Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
L
eikfélag Reykjavíkur og Íslenski
dansflokkurinn efna til dansleik-
húskeppni á Stóra sviði Borg-
arleikhússins í kvöld og er þetta í
annað sinn sem slík keppni er
haldin. Fyrr í vetur var auglýst eftir hug-
myndum að nýjum dansverkum og sérstaklega
óskað eftir því að verkin væru fyrir blandaðan
hóp leikara og dansara og að látið væri reyna á
landamæri listgreinanna. Tuttugu og fimm
hugmyndir bárust og voru níu þeirra valdar til
áframhaldandi þróunar. ÍD og LR veittu höf-
undunum liðsauka, æfingaaðstöðu og tækni-
hjálp og fékk hver höfundur tuttugu og fimm
klukkustundir til æfinga á tíu mínútna dans-
verki. Stór hópur lista- og leikmanna fara með
hlutverk í dansverkunum níu, því samtals
munu um 120 manns stíga á svið í kvöld.
Fyrsta verk kvöldins er Dagur í frystihús-
inu eftir Höllu Ólafsdóttur dansara og Ilmi
Kristjánsdóttur leikkonu. Aðspurðar segja
þær verkið að nokkru leyti byggjast á per-
sónulegri reynslu, enda hafi þær báðar unnið í
frystihúsi um tíma. „Þannig má segja að per-
sónur verksins séu innblásnar af þeim týpum
sem við kynntumst í frystihúsinu,“ segir Halla
og Ilmur bætir við: „Okkur fannst líka spenn-
andi að vinna með hreyfimunstur verksmiðju-
vinnunnar, þannig að það má segja að frysti-
húsið hafi veitt okkur innblástur á margan
hátt.“
Í fyrra áttu tveir bræður verk í keppninni, í
ár eru það þrjár systur, því þær Arnbjörg Hlíf,
Ólöf Sigríður og Arna Guðný Valsdætur semja
og dansa verkið Sjá augu mín einsog þín, syst-
ir, en leikstjórn er í höndum Steinunnar
Knútsdóttur. Að sögn Arnbjargar höfðu þær
systur oft rætt um að gera eitthvað saman og
þegar auglýst var eftir hugmyndum í dansleik-
húskeppninni fannst þeim þetta kjörið tæki-
færi. Allar koma þær systur úr sviðslistunum,
Arnbjörg er leikkona, Ólöf söngkona og Arna
fjöllistakona. „Þegar við fórum að ræða málin
þá áttuðum við okkur á því að á sextán ára
tímabili höfðum við allar unnið með Steinunni
og því fannst okkur kjörið að fá hana til liðs við
okkur,“ segir Arna, en að sögn Steinunnar er
þetta sannkölluð systrasýning, þar sem hún er
unnin af systrum um systur. „Þannig má segja
að við vinnum á abstrakt hátt með þá orku sem
skapast þegar hópur, sem þekkist jafn náið og
við, hittist. Við leikum okkur líka með þau lík-
indi og ólíkindi sem finna má í slíkum hóp,“
segir Arna og bendir á þá staðreynd að þær
systur eru sífellt að verða líkari hver annarri
með aldrinum.
Texti leiðir af sér hreyfingu
Í verki sínu Hamlet – Superstore er Bergur
Þór Ingólfsson leikari að vinna með hið kunna
verk Shakespeares. „Ég veit ekki alveg hvern-
ig ég á að lýsa verkinu. Þetta er bara dansleik-
hús þar sem maður reynir að láta leikhúsið
mæta dansinum. Þannig má segja að við séum
ekki bundin af neinu nema frelsinu til að gera
það sem okkur langar.“ Að sögn Bergs lét
hann hópinn æfa textabúta úr Hamlet og fara
síðan í rannsóknarleiðangra til að skoða og
taka upp það sem gerðist í kælum stórversl-
ana. „Síðan lékum við þennan búðartexta með
undirtexta Hamlets, en það er afar merkilegt
að skoða hvað setning á borð við: „Er afsláttur
af þessu við kassann?“ getur orðið margræð ef
maður hefur annan undirtexta, t.d. ef sonur
segir þetta við móður sína í umræðunni um
skilnað.“
Peter Anderson danshöfundur segist í verki
sínu Detached vera að skoða samband sjón-
varpsáhorfenda við sjónvarpið og þær fréttir
sem þar er að sjá, t.d. af gangi mála í stríðs-
rekstri Bandaríkjamanna. „Ég leyfi mér að
blanda saman þessum ólíku hugmyndum og er
því spenntur að sjá hvernig það muni verka á
áhorfendur, því sjálfur hef ég í raun enga hug-
mynd hver útkoman verður. En það er líka af-
ar spennandi.“ Spurður hvort sjá megi verkið
sem pólitískt svarar Peter því til að það hafi í
sjálfu sér aldrei verið markmið hjá sér að gera
pólitískt verk. „En raunar held ég að það sé
erfitt að takast á við þetta málefni og gera því
skil án þess að verða sjálfur á ein-
hvern hátt hlutdrægur og án þess að
verkið virki pólitískt.“ En finnst Pet-
er að listin eigi að endurspegla sam-
félagið? „Að mínu mati er list bara
tjáning á manni sjálfum og ef eitt-
hvað særir þig eða angrar þá ættir þú
að tjá það í list þinni. Oft á tíðum held
ég að listamenn séu einmitt einna
fyrstir til að tjá nýjar hugmyndir,
enda hafa þeir oft mun meira frelsi að
tjá sig og sína líðan.“
Síðasta verkið fyrir hlé nefnist
Flugur og er eftir Aðalheiði Hall-
dórsdóttur dansara. Aðspurð segir
hún kveikjuna að verkinu tvíþætta.
