Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 11

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 11 RAÐGREIÐSLUR á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sumarútsala Í dag, laugardag 5. júní, kl. 12-19 og á morgun, sunnudag 6. júní, kl. 13-19. Sími 861 4883 Töfrateppið Allt á að seljast - hættum núverandi rekstrarfyrirkomulagi Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Pakistönsk Pakistönsk „sófaborðsstærð“ Rauður Afghan 60x90 cm 125x180 cm 100x180 cm 9.800 44.900 29.300 6.400 28.400 21.900 og margar fleiri gerðir. 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 5 1 2040 Silkitré og silkiblóm 15% afsláttur af fíguspotta- plöntum og -trjám í dag Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 12-17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Ný sending af silkipeysum – heildsöluverð Peysusett og stuttermapeysur – margir litir Handofið dupion-silki – 3 litir – kr. 2.400 Engin kort www.laxmann.com WALDORFLEIKSKÓLARNIR og Waldorfskólinn fagna í dag 10 ára afmæli sínu. Skólinn hefur nokkra sérstöðu innan skólakerfisins en hann notar ekki próf sem mæli- kvarða á hæfni nemenda. Af þessu tilefni verður boðið til afmæl- ishátíðar í Waldorfskólanum Sól- stöfum, Hraunbergi 12. Waldorfskólinn Sólstafir í Reykja- vík var stofnaður árið 1994 og kenn- ir nú á öllum stigum grunnskólans en á meðal þess sem Waldorfskólinn leggur áherslu á umfram hinn venjulega grunnskóla eru listir, handverk og tónlist alla daga vik- unnar, allt skólaárið. Þá er reynt að gefa nemendum svigrúm til þess að skynja og reyna nýja hluti, bregðast við þeim, herma eftir og skapa nýtt. Snorri Traustason Waldorfkennari segir að undirstaðan í þessari skóla- stefnu sé vitsmunalegi þátturinn, til- finningalegi þátturinn og hinn lík- amlegi þáttur. „Það sem okkur finnst mikilvægt er að samræma þessa þætti og tengja þá innbyrðis. Það er sérkenni Waldorfskólans. Einnig að mennta börn til þátttöku í nútímasamfélagi en það er jafn- framt hlutverk allra skóla.“ Hugur, hjarta og hönd Waldorfskólar byggja kennslu- fræði sína á kenningum austurríska mannspekingsins Rudolfs Steiners. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að ná jafnvægi á milli þeirra þriggja mismunandi leiða sem manneskjan tengist heiminum; í gegnum lík- amlegt starf, tilfinningalífið og á hugsanasviðinu. Hann sýndi einnig hvernig þessi þrjú atriði tengjast mannlegu eðli og hvert öðru inn- byrðis. Hugur, hjarta og hönd eru öll jafn mikilvæg í þróun barns- þroskans og eru grunnurinn að nálgun Waldorf-uppeldisfræða. Að sögn Snorra hefur kennari þrjár leiðir til að hvetja börn til að læra: ótta, metnað eða kærleik. Í Waldorf-uppeldisfræðinni er fyrstu tveimur leiðunum sleppt og leitast við að vekja kærleika í nemand- anum fyrir fagi dagsins. Einungis kærleikur getur vakið áhuga nem- andans á faginu sjálfu, en ekki óskin að ávinna sér góðar einkunnir eða hvatning eigin hagsmuna. „Þetta er einungis hægt ef kennararnir sjálfir eru jafn fylltir af eldmóði og nem- endurnir sjálfir,“ segir Snorri. Ekki hefðbundin bekkjarskipting 32 nemendur eru í skólanum og 60 í leikskólanum. Bekkjaskipting er ekki hefðbundin og skiptist í efsta stig, miðstig og yngsta stig. Wal- dorfleikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri og að skólaaldri en Waldorfgrunnskólinn er fyrir 1.–10. bekk grunnskóla. „Í grunnskólanum er hvert námsefni kennt í ákveðinni námslotu, sem hver um sig stendur yfir í þrjár til fimm vikur í senn. Sama námsefnið er þá kennt á hverj- um degi í aðalkennslustund. Við not- um ekki próf sem námsmat, heldur vitnisburð kennara,“ segir Snorri. Í skólanum er starfrækt eldhús og boðið er upp á einfaldan grænmet- ismat í hádeginu og við matseldina er notað lífrænt ræktað hráefni eftir því sem kostur er. Að sögn Snorra hafa nemendur skólans lagt mikið á sig við und- irbúning afmælishátíðarinnar svo hún verði sem glæsilegust. „Á af- mælishátíðinni verður mikil gleði og nemendur sýna fjórar mismunandi leiksýningar. Þá hafa nemendur smíðað veglegt tjald og að auki kem- ur hér eldgleypir og ýmiss konar skemmtiatriði önnur verða á boð- stólnum.