Morgunblaðið - 05.06.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 05.06.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 152. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ævintýraferð til Eyja Kára Guðmundssyni fannst mest gaman að spranga | Ferðalög Lesbók | Spessi myndar Ísfirðinga Andabær Vorblót Stravinskís Kristján Guðmundsson Börn | Lærðu að sigla Sjóræningjar Þrautir Lesbók og Börn í dag BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra telur ekki óeðlilegt að miða við að þrír fjórðu hlutar kjósenda þurfi að taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlafrumvarpið svo kosningin verði bindandi. Í pistli á heimasíðu sinni segir Björn að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafi minnst á það í Íslandi í dag á Stöð 2 að R-listinn hefði sett það sem skilyrði fyrir bindandi niðurstöðu í at- kvæðagreiðslu um flugvöllinn að ¾ hlutar kjós- enda tækju þátt í atkvæðagreiðslunni. „Þetta er ívið lægra hlutfall en almennt gerist hér í þing- kosningum og því virðist ekki ósanngjarnt að miða við það,“ skrifar Björn. Guðni vill bíða álits hinna lögfróðu manna Guðni segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ekki búinn að mynda sér skoðun á því hvernig eigi að standa að þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. „Ég var nú bara að velta vöngum og draga fram dæmi um það sem hefði farið fram í ákvarð- anatöku eftir þessari leið,“ segir Guðni. Hann vill að beðið verði eftir áliti nefndar hinna lögfróðu manna sem forystumenn stjórn- arflokkanna ætla að setja á laggirnar. „Ég geri mér grein fyrir því að það þarf einhvern aukinn meirihluta,“ segir Guðni. „Það er stór ákvörðun að hnekkja lögum frá réttkjörnu Alþingi þannig að það er enginn vafi að þarna þarf reglur,“ segir landbúnaðarráðherra. Í atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri, sem fram fór 17. mars árið 2001, var ákveðið að ef þátttakan næði ekki 75%, sem hefði gert kosninguna bindandi, yrði þó að fara eftir vilja kjósenda væru að minnsta kosti 50% at- kvæðisbærra manna sammála um annan kost- inn. Kjörsókn hefur alla jafna verið minni í Reykja- vík í kosningum um einstök málefni. Fjórum sinnum hafa borgarbúar kosið um einstök mál- efni, auk flugvallarkosningarinnar hefur tvisvar hefur verið kosið um sameiningu í bindandi kosn- ingum og einu sinni um hundahald í leiðbeinandi kosningu. Í atkvæðagreiðslu árið 1997 um sam- einingu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps var kjörsókn 9,63% og kaus 24,1% í kosningu um sameiningu Reykjavíkur, Seltjarnarness, Mos- fellsbæjar, Kjalarneshrepps og Kjósarhrepps árið 1993. Í kosningu um hundahald árið 1988 greiddu 12,8% atkvæðabærra manna atkvæði. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu Ekki ósanngjarnt að miða við 75% þátttöku Vísar til reglna R-listans um flugvallarmálið LÖGREGLUMAÐUR grípur í mótmæl- anda á Torgi hins himneska friðar í Pek- ing í Kína í gær, en þá voru fimmtán ár liðin frá því að kínverskar öryggissveitir drápu þar hundruð, ef ekki þúsundir, frið- samra mótmælenda sem kröfðust lýðræð- isumbóta. Að minnsta kosti þrettán voru hand- teknir á torginu í gær. Lögreglubílar keyrðu látlaust um torgið og fjöldi ein- kennis- og óeinkennisklæddra lögreglu- manna fór um svæðið til að koma í veg fyrir óróa á meðal fólks. Fáir þorðu þó að minnast dagsins á almannafæri í borginni. Tugþúsundir manna söfnuðust hins vegar saman í Hong Kong og tendruðu kertaljós til þess að minnast atburðanna. Þá héldu leiðtogar námsmanna úr mót- mælunum 1989, sem búa nú í útlegð í Bandaríkjunum, sína eigin minningarat- höfn við kínverska sendiráðið í Wash- ington. AP Minnast blóðbaðsins ÍSLENSKIR fjárfestar í félagi við stjórnendur norska laxafyrirtækisins Norlax AS hafa, undir forystu Ís- landsbanka, keypt allt hlutafé í Nor- lax. Hlutur Íslendinganna er um 70% en hlutur stjórnendanna er um 30%. Seljandi er Norway Seafoods en aðal- eigandi þess er hinn kunni norski at- hafnamaður Kjell Inge Rökke. Í til- kynningu frá Íslandsbanka segir að fyrirtækjaþróun bankans í Reykjavík og London hafi haft milligöngu um viðskiptin. Kaupendahópurinn er samsettur af framkvæmdastjóra og markaðsstjóra fyrirtækisins og ís- lenskum fjárfestum, þ.