Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 11 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: 40—60% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Peysa m/gatamynstri 5.200 2.900 Dömupeysa 6.400 2.900 Tunika 3.500 2.100 Kreptoppur 2.900 1.800 Skyrta m/bróderíi 5.300 2.200 Hettupeysa 4.900 1.900 Satínkjóll 7.900 3.200 Sítt pils 4.900 1.900 Dömujakki 5.900 2.900 Íþróttagalli 8.900 3.600 Hörbuxur 4.900 2.900 Gallabuxur 4.900 2.900 Dömuskór 5.300 2.500 Opið frá kl.10.00-18.00 Og margt margt fleira Laugavegi 63, sími 551 4422 Laugavegi 63, sími 551 4422 Sportfatnaður Einfaldur Glæsileiki NEMENDUR við Menntaskólann Hraðbraut eru um þessar mundir að ljúka sínu fyrsta ári við skólann en hann hóf starfsemi sína í ágúst árið 2003 og flutti nýverið í nýtt húsnæði í Faxafeni. Skólaárið hjá Hraðbraut er lengra en hjá öðrum framhaldsskólum landsins og munu nemendur ekki ljúka prófum fyrr en 18. júní nk. Í skólanum eru rúmlega 50 nemendur og stefnt er að því að taka inn 100 nemendur í vor en þegar skólinn er fullsetinn munu 200 nemendur stunda þar nám. Ólafur Haukur Johnson skóla- stjóri segir að starfsemi skólans hafi gengið vel þetta fyrsta ár og nemendur séu mjög ánægðir með námið og nýja húsnæðið. „Nem- endur standa sig vel í náminu og virðast hafa fín tök á því. Tölu- verður meirihluti nemenda hefur aldrei fallið í einum einasta áfanga en það er auðvitað eitthvað um fall. Þá hefur enginn hætt í skólanum til þessa vegna vandræða við nám- ið, en ég á nú frekar von á því að það muni einhverjir hætta eftir vet- urinn og flytja sig í aðra skóla. Á móti kemur að það eru töluvert margir sem hafa sótt á okkur um að fá að komast inn á seinna árið, það eru þá nemendur sem eru hálfnaðir með nám sitt í öðrum menntaskólum,“ segir Ólafur. „Skólaárið er svona langt vegna þess að við brjótum skólaárið upp í lotur, sem eru sex vikur að lengd og þannig uppbyggðar að kennt er í fjórar vikur, próf í eina viku og frí í eina viku á milli. Þannig að í sjöttu hverri viku er frí. Sjö slíkar lotur eru á fyrra ári og átta á seinna ári.“ Veitir nemendum mikinn aga Aðspurður segist Ólafur ekki hafa heyrt nemendur kvarta undan þessu fyrirkomulagi og lengd skóla- ársins. „Sumarvinnan verður auð- vitað minni fyrir vikið en á móti kemur að nemendur fá ávallt þetta vikufrí yfir veturinn. Það keppast allir við að halda þessu vikufríi og vilja þar af leiðandi ekki falla í áföngum vegna þess að þá missa þeir vikufríið. Þetta veitir nem- endum mikinn aga.“ Næsta sumar verða útskrifaðir nemendur frá Hraðbraut í fyrsta sinn. Kennsla í haust hefst 16. ágúst og lýkur um miðjan júní á fyrra námsárinu. Á síðara náms- árinu lýkur kennslu í júlí. Sum- arleyfi á milli námsáranna er 7–8 vikur. „Í síðustu lotunni hjá okkur verða einungis teknir fyrir tveir áfangar í staðinn fyrir þrjá í venju- legri lotu. Við munum reyna að hafa þá léttari því enginn sem stundar námið sæmilega á að geta fallið í þessum áföngum,“ segir Ólafur að lokum. Vinirnir farnir í sumarfrí Bjartmar Alexandersson er for- maður Autobahn, nemendafélags skólans. Að sögn hans hafa nem- endur ekki miklar áhyggjur af lengd skólaársins. „Það hefur vissu- lega reynt mikið á okkur og það er ekki gaman að horfa á alla hina sem eru komnir í frí og maður sit- ur einn eftir í súpunni. Vinir manns eru farnir í sumarfrí og maður er sjálfur að ströggla við próf og lær- dóm. Annars held ég að fólk taki þessu mjög vel og ég hef ekki heyrt að nemendur hafi áhyggjur af því að fá ekki sumarvinnu. Sum- ir ætla jafnvel ekki að vinna í sum- ar. Þetta eru átta vikur sem við höfum í frí og það er því tilvalið að njóta þeirra því hinar 44 vikurnar erum við á fullu við lærdóm.