Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fæst í verslunum Lyf & heilsu. Roll-on og Sprey Afterbite skal bera á skordýrabit. Þunnt lag er borið á 3-4 sinnum á dag og dregur það úr þeim óþægindum sem fylgja skordýrabiti. fælir burt hvimleið skordýr eins og bitmý og moskítóflugur og kemur þannig í veg fyrir bit. MEÐALEINKUNN nemenda í 10. bekk grunnskóla sem þreyttu samræmd próf í vor var í flestum tilvikum hæst í Reykjavíkurkjör- dæmi suður og var meðaleinkunn nemenda þar yfir landsmeðaltali í öllum sex greinum sem prófað var í að þessu sinni. Meðaleinkunnir nemenda í Reykjavík norður og Suðvestur- kjördæmi voru í öllum tilfellum jafnar eða yfir landsmeðaltali. Landsmeðaltal í íslensku var 6,8, í stærðfræði 5,8, í ensku 7,0, í dönsku 6,5, í náttúrufræði 6,3 og í samfélagsfræðum 6,3. 20% nemenda fengu undir 5 í einkunn í dönsku Alls voru rúm 20% nemenda í dönsku undir 5 í einkunn á sam- ræmdu prófi í ár, í íslensku var hlutfallið tæp 8%, í ensku rúm 13% í náttúrufræði rúmt 21% og 18% í samfélagsfræðum. Líkt og undan- farin ár var hlutfall þeirra sem ekki náðu 5 í einkunn hæst í stærðfræði. Tæp 35% þeirra sem þreyttu prófið náðu ekki tilskilinni lág- markseinkunn. Þess ber að geta að svipað hlutfall nemenda hefur ekki náð fimm í einkunn í samræmdu prófi í stærðfræði síðustu ár. Árið 1998 var hlutfallið rúm 27% og 1999, 34,5%, Árið 2000 var hlut- fallið óvenjuhátt, tæp 46%, árið 2001, 32,5,% og 2002 og 2003, 36,5%. Sigurgrímur Skúlason, deildar- stjóri hjá Námsmatsstofnun, segir að samræmd próf hafi gengið þokkalega fyrir sig í ár og munur á einkunnunum milli landshluta minni nú en oft áður, að því er virðist. Sér sýnist að próf í ensku og íslensku hafi verið léttari í ár en oft áður sem skýrist af því að fleiri séu með hærri enkunnir í þessum fögum. Enginn nemandi náði 10 í ein- kunn í íslensku í ár og hefur það ekki gerst frá 1999. Sigurgrímur bendir á að alla jafnan séu fáir nemendur með 10 í íslensku, oft einungis 1 nemandi á ári. Þá hafi Námsmatsstofnun unnið að því að undanförnu að stytta samræmd próf en við það eykst vægi hverrar spurningar. Lítið megi út af bregða til að nemandi lækki í ein- kunn. Þá námundist færri stig upp að einkunninni 10, þ.e. frá 9,75, en t.a.m. að einkuninni 9, eða frá 8,75 til 9,25. Þreyta of mörg samræmd próf Þátttaka í samræmdum prófum í ár í íslensku, ensku og stærðfræði var 95–7%, í dönsku, 80% og 60– 65% í náttúrufræði og samfélags- fræðum. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir nemendur þreyttu öll sex prófin. Þeim sem innritast í framhaldsskóla ber að þreyta fjög- ur próf eða fleiri. Sigurgrímur Skúlason segist þó vera þeirrar skoðunar að nemend- ur eigi ekki að þreyta fleiri en fimm próf. „Það er þriggja ára námsefni undir og það er mjög mikið að vera að horfa á þau öll og alger óþarfi,“ segir Sigurgrímur. Um 50% nemenda í grunnskólum landsins þreyttu öll prófin sem haldin voru í fyrra. Fyrstu niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk birtar Rúmur þriðjungur nem- enda féll í stærðfræði ALLS þreyttu 442 nemendur í 23 framhaldsskólum samræmt stúd- entspróf í íslensku í maí sl. en Námsmatsstofnun hefur yfirfarið og birt niðurstöður prófanna. Um er að ræða 85% af þeim nem- endum sem skráðu sig til prófs- ins. Meðaleinkunn á kvarðanum 1–10 var 5,8 og fékk einn nem- andi einkunn á bilinu 9 til 10. Al- gengasta einkunnin var 5–5,5 og 6–6,5. Þá var staðlaður einkunnastigi hannaður til að birta niðurstöður samræmdra stúdentsprófa. Með- altal hans er 75, hæsta einkunn 100 og lægsta einkunn 50. Með- aleinkunn þess hóps sem nú þreytti samræmt stúdentspróf í íslensku var 78. Af þeim 442 nemendum sem þreyttu prófið fengu sjö samræmda stúdents- einkunn á bilinu 91 til 100 sem telst vera ágætiseinkunn. Samræmt stúdentspróf í ís- lensku verður aftur haldið um áramót og er stefnt að því að nemendum verði skylt að þreyta samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði frá og með næsta vori. Knútur Hafsteinsson, formaður Samtaka móðurmálskennara, seg- ir útkomu úr prófum sem þessum alltaf afstæða. Það að einungis einn nemandi hafi fengið einkunn á bilinu 9–10 kunni að skýrast af því að prófað sé úr færni en ekki þekkingu eins og á hefðbundnum skólaprófum. Sumt af því námsefni sem byggt sé á hafi nemendur lært áður en þeir vissu að prófað yrði upp úr því á samræmdu prófi. Samræmd stúdentspróf voru gagnrýnd af nemendum og kenn- urum sem mörgum fannst þau óþörf og með þeim væru allir framhaldsskólar steyptir í sama mót. Knútur segist hafa verið gagnrýninn á prófin í fyrstu en sér lítist ágætlega á uppbyggingu þeirra. „Hugsunin á bak við þetta er sú að það sem eftir stendur í ís- lensku stúdentsins þegar hann er búinn að vera í framhaldsskól- anum er að hann geti bæði tjáð sig og skilið það sem hann er