Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 16
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Guðrún Gunnarsdóttir við eitt verka sinna í Heimilisiðnaðarsafninu. Blönduós | Guðrún Gunnarsdóttur, myndlistamaður og textílhönnuður, opn- aði sína 17. einkasýningu í Heimilisiðn- aðarsafninu á Blönduósi á dögunum. Guð- rún nefnir sýningu sína „Samtal við fortíð“ og leitast hún við að tengja saman fortíð og nútíð út frá hugmyndum hins gamla handverks sem er að finna meðal annars í Heimilisiðnaðarsafninu. „Ekki er verið að vinna með hand- verkið sem slíkt, aðeins verið að nota fornar hefðir sem kveikju að nýrri nálg- un. Í stað gamalla ljósadúka, prjónless og útsaums eru verkin þrívíddarveggskúlpt- úrar, úr fíngerðum vír og silkiþræði. Líkt og áður fyrr í útsaumsverkum tengjast verkin hinu smæsta og fíngerðasta úr náttúrunni, en eru þó meira eins og þrí- víddarteikniningar á vegg,“ svo vitnað sé til orða Elínar Sigurðardóttur, forstöðu- manns Heimilisiðnaðarsafnsins, við opnun sýningar. Elín sagði það stefnu safnsins að bjóða textíllistafólki að sýna í safninu og yrði þá um að ræða breytilegar sýningar frá ári til árs. Sagði hún það gefa safninu meira vægi, „safngesturinn gæti verið nokkuð viss um að sjá nýja sýningu árlega auk þess sem þetta væri skemmtilegt fyrir staðinn og væntanlega listamanninn“. Elín sagði ennfremur að upphaflegt þema sýninga safnsins hefði verið þráður sem grunnur handíða og horft m.a. til veggjar- ins sem gengur eins og þráður í gegnum húsið. „Með sýningu Guðrúnar væri þarna komin bein skírskotun þar sem mislangir þræðir hefðu verið hengdir á viðkomandi vegg,“ sagði Elín Sigurðar- dóttir að lokum. Sýningin verður opin á sýningartíma safnsins alla daga kl. 10 til 17 til 31. ágúst. Samtal við fortíð Opið virka daga 10-18, lau og sun frá 13-16. Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík Sími 517 0220 - www.netsalan.com Knaus húsbílar Flottustu húsbílarnir á markaðnum Sport Traveller Sun Traveller - fullir af nýjungum Sun Liner Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Krist- insson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austur- land@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Holtasóley í kosningaham | Nú er þetta fagra hvíta blóm farið að skreyta holt og börð í Mývatnssveit svo sem hún á vanda til fyrri part sumars. Holtasóleyjan er vin- sæl sennilega vegna þess hversu hógvær hún er og lítt uppá- þrengjandi. Hún er algjör and- stæða túnfífilsins sem bæði er meir áberandi, ágengari og miklu útbreiddari. Hann veður um tún og lóðir og ergir þá sem vilja hafa snyrti- lega garða. Þegar holtasóleyjan þreyt- ist á að blómstra breytir hún um svip og nafn og kallast það- an frá hárbrúða og laufið sem er sígrænt og vetrarfóður rjúpunnar nefnist rjúpnalauf. Í sumar eiga menn þess kost að kjósa ým- islegt, meðal annars þjóðarblóm Íslend- inga. Holtasóley er verðugur frambjóðandi til þeirrar kosningar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hugmynd um frístundaheimili | Bæj- arráð Sveitarfélagsins Ölfuss fjallaði nýlega um hugmyndir um breytingar á rekstri skólasels, félagsstarfs unglinga og vinnu- skóla sveitarfélagsins. Starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að skoða ætti vel þá leið sem farin var í Reykjavík, það er að setja á stofn svokallað frístundaheimili. Bæjarráðið samþykkti samhljóða að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna að frekari stefnumótun í málinu með það að leiðarljósi að starfsemi frístundaheimilis hefjist 1. september næstkomandi. Markaðsdagar | Haldnir verða markaðs- dagar á Akranesi næstkomandi laugardag og sunnudag. Þetta er liður í Viðburð- arveislu 2004. Sölubásar verða í tjaldi á Safnasvæðinu að Görðum. Markaðurinn stendur frá kl. 12 til 17 báða dagana. Til sölu verða ýmsir munir. Lifandi tónlist verður einnig spiluð í tjaldinu. Á laugardaginn opnar Þórarinn Helga- son hamskeri sýningu á uppstoppuðum dýrum í Safnaskálanum. Stykkishólmur | Fjórir heiðursmenn óku vestur í Stykkishólm á dögunum til að heilsa upp á íbúa dvalarheimilisins og skemmta þeim hluta úr degi. Ekki áttu þeir í erfið- leikum með það, þótt allir séu þeir komnir á áttræðisaldurinn. Lífsgleðin streymdi frá þeim, þeir sungu, stjórnuðu fjöldasöng, fluttu gamanmál og spiluðu á harmonikku. Þessir frísku menn eru bræðurnir Þorlákur Frið- riksson og Helgi Seljan og Árni Norðfjörð sem sést á bak við þá bræður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Léttir í lundu Undirritaður sendiRúnari Kristjáns-syni á Skaga- strönd bréf á dögunum, lofaði jafnframt að vera fljótari til en áður ef Rún- ar svaraði bréfinu og ætl- ar nú að standa við það. En heldur brást Rúnar fyrr við en ætla mátti: Ekki fæ ég reist við rönd Rúnar yrkir hraður; listaskáld á Skagaströnd skemmtilegur maður. Fögnuð bréfið færði mér fann ég sumars hlýju; er las ég textann létti mér, ég lék með orð að nýju. Bréfi frá þér forðum kveið, en fyrst þú lyftir straffi ef að norður liggur leið lít ég við í kaffi. Það eiga margir eftir að leggja leið sína á hagyrð- ingakvöld á Vopnafirði er Vopnaskakið fer fram í lok júlí og eflaust á ein- hver eftir að hafa á orði: Framundan er leiðin löng að ljúki þessu skeiði; hvenær á að gera göng í gegnum Vaðlaheiði? Svar til Rúnars pebl@mbl.is Búðardalur | Frá Sauðafelli í Dölum er það að frétta að tutt- ugu og sjö vetra hryssa, Ör frá Erpsstöðum, er í fullu fjöri og er notuð til útreiðar á góðum dögum. Ör er fyrstu verðlauna hryssa undan gamla höfðingj- anum Ófeigi 818 frá Hvanneyri og Brönu frá Kirkjuskógi. Hún var notuð til kappreiða á yngri árum og vann þá til verðlauna. Vandamál þessarar hryssu er að hún hefur átt erfitt með að festa fang, á aðeins sjö af- kvæmi eftir öll þessi ár, en hún er að öllu öðru leyti við hestaheilsu. Ör er enn sami gleðigjafinn og notar Kristín húsfreyja Ágústsdóttir á Sauðafelli hana sem spari- hross. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Sparihross: Guðmundur Harðarson eigandi Örvar frá Erpsstöðum stendur við hryssuna en á baki sit- ur móðir hans, Kristín Ágústsdóttir húsfreyja á Sauðafelli, sem notar Ör við sérstök tækifæri. Ör ber aldurinn vel Hestaheilsa      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.