„Annars vegar voru það tónleikar
sem ég upplifði þar sem mér gafst
kostur á að fylgjast grannt með tón-
listarmönnunum spila og skoða
hvernig áhrif tónlistin hafði á þá.
Hins vegar sá ég leiksýningu þar sem
leikkona flutti eintal sem ég upplifði
svo líkamlega, og mér fannst hún
raunar gera það líka, þannig að ég
beið alltaf eftir því að hún færi að
dansa, sem hún gerði náttúrlega ekki.
Mig langaði því að skoða hvernig
texti getur haft áhrif á líkama okkar
og framkallað ákveðnar hreyfingar.“
Birna Hafstein leikkona og Svein-
björg Þórhallsdóttir dansari eru höf-
undar að verkinu Bravó elskan! Að-
spurðar segjast þær stöllur ekki geta
gefið of mikið upp um verkið þar sem
það eigi að koma áhorfendum á óvart.
Það eina sem þær vilja gefa upp
er að verkið gerist inni á sam-
kvæmisdansanámskeiði. „Okkur
fannst samkvæmisdansanámskeið
einfaldlega svo skemmtilegt konsept,
því þar ríkir svo gífurleg jákvæðni auk þess
sem þetta er heimur glimmers og glamúrs,“
segja þær Birna og Sveinbjörg, en taka fram
að í verkinu megi vissulega finna vissan brodd
og sterka samfélagsádeilu.
Höfundar leggja sjálfa sig að
veði í verkum sínum
Augnablik nefnist verk Kolbrúnar Halldórs-
dóttur, leikstjóra og alþingismanns, en í því er
augnablikinu, þegar fyrsta sprengjan var
sprengd við árbakka Jöklu við Kárahnjúka
þann 13. mars 2003, lýst. „Þetta var augnablik
þar sem náttúran, sem hafði fengið að vera í
friði og ró, fengið að lifa á sínum hraða og sín-
um tíma í þúsundir ára, var rifin upp af
mannavöldum á einstaklega brútalan hátt.“
Tónlistin í verkinu er í höndum Ragnhildar
Gísladóttur og Andri Snær Magnason smíðaði
orðaforða sem hann sækir í smiðju Gunnars
Gunnarssonar skálds. Meðal þess sem fyrir
augu ber í verkinu er myndbandsverk eftir
Gideon Kiers þar sem hann vinnur með ljós-
mynd eftir Ragnar Axelsson (RAX), sem hann
tók á fyrrnefndu augnabliki, og myndskeið eft-
ir Hjalta Stefánsson. „Það má kannski segja að
þessi ljósmynd Raxa hafi umfram allt verið
kveikjan að verkinu, því þegar horft er á
myndina sjást ótal andlit í klettunum. Þannig
er eins og bergþursarnir séu að vakna eftir
sinn rólega þúsund ára svefn.“
Aðspurð segir Kolbrún auðveldara að tjá
upplifun náttúrunnar í dansverki heldur en
hefðbundnu leikverki. „Því í dansverki getur
þú notað hluti sem eru fullkomlega abstrakt til
að tjá tilfinningu sem er ekki einu sinni mann-
leg.“ Spurð hvort sér finnist mikilvægt að listir
endurspegli samfélagið og pólitíkina svarar
Kolbrún því játandi. „Mér finnst það bæði
nauðsynlegt og einnig mjög spennandi. Raun-
ar finnst mér þetta vera vannýtt auðlind, þ.e.
