Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 1
Börnin gleðjast Brúðubíllinn frumsýnir Bláref barnapíu í dag | Listir Fólkið í dagEftirvænting í salnum Harry Potter og félagar á hvíta tjaldið á ný | Fólk STOFNAÐ 1913 151. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Glókollar gegn snoðkollum  Af rokkdrottningum og hugmynda- vinnu  Hundrað sjálfsmyndir AF 442 nemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í íslensku í maí sl. fékk einn einkunn á bilinu 9 til 10. Knútur Haf- steinsson, formaður Samtaka móðurmáls- kennara, segir skýringuna e.t.v. þá að prófað sé úr færni en ekki þekkingu eins og á hefðbundnum skólaprófum. Hluti prófsins hafi verið byggður á námsefni sem nemendur lærðu áður en þeir vissu að prófað yrði upp úr því á samræmdu prófi. Algengasta einkunnin var á bilinu 5 til 5,5 og 6 til 6,5. Meðaleinkunn var 5,8. Aft- ur verður haldið samræmt stúdentspróf í íslensku um áramótin og er stefnt að því að nemendum verði skylt að þreyta sam- ræmd próf í íslensku, ensku og stærð- fræði frá og með næsta vori. Margir féllu í stærðfræði Tæp 35% nemenda í 10. bekk grunn- skólans, sem þreyttu samræmt próf í stærðfræði í vor, náðu ekki tilskilinni lág- markseinkunn, sem er 5. Er það svipað hlutfall og hefur verið síðustu ár. Lands- meðaltalið í stærðfræði var 5,8, 6,3 í nátt- úrufræði og samfélagsfræðum, 6,5 í dönsku, 6,8 í íslensku og 7,0 í ensku. Í flestum tilvikum var meðaleinkunn á samræmdum prófum nemenda í 10. bekk hæst í Reykjavíkurkjördæmi suður. Með- aleinkunnir nemenda í Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi voru í öllum til- fellum jafnar og yfir landsmeðaltali. Samræmd stúdentspróf í íslensku Einn af 442 með hærra en 9 í einkunn  Rúmur/4 DAVÍÐ Odds- son forsætisráð- herra, sem sat fyrir svörum í Kastljósi Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöldi, seg- ist vera þeirrar skoðunar að boða verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin og að nefnd sérfróðra manna verði skipuð til að fjalla um hvernig eðlilegt sé að standa að atkvæðagreiðslunni. Hann segir ríkisstjórnina ekki muni setja neina peninga í kosn- ingabaráttu að öðru leyti en því, að senda lögin heim til kosningabærra manna. Ríkisstjórnin muni ekki beita sér í aðdraganda kosning- anna. Vonlaust að kjósa samfara forsetakosningunum Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir þingmenn Fram- sóknarflokksins vera sammála þeim orðum sem hann lét falla á miðviku- dag, þar sem hann sagði öruggt, að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla og að virða yrði ákvæði stjórnar- skrár um að atkvæðagreiðslan ætti að fara fram eins fljótt og unnt væri. Hann taldi hins vegar vonlaust að halda hana samhliða forsetakosn- ingunum 26. júní. Davíð Oddsson sagði í Kastljós- inu að ríkisstjórnin myndi ekki beita sér í aðdraganda kosninganna til að fá þjóðina til að staðfesta lögin. Að hans mati telur hann ríkisstjórn- ina ekki hafa heimild eða fjármuni til þess að vera með áróður í máli af þessu tagi. „Ég tel víst að stjórn- málaflokkarnir muni ekki beita sér. Ekki mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja fram krónu til að fara í ein- hverja samkeppni í þessu máli,“ sagði Davíð. „Það hefur verið efnt hérna til ófriðar. Sjálfstæðisflokk- urinn fyrir sitt leyti mun ekki taka neinn þátt í slíkum ófriði. Þannig að þetta er allt bara á aðra hliðina, þetta er annars vegar heilt fjöl- miðlaveldi með ógrynni fjár, sem þarna mun beita sér í málinu. Þann- ig að þetta er ekki mjög heppilegt mál, í fyrsta skipti í sextíu ára sögu, að nota með þessum hætti.