Morgunblaðið - 05.06.2004, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
U
m þessar mundir eru
tíu ár liðin síðan
R-listinn náði völd-
um í borgarstjórn
Reykjavíkur. Við slík
tímamót er við hæfi að líta yfir svið-
ið og meta árangur þessa kosninga-
bandalags í einstökum málaflokk-
um. Í þessari grein verður fjallað
um skipulags- og lóðamál og
frammistaða R-listans borin saman
við árangur Sjálfstæðisflokksins á
sínum tíma.
Lóðaframboð
Það hlýtur að vera markmið
hverrar góðrar sveitarstjórnar að
framboð lóða sé í samræmi við eft-
irspurn. Á valdatíma sjálfstæð-
ismanna 1982–94 hélst þetta tvennt
yfirleitt sæmilega í hendur og átti
vafalaust sinn þátt í því að sporna
gegn hækkun á húsnæðisverði.
Lóðir lúta nefnilega ekki ósvipuðu
lögmáli og sykur eða síld; skortur
leiðir í flestum tilvikum til verð-
hækkunar en stöðugt framboð
stuðlar að stöðugu verði.
Eftir að R-listinn tók við stjórn
borgarinnar dró fljótlega úr fram-
boði lóða í borginni og lóðaskortur
gerði vart við sig. Mestallan valda-
tíma R-listans hefur slíkur skortur
verið viðvarandi.
Á fyrstu níu heilu árunum í
meirihlutatíð R-listans, þ.e. frá
1995–2003, voru 4.929 íbúðir full-
gerðar í Reykjavík. Til sam-
anburðar má geta þess að á fyrstu
níu heilu árunum í meirihlutatíð
sjálfstæðismanna, 1983–91, voru
6.766 íbúðir fullgerðar eða 37%
fleiri.
Uppboðsstefna
Undir stjórn sjálfstæðismanna
var áhersla lögð á að halda lóða-
Léleg frammista
R-listans í lóðam
Eftir Kjartan
Magnússon
Morgunblað
Byggingarvinna. Mestallan valdatíma R-listans hefur lóðaskortu
viðvarandi í Reykjavík og haft mikil áhrif til hækkunar húsaverð
greinarhöfundur, sem aftur hefur leitt til hækkunar leiguverðs.
E
ftir að forseti Íslands
tók ákvörðun um að
synja fjölmiðlalög-
unum staðfestingar
eru líkur til að á
þessu ári verði ekki aðeins kosið til
embættis forseta Íslands heldur
muni Davíð Oddsson rjúfa þing og
kosið verði til Alþingis síðar á
árinu. Þótt samstarf stjórnarflokk-
anna hafi á yfirborðinu verið slétt
og fellt og formenn þeirra lofað
hvor annan hástöfum blasir við að
vaxandi ókyrrðar gætir innan
Framsóknarflokksins og tök Hall-
dórs Ásgrímssonar eru ekki hin
sömu og verið hefur. Þetta birtist í
umræðu og afstöðu til fjölmiðla-
frumvarpsins en jafnframt er ljóst
að utanríkisráðherrann á í vök að
verjast vegna stefnu sinnar og
fylgispektar við Bandaríkin og
Breta í Írakstríðinu. Við þetta bæt-
ast loforðin um skattalækkanir, þar
sem Framsóknarflokkurinn keppti
við Sjálfstæðisflokk og Samfylk-
ingu í yfirboðum í aðdraganda
kosninga 2003. Athygli vekur að
Halldór bar sig ekki saman við
Davíð áður en hann tjáði sig um
ákvörðun forsetans og það eitt og
sér mun ekki bæta andrúmsloftið í
flokkum þeirra hvors í annars garð.
Fjölmiðlalögin og
þjóðaratkvæði
Fyrr í sögu lýðveldis okkar hafa
verið ærin tilefni til þjóðaratkvæða-
greiðslu á grundvelli 26. greinar
stjórnarskrárinnar. EES-löggjöfin
er ljósasta dæmið frá síðustu ára-
tugum. Slík ákvörðun forseta 1993
hefði vart orðið jafnumdeild og nú
sýnist stefna í um það skref sem
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
stigið. Þar var á ferðinni augljós
skerðing á fullveldi þjóðarinnar
eins og menn hafa þráfaldlega orðið
varir við síðan. Fjölmiðlalögin eru
af allt öðrum toga og umræðan um
þau hefur snúist meira um form en
Stefnir í þingrof og k
Eftir Hjörleif
Guttormsson
’Afleiðingar afákvörðun forset
geta því orðið að
og miklu víðtæka
en í henni felst a
formi til.‘
Alþingiskosningar. Greinarhöfundur telur líkur á því að kosið ve
RÉTT ÁKVÖRÐUN RÁÐHERRA
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-herra hefur ákveðið að veitalæknum tæknifrjóvgunar-
deildar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) heimild til einka-
rekstrar tæknifrjóvgunarþjónustu
utan spítalans. Skilyrði fylgja sam-
komulaginu, m.a. um kennslu
læknanna á háskólasjúkrahúsinu,
eftirmeðferð á spítalanum ef þörf er
á, notkun lyfja og fleira. Gerður
verður þjónustusamningur við
læknana og endanlegt leyfi gefið út
þegar gerð hans er lokið.
Að óbreyttu hefði starfsemi
tæknifrjóvgunardeildarinnar lagzt
niður í sumar, þar sem starfsmenn
deildarinnar hafa ýmist sagt upp
störfum eða verið sagt upp starfi
sínu hjá LSH. Í frétt í Morgun-
blaðinu í gær segir Jón Kristjáns-
son: „Ég vil kappkosta að þessi þjón-
usta verði áfram fyrir hendi og
læknarnir geti komið sér fyrir á nýj-
um stað án þess að slíta á þennan
streng. Ég vildi líka eyða þeirri
óvissu sem starfsmenn deildarinnar
og notendur þjónustunnar hafa verið
í. Þar með vonast ég að friður hafi
skapast um starfsemina.“
Þetta er rétt ákvörðun hjá Jóni
Kristjánssyni. Eins og Morgunblað-
ið benti á, þegar það kom til tals í vor
að læknar tæknifrjóvgunardeildar-
innar hæfu þennan einkarekstur,
hefur það ófremdarástand, sem ríkt
hefur í málefnum deildarinnar,
skapað óvissu hjá starfsfólki og við-
skiptavinum. Biðlisti eftir þessari
mikilvægu en viðkvæmu þjónustu
hefur verið alltof langur; um 200
manns bíða nú eftir meðferð. Lækn-
arnir hyggjast fjölga aðgerðunum og
eyða biðlistanum, þeir ætla að bæta
aðstöðu viðskiptavina og starfsfólks
og þeir hafa áform um að veita út-
lendingum tæknifrjóvgunarþjón-
ustu og auka þannig tekjurnar, en
slíkt var ekki hægt á LSH vegna að-
stöðuleysis.
Í máli ráðherra kemur fram að
leyfið feli ekki í sér breytingar á
þátttöku sjúklinga í kostnaði við að-
gerðirnar. Með þjónustusamningi
verði kostnaðinum skipt milli spít-
alans og læknanna.
Nú reynir auðvitað á hvaða svar
fæst við þeirri spurningu, sem
Morgunblaðið setti fram í leiðara 17.
apríl síðastliðinn: Er mögulegt að
með því að færa þjónustuna út af
hinum fjársvelta ríkisspítala megi
bæta hana, fá inn nýjar tekjur af út-
flutningi hennar, fjölga aðgerðum og
lækka einingakostnað þannig að
bæði ríkissjóður og viðskiptavinirnir
njóti góðs af? Verði það reyndin, er
óhætt að taka undir orð Guðmundar
Arasonar læknis í Morgunblaðinu í
gær, að mikilvæg skref hafi verið
stigin í átt til nýrra tíma í heilbrigð-
isþjónustu hér á landi.
EVRÓPUFERÐ VONANDI VÍSIR
AÐ BÆTTUM SAMSKIPTUM
Þeir brestir sem urðu í Atlants-hafssamstarfinu vegna einhliða
ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um
að ráðast inn í Írak fyrir rúmu ári, í
andstöðu við margar helstu banda-
lagsþjóðirnar í Evrópu, eru fyrir
ýmsar sakir áhyggjuefni. En binda
má vonir við að þriggja daga Evr-
ópuferð Bandaríkjaforseta, sem nú
stendur yfir, megi verða til þess að
treysta á ný samskipti þjóðanna
austan og vestan Atlantshafsins.
George W. Bush lagði leið sína til
Evrópu til að minnast þess að sextíu
ár eru nú liðin frá straumhvörfum í
síðari heimsstyrjöldinni. Í gær var
þess minnst á Ítalíu að hersveitir
bandamanna frelsuðu Róm 4. júní
1944. Bandaríkjaforseti átti við það
tækifæri fund með Jóhannesi Páli
páfa í Vatíkaninu, en páfinn hefur
gagnrýnt stríðsreksturinn í Írak
harðlega. Lagði hann áherslu á það á
fundi sínum með Bush að Banda-
ríkjastjórn leggði allt kapp á að
tryggja stöðugleika í Mið-Austur-
löndum, bæði í Írak og fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Í dag ræðir Bush við Jacques
Chirac Frakklandsforseta í París, en
samskipti Bandaríkjanna og Frakk-
lands stirðnuðu sem kunnugt er til
muna vegna Íraksstríðsins. Leiðtog-
arnir munu síðan á morgun, ásamt
breskum, þýskum og rússneskum
ráðamönnum, koma saman í her-
mannagrafreit á strönd Normandy í
Norður-Frakklandi, til að minnast
innrásar bandamanna 6. júní 1944.
Raunar eru fundir ráðamanna í
Bandaríkjunum og Evrópu tíðir í
þessum mánuði, því nokkrir þeirra
koma saman á fundi átta helstu iðn-
ríkja heims í Georgíu í Bandaríkj-
unum í næstu viku. Samráðsfundur
Bandaríkjastjórnar og Evrópusam-
bandsins fer fram á Írlandi 25.–26.
júní, og leiðtogafundur NATO hefst í
Istanbúl tveimur dögum síðar.
Þess er vænst að Bush muni á
fundum sínum með evrópskum leið-
togum ræða stöðuna í Írak og reyna
að tryggja sér stuðning þeirra vegna
ályktunar sem liggur fyrir öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna og heimila
myndi veru fjölþjóðlegs herliðs í
landinu og viðurkenna írösku bráða-
birgðastjórnina sem tekur við völd-
um í upphafi næsta mánaðar.
Í aðdraganda Íraksstríðsins kom
Bandaríkjastjórn fram eins og hún
þyrfti ekki á bandamönnum að
halda. En eftir margháttuð vand-
ræði í Írak og víðar á undanförnum
mánuðum er bandarískum stjórn-
völdum nú vonandi að verða ljóst að
það kunni ekki góðri lukku að stýra
að hunsa algerlega álit og óskir al-
þjóðasamfélagsins og helstu banda-
lagsþjóða sinna. Að þrátt fyrir mikla
hernaðarlega yfirburði sé nauðsyn-
legt fyrir Bandaríkin að rækta sam-
bandið við bandalagsþjóðir sínar í
Evrópu.
Fyrrgreindir atburðir, sem nú er
minnst í álfunni, ættu að vera góð
áminning um mikilvægi Atlantshafs-
samstarfsins.