. Tilboðið hefði hvort eð er hvorki ver- ið fugl né fiskur. BFG hættir við tilboð í Londis DANSKA fyrirtækið William Dem- ant Invest A/S hefur keypt 20 milljón hluti í Össuri hf. Fjárfest- ingin jafngildir 6,28% af heildar- hlutafé fyrirtækisins, en kaupin fóru fram á genginu 55,5. Kaup- verðið er því liðlega 1,1 milljarður króna. Seljandi er Mallard Holding SA, sem er í meirihlutaeigu Össurar Kristinssonar, stofnanda Össurar hf. Eftir söluna á Mallard Holding 18,7% hlut í Össuri hf. Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar hf., sagði í samtali við Morg- unblaðið það afar ánægjulegt að fá William Demant um borð. „William Demant Holding er mjög spenn- andi fyrirtæki, sem t.d. var valið fyrirtæki ársins í Evrópu í fyrra og er auk þess að vinna á svipuðu sviði og Össur,“ segir Jón. Hann segir hugsanlegt að samvinna fyrirtækj- anna tveggja muni aukast þegar fram líða stundir, þótt ekkert sé á borðinu um slíkt í augnablikinu. Danir fjárfesta í Össuri hf. Morgunverðarfundur um veikinda- fjarvistir kl. 8.30–10.00 í Sunnusal Radison SAS, Hótel Sögu. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.