Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 1
Hvað er
í matinn?
Ingibjörg Bragadóttir tínir í körf-
una í Melabúðinni | Neytendur
Viðskipti | Marel í Ástralíu Æskileg verðbólga? Hvað ræður olíu-
verðinu? | Útherji Innherji Svipmynd Úr verinu | Fréttir Landið
og miðin Ýsustofninn tvöfalt stærri en 2000 Bryggjuspjall
Viðskipti og Úr verinu í dag
kortum og upplýsingum um leiða-
kerfi strætisvagna og lesta. Far-
síminn getur því í krafti talkerf-
isins leitt fólk um borgina, vísað
því leið á næstu biðstöð og sagt
því hvenær það á að fara út.
Staðsetningarkerfið er svo ná-
kvæmt, að ekki munar nema ör-
fáum metrum.
FINNSKIR vísindamenn segjast
hafa þróað talkerfi fyrir farsíma,
sem hjálpað getur blindu eða sjón-
döpru fólki að komast leiðar sinn-
ar um borg og bý.
Leiðsagnarkerfið notar GPS-
staðsetningarkerfið, sem tengt er
símanum um Netið. Þannig fá not-
endur aðgang að gagnvirkum
Einnig er hægt að hlusta á
fréttir og veðurspár af Netinu í
símanum.
Þetta kerfi kemur að sjálfsögðu
ekki í staðinn fyrir blindrahunda
og -stafi en ætti að geta hjálpað
blindu fólki mikið. Nú er verið að
prófa það í samvinnu við blindra-
félagið í Finnlandi.
Leiðsögusími fyrir blinda
til að komast um borg og bý
Helsinki. AFP.
FJÓRÐI hver karlmaður og fimmta hver
kona stunda enga reglulega líkamsþjálfun,
þrátt fyrir sterkar fræðilegar vísbend-
ingar um margvísleg jákvæð áhrif hreyf-
ingar á heilsufar. Þetta er meðal nið-
urstaðna rannsóknar sem framkvæmd var
á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2001–
2003 af læknum og öðrum sérfræðingum á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Einnig
kemur fram að meira en helmingur full-
orðinna íbúa höfuðborgarsvæðisins er of
þungur eða feitur. „Fleiri Íslendingar lifa
kyrrsetulífi en flestar grannþjóðir okkar
og setja þarf fram raunhæf markmið til að
auka almenna ástundun þjálfunar meðal
þjóðarinnar,“ segir enn fremur í nið-
urstöðum skýrsl-
unnar, sem er
birt í nýjasta
tölublaði Lækna-
blaðsins.
Um fimmt-
ungur kvenna og
fjórðungur karla
á höfuðborg-
arsvæðinu sagð-
ist ekki stunda
neina líkamlega
þjálfun. Hjá
þeim sem stund-
uðu þjálfun var sund, ganga eða leikfimi
algengasta þjálfunaraðferðin. Helmingur
kvenna á aldrinum 30–45 ára taldist of
feitur, og 68,2% karla á aldrinum 50–65
ára, en þar var hæsta hlutfall þeirra sem
töldust í of miklum holdum.
Að sögn Sigríðar Láru Guðmunds-
dóttur, íþróttafræðings og eins aðstand-
enda rannsóknarinnar, var áhugavert að
rannsaka hvort umræða um að Íslend-
ingar væru margir of feitir ætti sér stoð í
raunveruleikanum. „Niðurstöðurnar stað-
festa að Íslendingar hreyfa sig ekki nóg og
eru of feitir, en ástæða þess er ekki ljós.
Við höfum leitt að því líkur að vinnutími,
veðurfar og mataræði hérlendis sé orsaka-
valdurinn,“ sagði Sigríður Lára í samtali
við Morgunblaðið.
Sigríður segir margt gott verið að gera
um allt land til að auka hreyfingu lands-
manna og stuðla að heilbrigðari lífs-
háttum. „Þar má nefna átakið Ísland á iði
og starf Manneldisráðs. Það nægir hins
vegar ekki til. Gera mætti átak á sviði
hreyfingar sýnilegra í samfélaginu,“ bætir
hún við. „Það vantar sýnilega stofnun sem
stuðlar að rannsóknum og fræðslu á hreyf-
ingu sem hluta af lífsstíl.“
Ný rannsókn á holdafari og
líkamsrækt höfuðborgarbúa
Meira en
helmingur
of feitur
HESTAR og folöld nutu í gær veðurblíðunnar
í túnfætinum við bæinn Raufarfell við Kalda-
klifsá, skammt frá Skógum, en þar var glamp-
andi sólskin líkt og víðast hvar á landinu.
Þegar að var gáð mátti sjá á kreiki innan
um hestana fjögur tveggja og þriggja vikna
folöld sem hvikuðu hvergi frá mæðrum sín-
um.
Að sögn Þorvaldar Þorgrímssonar, bónda á
Raufarfelli, voru tvær hryssur til viðbótar
komnar að því að kasta en ekki er að vænta
fleiri folalda á þessu sumri. Um 50 hross eru á
bænum.
Í túnfætinum á Raufarfelli
Morgunblaðið/RAX
Hestar og folöld bregða á leik/34–35
SAMSKIPTI Bandaríkjamanna og
Frakka þóttu stirðna á ný í gær er
Jacques Chirac, forseti Frakklands,
lýsti því yfir að hann teldi að
Atlantshafsbandalagið (NATO) ætti
ekki að beita sér í Írak. George W.
Bush Bandaríkjaforseti hafði fyrr
um daginn sagst sjá fyrir sér að
NATO léti til sín taka í Írak eftir að
hernámi lyki þar formlega um
næstu mánaðamót.
„Ég tel ekki að það sé hlutverk
NATO að skipta sér af málum í
Írak,“ sagði Chirac og bætti við að
hann hefði sterkar skoðanir á þessu
máli. Orð hans þóttu í gærkvöld hafa
spillt samskiptum ríkjanna aðeins
degi eftir að þau komu sér saman
um nýja ályktun um málefni Íraks í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Samskiptin hafa verið stirð undan-
farna mánuði þar sem Frakkar
studdu ekki innrásina í Írak.
Bush tjáði sig um hlutverk NATO
í Írak eftir að hafa átt fund með
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, í tengslum við árlega ráð-
stefnu leiðtoga átta helstu iðnríkja
heims, sem lýkur í dag vestra.
„Við teljum að NATO eigi að
koma að málum. Við munum vinna
með bandamönnum okkar í NATO
að því að viðhalda því hlutverki sem
þeir gegna í Írak og vonandi auka
það,“ sagði Bush. NATO gegnir
sem slíkt engu formlegu hlutverki í
Írak en 15 aðildarríkjanna 26 hafa
sent liðsafla til landsins.
Bandarískir embættismenn
sögðu stjórnvöld vilja að NATO
kæmi sem bandalag að þjálfun hins
nýja hers Íraka auk þess sem aðild-
arríki sem hefðu liðsafla þar lýstu
sig reiðubúin til að viðhalda honum.
Talsmaður NATO sagði í gær
ógerlegt að segja til um hvert hlut-
verk bandalagsins gæti orðið í Írak.
Fyrst þyrfti að koma fram beiðni í
þá veru frá stjórnvöldum í Írak en
um mánaðamótin lýkur hernámi
þar samkvæmt ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna og bráða-
birgðastjórn heimamanna tekur við
völdum.
Chirac og Bush ósam-
mála um NATO og Írak
Sea-eyju í Georgíu, Brussel. AP. AFP.
Jacques Chirac og George Bush
heilsast á G-8-fundinum í gær.
Reuters
STOFNAÐ 1913 157. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is