Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 31 MEÐ því að synja undirritun laga undir þeim kringumstæðum sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert í dag [miðvikudag] er verið að grafa undan mikilvægum málskots- rétti forseta sem mik- ilvægt er að standi sem einn af horn- steinum lýðræðisins til framtíðar. Það er með ólík- indum að forsetinn skuli búinn að koma sjálfum sér og þjóð- inni í þá stöðu að stríðsástand geti skapast milli rík- isvaldsins og forseta. Ólafur Ragnar Gríms- son sem hálærður stjórnmálafræðingur ætti að hafa séð það fyrir að slík staða mætti aldrei koma upp. Hann hefur haft átta ár í embætti og á þeim tíma ekkert gert til að und- irbúa jarðveginn fyrir notkun mál- skotsréttarins þannig að sátt gæti ríkt um það í þjóðfélaginu. Af hverju hefur forsetinn ekki notað nær áratug í embætti til að koma á fót vinnuhóp og fjalla um það í samvinnu við Alþingi og rík- isvaldið undir hvaða kring- umstæðum málskotsrétturinn eigi rétt á sér. Forsetinn hefði getað beitt sér fyrir því á síðastliðnum átta árum að settar hefðu verið al- mennar reglur um málskotsréttinn þannig að slík staða sem nú hefði aldrei getað komið upp. Að beita málskotsréttinum með þeim hætti sem nú er gert jafngildir næstum stríðsyfirlýsingu við ríkisisvaldið, getur valdið upplausn í þjóðfélag- inu og grafið undan því að hægt sé að nota málskotsréttinn í framtíð- inni. Forkastanlegt er að forsetinn reyni að nota málskotsréttinn í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins í máli þar sem alvarlega og með rök- studdum hætti er deilt á persónu- legt vanhæfi hans. Hvað sem líður lagalegum vanhæfnisreglum er Ólafur Ragnar Grímsson alltof tengdur því fyrirtæki sem mest hefur barist gegn þessum lögum til að taka á þessu máli sem forseti og sameiningartákn þjóðarinnar. Þetta fjölmiðlafyrirtæki fjár- magnaði kosningabaráttu Ólafs Ragnars 1996. Þáverandi og núver- andi umboðsmenn forsetaframboðs Ólafs eru báðir starfsmenn fyr- irtækisins og undirskriftasöfnun meðmælenda fyrir framboð Ólafs bæði nú og áður var stjórnað af manneskju sem þar til fyrir aðeins stuttu síðan starfað hjá fyrirtæk- inu. Þá hafa fjölmiðlar fyrirtækisins ítrekað verið misnotaðir í þágu framboðs Ólafs Ragnars Grímssonar bæði nú og 1996. T.d. hefur forsetaframboð undirritaðs alls ekki fengið lýðræðislegan aðgang að þessum fjöl- miðlum til að kynna sín stefnumál. Eitt dagblaðið í eigu þess- ara aðila hefur birt lygafrétt á eftir lyga- frétt til að sverta mína persónu og grafa undan forseta- framboðinu. Það er því ekki að ástæðulausu að ég hef leitað að- stoðar erlendrar eftirlitsstofnunar til að hafa eftirlit með aðdraganda kosninganna. Rétt er að upplýsa að ég reyndi að leita aðstoðar Ólafs Ragnars stuttu eftir að hann tók við emb- ætti um aðstoð við að koma á fót friðarháskóla í Reykholti. Þar átti m.a. að fjalla um þróun lýðræðis. Forsetinn gerði mig afturreka með erindið, hann vildi ekki lyfta litla fingri til aðstoðar. Búið var að vinna framkvæmdaáætlun um mál- ið með víðtækum stuðningi fræði- manna og einstaklinga úr alþjóða stjórnmálum, m.a. fyrrum forseta allsherjarþings Sameinuð þjóðanna sem ætlaði að sitja í stjórn skólans. Þetta mikilvæga mál féll dautt þar sem enginn stuðningur fékkst við það hérlendis. Hvað sem mönnum finnst um fjölmiðlafrumvarpið eða vinnu- brögðin í kringum það er ljóst að það sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði í dag er lýðskrum sem verður ekki embætti forseta Íslands til framdráttar í framtíðinni. Ég vona að menn hafi til að bera þá skyn- semi að láta ekki þessa fljótfærn- islegu ákvörðun forsetans grafa þannig undan málskotsréttinum að hann falli dauður í framtíðinni. Nauðsynlegt er að án tafar verði komið á fót vinnuhóp og settar reglur um hvernig og hvenær for- seti eigi að beita málskotsréttinum. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag afhjúpað þá staðreynd að hann er orðinn vanhæfur sem forseti Ís- lands. Samkvæmt úttekt Morg- unblaðsins á embættisferli hans er hann búinn að tengja sig fleiri stór- fyrirtækjum í landinu. Óhjá- kvæmilegt er annað en ýmsar laga- setningar í framtíðinni snerti slík fyrirtæki og með því að sitja áfram á forsetastóli undir þeim kring- umstæðum sem hann er nú búinn að skapa er Ólafur Ragnar Gríms- son að grafa undan embætti forseta Íslands og lýðræðinu í landinu. Til forseta þarf að veljast ein- staklingur sem getur orðið hlut- laust sameiningartákn allrar þjóð- arinnar. Ég vil vinna þá undirbúningsvinnu sem nauðsynleg er til að friður geti ríkt um forseta- embættið og skýrt sé með hvaða hætti forsetinn kemur að því að virkja t.d. málskotsréttinn. Á vef- síðunni www.forsetakosningar.is kynni ég stefnumál mín sem í hnot- skurn eru: Sameiningartákn – Ástþór er maður fólksins, hvar í flokki sem það stendur. Virkara lýðræði – Ástþór vill nota nútímatækni til að þróa virk- ara lýðræði og tryggja að forsetinn sé virkur öryggisventill þjóðarinnar í samræmi við stjórnarskrá. Ísland fyrirmynd friðar – Ástþór vill stofna alþjóðlega þróun- arstofnun lýðræðis á Íslandi og þróa aðalstöðvar fjölþjóðlegs friðargæsluliðs á Keflavík- urflugvelli. Því miður hafa fjölmiðlar hingað til útilokað mig frá því að kynna þessi stefnumál nánar fyrir þjóð- inni. Ég skora því á fólk að heim- sækja síðuna forsetakosningar.is og kynna sér stefnumál framboðsins. Forsetinn er að grafa undan málskotsréttinum? Ástþór Magnússon skrifar um forsetaembættið ’Ólafur Ragnar Gríms-son hefur í dag afhjúpað þá staðreynd að hann er orðinn vanhæfur sem forseti Íslands.‘ Ástþór Magnússon Höfundur er forsetaframbjóðandi. UM árabil hefur Ólafi R. Grímssyni, harðsvíruðum stjórnmálaúlfi á vinstrivængn- um, tekist listavel að klæðast sauðargæru sameiningartákns á friðarstóli. Nú hefur forsetinn hins vegar endanlega kastað af sér gærunni og gengið formlega til liðs við stjórnarandstöðuna á Alþingi með því að synja lögum um staðfestingu. Því fer víðs fjarri að tilgangur Ólafs sé það göfuglyndi að gefa þjóðinni kost á að tjá hug sinn; hann er sá einn að koma höggi á Davíð Oddsson og ríkisstjórn hans. Lokatakmark forsetans er að koma ríkisstjórninni frá. Um er að ræða verulega ámælisvert athæfi og lýsir brotastarfsemin sér með eftir- farandi hætti. 1. Brotið hefur verið gegn grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um þingræði. 2. Rofin er sú sátt í samfélaginu að forsetinn skuli vera hafinn yfir flokkapólitík 3. Forsetinn hefur lýst yfir van- trausti á Alþingi og ríkis- stjórn. Ákvörðun forsetans kann að virka til skamms tíma sem yl- volgt hland í skóna fyrir stjórn- arandstöðuna, en til lengri tíma litið hefur hann sett smánar- blett á embætti forseta Íslands og hlýtur þetta að vera fyrsta skrefið í þá átt að endurskoða þetta embætti með róttækum hætti eða hreinlega leggja það niður. Ég get ekki sætt mig við for- seta sem skipar sér í lið í dæg- urþrasi stjórnmálanna. Slíkur forseti er ekki minn forseti. Þá vil ég frekar ganga Margréti Þórhildi á hönd. Sveinn Andri Sveinsson Úlfur í sauðargæru Höfundur er hæstaréttar- lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.