“ Davíð sagði að það hlyti að taka einhvern tíma fyrir landsmenn að kynna sér málið áður en til at- kvæðagreiðslu kæmi. „Ég myndi halda að minnsta kosti tvo mánuði,“ sagði forsætisráðherra. Davíð Oddsson um væntanlega atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið Ríkisstjórnin mun ekki beita sér í aðdraganda kosninga  Atkvæðagreiðsla/4, 32–33 Davíð Oddsson HEILSUHLAUP Krabbameins- félagsins fór fram víða um land í gærkvöldi. Er þetta í sautjánda skipti sem félagið efnir til þessa hlaups. Í Reykjavík var hlaupið frá húsi Krabbameinsfélagsins við Skóg- arhlíð og ræsti Þórólfur Árnason borgarstjóri hlauparana með þar til gerðri byssu. Alls hlupu 350 manns og var borgarstjórinn þeirra á meðal. Hlaupið var á tólf stöðum utan Reykjavíkur, í Borgarnesi, Vopnafirði, Egilsstöðum, Borg- arfirði eystri, Seyðisfirði, Mjóa- firði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Breiðdalsvík, Djúpa- vogi og Keflavík. Morgunblaðið/Golli Þórólfur Árnason borgarstjóri í Reykjavík slóst í för með hlaupurunum eftir að hann hafði ræst Heilsuhlaupið. Hlaupið til heilsu GEORGE Tenet, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sagði af sér í gær en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær upplýsingar, sem notaðar voru til að réttlæta Íraksstríðið, og vegna andvaraleysis leyniþjónust- unnar fyrir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001. Rétt áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt í ferð til Evrópu, boðaði hann til blaða- mannafundar þar sem hann skýrði frá afsögn Tenets, sem hann sagði vera „af persónulegum ástæðum“. Bar hann mikið lof á störf hans fyr- ir land og þjóð og tilkynnti, að John McLaughlin, aðstoðaryfirmaður CIA, myndi taka við embætti hans til bráðabirgða. Afsögn Tenets virðist hafa kom- ið flestum á óvart, þar á meðal þingmönnum, en Stansfield Turn- er, fyrrverandi yfirmaður CIA, tel- ur, að Tenet hafi verið þvingaður til að segja af sér. Bush forseti telji sig þurfa einhvern blóraböggul, sem hægt sé að kenna um mistök- in. Talsmaður Hvíta hússins neitaði þessu í gær og sagði, að afsögnin hefði komið Bush jafnmikið á óvart og öðrum. Þá sagði talsmaður ut- anríkisráðuneytisins, að afsögnin tengdist ekki fyrri yfirlýsingum CIA um gereyðingarvopnaeign Íraka. Raunar hafa ýmsir þingmenn krafist afsagnar Tenets, þar á með- al John Kerry, forsetaframbjóð- andi demókrata, en hann óskaði Tenet velfarnaðar í gær og sagði, að það væri fyrst og fremst rík- isstjórnin, sem bæri ábyrgð á „al- varlegum leyniþjónustumistök- um“. Afsögn CIA-forstjóra Hefur verið gagnrýndur fyrir Írak og 11. september Washington. AP, AFP.  Afsögn/17 HOSHYAR Zebari, utanríkisráðherra nýju bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, krafðist þess í gær á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, að í nýrri Íraksályktun yrði kveðið á um „óskor- að fullveldi“ landsins eftir fyrirhuguð valdaskipti 30. júní næstkomandi. Öryggisráðið ræðir nú Íraksályktun Bandaríkjamanna og Breta en íraska bráðabirgðastjórnin vill, að hún verði höfð með í ráðum. Sagði Zebari, að stjórnin yrði að fá að ráða nokkru um veru erlends hers í landinu vegna þess, að brottflutningur hans gæti leitt til upplausnar og íhlutunar annarra. Krefjast „óskoraðs fullveldis“ Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.