Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SALMON OIL Gegn stirðleika í liðamótum PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1.                                        !    " # " $  "  %   &  &' (   )) $     % &  &'  ))* +               ,   '    -  () -   "&  -  - "   ,   '  *  . -   "&  $   -  - "   /  !             & "  %&' !!  &$ 0   1$ $     "    %   $ %  " !  &-  ))*$   %   % '            !  /          &$   ! 2               3     !      - )) " !  &-  ))*     !  4" ! !  &$ 0    1$ (  5       !          % "      %            VERSLUNIN Nettó styrkti verk- efnið Bær í barnsaugum um 300 þúsund krónur í vikunni. Um er að ræða verkefni tíu leikskóla í bæn- um í samstarfi við Skóladeild Ak- ureyrar og Skólaþróunarsvið Há- skólans, sem felst m.a. í því að vekja athygli barna á umhverfi sínu. Sýn- ing á verkum barnanna stendur nú yfir á Glerártorgi, og þar afhenti Sigmundur Sigurðsson, versl- unarstjóri Nettó, styrkinn en Sig- ríður Síta Pétursdóttir, verkefnis- stjóri á skólaþróunarsviði Háskól- ans á Akureyri veitti honum viðtöku, að viðstöddum fjölda leik- skólabarna. Krakkarnir fengu allir ís, þar á meðal þessi strákur sem er líklega enginn álfur – en á spjald- inu fyrir ofan hann, sem er hluti af sýningu barnanna, stendur „Álfar eru með hvítt skegg“, setning sem Egill Vagn, 5 ára og 10 mánaða, hefur skrifað. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Álfar eru með hvítt skegg“ EINUM starfsmanna Slökkviliðs Akureyrar var tilkynnt, þegar hann mætti til vinnu síðastliðinn mánudag, eftir vaktafrí, að hann væri ekki lengur í slökkviliðinu. Hefði verið tekinn af launaskrá. Viðkomandi telur sig hafa verið rekinn en slökkviliðsstjóri lítur hins vegar svo á að starfsmaðurinn hafi sjálfur sagt upp störfum fyrir þremur mánuðum. Mál þetta bar á góma á fundi bæjarráðs Akureyrar í gærmorgun og var því vísað til umfjöllunar framkvæmdaráðs bæjarins, sem fundar árla í dag. Sá sem hér um ræðir, Sigurður L. Sigurðsson, hefur verið trúnað- armaður starfsmanna og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Landssambands slökkviliðsmanna í gegnum tíðina. Hann var varðstjóri um tíma, eftir að núverandi slökkviliðsstjóri tók við því starfi en var aftur settur í stöðu slökkvi- liðsmanns að ári liðnu. „Hann sagði upp fyrir þremur mánuðum,“ sagði Erling Þór Júl- ínusson slökkviliðsstjóri við Morg- unblaðið í gær og vísar til tölvu- bréfs sem Sigurður sendi honum í febrúar á þessu ári, fljótlega eftir að Erling tilkynnti Sigurði bréf- lega að senn væri sá tími liðinn sem miðað hefði verið við „til reynslu í stöðu varðstjóra Slökkvi- liðs Akureyrar“ en Sigurður segist raunar hafa verið settur varðstjóri ótímabundið frá og með 19. febrúar 2003. „Honum var gerð ljós uppsögn skriflega og í vitna viðurvist og það hefur verið ljóst alla tíð síðan. Hvers vegna þessa dramatík er núna á þessum tímapunkti skal ég ekki segja um,“ sagði slökkviliðs- stjóri í gær. Hann sagði Sigurð hafa lokið störfum í slökkviliðinu og því yrði ekki breytt. Erling seg- ir þá niðurstöðu hvorki eiga að koma Sigurði né öðrum í slökkvilið- inu á óvart en eflaust geti það reynst erfitt fyrir bæjarbúa að reyna að setja sig inn í málið. Og Erling fullyrðir að mál þetta sé hluti af „gömlum vandamálum“ innan slökkviliðsins. Sigurður vill ekki tjá sig um mál- ið að öðru leyti en því að hann hafi ekki sagt upp og hann því verið rekinn. Morgunblaðið veit að sú hug- mynd kom upp á fundi bæjarráðs í gær að fá hlutlausan aðila til þess að fara yfir málefni slökkviliðsins og var henni vel tekið. Bæjarfulltrúi sem Morgunblaðið ræddi við í gær sagðist hafa áhyggjur af þróun mála, slökkvilið- ið væri mjög mikilvæg öryggis- stofnun – bæði hvað varðar slökkvistarf og sjúkraflutninga – og óbreytt gæti ástandið ekki ver- ið. Slíkum deilum innan liðsins yrði að linna. Uppsögn eða ekki uppsögn – þar er efinn VEGLEG sjómannadagshátíð verð-ur á Akureyri um helgina, en húnhefst á morgun, laugardaginn 