“ Afmælishátíðin stendur yfir frá kl. 13 til14.30 og frá 14.30 til 16.00 er opið hús á vegum foreldrafélags Waldorfskólans. Áhugasamir geta þá komið við og kynnt sér starfsemi skólans en einnig verður opinn líf- rænn markaður og vorbasar. Sólstafir fagna 10 ára afmæli Waldorfskólans og Waldorfleikskólanna Morgunblaðið/Eggert Í gær vann starfsfólk skólans að því að undirbúa afmælishátíðina. Nota ekki próf sem námsmat FYRIRHUGAÐ er að undirrita samning á milli samstarfsráðs um for- varnir og stjórnvalda þar sem ríkið skuldbindur sig til þess að leggja fram 10 milljónir króna á ári, næstu þrjú árin, til samstarfsráðsins. Munu þrjú ráðuneyti menntamála-, sam- göngumála- og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti undirrita samn- inginn fyrir hönd ríkisins. Samstarfsráðið, sem byggir á sam- starfi sex samtaka sem kenna sig við bindindi, fór þess á leit við stjórnvöld í október í fyrra að gera slíkan samn- ing, sem fallist var á og samþykkti Al- þingi 10 milljóna króna framlag til samstarfsráðsins gegn því að sam- starfsráðið leggi fram jafnháa fjár- hæð í formi sjálfboðastarfs og fram- laga frá öðrum aðilum. Árni Einarsson, sem situr í ráðinu og er framkvæmdarstjóri fræðslu- miðstöðvar í fíknivörnum, segir að með þessum samningi sé verið að brjóta blað í starfi bindindissamtaka í landinu sem átt hafa undir högg að sækja á undanförnum árum. Hann nefnir að fjármagnið muni hleypa nýju blóði í starf samtakanna., en auk þess feli hann í sér viðurkenningu á starfi samtakanna. Í samningnum er kveðið á um, auk fjárframlaganna næstu þrjú árin, að „samstarfsráð í forvörnum taki að sér tilgreind verkefni samkvæmt samn- ingi til þriggja ára, sem beinast að því að draga úr neyslu áfengis og þeim skaða sem neysla þess veldur, enda eigi verkefnin sér stoð í langtíma- stefnu stjórnvalda. Stefnt verði að framlengingu samningsins að undan- gengnu mati á árangri.“ Árni segir að eitt af helstu baráttu- málum þeirra sé að „sporna gegn og helst útrýma allri áfengisneyslu með- al barna og unglinga,“ ásamt því að draga úr ölvunarakstri. Til þess þurfi þó fólk að sýna samstöðu. Stjórnvöld styrkja samstarfsráð um forvarnir Samningurinn brýtur blað í starfi bindindissamtakanna SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri nið- urstöðu að DV hafi brotið gegn 3. grein siðareglna félagsins, með því að birta nafn og mynd af lækni á kvennadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í umfjöllun um nýfætt barn sem lést í kjölfar leg- vatnsástungu. Er brotið alvarlegt að mati siðanefndarinnar, en í 3. greininni segir að sýna beri fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Viðtal birtist við föður barnsins í mars sl. og nafngreinir faðirinn þar lækni deildarinnar og sakar hann um að hafa brugðist og að vegna aðgerðarleysis læknisins í kjölfar legvatnsástungunnar hafi barnið látist. Foreldrarnir kærðu starfsfólk spítalans til landlæknis og síðar lögreglunnar. Yfirlæknar á kvennadeild kærðu umfjöllun DV um málið og sögðu að einn læknir deildarinnar hafi verið úthrópaður fyrir mistök í starfi þótt engar sönnur hafi verið færðar á að svo hafi verið. Í niðurstöðu siðanefndar BÍ seg- ir að eðlilegt megi teljast að fjallað sé um mál sem þetta í fjölmiðlum. Það sé fréttnæmt en um leið sé umfjöllunin viðkvæm og því vanda- söm. Missögn í fréttinni hafi verið leiðrétt og telur siðanefnd að DV hafi ekki verið skylt að birta at- hugasemd sjúkrahússins í heild. „Eftir stendur nafn- og mynd- birting. Á fundi með siðanefnd sögðu ritstjórar DV það stefnu blaðsins að birta nöfn þeirra sem um sé fjallað í fréttum nema í und- antekningartilvikum, t.d. ef fórn- arlamb á hlut að máli eða ef birt- ingin gæti vísað á fórnarlambið. Í því felist engin ásökun af hálfu blaðsins. Siðanefnd telur að það hefði ekki rýrt gildi fréttarinnar þótt nafn læknisins og mynd af honum hefðu ekki verið birt og því hafi það verið óþarft. Sjónarmið föð- urins um alvarlegt atvik koma engu að síður skýrt fram en með því að sleppa nafn- og myndbirt- ingu hefði verið sýnd nauðsynleg tillitssemi þegar haft er í huga að málið er í rannsókn og engin nið- urstaða fengin. Í kærunni kemur fram að andlát barnsins hafi verið óhappatilvik enda legvatnsástunga alltaf áhættusöm aðgerð. Siða- nefnd telur ekki hafa verið ástæðu til að vara við umræddum lækni,“ segir í úrskurði siðanefndarinnar. Alvarlegt brot DV að mati siða- nefndar ÍSTAK hf. átti lægsta tilboð í út- boði Vegagerðarinnar á Reykja- nesbraut milli Álftanesvegar og Lækjargötu í Hafnarfirði. Til- boðið nam 533,4 milljónum króna, sem er 90% af áætlun Vegagerðarinnar upp á 589 milljónir króna. Verkinu á að vera lokið í nóvember á þessu ári. Um er að ræða endurbætur á gatnamótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns, endurnýjun Lækj- argötu milli Hringbrautar og Reykjanesbrautar, ásamt aðlög- un við aðliggjandi götur. Þá felst í verkinu gerð nýrra undirganga undir Lækjargötu og Reykja- nesbraut, ásamt breytingum á þremur eldri göngum. Tvö önnur tilboð bárust. Jarð- vélar ehf. í Kópavogi buðu 635,5 milljónir króna og Íslenskir að- alverktakar buðu 664,4 milljónir. Ístak bauð 533 millj- ónir í Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.