á m. Íslands- banka. Íslandsbanki sér einnig um alla lánsfjármögnun viðskiptanna. Leiðandi í reyktum laxi Norlax er leiðandi í framleiðslu og sölu á reyktum laxaafurðum í Evr- ópu. Fyrirtækið velti rúmlega 2 millj- örðum íslenskra króna á síðasta ári og eru helstu markaðir fyrirtækisins í Danmörku, á Ítalíu og í Ástralíu. Kaupin á Norlax eru með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, en niður- stöður hennar munu liggja fyrir síðar. Kaupa stóran hlut í Norlax HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins og utanríkisráðherra, sagði í ræðu við upphaf miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í gær að enginn ágreiningur væri um það sem stæði í stjórnarsáttmálanum um skattalækkanir. Því, sem þar stæði, yrði komið í fram- kvæmd og staðfest hefði verið í langtíma- áætlun í ríkisfjármálum sl. haust að 20 milljörðum króna yrði varið til skattalækk- ana á árunum 2005–2007 og 3 milljörðum til barnabóta eða annarra tiltekinna verk- efna. „Þetta er alveg skýrt,“ sagði Halldór. „Það á eftir að útfæra þetta nánar og það mun að sjálfsögðu koma fram í fjárlögum fyrir árið 2005 og í frumvarpi til laga í þessu skyni á næsta hausti.“ Sagði hann að í þeim aðgerðum yrði ráðist í breytingar til hagsbóta fyrir allan almenning í landinu. „Það er hins vegar alveg ljóst að samfara þessu verðum við að gæta þess að halda áfram að styrkja almannaþjónustuna, þannig að hún geti áfram þjónað göfugu hlutverki sínu, fyrir alla landsmenn óháð búsetu eða efnahag.“ Enginn ágreiningur um skatta- lækkanir ♦♦♦ GRÍÐARMIKLAR öryggis- ráðstafanir gengu í gildi í París í gær vegna komu George W. Bush Banda- ríkjaforseta þangað í dag. Þúsundir her- og lögreglu- manna halda uppi öryggis- gæslu í borginni um helgina. Bush og eiginkona hans, Laura, taka þátt í athöfnum til að minnast þess að 60 ár verða á sunnudag liðin frá D-degi, innrás bandamanna í Normandí. Búist er við fjölmennum mótmælum í París. Í gær var umferð bönnuð í nágrenni bandaríska sendiráðsins þar sem for- setahjónin dveljast. Hluta Champs-Elysees-breiðgöt- unnar var lokað og umferð takmörkuð við Concorde- torgið og Sigurbogann. Í dag verður leitað skipulega á vegfarendum í nágrenni sendiráðsins og hugsanlega víðar í París. „Ég fæ ekki séð að við hefðum getað gert meira … nema þá að staðsetja flugmóðurskip á Signu,“ sagði ónefndur lög- reglumaður í samtali við AFP. Raunar er viðbúnaði haldið uppi á Signu. Þar hafa síðustu daga siglt um fjórir bátar sem ferja sprengjusérfræðinga út- lendingahersveitarinnar. Alls munu um 30.000 her- og lögreglumenn starfa við öryggisgæslu vegna innrás- arafmælisins en búist er við að um 100.000 manns taki þátt í athöfnum sem þjóð- arleiðtogar og gamlir her- menn sækja. Reuters Í Normandí sextíu árum síðar REX Blood, gamall hermaður frá Leicester á Englandi, kyssir eigin- konu sína Ivy á Courseulles-sur- mer-ströndinni í Normandí í Frakk- landi, eftir að hafa safnað sandi til minja. Blood gekk á land við Arromanches-les-Bains 7. júní 1944 og missti vinstri handlegginn er hann barðist í borginni Caen. Fjöldi gamalla hermanna, sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni, hefur undanfarna daga komið til Frakklands til að minnast þess að á morgun eru 60 ár liðin frá því bandamenn réðust inn í Normandí. Þúsundir á verði í París París. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.