Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 26
LISTIR
26 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
OPIÐ HÚS - Maríubaugur 133
Fasteignakaup kynna glæsilega útsýnisíbúð
við Maríubaug í Grafarholti. Íbúðin er 120
fm á 2. hæð í 3 íbúða stigagangi.
Svefnherbergin eru 3 og öll með skápum.
Stór stofa, borðstofa og sjónvarpskrókur er
með miklu útsýni yfir borgina. Baðherbergið
er flísalagt í hólf og gólf og með baðkari.
Eldhús er með fallegri innréttingu. Mjög
góður borðkrókur. Innaf eldhúsi er gott
þvottaherbergi með flísum á gólfum og
glugga. Innrétting í eldhúsi er sérsmíðuð. Í
húsinu er breiðband. Lóðarfrágangur er
allur til fyrirmyndar. Nánari upplýsingar um
eignina gefur Páll Höskuldsson.
Nánari upplýsingar www.fasteignakaup.is
Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Sölufulltrúi:
Páll Höskuldsson,
gsm 864 0500,
tölvup.: pall@fasteignakaup.is
Ármúla 15 • sími 515 0500
fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is
fasteignakaup@fasteignakaup.is
Heimilisfang: Maríubaugur 133, Rvík
Stærð eignar: 120,2 fm
Staðsetning í húsi: 02
Byggingarár: 2002
Brunabótamat: 16,3 millj.
Fasteignamat: 15,0 millj.
Afhending eignar: Samkomulag
Verð: 18,6 millj.
Páll Höskuldsson, sölufulltrúi Fast-
eignakaupa, tekur á móti gestum
milli kl. 18 og 19 í dag.
FRUMLEIKI er vandasamt
hugtak í myndlist samtímans þar
sem hann þarf ekki endilega að
birtast með augljósum hætti. Allt
líkist einhverju öðru og því er auð-
velt fyrir listneytanda að snið-
ganga listaverk, gefa því fallein-
kunn, á þeim forsendum að hafa
séð eitthvað í líkingu við listaverk-
ið áður. Í óhlutbundnu málverki,
þ.e. málverki sem í grunninn
byggist á samspili lita og forma,
hafa listamenn löngum staðið
frammi fyrir þessari staðreynd og
ýmist brugðist við henni sem
vandamáli eða lausn. Ég hallast að
því síðarnefnda og er þar með
sammála bandaríska málaranum
Peter Schuyff sem sagði það vera
kost fyrir abstraktlistamenn sam-
tímans að abstrakt sé orðið þekkj-
anlegt og aðgengilegt. Það þarf
ekki lengur að skilgreina abstrakt-
sjónina fyrir nokkrum manni eða
heldur að sannfæra nokkurn um
réttmæti hennar. Óhlutbundið
myndmál er fyrir löngu orðið hluti
af umhverfi okkar.
Tvívíð herbergi
Sigurður Þórir Sigurðsson, sem
nú sýnir verk sín í Norræna hús-
inu, hefur til þessa ekki talist til
abstraktlistamanna. Hann er
kunnur frá tíð Nýja málverksins,
um og eftir 1980, fyrir fígúratífar
myndir, táknrænar en jafnframt
formalískar. Sigurður hefur nú
tekið næfar fígúrur sínar burt af
myndfletinum og beinir athyglinni
eingöngu að litum og geometrísk-
um formum, eða óhlutbundnu
myndmáli. Breytingin er í sjálfu
sér ekki óskaplega mikil þar sem
Sigurður hefur notað sams konar
geometríu til að skapa myndheim
eða formheim og staðsett fígúrur
sínar innan hans. Án fígúranna ýk-
ir hann þó formin til muna og
dregur þau fram í forgrunninn
sem myndbyggingar. Sigurður er
þó fjarri konkret-geometríu Hjör-
leifs Sigurðssonar eða Þorvaldar
Skúlasonar þótt myndbyggingar
hans vísi til þess háttar málverka.
