Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á BAKSÍÐU Mbl. 21. maí sl. er rætt um kanadíska skýrslu um heil- brigðiskerfi OECD landanna. Leitað er álits Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra um nið- urstöður rannsókna Fraser institute í Kan- ada en þær eru í meg- inatriðum að miðað við aldurssamsetningu þjóðanna séu Ísland og Kanada í fyrsta sæti hvað snertir hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu sem varið er til heilbrigðismála. Jón telur að skýrslan byggist á röngum upp- lýsingum og segist hann undrandi á henni. Ljóst er þó að ráðherra hefur ekki kynnt sér innihald skýslunnar og byggir viðbrögð sín á upplýsingum blaðamanns um málið. Umrædd skýrsla fjallar fyrst og fremst um kanadíska heilbrigð- iskerfið. Það er í grunnatriðum byggt á breska kerfinu (NHS) og er því líkt evrópsku kerfunum en gjörólíkt því bandaríska. Höfundar taka því bandaríska kerfið ekki með í þessum samanburði. Aldurssamsetning þjóða Höfundar skoða aldurssamsetningu þessara þjóða, þ.e. fjöldi 65 ára og eldri sem hlutfall af heildarfjölda landsmanna. Þar kemur í ljós mikill mismunur eins og sjá má í töflu 1. Tölurnar eru frá árinu 2001. Tafla 1. Hlutfall 65 ára Land og eldri Írland 11,2% Ísland 11,6% Kanada 12,6% Danmörk 14,8% Noregur 15,0% Svíþjóð 17,2% Ítalía 18,4% Höfundar greina frá því að í Kan- ada kosti þessi 12,6% sem eru eldri en 65 ára 42,7% af útgjöldum til heil- brigðismála. Það þýðir einfaldlega að kostnaður við hvern einstakling í eldri hópnum er meira en 5 sinnum meiri en við hvern einstakling í yngri hópnum. Við sam- anburð á þessum kerf- um er því nauðsynlegt að taka tillit þessa mis- munar á aldurs- samsetningu og finna út meðalhlutfall allra þjóð- anna sem er 14,6%. Við þessa útreikninga verður töluverð breyt- ing á útkomu og röð þjóðanna. Tafla 2 sýnir þær breytingar sem verða við þetta. Enn eru tölur miðaðar við árið 2001. Tafla 2: Hlutfall til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu Land Venjul. Aldurssam- útr. setning Kanada 9,7 10,8 Ísland 9,2 10,8 Írland 6,5 8,5 Danmörk 8,6 8,5 Noregur 8,0 7,8 Svíþjóð 8,7 7,8 Ítalía 8,4 7,2 Höfundar skýrslunnar skoða síðan ýmislegt varðandi gæði þjónustunnar í Kanada miðað við önnur lönd. Ísland kemur mjög vel út t.d. hvað varðar ungbarnadauða og burðarmálsdauða. Einnig er aðgengi til ýmissa rann- sókna með ágætum t.d. segulómrann- sókna, tölvusneiðmyndatöku, geisla- meðferðar og nýrnasteinbrjóts- meðferðar. Höfundar eru einnig óhressir með biðlista í Kanada en ekki er talað um biðlista hér á landi. Árið 2001 vorum við samkvæmt at- hugun undirritaðs með einna lengstu biðlista í Evrópu en ástandið hefur batnað töluvert enda er kostnaður vegna sjúklinga á biðlistum veruleg- ur. Þessi sýn á rekstur heilbrigð- isþjónustu er mjög athyglisverð og hefur ekki komið fram áður eftir því sem best er vitað. Tillögur um úrbæt- ur eru auðvitað eingöngu miðaðar við stöðu mála í Kanada. Aldurssamsetning Íslendinga Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni mun hlutfall 65 ára og eldri verða 12,3% árið 2010, árið 2015 verð- ur það 13,6% og 2020 15,3%. Þessi þróun mun því hafa mjög mikil áhrif á útgjöld til heilbrigðismála og þau munu aukast verulega milli áranna 2010 og 2020. Hagkvæmur rekstur þjónustunnar skiptir því þjóðarbúið mjög miklu en ekki verður dregin önnur ályktun af niðurstöðum skýrsl- unnar en að töluvert skorti á að svo sé í dag. „Skattalækkanir“ Á dagskrá ríkisstjórnar er að lækka tekjuskatta um 3–4 prósentustig. Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í stjórn Landspítala hafa lagt fram til- lögur um innheimtu gjalda af sjúk- lingum sem leggjast inn á spítalann. Það mun koma verulega niður á þeim sem mest þurfa á þeirri þjónustu að halda en það eru auðvitað aldraðir. Það liggur því beint við að álykta að aldraðir eigi að greiða að minnsta kosti hluta af þeim skattalækkunum sem vinnandi fólki eru ætlaðar. Fjöldi 65 ára og eldri í dag eru samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar þrjátíu og fjögur þúsund áttatíu og einn. Þeir hafa allir atkvæðisrétt í næstu kosn- ingum. Heilbrigðisráðherra fer með rangt mál Ólafur Örn Arnarson svarar heilbrigðisráðherra ’Umrædd skýrslafjallar fyrst og fremst um kanadíska heilbrigð- iskerfið.‘ Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir. Menntaskólinn við Hamrahlíð INNRITUN fyrir haustönn 2004 verður dagana 9. og 10. júní Hlutverk MH er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á undirbúning fyrir nám í háskólum. Markmið MH er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir. Leiðarljós MH er að virða ólíkar þarfir einstaklinga og ganga út frá vilja nemenda til að axla ábyrgð. Áhersla er lögð á fjölbreytni í valhluta námsins og kappkostað er að kynna nemendum vinnubrögð sem tíðkast í háskólanámi. Námsbrautir eru félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut og alþjóðleg námsbraut (IB) til alþjóðlegs stúdentsprófs sem lýkur með International Baccalaureate Diploma. IB nám er 3 ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Námskipulag í MH er sveigjanlegt og býður m.a. upp á breidd í menntun, dýpkun á afmörkuðum sviðum og nám til viðbótar 140 einingum eftir því sem nemandi kýs. Nemendur sem stunda tónlistar- eða listdansnám eiga möguleika á að fá það metið inn á kjörsvið. Námstími er háður vilja og getu nemandans en er að lágmarki 3 ár að loknu grunnskólaprófi á öllum brautum. Umsóknarfrestur nýrra nemenda á haustönn 2004 er til 11. júní en æskilegt er að umsækjendur komi sjálfir í skólann og gangi frá umsóknunum dagana 9.-10. júní milli kl. 9 og 18. Upplýsingar um skólann og viðmiðunarreglur vegna innritunar nýrra nemenda má finna á heimasíðu skólans www.mh.is. Svör við umsóknum verða póstlögð í kringum 18. júní. Rektor NÚ ERU „Húsvíkingar“ (fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar, sem er hvalaskoðunarfyrirtæki). Hann var að tala um að það væri búið að skapa þennan „blóm- lega“ atvinnuveg, sem hvalaskoðun sé og þessar veiðar, sem er búið að heimila, bók- staflega „rústi“ ferða- þjónustu hér á landi. Hans helstu rök eru þau að ekki sé til markaður fyrir afurð- ir af hvölum og það að sýna hvalina sé mun ábatasamara fyrir þjóðarbúið. Að mínum dómi er þetta bara rökleysa og tómt þvaður sem er eingöngu til þess að vernda hagsmuni sem engir eru. Væri nokkur dugur í okkur ættum við að hefja nú þegar leit að mörkuðum fyrir af- urðir af hvölum og hefja hvalveiðar hið allra fyrsta, þannig að þessi vannýtta auðlind gæti far- ið að skila þjóðinni einhverjum tekjum af viti. Eins og fram hefur komið, í grein sem Kristján Loftsson skrif- aði í Morgunblaðið, þá eru þessar hvalaskoðanir reknar með tapi og ekkert á þeim byggjandi. Nú og ég er með eina tillögu sem ætti aðeins að koma til móts við áherslur hvalaskoðunarmanna, en það ætti að koma upp aðstöðu fyrir farþega í hvalveiðibátunum og selja ferðamönnum, sem eiga nóga peninga (ekki einhverjum bakpoka- ferðalöngum), aðstöðu til þess að þeir geti fylgst með veiðunum. Þannig gætu vel farið saman hvalaskoðun og hvalveiðar. Ekki man ég betur en þegar hvalveiðar voru stundaðar hafi veriðmikill straumur ferðamanna upp í hval- stöðina í Hvalfirði til þess að fylgjast með því þegar hvalur var skorinn. Á þeim tíma datt engum í hug að þarna væri hægt að hafa tekjur en þetta gæti bara verið hluti af þeirri ferða- þjónustu sem er boðið upp á. Svo sagði þessi maður að þessar veið- ar sköðuðu ímynd lands og þjóðar, ekki veit ég alveg hvað hann á við og finnst mér að hann ætti að skýra mál sitt aðeins betur, því ekki veit ég til þess að Norð- menn hafi skaðast, samt hafa þeir stundað hrefnuveiðar í mörg ár. Kvalræði eða hvalræði? Jóhann Elíasson skrifar um vísindaveiðar á hrefnu Jóhann Elíasson ’Væri nokkurdugur í okkur ættum við að hefja nú þeg- ar leit að mörk- uðum fyrir afurðir af hvöl- um.