Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 14

Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ flýja heimili sín. Óttast er, að þar geti orðið sprengigos. Indónesía er á mjög virku eldgosabelti og þar eru meira en 100 virk eldfjöll. Það langfrægasta er Krakatá. Sprengigos í því olli dauða 36.000 manna árið 1883. ELDFJALLIÐ Semeru á Austur-Jövu sendi í gær frá sér mikla reykjarbólstra en nú gýs samtímis í tveimur eldfjöllum í Indónesíu. Hin eldstöðin er Awu-fjall í norð- austurhluta landsins en þar hafa 20.000 manns orðið að Reuters Eldar uppi í Indónesíu ÍTÖLSKU öryggisverðirnir þrír, sem frelsaðir voru af hersveitum bandamanna í Írak eftir tveggja mánaða gíslingu, fengu innilegar móttökur hjá yfirvöldum, ættingjum og vinum við komuna til Rómar í gær. Fjórða Ítalans, Fabrizio Quattrocchil, var sárt saknað en hann var tekinn af lífi af gíslatöku- mönnunum sem vildu með því „refsa“ forsætisráðherranum Silvio Berlusconi, þar sem hann hefði neit- að því að kalla heim ítalska hermenn í Írak. Auk mannanna þriggja var pólskur gísl frelsaður. Ítalirnir þrír, Maurizio Agliana, Umberto Cupertino og Salvatore Stefio, voru vafðir örmum ættingja sinna í miklum fagnaðarfundum. „Við erum komnir heim, við erum komnir heim,“ hrópaði einn Ítalanna til fréttamanna og gerði grín að rytjulegu hári sínu og skeggi. Ítalska dagblaðið Corriere della Sera sagði björgun þeirra koma sér vel fyrir kosningabaráttu Berluscon- is. Stjórnarandstæðingar eins og aðrir Ítalir gleðjast yfir björgun gíslanna en óttast að hún auki fylgi Berlusconis. Reuters Einn gíslanna, Umberto Cupertino, faðmar að sér ættingja sinn en segja má, að öll ítalska þjóðin hafi fagnað með þeim við komuna til Rómar í gær. Ítölsku gíslunum fagnað sem hetjum Róm. AFP. JOHN Reid, heilbrigðisráðherra Bretlands, kynti heldur betur undir deilunum um reykingar er hann sagði í gær, að þær væru eitt af fáum ánægjuefnum fátæks fólks. Alls konar baráttusamtök gegn reykingum luku í gær upp einum munni í fordæmingu sinni á Reid en hann sagði meðal annars, að hættan af reykingum væri „orðin að þrá- hyggju meðal menntaðs millistétt- arfólks“ og einnig, að fyrir ein- stæðar mæður í niðurníddum félagsbústöðum væri það kannski „eina ánægjustundin að fá sér reyk“. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í síðustu viku, að ríkisstjórnin væri að hugleiða að banna reykingar á almennings- stöðum og talsmenn andreykinga- manna, Íhaldsflokksins og frjáls- lyndra demókrata hafa gagnrýnt Reid harðlega en sjálfur er hann fyrrverandi reykingamaður. Tals- maður Félags reykingamanna sagði hins vegar, að ummæli hans væru eins og ferskur andblær í öllu áróð- urskófinu. Reykingar eina ánægju- efnið? London. AP.SPRENGJA sprakk í versl- unarhverfi í Köln í Þýska- landi í gær og slösuðust að minnsta kosti 17 manns, þar af einn mjög alvarlega. Talsmaður lögreglunnar sagði, að um hefði verið að ræða sprengju fyllta nöglum til að valda sem mestum skaða en hún sprakk í fjölfar- inni verslunargötu í hverfi, sem aðallega er byggt fólki af tyrkneskum uppruna. Er gat- an jafnan kölluð „Litla Ist- anbul“. Þeyttust glerbrot víða um götuna og einnig naglar en sprengingin olli þó ekki mjög miklu tjóni og aðallega á einni verslun á jarðhæð. Lög- reglan telur ekki útilokað, að tilræðið hafi verið af pólitísk- um rótum runnið en hún hafði engar upplýsingar um það í gær hverjir stóðu að tilræð- inu. Rannsókn á málinu hófst strax en enginn hafði lýst ábyrgðinni á hendur sér. Spreng- ing í Köln Köln. AFP. NÝ ÁLYKTUN öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um málefni Íraks, sem samþykkt var einróma í fyrra- kvöld, skapar hinni nýju bráða- birgðastjórn Íraks svigrúm til at- hafna og styrkir vægi hennar út á við, er hún berst við að fá almenn- ing heima fyrir til að viðurkenna lögmæti hennar. Bandarískir og brezkir