Hann hugsar geometríuna sem tví-
víða mynd af þrívídd frekar en
inngang inn í tærar huglægar
víddir eins og konkret-geometrían
gerir ráð fyrir og skapar sjón-
blekkingar eða fjarvíddarblekking-
ar, líkt og hann sé að sýna margar
hliðar á herbergi á einum tvívíðum
fleti. Við sjáum tilvísanir í síð-
kúbisma, op-list og Bauhaus í
þessum verkum Sigurðar og margt
minnir á listamenn snemm-ab-
straktsins, s.s. Finn Jónsson, Paul
Klee og Georgiu O’Keefe, svo ein-
hverjir séu nefndir. Afraksturinn
er fjölbreytt og áreynslulítil sýn-
ing sem þrælvirkar.
Franskt veggfóður
Margrét Jónsdóttir hefur haldið
á þriðja tug einkasýninga á Íslandi
síðan árið 1986 og er mér sér-
staklega minnistæð sýning hennar
í vestursal Kjarvalsstaða árið 1990
á málverkum í yfirstærðum. Mar-
grét sýnir þessa dagana 10 mynd-
verk undir yfirskriftinni „In Mem-
oriam“ í Listasafni Reykjanes-
bæjar, unnin með eggtemperu á
pappír. Myndefnið sækir hún í
franskt veggfóðurmynstur sem
vísar til skreytilistar og listiðnaðar
eða listframleiðslu. Ég býst við að
Hollendingurinn Daan Van Golden
eigi heiðurinn að fyrstu veggfóð-
urmálverkunum á sjöunda áratug
síðustu aldar og var það svar hans
við konkret-geometríu í Evrópu,
ekki ólíkt og Jasper Johns gerði
gagnvart abstrakt expressjónism-
anum í Bandaríkjunum þegar hann
málaði fána og landakort nokkrum
árum áður. Margrét á það hins
vegar skylt með Jasper Johns að
sækja í efnistök abstrakt expressj-
ónistanna þannig að vegurinn frá
slettumálverkum Jackson Pollocks
til veggfóðurmynda Margrétar er
ekki ýkja langur. Þessi aðferð veg-
ur upp á móti skrautlegu og lokk-
andi mynstrinu svo það virkar
stundum lífrænt, þ.e. rotnun, tær-
ing eða skemmdir.
Umgjörðin verður skúlptúrísk
og tengir mann enn frekar við ab-
strakt espressjónisma eftirstríðs-
áranna, þegar listamenn gengu að
málverkinu sem „objekt“ en ekki
bara mynd. Sá ljóður er á box-
unum að plexiglerið bylgjast und-
an skrúfunum sem halda þeim
saman, en að öðru leyti er fram-
setningin sannfærandi og sýningin
hin ágætasta. Eflaust besta einka-
sýningin sem Listasafn Reykja-
nesbæjar hefur boðið upp á síðan
Einar Garibaldi vígði sýningarsal-
inn í Duushúsi haustið 2002.
Óhlutbundið landslag
Ari Svavarsson er annar lista-
maður sem sækir í abstrakt ex-
pressjónísk efnistök en með til-
vísun í landslag eins og títt er á
meðal norrænna listmálara. Ari
heldur þessa dagana þriðju einka-
sýningu sína á jafnmörgum árum.
Nú í annað sinn í Galleríi Sævars
Karls. Alls sýnir hann 9 málverk
unnin með akríl og krít á MDF
plötur.
Ari er metnaðarfullur listmálari,
en honum hefur ekki tekist að
tengja sig fyllilega efni og aðferð.
Málverkin eru mikið hönnuð, með
„réttu“ pensilrákunum á „réttu“
stöðunum og efniskenndin dauf og
fjarlæg.
Það eru þó ýmis einkenni sem
liggja yfir myndunum og gott er
að staldra við hjá. Mýkt og hóg-
værð eru þar á meðal.
Eitt af verkum Sigurðar Þóris Sigurðssonar á sýning-
unni „Úr formheimi“ í Norræna húsinu.