5. júní, kl. 14 þegar sjómenn keppa í golfi og knattspyrnu í Boganum. Sjómannamessur verða í kirkjum bæjarins kl. 11 á sunnudag, en fjöl- skylduhátíð hefst á hafnarsvæðinu austan Drottningarbrautar og vest- an Átaks kl. 14 á sjómannadag. Þar verða flutt ávörp og hugvekja, en hátíðarræðuna flytur Árni Bjarna- son, formaður Félags skipstjórnar- manna og Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Sjómenn verða heiðraðir og þá skemmta Gunni og Felix og Skúli Gautason bregður á leik. Róðrarkeppni á Pollinum hefst kl. 15.30. Sjómannahátíð verður í Íþrótta- höllinni á sunnudagskvöld og er hún öllum opin. Veislustjóri verður Edda Björgvinsdóttir, en Jóhannes Kristjánsson eftirherma og hljóm- sveitin Hvanndalsbræður skemmta. Hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða á hátíðina verður á skrifstofu sjómannadags- ráðs, Skipagötu 14, 3. hæð í dag, föstudag frá kl. 16 til 18 og á morg- un frá kl. 14 til 18. Vegleg sjómanna- dagshátíð Vefnaður á Punktinum FIMMTA sýning ársins á hand- verksmiðstöðinni Punktinum hefur verið opnuð. Alls verða í ár settar upp 10 sýningar í tilefni af 10 ára afmæli Punktsins, en um er að ræða sýningar á handverki sem unnið hefur verið á Punktinum frá því hann var opnaður. Nú er komið að vefnaðarsýning- unni. „Stax á fyrstu dögum starf- seminnar var Punktinum gefinn vefstóll. Síðan hafa bæst við 14 vef- stólar sem ýmist hafa verið gefnir staðnum eða lánaðir. Allur þessi fjöldi vefstóla er til nota fyrir not- endur Punktsins með mismunandi uppistöðum og mikið hefur verið ofið af dúkum, púðum, áklæðum, sjölum, veggteppum, mottum og myndvefnaði. Sýnishorn af þeim munum eru nú sýnd á Punktinum,“ segir í frétt um sýninguna. Hún stendur til 24. júní næstkomandi og er opin alla virka daga frá kl. 13 til 17. Vigdís afhendir | Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi hefst að Rimum við Húsabakka í Svarfaðardal kl. 13.30, laugardag- inn 5. júní. Þar verður auk venju- legra aðalfundarstarfa rætt um mikilvæg verkefni sem eru fram- undan hjá samtökunum. Að loknum aðalfundinum verður athöfn í Dalvíkurkirkju, þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, afhendir verð- laun í ritgerðasamkeppni sem „Landsbyggðin lifi“ efndi til meðal skólafólks. Efni hennar var „Heimabyggðin – hvað get ég gert fyrir hana“ Kjörorð samkeppn- innar var Eflum byggðarlagið. Valdar voru 1–2 ritgerðir af hálfu skólanna, sem svo voru send- ar í þessa landskeppni. Dómnefnd hefur farið yfir þessar ritgerðir og gert tillögu um hverjir fái sér- stakar viðurkenningar. Þær verða afhentar í Dalvíkurkirkju sama dag kl. 17.30. Auk Vigdísar og verðlaunahafa, munu nokkur skólabörn í Dalvík- urbyggð koma fram, syngja og leika á hljóðfæri. Söngvaka | Hjörleifur Hjart- arson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir koma fram á Söngvöku í Minja- safnskirkjunni á Akureyri á laug- ardagskvöld, 5. júní kl. 20.30. Minjasafnið á Akureyri hefur boðið upp á söngvökur í 10 ár, eða frá árinu 1994. Þær hafa vak- ið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna skemmti- dagskrá af þessum toga þar sem áheyrendum gefst kostur á að fylgjast með söngferðalagi í tali og tónum um íslenska tónlist- arsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er fjölbreytt, allt frá dróttkvæðum til söngva og þjóðlaga 19. og 20. aldar. Aðgangseyrir er kr. 1000. Drangeyjarferð | Ferðafélag Ak- ureyrar býður upp á ferð í Drangey á morgun, laugardaginn 5. júní. Far- ið verður frá Hofsósi kl. 11 og siglt þaðan og að Þórðarhöfða sem verður skoðaður frá sjó. Síðan liggur leiðin í Drangey og hún skoðuð. Upplýs- ingar um ferðina fást á skrifstofu fé- lagsins, Strandgötu 23, en hún er nú opin alla virka daga frá kl. 16 til 19.    ♦♦♦ Nýliðamót | Golfklúbbur Akureyr- ar stendur fyrir 9 holu nýliðamóti á Jaðarsvelli á sunnudag, 6. júní, kl. 9.30. Allir þeir sem áhuga hafa á að kynnast íþróttinni geta tekið þátt.      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.