ráða- menn hafa fagnað niðurstöðunni sem sönnun þess að alþjóðasam- félagið standi nú að baki áætlunum þeirra í Írak. En samþykkt ályktunarinnar, sem Bandaríkjamenn og Bretar áttu frumkvæðið að og var breytt fjórum sinnum á síðustu tveimur vikum, þýðir ekki að endir sé í sjónmáli á uppreisn, hryðjuverkum og ólgu í Írak. Hún mun heldur ekki tryggja friðsamleg samskipti milli hinna ólíku hópa Íraka, sem eiga fulltrúa í bráðabirgðastjórninni sem verður skipuð með blessun Sameinuðu þjóðanna um næstu mánaðamót. Þannig eru til dæmis þegar kom- inn upp mikill ágreiningur um stjórnskipunarmál milli fulltrúa Kúrda (frá Norður-Írak) og sjíta, sem eru meirihluti Íraka og fjöl- mennastir eru í suðurhluta lands- ins. En ályktun öryggisráðsins færir bráðabirgðastjórninni alþjóðlegt lögmæti sem fyrirrennari hennar – framkvæmdaráðið svonefnda sem starfaði undir verndarvæng her- námsyfirvalda – aldrei naut. Það er ekki svo slæmt fyrir bráðabirgða- stjórn sem ekki er ætlað að sitja lengur en sjö mánuði, sem hefur í forsæti mann sem var óskavalkost- ur bandarísku leyniþjónustunnar CIA; sem komið var á koppinn fyr- ir tilverknað Bandaríkjamanna og íraskra bandamanna þeirra og sér- legur fulltrúi SÞ í Írak, Lakhdar Brahimi, lagði blessun sína yfir en viðurkenndi jafnframt opinskátt að þrýstingur af hálfu Bandaríkja- manna hefði ráðið miklu um það hverjir völdust í hana. „Mikilvægi þessarar ályktunar fyrir okkur Íraka felst fyrst og fremst í því að landið verður form- lega séð ekki lengur hernumið, en að mínu mati er hægt að rekja helztu vandræðin sem við höfum haft við að glíma síðan landið var frelsað [undan stjórn Saddams Husseins] einmitt til þessa ástands,“ sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar í gær. Til að tryggja stuðning allra full- trúa í öryggisráðinu við ályktunina gerðu Bandaríkjamenn og Bretar, höfundar, ályktunartillögunnar, ýmsar málamiðlanir. Mestu þykir muna um að þeir féllust á að bráðabirgðastjórnin myndi eftir valdaframsalið ráða yfir eigin ör- yggissveitum, þótt takmarkaðar yrðu. Bandaríkjamenn féllust einnig á að umboðið fyrir starfsemi setuliðs bandamanna í Írak rynni út „þegar pólitíska framfaraferlinu lyki“, þ.e. árið 2006 gangi áætlanir eftir, eða fyrr ef lögmæt írösk stjórnvöld óska þess. Með hinn alþjóðlega lögmætis- stimpil sér til halds og trausts verður bráðabirgðastjórnin í betri aðstöðu til að afla sér viðurkenn- ingar og stuðnings stjórnvalda í öðrum arabaríkjum, en þau kusu flest að hafa sem minnst samskipti við framkvæmdaráðið svonefnda, þar sem þau vildu ekki að það liti út fyrir að þau legðu lag sitt við leppa bandaríska hernámsliðsins. Í betri aðstöðu til að leita aðstoðar víðar Bráðabirgðastjórnin verður enn- fremur í betri aðstöðu til að leita aðstoðar frá voldugum ríkjum eins og Frakklandi og Þýzkalandi, sem voru andsnúin hernaðaríhlutuninni. Þó er ólíklegt að þau fáist til að senda nokkra friðargæzluliða til að létta byrðum af þeim 138.000 bandarísku hermönnum og 24.000 setuliðsmönnum bandamanna þeirra sem eru á vettvangi í Írak. Engu að síður er líklegt að mörg lönd sem voru óviljug til að eiga samstarf við hernámsstjórnina verði reiðubúin til að leggja meira af mörkum í formi efnahagsaðstoð- ar, þekkingar og þjálfunar ungra Íraka eftir að við stjórnvöld al- þjóðlega viðurkennds, fullvalda ríkis verður að eiga. Áhrif nýrrar ályktunar öryggisráðs SÞ um málefni Íraks Færir stjórninni lögmæti og svig- rúm til athafna Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. AP. AP George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar Ghazi al-Yawar, forseta bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, er hann kom til G-8-fundarins í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Ætluðu þeir að ræða saman um ástandið í Írak.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.