Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 55 99 krónur skilaboðin. ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik lagði í gær upp í erfitt ferðalag til Tékklands þar sem liðið mætir heimastúlkum í síðari leik liðanna um laust sæti á Evrópumótinu. Tékkar unnu fyrri leikinn hér heima 27:26 þannig að það verður þungur róðurinn í Brno í Tékklandi í fyrramálið. „Við ætlum aðeins að breyta til varðandi hraða miðju og eins verður áherslubreyting hjá okkur varðandi seinni bylgjuna í hraða- upphlaupunum,“ sagði Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Annars er svo stutt á milli leikjanna að maður má ekki breyta of miklu,“ bætti þjálfarinn við. Liðið hélt af landi brott upp úr hádegi í gær, flaug til Lundúna þar sem það gisti í nótt. Vakið var snemma í morgun því allir þurftu að vakna klukkan fjögur í nótt til að fljúga til Vínar og það- an áfram til Tékklands. Komið verður á leikstað um miðjan dag í dag og leikurinn verður síðan klukkan 10.30 að staðartíma í fyrramálið eða 8.30 að íslenskum tíma. Eftir leik er haldið beint út á flugvöll og áleiðins heim og er áætlað að liðið komi til landsins annað kvöld. Sannarlega snagg- aralegt og strembið ferðalag hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik. „Við náum einni æfingu í höllinni og mér skilst að þetta sé mikil gryfja. Við erum vanar að leika á útivöllum vegna þess að erlend lið hafa ekki viljað koma hingað, en eftir að okkur fór að ganga betur hefur þetta lagast. Stelpurnar eru því vanar að leika á útivöllum og eftir á að hyggja held ég það skipti ekki öllu hvort við förum í þennan leik með eitt mark í plús eða mínus. Það getur oft verið betra að þurfa að sækja frekar en falla í þá gryfju að ætla sér að verja eitthvað. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður erfitt, en það er allt mögulegt,“ sagði Stefán. „ÞAÐ er spennandi að fá þetta tækifæri að taka að sér þjálfun Skjern þar sem það er eitt sterkasta og besta rekna félag Danmerkur,“ segir Aron Krist- jánsson handknattleiksmaður en hann var í gær ráðinn þjálf- ari danska úrvalsdeildarliðsins Skjern á Jótlandi. Aron lék með Tvis/Holstebro á síðustu leiktíð en í byrjun árs gerði hann samning um að verða að- stoðarþjálfari Skjern. Á dög- unum ákvað Anders Dahl- Nielsen þjálfari að rifa seglin og var þá leitað til Arons um að hann tæki að sér þjálfunina. „Eftir nokkurra daga umhugs- un ákvað ég að taka verkefnið að mér. Ég þekki vel til í Skjern, var þar leikmaður um þriggja ára skeið fyrir nokkr- um árum, einmitt undir stjórn Anders. Hann verður áfram viðloðandi liðið sem fram- kvæmdastjóri og mér því innan handar, en ég ber alla ábyrgð á þjálfun þess,“ sagði Aron sem skrifaði undir þriggja ára samning við liðið. Aron ætlar ekki að leika með liðinu. Aron þjálfar Skjern Þó að við höfum sex marka for-skot megum við ekki vanmeta Ítali. Við þekkjum það í gegnum ár- in að sex marka forskot í handbolta er ekki mikið og við megum ekki gefa neitt eftir gegn Ítölum. Í fyrri leiknum náðum við tíu marka for- skoti en það var fljótt að fara og þeir náðu að minnka muninn í fjög- ur mörk. Á þessu sést að Ítalir geta vel unnið upp sex marka forskot. Við höfum verið óheppnir með meiðsli í vikunni en við verðum að þjappa okkur saman og koma ein- beittir til leiks á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hver er helsti styrkleiki ítalska landsliðsins? „Þeir hafa mjög góðan miðju- mann sem var ekki með í fyrri leiknum. Við verðum að hafa góðar gætur á honum en hann er höfuðið í sóknarleik liðsins. Ítalska liðið hef- ur einnig á að skipa mjög öflugum leikmanni sem leikur stöðu vinstri skyttu. Hann lék vel í fyrri leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Einn- ig hafa þeir nokkra aðra ágætis leikmenn sem við verðum að hafa gætur á. Aðalatriðið hjá okkur á sunnu- daginn verður að byrja leikinn vel og við verðum að vera þolinmóðir í sókninni. Við megum ekki flýta okkur of mikið því við vitum að það er ekki hægt að skora tvö mörk í einu. Ítalir eru með hávaxið lið og við verðum að vera sterkir fyrir í vörninni gegn þeim.