Franskt veggfóður er uppistaðan í málverkum Mar-
grétar Jónsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar.
Hluti af umhverfi okkar
MYNDLIST
Norræna húsið
MÁLVERK
SIGURÐUR ÞÓRIR SIGURÐSSON
Opið frá kl. 12–17 alla daga nema mánu-
daga. Sýningu lýkur 13. júní.
Listasafn Reykjanesbæjar
MÁLVERK
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Opið alla daga frá kl. 13–17. Sýningu lýk-
ur 20. júní.
Gallerí Sævars Karls
MÁLVERK
ARI SVAVARSSON
Opið á verslunartímum. Sýningu lýkur
11. júní.
Jón B.K. Ransu
HANNA Dóra Sturludóttir sópran
og eiginmaður hennar Lothar Od-
inius tenórsöngvari flytja blandaða
efnisskrá þekktra sönglaga í
Stykkishólmskirkju kl. 20.30 í
kvöld, fimmtudagskvöld. Þau
Hanna Dóra og Lothar eru búsett í
Þýskalandi þar sem þau starfa sem
einsöngvarar við mörg af stærstu
óperuhúsunum auk þess sem þau
ferðast víða um heim og flytja list
sína. Sungin verða þekkt íslensk
sönglög eftir ýmis tónskáld auk
margra af fegurstu sönglögum
Schuberts. Þá verða sungin valin
lög úr Ítölsku ljóðabókinni eftir
Hugo Wolf en auk þess syngja þau
Hanna Dóra og Lothar nokkra dú-
etta eftir Schumann og úr Kátu
ekkjunni.
Meðleikari þeirra er Þórarinn
Stefánsson.
Söngvar Schu-
berts í Stykk-
ishólmskirkju
Það er Vladimir Ashkenazy,heiðursstjórnandi Sinfón-íuhljómsveitar Íslands,sem heldur um tónsprot-
ann á lokatónleikum starfsárs
hljómsveitarinnar, en þeir fara fram
í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Á efn-
isskránni eru þrjú verk eftir Igor
Stravinsky, fyrir hlé eru það Pulc-
inella og Eldfuglinn sem stíga á svið,
en eftir hlé tekur Vorblótið völdin.
Rússnesk áhrif
Verkin þrjú eru öll ballettverk,
samin af Stravinsky fyrir Sergei
Diaghilev og ballettflokk hans, Ball-
ets Russes. Þau voru frumflutt í
París á árunum 1909–1920. „Ég hef
margoft stjórnað þessum verkum
áður,“ segir Ashkenazy í samtali við
Morgunblaðið. „En ég hef aldrei
gert þau með ballettunum við. Hins
vegar hef ég nokkrum sinnum séð
ballettuppfærslur á bæði Eldfugl-
inum og Vorblótinu í Covent Garden
í London og man að ég var mjög
hrifinn. Ég sá Eldfuglinn líka í
Moskvu eitt sinn. Þá dansaði Maya
Plisetskaya Eldfuglinn, sem var
mögnuð upplifun.“
Að sögn Ashkenazy byggjast verk
Stravinskys á rússneskri tónlistar-
hefð, þótt hann noti aldrei bein stef
úr þjóðlögum í verkunum. „Strav-
insky var ótrúlega snjall maður.
Hann þekkti stef og tónsetningu
rússneskra þjóðlaga afar vel og það
kemur glögglega fram í verkum
hans, þó að hann notaði þau aldrei
með beinum hætti í verkum sínum.
Takturinn, notkun þagna og fraser-
ingarnar hljóma afar rússneskar.“
Vorblótið hefur verið kallað lyk-
ilverk í tónlistarsögunni og sumir
hafa þá skoðun að þar sé um að ræða
áhrifamesta tónverk 20. aldarinnar.
