Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 26

Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 26
DAGLEGT LÍF 26 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÚ MYND sem hvað oftast er dregin upp af Íslandi á sviði ferðamennsku og mat- vælaframleiðslu er hreinleiki og fegurð. Það er ekki að ósekju og brýnt að vera á verði gegn mengunarhættu af hvaða tagi sem er. Tób- aksreykur er mengun sem ætti að vera tiltölulega auð- velt að forðast með sam- stilltu átaki um að virða rétt fólks til reykleysis. Fimmtungur landsmanna reykir Hér á landi eins og víða í nágrannalöndum hefur ár- angur í tóbaksvörnum verið mjög góður þó enn megi gera betur. Nú reykir um fimmtungur landsmanna en fyrir tæplega tuttugu árum reyktu um 40% daglega. Reykingar meðal ungmenna hafa einnig dregist veru- lega saman. Stærsti hluti landsmanna hefur kosið að lifa reyklausu lífi og á rétt á hreinu lofti hvort sem er við vinnu eða í frístundum. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á skaðsemi óbeinna reykinga og virðist sem meiri líkur séu á að fólk þurfi að þola tób- aksreyk á vinnnustöðum en á heim- ilum. Líklegt er að fólk láti sér það annt um börn sín og aðra fjölskyldu- meðlimi að þeim sé ekki boðið upp á reykmengað andrúmsloft. Þetta virð- ist síður eiga við á vinnustöðum og þá einkum veitinga- og skemmtistöðum þar sem starfsfólk er iðulega í reyk- mettuðu lofti tímunum saman. Réttur fólks til reykleysis Landlæknisembættið hvetur fólk til að virða rétt fólks til reykleysis og láta sér það annt um náungann að bjóða honum ekki upp á að anda að sér tóbaksreyk af annarra völdum. Nýleg könnun IMG Gallup fyrir Lýð- heilsustöð leiddi í ljós að þrír af hverj- um fjórum eru andvígir reykingum á kaffihúsum og veitingastöðum þannig að andrúmsloftið er jákvætt hvað varðar hreint loft á þeim stöðum. Skilaboð Landlæknisembættisins eru: Virðum rétt fólks til reykleysis. Fyrir þá sem íhuga að hætta að reykja eru ýmis ráð sem gott er að hafa í huga. Viljinn þarf að vera til staðar. Stuðningur fjölskyldu og vina er mikilvægur. Til eru ýmsar leiðir til að hætta, sumir nota hjálparmeðul, aðrir ráðgjöf fagfólks og enn aðrir fara þetta á viljastyrknum einum saman. Hafa þarf í huga að stundum þarf nokkrar atrennur til að ná ár- angri. Ráðgjöf og stuðning er hægt að fá á heilsugæslustöðvum og hjá Ráð- gjöf í reykbindindi, grænt númer 800 6030. Einnig eru upplýsingar um ráð til að hætta að reykja og námskeið í boði á vefsetrum Krabbameinsfélags- ins og tóbaksvarnaráðs Lýðheilsu- stöðvar. Gangi ykkur vel.  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Þú átt rétt á hreinu lofti Morgunblaðið/Þorkell Skaðlegt: Starfsfólk margra veitingahúsa er iðulega í reykmettuðu lofti tímunum saman. TENGLAR ..................................................... www.krabb.is www.reyklaus.is www.landlaeknir.is Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Landlæknisembættinu GUÐRÚN Indriðadóttir leirlistakona hefur verið valin til þátt- töku í Evrópskri samkeppni leir- listamanna sem hald- in er í tengslum við Ólympíuleikana í Aþenu í sumar. „Grikkir eiga sjálfir yfir fimm- þúsund ára sögu í leirkeragerð og því vel til fundið að halda sam- keppni sem þessa í tengslum við Ólympíuleikana,“ segir Guðrún en hún situr í stjórn Leirlistarfélags Ís- lands. „Ég veit ekki um aðra ís- lenska þátttakendur að þessu sinni en alls voru valdir 100 þátttakendur frá flestum löndum Evrópu auk 17 Grikkja. Samkeppni sem þessi er haldin á tveggja ára fresti í Egyptalandi og þangað hafa íslenskir listamenn sent sín verk og eins er haldin sam- keppni í Kóreu. Enda rík hefð fyrir leirkeragerð í þessum löndum.“ Guðrún hóf nám í teikningu og leirkeragerð á verkstæði í Dan- mörku og eftir heimkomu tók við fjögurra ára nám í Myndlista- og handíðaskólanum þaðan sem hún útskrifaðist úr keramikdeild árið 1988 en skólinn var fyrirrennari Listaháskóla Íslands. Njóta ekki eins mikillar virðingar Félagar í Leirlistarfélaginu eru rétt um 50 og þar af eru virkir fé- lagsmenn um 30. Guðrún segir að því miður njóti íslenskir leir- listamenn ekki eins mikillar virð- ingar og aðrir myndlistarmenn þrátt fyrir sambærilegt nám. „Því miður er engin kennsla leng- ur í leirlist hér á landi sambærileg því sem var í MHÍ,“ segir hún. „Deildin var lögð niður við stofnun Listahá- skólans, sem er ill- skiljanlegt að mínu mati. Skynsamlegra hefði verið að halda í Myndlista- og handíðaskól- ann og það verknám sem þar var kennt en bæta háskólanáminu í Listaháskólanum ofan á. Akadem- ískt nám eins og í Listaháskólanum er annars eðlis en námið var í MHÍ. Það byggðist mjög á verklegum þáttum í öllum deildum. Fólk úr öðrum greinum myndlistar talar einnig um að faglega kennslu skorti í Listaháskólanum. Í leirlistinni fengu nemendur góða grunnmenntun, sem er nauð- synleg í teikningu, litafræði og listasögu, svo dæmi sé tekið, og að auki tækifæri til að fara á milli deilda og kynnast öðrum list- greinum. Skortur á faglegum metnaði Eins og málum er háttað í dag fer fólk á nokkurra vikna námskeið í leirkeragerð og þeir sem fara á tvö námskeið telja sig hafa farið í fram- haldsnám. Það er allt gott og bless- að ef fólk vill auðga tilveru sína með skapandi vinnu. Það er bara sjaldnast þannig. Faglegan metnað skortir og stælingar og eftirapanir eru algengar. Það gengur ekki að þeir sem sækja nokkurra vikna námskeið telji sig fullnuma og jafn- vel með framhaldsmenntun ef þeir fara á tvö námskeið. Í þessu sam- bandi má ég þó til með að minnast á Myndlistarskólann í Reykjavík en hann er að fara af stað með nám sem mun vonandi með tíð og tíma standa jafnfætis náminu í MHÍ. Annað sem ég vil nota tækifærið og hrósa er Handverk og Hönnun. Það er verkefni sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar til að auka faglegan metnað í Íslensku listhandverki. Þar er staðið vel að málum og vona ég að svo verði áfram um langa framtíð.“ krgu@mbl.is Guðrún Indriðadóttir: Leirlistakona. Skál: Guðrún sendi þennan hlut í sam- keppni leirlista- manna í Grikklandi. Eini íslenski þátttakand- inn Morgunblaðið/Ásdís  GRIKKLAND|Samkeppni evrópskra leirlistamanna Bankastræti 3 sími 551 3635 www.stella.is SNYRTIVÖRUR Nýja kremlínan „Golden Caviar“ frá BIODROGA Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.