Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið, Pentagon, hefur gert áætlan- ir um róttækustu uppstokkun á skipulagi varnarviðbúnaðar ríkisins um allan heim sem um getur í meira en hálfa öld, að sögn dagblaðsins The New York Times í gær. Sagt er í greininni frá fundi nokkurra af æðstu embættismönnum landsins 20. maí og m.a. haft eftir Condol- eezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa George W. Bush, að forsetinn myndi ekki samþykkja að herþotur yrðu fluttar frá Keflavík fyrr en búið væri að finna leið til að „sefa“ Íslendinga og fá þá til að samþykkja þá ráð- stöfun. Sagt er í frétt blaðsins að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun í málinu. „Hvergi nokkurs staðar í heimin- um verður staðan [í bandarískum herstöðvum] óbreytt,“ sagði Douglas Feith, aðstoðarvarnarmála- ráðherra er stjórn Bush hóf að kynna tillögurnar fyrir ári. Hug- myndirnar um gagngera uppstokk- un og breytta varnarstefnu voru upphaflega settar fram af Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og segir í blaðinu að búast megi við að endanleg ákvörðun verði tekin innan eins eða tveggja mánaða. Hermenn og tæki verða flutt á milli bæki- stöðva, sums staðar verða stöðvar lagðar niður vegna breyttra að- stæðna. Markmiðið er að sögn Rumsfelds að nýta heraflann sem best og staðsetja hann þar sem þörf- in er brýnust og þar sem minnstar pólitískar hömlur eru settar á rétt Bandaríkjamanna til að beita hon- um. Gera á heraflann eins sveigjanleg- an og unnt er og hæfari til að fást við verkefni í Mið-Austurlöndum, Mið- Asíu og annars staðar þar sem líkur eru taldar á því að átök geti blossað upp. Fyrrverandi yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Evrópu, Bandaríkjamaðurinn Jos- eph Ralston, er hlynntur hugmynd- um Rumsfelds og vill nýjar áherslur. „Frá herfræðilegu sjónarmiði er vit- legra að flytja lið frá Þýskalandi og vera með einhvern viðbúnað í Búlg- aríu og Rúmeníu,“ segir hann. Málefni Íslands „viðkvæm“ Ýmsir embættismenn, bandarísk- ir og í öðrum NATO-ríkjum og sér- fræðingar eru sagðir óttast að breyt- ingarnar geti dregið úr pólitískum áhrifum Bandaríkjamanna í NATO og veikt tengslin við hefðbundna bandamenn á tímum þegar andúð á stefnu Bandaríkjamanna fer vax- andi í heiminum. Bent er á að nýja áætlunin geti rennt stoðum undir ásakanir um að stjórn Bush taki ein- hliða ákvarðanir og eigi ekki samráð við bandamenn sína. Væri þannig óafvitandi verið að styrkja þann mál- flutning Frakka að Evrópumenn verði að annast sjálfir varnir sínar, án afskipta Bandaríkjamanna. Fjallað var um varnir á Íslandi á fundinum í maí. „Málefni Íslands hafa lengi verið viðkvæm,“ segir í grein blaðamanns The New York Times, „embættismenn í Pentagon hafa þrýst á um að flytja á brott fá- einar F-15 herþotur sem þar eru staðsettar í samræmi við tvíhliða samning sem gerður var í kalda stríðinu. Það gæti komið í uppnám ríkisstjórn sem hefur yfirleitt stutt stefnu Bandaríkjanna og þarf á F-15-þotunum að halda vegna loft- varna sinna. Condoleezza Rice þjóðaröryggis- ráðgjafi [Bandaríkjaforseta] sagði á fundinum 20. maí að Bush myndi ekki styðja að flugvélarnar yrðu fluttar á brott nema fundin yrði leið til að sefa Íslendinga. Ein leiðin gæti verið að skilgreina Ísland sem „sam- eiginlegan öryggisvettvang“ (coop- erative security location) en það er orðalag sem notað er í varnarmála- ráðuneytinu um varnarstöð sem hægt er að flytja herlið til ef hætta skapast.