hvernig listin getur tekið þátt í samfélags-
umræðunni og tekið afstöðu, í stað þess bara
að sýna á hlutlausan hátt.“
Rebekka Austmann Ingimundardóttir leik-
ari, leikmynda- og búningahönnuður, segist í
verki sínu X² vera innblásin af hegðun og hug-
renningum fólks sem er að taka próf. „Þó er ég
sérstaklega innblásin af hegð-
unarmunstri og upplifunum les-
blindra.“ Að sögn Rebekku er hún í
verkinu að vinna með form sem hún
hefur verið að vinna með erlendis að
undanförnu, þó vissulega sé dansinn
mun fyrirferðarmeiri í þessu verki.
Hún segist alltaf sjá bæði leikmynd
og búninga fyrir sér þegar hún skrif-
ar verk, enda er hún vön að hanna allt
sem eina heild. Auk Rebekku koma
þau Peter J. Charlton og Aina Harre
að verkinu, þar sem Charlton er höf-
undur tónlistarinnar og Harre gerði
myndbandsverkið sem sjá má, en
saman starfrækja þau þrjú hönn-
unarhópinn View and Listen í Hol-
landi. „Við vinnum mjög mikið saman
úti og mér fannst því afar skemmti-
legt að fá þau hingað til lands til að
vinna þetta verkefni.“
Lokaverkið á dagskránni nefnist
Komið og dansið: A Found Object og
er eftir þá Jón Atla Jónasson og Stef-
án Jónsson, unnið í samvinnu við fé-
laga úr danshópnum Komið og dans-
ið. Að sögn Stefáns var kveikjan að
verkinu þau sterku hughrif sem hann
varð fyrir þegar hann sá danshópinn
Komið og dansið sýna á Ingólfstorgi,
en Komið og dansið er samtök áhuga-
fólks um almenna dansþátttöku á Ís-
landi. „Mér fannst eitthvað svo mikla
dramatík og dýnamík að finna í þess-
um hópi sem virkaði mjög sterkt á
mig. Mér finnst einnig eiga vel við í
þessari dansleikhúskeppni að fá til
þátttöku raunverulegar persónur og
leikendur í lífsins ólgusjó,“ segir
Stefán og tekur fram að þeir Jón Atli
leggi sjálfa sig að veði í verkinu því
þeir dansa með hópnum og hafa því verið á
stífum æfingum með hópnum að undanförnu.
Líkt og í síðustu keppni verða veitt fern
verðlaun. Fimm manna dómnefnd veitir þrenn
verðlaun en að auki verða veitt sérstök áhorf-
endaverðlaun, því í kvöld gildir leikhúsmiðinn
einnig sem kjörseðill. Dómnefndin er skipuð
þeim Linus Tunström leikstjóra sem er for-
maður dómnefndar, Halldóri Gíslasyni arki-
tekt og deildarforseta hönnunar- og arkitekt-
úrdeildar LHÍ, Heide Salzer danshöfundi,
Helenu Jónsdóttur danshöfundi er hlaut
fyrstu verðlaun í keppninni fyrir ári og Þór-
hildi Þorleifsdóttur leikstjóra. Að verðlaunaaf-
hendingu lokinni verður boðið upp á dansleik
fyrir alla viðstadda í forsal Borgarleikhússins
þar sem DJ Sóley mun sjá um að halda uppi
fjörinu. Kynning keppninnar er í höndum leik-
kvennanna Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og
Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, en þess má
að lokum geta að dansleikhúskeppnin er hald-
in í samstarfi við spron og nb.is.
Leikhúsið mætir dansinum
Önnur dansleikhúskeppni
Leikfélags Reykjavíkur og
Íslenska dansflokksins
verður haldin á Stóra sviði
Borgarleikhússins í kvöld.
Silja Björk Huldudóttir leit
inn á æfingu og tók danshöf-
unda verkanna níu tali.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Peter Anderson og Katrín Ingvadóttir í góðri sveiflu í Bravó elskan! eftir Birnu Hafstein og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur.
Þór Tulinius tekst á við prófkvíða í dansleikhúsverki sem höf-
undurinn, Rebekka A. Ingimundardóttir, nefnir X².
silja@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK