Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 25
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
LAUGARNESVEGUR
2JA HERB. MEÐ ÚTSÝNI - LAUS STRAX
67 fm einkar rúmgóð 2ja her-
bergja íbúð á efstu hæð í 3ja
hæða blokk. Gott útsýni og að-
eins 4 íbúðir í þessu stigahúsi.
Komið inn í hol, frá holi er opið í
góða stofu með vestursvölum.
Gott herbergi með góðu skápa-
rými. Eldhús með borðkrók.
Baðherbergi með baðkari og tengi
fyrir þvottavél. LAUS STRAX.
V. 10,4 m. 4076
Vestmannaeyjar | Eftir nokkra
lægð hefur sjómannadagurinn verið
að vinna sér sess á ný sem ein af
stóru helgum ársins í Vest-
mannaeyjum. Stendur dagskrá frá
föstudegi til sunnudagskvölds.
Fylgdust margir með leikjum og
keppni við Friðarhöfn, góð aðsókn
var að kvöldskemmtun og dansleik
í Höllinni um kvöldið. Landakirkja
var full í sjómannamessu og margir
hlýddu á Snorra Óskarsson minn-
ast hrapaðra og drukknaðra. Eins
var vel mætt á Stakkagerðistún þar
sem sjómenn voru heiðraðir. Þá má
nefna sýningarnar Maður og öngull
í Safnahúsinu og Tyrkjaránið í
Dalabúinu sem voru góð viðbót við
aðra dagskrá helgarinnar.
Dagskráin hófst á föstudeginum
þar sem sjómenn reyndu fyrir sér í
golfi og fótbolta. Sextán tóku þátt í
golfmótinu og var keppt eftir Texas
Scramble-kerfi þar sem fóru saman
vanur og óvanur. Óttar Gunn-
laugsson og Sævar Gunnlaugsson
höfðu sigur og sigurlaununum, sem
voru í vökvaformi, urðu þeir að
deila með öðrum keppendum.
Í knattspyrnunni hafði áhöfnin á
Hugin áhöfnina á Þórunni Sveins-
dóttur naumlega.
Um kvöldið stóð Árni Johnsen
fyrir söngdagskrá í Akóges en
þetta framtak hans hefur náð að
skapa sér hefð á þessum degi.
Ekki viðraði sem skyldi til útihá-
tíðarhalda á laugardeginum en fólk
lét það ekki á sig fá og var þokka-
leg mæting við Friðarhöfn þar
keppt var í kappróðri, koddaslag,
spretthlaupi á karalokum og kara-
róðri. Fyrir yngri kynslóðina var
boðið upp á ferðir með sæþotum og
handknattleiksdeild kvenna ÍBV
var með fiskmarkað á planinu vest-
an við Ísstöðina.
Fjórar kvennasveitir mættu til
leiks þar sem Ísfélagið hafði sigur á
Godthaab í Nöf í keppni um Stöðv-
arbikarinn. Hressóstelpurnar höfðu
svo betur í keppni við Sláttugengið.
Í keppni áhafna voru Bergur og
Vestmanney hnífjöfn en Biggi á
Vestmannaey sagðist láta bikarinn
eftir enda væru sínir menn búnir
að vinna það oft. Félagabikarinn
vann Skipstjóra- og stýrimanna-
félagið Verðandi en andstæðing-
urinn var Sjómannafélagið Jötunn.
Um kvöldið var svo skemmtun í
Höllinni þar sem fram komu m.a.
Dans á rósum Tóti, Íris, Sarah og
Sævar Helgi, Árni Johnsen með
fjöldasöng og Dans á rósum sá um
stuðið á dansleiknum.
Eins og áður kom fram var hvert
sæti skipað í sjómannamessunni.
Að henni lokinni lögðu Guðlaugur
Friðþórsson og María Tegader
blómsveig á minnisvarðann um
hrapaða og drukknaða. Það kom
fram hjá Snorra Óskarssyni, þar
sem hrapaðra og drukknaðra var
minnst, að frá síðasta sjómannadegi
hefði enginn sjómaður farist.
Hlöðver Haraldsson Sjómanna-
félaginu Jötni, Sigþór Sigurðsson
Skipstjóra- og stýrimannafélaginu
Verðandi og Haukur Kristjánsson
Vélstjórafélaginu voru heiðraðir af
stéttarfélögum sínum á sjó-
mannadaginn. Tveir eru á lífi úr
áhöfn Glaðs VE og fengu þeir
minningarskildi að tilefni þess að
50 ár eru frá því báturinn fórst
austan við Elliðaey, Flemming
Poulsen tók við skildi Kartons
Joensens en Petur Muller var sjálf-
ur mættur en Karton átti ekki
heimangengt.
Kristján Hilmarsson fékk við-
urkenningu fyrir að bjarga manni
úr höfninni í Grindavík. Áhöfn Þórs
fékk viðurkenningu fyrir björgun
áhafnar Svanborgar sem sökk aust-
an við Bjarnarey fyrir skömmu.
Guðjón Pálsson á björgunarbátnum
Þór og Pétur Steingrímsson lög-
reglumaður fengu viðurkenningar
fyrir að bjarga tveimur mönnum af
Snorra Sturlusyni úr sjónum í vor.
Þá kom Hugrún Magnúsdóttir,
formaður Eykyndils, færandi hendi
og afhenti Björgunarfélaginu
myndarlega peningaupphæð.
Að lokum heiðraði sjómanna-
dagsráð Vestmannaeyja Árna
Johnsen fyrir vel unnin störf í þágu
sjómannastéttarinnar.
Þeir (f.v.) Hlöðver Haraldsson, Sjómannafélaginu Jötni, Sigþór Sigurðsson, Skipstjóra- og stýrimannafélaginu
Verðandi, og Haukur Kristjánsson, Vélstjórafélaginu, voru heiðraðir af stéttarfélögum sínum á sjómannadaginn.
Árni Johnsen flutti hátíðarræðu og var einnig heiðraður af sjómannadagsráði fyrir vel unnin störf.
Góð stemmning á sjó-
mannadeginum í Eyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir
Slysavarnadeildin afhenti Björgunarfélaginu veglegan styrk. Adólf Þórs-
son tekur við styrknum frá Hugrúnu Magnúsdóttur, formanni Eykyndils.
Seyðisfjörður | Á föstudag
verður opnuð í Tækniminja-
safni Austurlands á Seyðisfirði
sýningin Innreið nútímans.
Svífur þar andi og tækni
heimastjórnartímans yfir vötn-
um. Rannveig Rist, stjórnar-
formaður Símans, opnar sýn-
inguna kl. 10:30 og eftir hádegi
eða kl. 13:30 hefst málþingið
Símamálið og heimastjórnin í
félagsheimilinu Herðubreið.
Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, flytur er-
indi á málþinginu auk Brynj-
ólfs Bjarnasonar, forstjóra
Símans og Guðjóns Friðriks-
sonar sagnfræðings.
Forseti Íslands
flytur erindi
Innreið
nútímans
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111