að lesa og beitt grunnhugtökum,“ segir Knútur. Meðaleinkunn stúd- entsefna var 5,8 FORSÆTISRÁÐHERRA og utan- ríkisráðherra eru sammála um að fá lögfróða menn til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að skjóta fjölmiðlalögunum, sem Alþingi sam- þykkti í lok maí, til þjóðaratkvæða- greiðslu. Utanríkisráðherra telur vonlaust að atkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningunum 26. júní næstkomandi. „Við vorum sammála um það við forsætisráðherra í dag að málið væri flókið, að það hefði skapast hér mikil óvissa og það væri nauðsynlegt að við fengjum lögfróða menn til að fara yfir stöðuna og ráðleggja okkur um framhaldið,“ sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið að loknum þingflokksfundi Framsóknarflokks- ins í gær. Halldór sagði að málið væri ekki komið það langt að þing verði kallað saman. Fyrst þurfi rík- isstjórnin að átta sig betur á stöð- unni. Hann sagði að þingmenn Fram- sóknar hefðu fyrst og fremst verið að ræða málin og fara yfir stöðuna á fundinum. Þingmennirnir hafi stutt það sem Halldór sagði við fjölmiðla á fundi í utanríkisráðuneytinu síðdeg- is á miðvikudag, þar sem hann sagði öruggt að fram færi þjóðaratkvæða- greiðsla og að virða verði ákvæði stjórnarskrár sem kveður á um að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að fara fram eins fljótt sem verða megi. Að- spurður í gær hvort hann telji að hægt sé að hafa þjóðaratkvæða- greiðsluna samhliða forsetakosning- unum hinn 26. þessa mánaðar, segist Halldór telja það vonlaust. Halldór Ásgrímsson að loknum þingflokksfundi Lögfróðir menn ráðleggi ríkisstjórn um framhaldið Morgunblaðið/ÞÖK Þingmenn Framsóknar komu saman í gær til að ræða stöðu mála. „VIÐ erum þeirrar skoðunar að þing verði að kalla saman og þjóð- aratkvæðagreiðslan verði eins fljótt og auðið er. Þannig hlýða menn best ótvíræðum fyrirmælum stjórn- arskrárinnar,“ sagði Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar, við Morgunblaðið að loknum tveggja stunda þingflokksfundi um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að stað- festa ekki fjölmiðlalögin. Í ályktun sem þingflokkurinn samþykkti er hvatt til þess að Al- þingi verði kvatt saman hið fyrsta. „Nú liggur fyrir að það þarf þjóð- aratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög- in. Stjórnarskráin mælir alveg ótví- rætt fyrir um að þá kosningu skuli halda eins skjótt og auðið er. Þess vegna þarf þingið að koma saman, til þess að verða í reynd við þeim fyrirmælum, því þingið þarf að ákveða lög um framkvæmd kosn- inganna og síðast en ekki síst dag- setningu kosninganna,“ segir Össur. Þá óska þingmenn Samfylkingar eftir samráði og samstarfi við aðra þingflokka um málið. „Við teljum að til að tryggja sem breiðasta sam- stöðu um niðurstöðuna og ekki síst um framkvæmdina, þá þurfi sam- ráð. Það mun ekki standa á okkur í þessum efnum, við munum greiða fyrir þessu máli eins og hægt er. […] Þetta er ekki mál sem varðar bara ríkisstjórnina, heldur þjóðina alla. Hún á sinn leik núna og það er þess vegna sem það á að gera þetta mál eins ópólitískt og hægt er og það gera menn með náinni sam- vinnu.“ Kostur sem þarf að skoða Össur segir að Samfylkingin telji að það eigi að skoða til þrautar þann möguleika að láta þjóðarat- kvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin fara fram samhliða forsetakosning- unum. „Þá er hægt að nýta kjör- skrár og sömuleiðis spara mikið fjármagn, og menn hljóta að horfa til þess. En auðvitað eru ákveðnir annmarkar á því líka sem menn þurfa að horfa til, en við segjum að þetta er kostur sem þarf að skoða og menn þurfa þá að ná samkomu- lagi um það.“ Samfylking vill samráð flokka Morgunblaðið/ÞÖK Slegið á létta strengi við upphaf þingflokksfundarins í gær. ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hefur sent frá sér yfirlýsingu að loknum þingflokksfundi í gær, þar sem lögð er áhersla á að Alþingi komi saman til fundar við fyrsta hent- ugt tækifæri vegna ákvörðunar forseta Íslands um að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Vill VG að hver þau skref sem talin séu nauðsynleg og tekin verði á næstunni vegna málsins séu und- irbúin sameiginlega og með aðild allra stjórnmálaflokka. Í yfirlýsingunni segir þingflokk- urinn, að virða beri ákvörðun for- setans, og um leið rétt þjóðarinn- ar, vafningalaust. Þegar eigi að hefja nauðsynlegan undirbúning að framkvæmd allsherjaratkvæða- greiðslu meðal kosningabærra manna í landinu, þjóðaratkvæða- greiðslu, í samræmi við ótvíræð ákvæði stjórnarskrárinnar. Segir flokkurinn að kalla eigi Alþingi saman til fundar við fyrsta hent- ugt tækifæri og það hafi með höndum nauðsynlega ákvarðana- töku og undirbúning vegna at- kvæðagreiðslunnar. Allir flokkar taki þátt í undirbúningnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.