“ Nemendur við Hraðbraut klára menntaskólann á tveimur árum og eru því komnir fyrr á vinnumark- aðinn. „Á endanum verða nem- endur við Hraðbraut því ríkari en aðrir,“ segir Bjartmar með bros á vör og bætir því við að menn græði á því að nema við Hraðbraut en tapi ekki. Skólaárið er lengra hjá Menntaskólanum Hraðbraut en öðrum framhaldsskólum Nemendur kvarta ekki Morgunblaðið/Eggert Bjartmar Alexandersson, formaður nemendafélagsins. Morgunblaðið/Eggert Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar. NÁMSRÁÐGJÖF Háskóla Íslands hefur hlotið alls 24 milljónir króna í styrk frá Evrópusambandinu til að efla ráðgjöf fyrir nemendur með les- blindu eða dyslexiu. Stærsti hópur nemenda með hamlanir í háskóla- Námsráðgjöf skólans hefur sinnt stefnumótun og ráðgjöf fyrir nem- endur með sértæka námsörðugleika. Styrkur til ráðgjafar lesblindra VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, segir hægt að staðhæfa það að Reykjavíkurborg hafi keypt Stjörnu- bíósreitinn á yfirverði. Þarna sé um tugi milljóna króna að ræða en með reiknikúnstum og misvísandi upplýs- ingagjöf reyni forsvarsmenn R-list- ans að fela þá staðreynd. Af því tilefni lögðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram fyrirspurn í tíu liðum í borgarráði á þriðjudag um kaup á lóðinni og fyrirhugaða bygg- ingu á reitnum. Vilja sjálfstæðismenn m.a. vita af hverju kostnaður vegna lóðakaupanna sé 17% hærri en upp- haflegt kaupverð, eða 164 milljónir króna en ekki 140 milljónir króna. Einnig er spurt um kostnað við nið- urrif mannvirkja og förgun úrgangs. Vilhjálmur segir þetta gert til að fá allar staðreyndir upp á borðið fyrir áframhaldandi umræðu um þetta mál. Hér sé ekki um neitt lítið mál að ræða og það varði hagsmuni Reykvík- inga. Fulltrúar R-listans megi ekki komast upp með að fegra þetta á yf- irborðinu og því þurfi að kafa undir það. Spyrja sjálfstæðismenn hvað Ístak bauð í byggingarréttinn og hve marg- ir fermetrar verða byggðir þarna. Hve mörg bílastæði þurfi fyrir áætlað byggingarmagn og hvort verktakinn byggi þau á sinn kostnað eða greiðir fyrir þau í borgarsjóð? Einnig er spurt hvort verktaki greiði gatagerð- argjöld af byggingu húsnæðisins. Heimilt byggingarmagn á lóðinni samkvæmt skipulagi er rúmir fjögur þúsund fermetrar, segir Vilhjálmur, og hann hafi þær upplýsingar frá skipulags- og byggingasviði. Það sé fyrir ofan bílakjallarann. Vilhjálmur bendir á að í fyrirliggjandi tillögu Ís- taks sé gert ráð fyrir 2.800 fermetrum ofan jarðar. Veltir hann fyrir sér af hverju verktakinn nýti sér ekki heim- ild til að byggja rúma fjögur þúsund fermetra. „Upplýsingarnar um þetta mál hafa verið ofboðslega misvís- andi,“ segir Vilhjálmur og vill fá málið útskýrt. Spurt um Stjörnubíósreitinn Segja upp- lýsingar misvísandi SVIPUÐ veirusýking og nú hef- ur komið upp á Húsafelli lét á sér kræla þar í fyrra og gekk þá yfir á um tveimur vikum, að sögn Helga Helgasonar, heil- brigðisfulltrúa hjá Heilbrigðis- eftirliti Vesturlands. Hann segir að miðað við ein- kenni fólksins bendi allt til þess að sama veira sé að verki nú, en það þurfi þó að sannreyna og því sé nú lögð áhersla á að fá sýni frá fólki. „Þetta gaus upp á tíu dögum eða hálfum mánuði og síðan dó það út. Þetta var talinn vera smitsjúkdómur á staðnum. Þeg- ar það kemur svo margt fólk saman er voðinn vís ef einhver er smitaður og ef þetta er mjög smitandi eins og virðist vera í þessu tilviki,“ segir Helgi. Undanfarnar vikur hafa um 100 tilkynningar um sýkingar borist frá fólki sem hefur dvalið á Húsafelli. Í fyrradag gekk Helgi í fjögur hús á svæðinu til að kanna ástand fólks og var um helmingur þess með einkenni smits. Flestir fá uppköst og sumir einnig niðurgang, en þeim sem sleppa best verður einungis flökurt. Sýkingin gengur yfir á 12–24 tímum og er því sjaldgæft að fólk leiti læknis og þar af leiðandi fá sýni til sem hægt er að rækta. Helgi veit þó til þess að saur- sýni hafi fengist frá fólki sem sýktist og segir að nú sé beðið niðurstöðu úr þeirri rannsókn. Síðan verði farið yfir málið og skoðað af hverju þetta hafi kom- ið upp á Húsafelli. „Kannski er þetta að gerast alls staðar á landinu en tilkynningar berast ekki. Ef þetta er það sama og í fyrra erum við að tala um sömu veiru og hefur verið að stinga sér niður á dvalarheimilum aldr- aðra, bæði í haust og um jólin,“ segir hann. Helgi segir að ekkert bendi til þess að upptök sýkingarinnar séu í vatninu á Húsafelli. „Mað- ur getur aldrei verið 100% öruggur, en það er ekkert sem bendir til þess,“ segir hann. Helgi segist ekki telja nauð- synlegt að loka Húsafelli þar til niðurstaða er komin í málinu. „Við teljum svo ekki vera, það væri mikill ábyrgðarhluti að loka svæðinu,“ segir hann. Virðist vera sama veira og kom upp á Húsafelli í fyrra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.