“ Ég legg áherslu á það að við er-um ekki öruggir með sæti á HM og við þurfum að mæta mjög einbeittir til leiks gegn Ítölum. Við munum þurfa að sýna frumkvæði í leik okkar, bæði í vörn og sókn. Að- almarkmiðið hjá okkur verður að vinna leikinn en ekki treysta á for- skotið sem við höfum,“ sagði lands- liðsþjálfarinn. Margir telja að það sé forms- atriði að sigra Ítali. „Það er alls ekki formsatriði að sigra Ítali og það er nú einu sinni þannig í handboltanum að það er ekkert gefið. Ég hef verið að segja það við íslensku leikmennina alla vikuna að Ítalir eru sýnd veiði en ekki gefin. Við munum alveg klár- lega þurfa að hafa fyrir því að vinna þá á sunnudaginn í Kapla- krikanum. Ítalir eru með sterkara lið en í fyrri leiknum því að þeirra öflugasti miðjumaður er orðinn leikfær en hann gat ekki tekið þátt í fyrri leiknum vegna meiðsla. Á sama tíma eru við með veikari leik- mannahóp en á Ítalíu. Ítalir sýndu það um síðustu helgi að þeir hafa á ágætu liði að skipa. Það var mikið jafnræði með liðunum fyrstu fimm- tán mínúturnar í fyrri leiknum en þá kom ótrúlegur kafli hjá okkur. Við skoruðum þá 15 mörk gegn fimm og það er mjög óvenjulegt og það verður seint endurtekið. Síðari hálfleikinn unnu þeir með fimm mörkum og mér finnst það segja dáldið mikið um Ítali.“ Mikil meiðsli hafa verið að hrjá íslensku leikmennina. „Þetta er búið að vera mjög erfið vika fyrir okkur en svona gerist stundum og við þessu er ekkert að gera. Patrekur Jóhannesson meidd- ist í upphafi vikunnar og hann verður ekki með í nokkrar vikur. Það kom svo í ljós í gær að Jaliesky Garcia er rifbeinsbrotinn. Snorri Steinn Guðjónsson missteig sig á æfingu í gær og er tæpur á ökkla en hann á að geta leikið á sunnu- daginn. Sigfús Sigurðsson hefur átt við meiðsli að stríða og Birkir Ívar Guðmundsson getur ekki leikið á sunnudaginn vegna meiðsla. Á þessari upptalningu sést að við höf- um verið mjög óheppnir með meiðsli en við verðum bara að taka þessu. Nýir leikmenn munu þurfa að axla meiri ábyrgð.“ Er hætta á að íslenska liðið van- meti Ítali? „Ég hef ekki trú á því enda væri það mjög undarlegt þar sem lyk- illeikmenn okkar hafa verið að meiðast. Við höfum ekki efni á að vanmeta Ítali. Þeir eru mjög há- vaxnir og hafa á að skipa mjög góð- um skyttum sem við verðum að stoppa. Það er ljóst að við munum þurfa að spila öflugan varnarleik til þess að hafa betur gegn Ítölum,“ sagði Guðmundur. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt en allt er mögulegt Sex mörk eru fljót að fara GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, segir að það megi ekki vanmeta Ítali sem hafi ágætu liði á að skipa. Guðmundur er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins en hann lék vel í fyrri leiknum gegn Ítölum á Ítalíu og varði þá 18 skot. Hann þekkir vel til ítalska landsliðsins en sex landsliðsmenn þeirra léku með Guðmundi þegar hann var á mála hjá Conversano á Ítalíu á ár- unum 2001–2003. Morgunblaðið/Árni Torfason Rúnar Sigtryggsson skýtur að marki en Guðmundur Hrafnkels- son reynir að verja á skotæfingu íslenska landsliðsins í gær. Ítalir sýnd veiði en ekki gefin „ÞETTA verður ekki auðveldur leikur gegn Ítölum og við munum þurfa að spila vel til þess að sigra þá,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ísland mætir Ítölum á morgun í Kapla- krika í síðari leik liðanna í undankeppni HM en Ísland sigraði í fyrri leik liðanna á Ítalíu með sex marka mun, 37:31. Sú þjóð sem hefur betur samanlagt í tveimur viðureignum mun verða á meðal 24 þátt- tökuþjóða sem spila til úrslita á HM í Túnis í janúar á næsta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.