Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 1
Börnin gleðjast Brúðubíllinn frumsýnir Bláref barnapíu í dag | Listir Fólkið í dagEftirvænting í salnum Harry Potter og félagar á hvíta tjaldið á ný | Fólk STOFNAÐ 1913 151. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Glókollar gegn snoðkollum  Af rokkdrottningum og hugmynda- vinnu  Hundrað sjálfsmyndir AF 442 nemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í íslensku í maí sl. fékk einn einkunn á bilinu 9 til 10. Knútur Haf- steinsson, formaður Samtaka móðurmáls- kennara, segir skýringuna e.t.v. þá að prófað sé úr færni en ekki þekkingu eins og á hefðbundnum skólaprófum. Hluti prófsins hafi verið byggður á námsefni sem nemendur lærðu áður en þeir vissu að prófað yrði upp úr því á samræmdu prófi. Algengasta einkunnin var á bilinu 5 til 5,5 og 6 til 6,5. Meðaleinkunn var 5,8. Aft- ur verður haldið samræmt stúdentspróf í íslensku um áramótin og er stefnt að því að nemendum verði skylt að þreyta sam- ræmd próf í íslensku, ensku og stærð- fræði frá og með næsta vori. Margir féllu í stærðfræði Tæp 35% nemenda í 10. bekk grunn- skólans, sem þreyttu samræmt próf í stærðfræði í vor, náðu ekki tilskilinni lág- markseinkunn, sem er 5. Er það svipað hlutfall og hefur verið síðustu ár. Lands- meðaltalið í stærðfræði var 5,8, 6,3 í nátt- úrufræði og samfélagsfræðum, 6,5 í dönsku, 6,8 í íslensku og 7,0 í ensku. Í flestum tilvikum var meðaleinkunn á samræmdum prófum nemenda í 10. bekk hæst í Reykjavíkurkjördæmi suður. Með- aleinkunnir nemenda í Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi voru í öllum til- fellum jafnar og yfir landsmeðaltali. Samræmd stúdentspróf í íslensku Einn af 442 með hærra en 9 í einkunn  Rúmur/4 DAVÍÐ Odds- son forsætisráð- herra, sem sat fyrir svörum í Kastljósi Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöldi, seg- ist vera þeirrar skoðunar að boða verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin og að nefnd sérfróðra manna verði skipuð til að fjalla um hvernig eðlilegt sé að standa að atkvæðagreiðslunni. Hann segir ríkisstjórnina ekki muni setja neina peninga í kosn- ingabaráttu að öðru leyti en því, að senda lögin heim til kosningabærra manna. Ríkisstjórnin muni ekki beita sér í aðdraganda kosning- anna. Vonlaust að kjósa samfara forsetakosningunum Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir þingmenn Fram- sóknarflokksins vera sammála þeim orðum sem hann lét falla á miðviku- dag, þar sem hann sagði öruggt, að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla og að virða yrði ákvæði stjórnar- skrár um að atkvæðagreiðslan ætti að fara fram eins fljótt og unnt væri. Hann taldi hins vegar vonlaust að halda hana samhliða forsetakosn- ingunum 26. júní. Davíð Oddsson sagði í Kastljós- inu að ríkisstjórnin myndi ekki beita sér í aðdraganda kosninganna til að fá þjóðina til að staðfesta lögin. Að hans mati telur hann ríkisstjórn- ina ekki hafa heimild eða fjármuni til þess að vera með áróður í máli af þessu tagi. „Ég tel víst að stjórn- málaflokkarnir muni ekki beita sér. Ekki mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja fram krónu til að fara í ein- hverja samkeppni í þessu máli,“ sagði Davíð. „Það hefur verið efnt hérna til ófriðar. Sjálfstæðisflokk- urinn fyrir sitt leyti mun ekki taka neinn þátt í slíkum ófriði. Þannig að þetta er allt bara á aðra hliðina, þetta er annars vegar heilt fjöl- miðlaveldi með ógrynni fjár, sem þarna mun beita sér í málinu. Þann- ig að þetta er ekki mjög heppilegt mál, í fyrsta skipti í sextíu ára sögu, að nota með þessum hætti.“ Davíð sagði að það hlyti að taka einhvern tíma fyrir landsmenn að kynna sér málið áður en til at- kvæðagreiðslu kæmi. „Ég myndi halda að minnsta kosti tvo mánuði,“ sagði forsætisráðherra. Davíð Oddsson um væntanlega atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið Ríkisstjórnin mun ekki beita sér í aðdraganda kosninga  Atkvæðagreiðsla/4, 32–33 Davíð Oddsson HEILSUHLAUP Krabbameins- félagsins fór fram víða um land í gærkvöldi. Er þetta í sautjánda skipti sem félagið efnir til þessa hlaups. Í Reykjavík var hlaupið frá húsi Krabbameinsfélagsins við Skóg- arhlíð og ræsti Þórólfur Árnason borgarstjóri hlauparana með þar til gerðri byssu. Alls hlupu 350 manns og var borgarstjórinn þeirra á meðal. Hlaupið var á tólf stöðum utan Reykjavíkur, í Borgarnesi, Vopnafirði, Egilsstöðum, Borg- arfirði eystri, Seyðisfirði, Mjóa- firði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Breiðdalsvík, Djúpa- vogi og Keflavík. Morgunblaðið/Golli Þórólfur Árnason borgarstjóri í Reykjavík slóst í för með hlaupurunum eftir að hann hafði ræst Heilsuhlaupið. Hlaupið til heilsu GEORGE Tenet, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sagði af sér í gær en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær upplýsingar, sem notaðar voru til að réttlæta Íraksstríðið, og vegna andvaraleysis leyniþjónust- unnar fyrir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001. Rétt áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt í ferð til Evrópu, boðaði hann til blaða- mannafundar þar sem hann skýrði frá afsögn Tenets, sem hann sagði vera „af persónulegum ástæðum“. Bar hann mikið lof á störf hans fyr- ir land og þjóð og tilkynnti, að John McLaughlin, aðstoðaryfirmaður CIA, myndi taka við embætti hans til bráðabirgða. Afsögn Tenets virðist hafa kom- ið flestum á óvart, þar á meðal þingmönnum, en Stansfield Turn- er, fyrrverandi yfirmaður CIA, tel- ur, að Tenet hafi verið þvingaður til að segja af sér. Bush forseti telji sig þurfa einhvern blóraböggul, sem hægt sé að kenna um mistök- in. Talsmaður Hvíta hússins neitaði þessu í gær og sagði, að afsögnin hefði komið Bush jafnmikið á óvart og öðrum. Þá sagði talsmaður ut- anríkisráðuneytisins, að afsögnin tengdist ekki fyrri yfirlýsingum CIA um gereyðingarvopnaeign Íraka. Raunar hafa ýmsir þingmenn krafist afsagnar Tenets, þar á með- al John Kerry, forsetaframbjóð- andi demókrata, en hann óskaði Tenet velfarnaðar í gær og sagði, að það væri fyrst og fremst rík- isstjórnin, sem bæri ábyrgð á „al- varlegum leyniþjónustumistök- um“. Afsögn CIA-forstjóra Hefur verið gagnrýndur fyrir Írak og 11. september Washington. AP, AFP.  Afsögn/17 HOSHYAR Zebari, utanríkisráðherra nýju bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, krafðist þess í gær á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, að í nýrri Íraksályktun yrði kveðið á um „óskor- að fullveldi“ landsins eftir fyrirhuguð valdaskipti 30. júní næstkomandi. Öryggisráðið ræðir nú Íraksályktun Bandaríkjamanna og Breta en íraska bráðabirgðastjórnin vill, að hún verði höfð með í ráðum. Sagði Zebari, að stjórnin yrði að fá að ráða nokkru um veru erlends hers í landinu vegna þess, að brottflutningur hans gæti leitt til upplausnar og íhlutunar annarra. Krefjast „óskoraðs fullveldis“ Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.