“ Skiptar skoðanir eru sagðar með- al ráðamanna um ýmis atriði tillagna Pentagons. Ætlunin er að flytja þús- undir hermanna í brynvarnahersveit og búnað þeirra frá Þýskalandi og tugi F-16 orrustuþotna frá flugbæki- stöðinni í Spangdahlem. Mun flug- sveitin fá aðstöðu í bandarísku bæki- stöðinni í Incirlik í Tyrklandi þar sem hún yrði nær átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu. En skilyrðið er að Tyrkir fáist til að veita Bandaríkjamönnum víðtæka heimild um beitingu flugvélanna sem sumir embættismenn í Wash- ington álíta að verði torsótt. Colin Powell utanríkisráðherra, sem eitt sinn var forseti bandaríska herráðsins, sagðist á maí-fundinum telja ólíklegt að Tyrkir gæfu slíkt leyfi og tók núverandi herráðsfor- seti, Richard B. Myers hershöfðingi, undir þá skoðun. Myers sagðist kjósa fremur að vélarnar yrðu áfram í Þýskalandi. Powell rifjaði upp að þýsk stjórnvöld hefður aldrei sett sig á móti því að hluti heraflans í stöðv- um Bandaríkjamanna þar væri sendur til verkefna annars staðar, eins og reyndin var í stríðunum við Íraka 1991 og 2003. Tyrkir neituðu hins vegar Bandaríkjamönnum um leyfi til að flytja herlið um landið til að ráðast inn í norðanvert Írak sl. vor. Utanríkisráðuneytið vill meiri tíma Yfirstjórn bandaríska flotans í Evrópu verður flutt frá Bretlandi til Napólí á Ítalíu en ekki Spánar eins og áður hafði verið rætt um. Tals- menn ráðuneytisins segja að það tengist ekki þeirri ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar á Spáni að kalla heim spænska herliðið í Írak heldur hafi tillit til kostnaðar ráðið ferðinni. Sagt er í grein blaðsins að emb- ættismenn í Pentagon vilji að Bush forseti segi frá umræddum áætlun- um í ræðu eða yfirlýsingu um miðjan júní. Fulltrúar utanríkisráðuneytis- ins hafi á hinn bóginn sagt að þá myndi ekki gefast nægur tími til að ráðfæra sig við bandalagsþjóðir og svo gæti virst sem nýja stefnan hefði þegar verið ákveðin, menn stæðu frammi fyrir gerðum hlut. Bush sagður geta samþykkt flutning herþotna frá Keflavík ef menn finni leið til að sætta Íslendinga við ákvörðunina Reuters Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti í gær bandaríska herskipið USS Essex í Singapore og sést hér á fundi með skipverjum. Rumsfeld sagði í flugvélinni á leiðinni til Singapore að tími væri kominn til að laga bandarískar herstöðvar í öðrum löndum betur að 21. öldinni og nýjum verkefnum hennar. ’Bent er á að nýjaáætlunin geti rennt stoðum undir ásakanir um að stjórn Bush taki einhliða ákvarðanir og eigi ekki samráð við bandamenn sína.‘ Hyggjast færa varnar- búnað nær átakasvæðum HALLIR rússneskra aðalsmanna eru margar í slæmu ásigkomulagi enda var viðhald þeirra ekki ofarlega á forgangslistanum eftir að kommúnistar rændu völdunum 1917. Mörg önn- ur sögufræg hús eru einnig ömurleg útlits, málningin hefur flagnað af, járnskreytingar ryðgað. Húsin þar sem þeir bjuggu, Púskín og Dostoévskí, eru bæði mann- laus, reyndar óhæf til búsetu. En nú vilja yfirvöld í Sankti Pétursborg, sem var höf- uðborg Rússlands í rúm 200 ár fram yfir fyrri heimsstyrj- öld, beita nýjum ráðum til að koma í veg fyrir að hallirnar verði að rústum: Þau ætla að selja sumar þeirra einkaaðilum til að tryggja að þær grotni ekki