Það var þó afar umdeilt á sínum
tíma. „Já, það var mikil uppreisn
fyrsta kvöldið þegar það var frum-
flutt í París með Diaghilev. Áheyr-
endur púuðu það niður, bæði vegna
dansanna og tónlistarinnar – þeir
hreinlega náðu því ekki. Diaghilev
var hins vegar hæstánægður með
móttökurnar, hugsaði með sér að
þetta væri einmitt það sem hann
þyrfti – skandal – því þá kæmu allir
næsta kvöld. Það varð líka raunin,
og þá sló það í gegn.“
Það var Pierre Monteux sem
stjórnaði frumflutningnum á sínum
tíma og sagði Stravinsky síðar að sér
líkaði best við verkið í flutningi hans.
„Monteux var frábær stjórnandi, en
hann var mjög ungur þegar hann
frumflutti verkið. Ég sá hann árið
1957, held ég, þegar hann stjórnaði
Boston-sinfóníuhljómsveitinni í
Moskvu. Hann var lágvaxinn og
þéttur, með stórt yfirvaraskegg,“
segir Ashkenazy og teiknar yf-
irvaraskegg á sjálfan sig með hönd-
unum. „Hann var mjög eft-
irminnilegur.“
Sinfónía í fínu formi
Ashkenazy segir Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í afar góðu
formi þessa dagana, en hann stjórn-
aði henni síðast í fyrra, við upp-
færslu á Dream of Gerontius eftir
Edward Elgar. Enda er full þörf á
þessu góða formi, þar sem þau vinna
um þessar mundir einnig að upp-
tökum á öllum þremur verkunum
undir stjórn Ashkenazy. „Hljóm-
sveitin stóð sig mjög vel í fyrra líka,
en verk Elgars er ekki virtúósískt
stykki eins og verk Stravinsky. Ég
vissi ekki hvernig hljóðfærarleik-
ararnir myndu höndla þau, en
frammistaðan hefur verið fyrsta
flokks. Taktskiptin í Vorblótinu eru
mjög erfið og hljómsveitarmeðlimir
þurfa að fylgjast afar vel með, og
það hefur gengið eins og smurt. Ég
er mjög ánægður,“ segir hann og
hlær við. „Þetta hefur gengið svo
hratt og vel. Ég vildi óska að aðrar
hljómsveitir væru eins og þessi, ég
segi það satt.“
Það eru einungis örfá sæti laus á
tónleikana í kvöld, og telur Ashken-
azy að allir muni fá eitthvað fyrir
sinn snúð. „Þeir sem vita lítið um
tónlist munu njóta sérstaklega
tveggja fyrri verkanna. Fólk sem
veit mikið um tónlist mun hrífast af
því hvernig eitt tónskáld getur sam-
ið verk sem gætu verið samin af
þremur ólíkum manneskjum.
Hvernig það er hægt, veit ég ekki.
Þetta verða því skemmtilegir tón-
leikar fyrir alla, enda er tónlistin að-
gengileg, sérstaklega fyrstu tvö
verkin. Vorblótið er barbarískt, en
það tekur mann slíku hálstaki að
maður missir alla stjórn og ég held
að allir hafi gaman af því.
Ég hlakka síðan mikið til að bygg-
ingu Tónlistarhússins ljúki. Það er
núna sagt að það verði árið 2009,
trúirðu því að það séu fimm ár til
viðbótar?“ segir hann og andvarpar.
Morgunblaðið/Jim Smart
„Þetta verða skemmtilegir tónleikar fyrir alla, enda er tónlistin aðgengi-
leg, sérstaklega fyrstu tvö verkin. Vorblótið er barbarískt, en það tekur
mann slíku hálstaki að maður missir alla stjórn og ég held að allir hafi gam-
an af því,“ segir Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, sem stjórnar sveitinni á lokatónleikum vetrarins í Háskóla-
bíói kl. 19.30 í kvöld. Á tónleikunum verða flutt verkin Pulcinella,
Eldfuglinn og Vorblótið eftir rússneska tónskáldið Igor Stravinsky.
Hinn afar snjalli
Stravinsky
ingamaria@mbl.is