Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 56

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 56
SMS tónar og tákn FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HIN árvissa Stuttmyndahátíð Grand rokks brestur á í dag, og er hún liður í hinni fjölbreyttu Menningarhátíð staðarins sem nú stendur yfir. Dag- skráin verður með svipuðu sniði og áður, sýndar verða sex nýjar stutt- myndir sem valinkunnir kvikmynda- gerðarmenn hafa unnið sérstaklega fyrir hátíðina og í kjölfarið verður til- kynnt um sigurvegara „Grandarans“, verðlaunastyttu hátíðarinnar. Stutt- myndahátíðin byrjaði sem grasrót- arframtak þeirra Ingvars Stef- ánssonar, Karls Hjaltested, eiganda veitingahússins Grand Rokk, og fleiri góðra manna, og hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu þremur ár- um. Að sögn Ingvars er hátíðin með þeim stærstu sinnar tegundar í Evr- ópu, og verðlaunaféð það veglegasta, 500 þúsund fyrir 1. sætið og 150 þús- und fyrir 2. og 3. sætið. Næsta ár stendur til að færa út kvíarnar, opna hátíðina fyrir erlendu samstarfi og stækka umgjörðina. Þeir Örn Marinó Arnarson og Þor- kell Sigurður Harðarson eru meðal þátttakenda í hátíðinni og mun stutt- mynd þeirra Vín hússins keppa um verðlaunin. Þeir félagar reka saman framleiðslufyrirtækið Markell en stuttmynd þeirra Fullt hús, vann 1. verðlaun á hátíðinni í fyrra. „Vín húss- ins er sjálfstætt framhald af fyrri myndinni, og er hún gerð samkvæmt þeim lauslegu viðmiðunarreglum sem keppnin setur þátttakendum. Í fyrra var það að hluti myndarinnar þurfti að eiga sér stað inni á Grand Rokk, en nú nægir að uppfylla skilyrðið utan- húss,“ segir Örn Marinó og vill lítið gefa upp um efni sögunnar. „Það má þó segja að hún fjalli um „daginn eft- ir“ eða timburmenn tilverunnar,“ bætir Þorkell við. Þeir félagar láta mjög vel af stutt- myndahátíðinni, segja hana í senn grasrótarkennda og faglega. „Þetta framtak hefur gefið mörgum kvik- myndagerðarmönnum, sem eru að byrja sinn feril eða hafa unnið í fag- inu, tækifæri til að spreyta sig með stuttmyndaformið. Það er alls ekki lögð nógu mikil rækt við stuttmynd- ina, það vantar tilfinnanlega vettvang til að sýna stuttmyndir og stuðningur á borð við þann sem hátíðin veitir við framleiðsluna og með verðlaunafénu er mjög hvetjandi,“ bendir Örn Mar- inó á. Fræbblar og hitabylgjur Fyrirtækið Markell var stofnað ár- ið 2001 og virðist áhugi á pönki og hálfgerðum og algjörum pönkurum samofinn sögu fyrirtækisins. „Upp- haflega ætluðum við að stofna pönk- hljómsveit, en á fyrstu æfingunni leiddumst við út í að velta fyrir okkur hugmynd að kvikmynd. Síðan hefur eitt verkefnið leitt af öðru,“ segir Þor- kell. Pönkuð viðhorf til lífsins, s.s. að ráðast í hlutina hvort sem kunnátta er fyrir hendi eður ei, virðist vera nokk- urs konar gegnumgangandi umfjöll- unarefni þeirra félaga. „Stundum er þetta hálfgert sjálfseyðingaferli hjá fólki, í öðrum tilvikum ganga hlutirnir upp einmitt vegna þessa viðhorfs.“ Um þessar mundir er Markell að vinna að heimildarmynd um pönk- stefnuna og Fræbblana, og velta þar m.a. fyrir sér hvernig pönkviðhorfum hefur reitt af frá því að Rokk í Reykjavík var og hét. Goðsagna- kennda hljómsveitin Ham var einmitt viðfangsefni áþekkrar nálgunar í heimildarmyndinni Ham – Lifandi dauðir sem þeir félagar unnu að. En eftir Fræbblamyndina er stefnan sett á leikna mynd í fullri lengd, en vinnu- titill hennar er Siracusa, Siracusa. „Þetta verður vegamynd um fólk sem flýr hitabylgju og ferðast frá Ítalíu til Íslands,“ segja Örn Marinó og Þorkell sem búast því við að leggja land undir fót á næstunni. En fyrst er að sjá hvernig þeim fé- lögum og öðrum þátttakendum Stutt- myndahátíðarinnar reiðir af á Grand rokk í kvöld. „Við erum spenntir, enda voru myndirnar í fyrra allar mjög skemmtilegar. Megi sá besti vinna.“ Stuttmyndahátíð Grand rokks vex fiskur um hrygg Ein stór pönkæfing Morgunblaðið/Eggert „Stuttmyndahátíð Grand rokks er bæði grasrótarkennd og fagleg,“ segja kvikmyndagerðarmennirnir Þorkell og Örn Marinó. Stuttmyndahátíð Grand rokks hefst kl. 17 í dag. heida@mbl.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Í kvöld kl 20, Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 - Kr. 2.500 Áhorfendaverðlaun - diskótek BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20, Su 13/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Þri 8/6 kl 20 - AUKASÝNING Mi 9/6 kl 20, - UPPSELT Fi 10/6 kl 20, - UPPSELT Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 Lau 12/6 kl 20 - UPPSELT SÍÐUSTU SÝNINGAR TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is á Kringlukránni í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil, s. 568 0878 Rokksveit Rúnars Júlíussonar Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.39 Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 Tíu tilnefningar Sýning ársins Leikstjóri ársins: Baltasar Kormákur Leikmynd ársins: Gretar Reynisson Búningar ársins: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikskáld ársins: Hallgrímur Helgason /Baltasar Kormákur Leikkona ársins í aðalhlutverki: Ólafía Hrönn Jónsdóttir Leikkona ársins í aukahlutverki: Brynhildur Guðjónsdóttir /Edda Arnljótsdóttir Leikari ársins í aukahlutverki: Þröstur Leó Gunnarsson ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA Sýningar í kvöld og fim. 10/6 Síðustu sýningar í vor! til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.