niður. Borgin hefur ekki efni á viðhaldinu, segir borgarstjórinn Valentína Matvíenko, og þess vegna verður að leita til stórfyrirtækja og auð- manna. Sumir gagnrýna áformin, segja að salan muni einkennast af spillingu, en embættismenn lofa að allt verði fyrir opnum tjöldum og mann- virkin ekki seld fyrir slikk. Rússneskir auðjöfr- ar, ólígarkar, notuðu á sínum tíma tækifærið skömmu eftir hrun Sovétríkjanna og hrifsuðu til sín geysilegar eignir með ýmiss konar braski, bellibrögðum og mútum. Fulltrúi Samtaka hægriaflanna, Alexei Kov- aljov, segir að Matvíenko, sem er náinn sam- herji Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, ætli með hugmyndinni að gera olíurisanum Lukoil greiða. Lukoil greiddi í kosningasjóð Matvíenkó í fyrra. Fyrirtækið skýrði ný- lega frá áætlunum sínum um að verja nær 40 milljónum dollara, um þremur millj- örðum ísl. kr., í að lagfæra hið sögufræga Stieglitz-setur sem er á Enska bakkanum svonefnda. Lukoil leigir nú bygginguna og vill kaupa. Ekki eru hugmyndir Matvíenko þó orðnar að veruleika af því að fyrst þarf að setja lög á þinginu í Moskvu sem heimila sölu á slíkum mannvirkjum. Borgarstjórnin hefur hins vegar þegar samþykkt þær. Þjóðargersemar á borð við Eremitage-safnið og Peterhof verða þó ekki seldar. Samofnar rússneskri sögu Margar bygginganna umdeildu eru samofnar rússneskri sögu og hafa verið vettvangur ör- lagaríkra atburða. Alexei stórhertogi var af Romanov-ættinni eins og Nikulás II. keisari og yfirmaður flotans. En sól Alexeis hneig þó til viðar þegar Rússar töpuðu stríði við Japani 1905 og flota Alexeis var eytt við Japans- strendur. „Hann var viðbragðsfljótur í kvenna- málum en skipin hans voru seinfær,“ sagði í minningum sem skráðar voru um ættina. Alexei dó 1908 og síðan hefur höllin hans risa- stóra, í gotneskum stíl á Enska bakka, verið lát- in hrörna. Alexei keypti höllina á níunda áratug 19. aldar og lét gera hana upp. Ásigkomulagið er vægast sagt slæmt. Sama er að segja um Séremetév-höllina sem er við hinn eftirsótta fljótsbakka og sögufrægar herbúðir í grennd við Kronstadt þar sem stjórn kommúnista barði niður uppreisn sjóliða skömmu eftir valdaránið. Sumir benda á að erfingjar rússneskra aðals- ætta myndu geta farið í mál ef stjórnvöld seldu eignir sem Sovétstjórnin gerði upptækar eftir 1917. Skiptar skoðanir eru einnig meðal al- mennings og þeirra sem nú vinna í höllunum sem einnig óttast um vinnuna. Bent er á að tryggja verði með lögum að ekki verði gerðar umtalsverðar breytingar á höllunum. „Auðvitað væri betra ef ríkið ætti þetta,“ seg- ir umsjónarkona í einni höllinni. „Ef fyrirtæki ætti hana myndum við aldrei fá að fara inn.“ Hún sagði hins vegar að gólfborðin væru orðin fúin, loftklæðning að hrynja, dýrmæt málverk væru geymd undir rykugum segldúk og gylltir speglar væru orðnir skemmdir vegna skorts á umhirðu. Nægur tími hefði verið fyrir yfirvöld til að taka í taumana en ekkert verið gert. Vilja selja rúss- nesku hallirnar Sankti Pétursborg skortir fé til að halda við sögu- frægum mannvirkjum frá keisaratímanum Sankti Pétursborg. The Washington Post. WP/Susan B. Glasser Olíurisinn Lukoil leigir nú Stieglitz-setrið í Sankti Pétursborg sem mjög hefur látið á sjá. ’Þjóðargersemar áborð við Eremitage- safnið og Peterhof verða þó ekki seldar. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.