‘ Höfundur er fyrrverandi stýrimaður. EINN mikilvægasti þátturinn í rekstri fyrirtækja er hæfileikinn til stöðugrar endurnýjunar og nýsköp- unar. Viðfangsefni nú- tíma stjórnenda þarf að miklu leyti að bein- ast að því að leysa úr læðingi nýsköp- unarvirkni starfs- manna og velja starfs- menn sem hafa bakgrunn til þess að finna og nýta tækifæri til nýsköpunar. Allt of mörg rótgró- in fyrirtæki virðast föst í sporunum og sitja eftir þegar ný fyrirtæki hasla sér völl, grípa tækifærin, og ná afger- andi forystu. Slík staða er sér- staklega umhugsunarverð í fyr- irtækjum þar sem fjárhagsstaðan er sterk, vöruframboð gott og reyndir stjórnendur ráða ferðinni. Rót vand- ans er að áhersla fyrirtækjanna hef- ur í óhóflegum mæli færst á aðhald, skriffinnsku og lækkun kostnaðar. Í stað þess að vera suðupottar hug- mynda og framkvæmdagleði eru þessi fyrirtæki rígbundin við sögu- legar forsendur og fullvissu um eigið ágæti. Við slíkar aðstæður upplifa starfsmenn ótta við að gera mistök sem dregur úr áræðni þeirra og vilja til þess að leita nýrra leiða og leggja fram hugmyndir. Af- kastageta þeirra og starfsánægja minnkar þar til þeir hverfa á braut. Í nýlegu hefti „The Economist“ er fjallað um mikilvægi stöðugrar nýsköpunar fyrir rótgróin fyrirtæki. Þar kemur fram að stöðug nýsköpun felst ekki nema að litlu leyti í því að finna upp nýjar vörur (uppfinningar), heldur fyrst og fremst í því að finna nýjar leiðir til þess að skilgreina vinnulag, afurðir, markaði og dreifileiðir. Rótgróin fyrirtæki þurfa að einbeita sér að þessum þáttum en koma uppfinn- ingum á framfæri í gegnum sprota- fyrirtæki sem hafa skýrt og afmark- að hlutverk – sagan sýnir að þau eru besta brúin milli rannsókna- og þró- unarstarfs og viðskiptaumhverf- isins. The Economist bendir einnig á að mjög leiðandi stórfyrirtæki hafa stjórnendur með grunnmenntun af tæknisviði og leiðir að því líkur að tæknimenntun skipti sköpum til þess að tryggja stöðuga nýsköpun innan fyrirtækja. Góð tæknimenntun á háskólastigi er ein besta undirstaðan undir ný- sköpunarhæfni einstaklinga og að sama skapi eru þeir mikilvægir starfsmenn fyrirtækja. Tæknimenn hafa í námi sínu tileinkað sér rök- hugsun, öguð vinnubrögð og grein- ingarhæfni, auk þess að hafa fag- þekkingu á sínu sérsviði. Vissulega þurfa tæknimenn oft að tileinka sér viðskiptaþekkingu þegar á vinnu- markaðinn er komið en vegna bak- grunns þeirra hafa þeir mikla aðlög- unarhæfni og hæfileika til að tileinka sér nýja þekkingu. Tæknimenn eru því öflugir drifkraftar nýsköpunar, hvort sem er innan rótgróinna fyr- irtækja eða í sprotafyrirtækjum. Tækniháskóli Íslands einbeitir sér að því að bjóða menntun fyrir fram- tíðar tæknifólk og stjórnendur. Áhersla er lögð á sjálfstæði nem- enda, þjálfun vinnubragða og ný- sköpunarhæfni í samspili við kennslu faggreina. Víðtæk tengsl við atvinnulífið styðja við kennsluna og tryggja að komið sé til móts við þarf- ir þess. Tæknimenntun – undirstaða nýsköpunar Bjarki Brynjarsson fjallar um tæknimenntun og nauðsyn á að efla hana ’The Economist bendireinnig á að mjög leið- andi stórfyrirtæki hafa stjórnendur með grunn- menntun af tæknisviði.‘ Bjarki Brynjarsson Höfundur er deildarforseti við Tækniháskóla Íslands og hefur verið ráðgjafi á sviði nýsköpunar og við- skiptaþróunar í meira en áratug. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.