Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 25

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 25 eins og fleiri af Rauða torginu á Húsavík. Aðalsteinn sagði það mjög afslappandi að geta skipt um umhverfi og eiga stund í fal- legu umhverfi með hjörðinni sinni sem teldi nokkrar kindur. „Kindur hafa fylgt mér alla tíð því faðir minn, Baldur Árnason, var frí- stundabóndi og því man ég ekki eftir öðru en því að umgangast þær. Ég var alltaf með pabba í búskapnum og þegar hann féll frá hélt ég í kindurnar og fjárhúsið. Áhuginn var reyndar svo mikill hjá mér að ég fór í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur þótt ég hafi ekki orðið alvöru bóndi enn þá. Sumir segja reyndar að ég sé hálfgerður fræbúðingur en þeim fullyrðingum vísa ég að sjálfsögðu á bug,“ sagði Aðalsteinn. Hann segir að þrátt fyrir að miklar annir væru því fylgjandi að taka þátt í félagsmálum hefði það aldrei hvarflað að honum að hætta með kindurnar því það væru forréttindi að fá að hafa nokkr- ar kindur sér til gamans. „Í návist sauðkind- arinnar líður mér alltaf vel,“ sagði Aðalsteinn Árni Baldursson að lokum. Húsavík | Aðalsteinn Árni Baldursson á Húsavík er önnum kafinn maður, ásamt því að gegna starfi formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur sinnir hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir verkalýðshreyfinguna. Þá situr hann í bæjarstjórn Húsavíkur ásamt því að sitja í hinum ýmsu nefndum og ráðum á veg- um bæjarins. En hann á sínar stundir þar sem hann slakar á frá erli dagsins. Þær eru m.a. í fjár- húsunum en Aðalsteinn er frístundabóndi og var um tíma í forsvari fyrir frístundabændur á Húsavík. Þegar fréttaritari leit í húsin til hans á dögunum var sauðburði að ljúka hjá honum. Að sögn Aðalsteins gekk sauðburð- urinn mjög vel enda frjósemin góð, svo góð reyndar að þakið væri farið að lyftast af fjárhúsinu. Hann vék sér hins vegar frá því að svara hversu mörg lömb hann hefði fengið. Sagði þó, að þau væru heldur fleiri en þau stig sem uppáhaldsliðið hans í enska boltanum, sem nýlega féll milli deilda, hefði náð. Hér er Aðalsteinn að tala um úr- valsdeildarliðið Leeds, enda mikill Leedsari Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir það forréttindi að fá að hafa nokkrar kindur. Aðalsteinn hefur auk þess verið að semja um kaup og kjör í vor. Mín stund frá erli dags- ins er í fjárhúsunum Holt | Sláttur hófst undir Eyjafjöll- um í Ásólfsskála og Þorvaldseyri 2. júní og muna menn ekki eftir að það hafi gerst fyrr, enda var vet- urinn óvenju mildur, nær ekkert frost í jörðu eftir veturinn, vorstörf hófust um hálfum mánuði fyrr en venja er og kýr voru komnar á góða beit um miðjan maí. Komið var að Sigurði Grétari Ottóssyni, bónda að Ásólfsskála, snemma að morgni við að snúa í slægjunni í Gerði, sem er friðað fyr- ir vorbeit og alltaf fyrst til sláttar á bænum. Taldi hann slægjuna góða og fram undan væru fleiri tún sem biðu sláttar, því nauðsynlegt væri að ná gæðaheyjum fyrir kýrnar til að ná hámarksnyt yfir árið. Meðal- ársnyt kúnna á bænum væri komin töluvert yfir 6.000 lítra og til að halda því og jafnvel auka yrði að gæta mjög vel að slætti og þurrkun, að slegið væri nákvæmlega á rétt- um tíma og helst að heyið væri tek- ið saman eftir dagsþurrkun. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Sigurður Grétar Ottósson, bóndi í Ásólfsskála, að snúa í slægjunni. Sláttur hefur aldrei byrjað jafnsnemma Vestmannaeyjar | Þjóðhátíðarlagið var valið á sérstöku úrslitakvöldi um síðustu helgi þar sem bæjarbúar fengu að velja á milli níu laga. Sig- urlagið heitir Í Herjólfsdal og er samið af Helga Tórshamar en text- ann samdi hann ásamt ömmu sinni, Jórunni Tórshamar. „Hvað heldur þú maður,“ sagði Helgi Tórshamar höfundur þjóðhá- tíðarlagsins Í Herjólfsdal, aðspurður hvort úrslitin hefðu komið honum á óvart. Lagið er 10 ára gamalt og hef- ur Helgi þegar sent það fjórum sinn- um inn í keppnina. „Ég var eiginlega búinn að missa alla trú á laginu og í raun stóð ekki til að senda það inn í keppnina í ár en það var þrýst á mig og ég sló til.“ Einnig var djasshátíð undir heit- inu Dagar lita og tóna og er sú hátíð orðin einn af föstu punktunum um hverja hvítasunnu í Eyjum. Þar var fjölmennt lið frábærra tónlistar- manna saman komið í húsi Akóges- manna í Eyjum. Söngkonurnar Guð- laug Dröfn Ólafsdóttir og Eivör Pálsdóttir voru að öðrum ólöstuðum stjörnur helgarinnar. Búið að velja þjóðhá- tíðarlagið Morgunblaðið/Sigurgeir Helgi Tórshamar var hrærður þeg- ar tilkynnt var að hann væri sigur- vegari kvöldsins. 2.390 kr. 6 aspir 499 kr. 10 stjúpur hreinir litir 499 kr. Birkikvistur 399 kr. Gljámispill 499 kr. Hansarós 799 kr. Sýpris 799 kr. 3 petúníur Ath! gró›urátak ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 49 41 06 /2 00 4 249 kr. Úrvals gróðurmold í útikerin - 10 l 499 kr. Molta 30 l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.