Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
" # $
!
!
% &
"
$ ! "
$ '
!
"
# $ %
( )*+ ,-.- !
+/-- ,/-- 0
"! /
1 &'( % # ( #
)
*+& , - , ./0+1&
$
!
,/-- 2
3/-- 4
.5 --- 2
- , ./0+1&
$
!
3/-- 2
*/.- 4
) --- 2
./0+1&
.
' 66 !
*/.- 2 5-/-- 4
5 --- 2
0(789:; 2 <=%>:7 2 ?@8(7A74 2 @0B987 2 %;874:;
Í TENGSLUM við Borgfirð-
ingahátíð, sem stendur yfir nú um
helgina, verður efnt til Sagnahátíð-
ar til heiðurs skáldinu og sagna-
manninum Agli Skallagrímssyni.
Hátíðin hefur hlotið heitið „Sagna-
hátíð Egils“ og verður haldin í
fyrsta sinn.
Haldin verða tvö sagnakvöld í
héraðinu og munu kunnir sagna-
menn frá Orkneyjum (Tom Muir),
Hjaltlandseyjum (Lawrence Tull-
och) og Skotlandi (Heather Yule og
Bob Pegg), auk heimamanna og Ís-
lendinga úr öðrum héruðum eða
landsfjórðungum, stíga á stokk og
segja sögur.
Á föstudagskvöld hefst dagskráin
kl. 20.30 á Búðarkletti í Borgarnesi.
Sagnamenn láta vaða á súðum á
sagnalofti á Búðarkletti. Einnig
verður opin mælendaskrá fyrir
heimamenn. Stjórnandi er Páll S.
Brynjarsson.
Á laugardagskvöld hefst dag-
skráin kl. 20.30 í Lyngbrekku. Auk
sagnanna mun Steindór Andersen
kveða að fornum sið við undirleik
Moniku Abendroth hörpuleikara.
Hluti hátíðarinnar fer fram á
ensku. Stjórnandi er Gísli Ein-
arsson útilegumaður.
Undanfari Sagnahátíðar
Sumarið 2001 lauk formlega Evr-
ópu- og nýsköpunarverkefninu
„Endurreisn sagnalistar“ (Storytell-
ing Renaissance) sem hafði verið í
gangi á Vesturlandi um hríð. Þetta
var samstarfsverkefni Íslands,
Þýskalands, Skotlands og Grikk-
lands undir stjórn Rögnvaldar Guð-
mundssonar ferðamálafræðings.
Í tengslum við verkefnið voru
haldin sagnakvöld og námskeið um
söfnun sagna. Eftir það hefur um
600 sögum af Vesturlandi verið
safnað úr rituðum heimildum og
sagnahópar verið stofnaðir víða.
Storytelling-verkefnið þótti vel
heppnað og voru í framhaldi af því
haldin sagnanámskeið, sagna-
mannaþing og sagnakvöld í Reyk-
holti sumarið 2002.
Sagnamenn sameinast
á hátíð í Borgarfirði
Bob Pegg, sagnamaður frá Skotlandi, er gestur hátíðarinnar.
SÆNSKA félagið á Íslandi sýnir
lofsvert frumkvæði í því að flytja
inn barnaleiksýningu fyrir sænsku-
mælandi ungviði á Íslandi, og aðra
svo sem líka, þó efni verksins sé að
þessu sinni nátengt tungumálinu,
nefnilega bókstöfunum og þeirri
hættu sem þeim stafar af óprúttn-
um nafnlausum misindismönnum.
Hans „Hasse“ Alfredson er gríð-
arlega afkastamikill og fjölhæfur
listamaður, en sýningin er sam-
kvæmt leikskrá byggð á bók eftir
hann þar sem glæpadrottning
hyggst þurrka út stafrófið og ná
þannig allsherjarvaldi í heiminum,
þó að ekki sé alls kostar ljóst
hvernig eitt leiðir af öðru í því
sambandi. Sem betur fer eru skyn-
söm stelpa og snjall uppfinninga-
maður með á nótunum og tekst að
hindra misindismennina, um það
fjallar sagan.
Ekki er ljóst hvort það er hug-
mynd höfundar eða leikgerðarfólks
að ramma söguna inn í einhvers
konar vísindaskáldsöguheim, þar
sem áhorfendur ganga inn í stórt
tjald, „minnisvél“, þar sem sagan
er sögð í endurliti. Allavega var
þessi rammi dálítið fyrirferðarmik-
ill miðað við mikilvægi og í raun
allsendis óþarfur, þó að umgjörðin
og leikmunir allir væru afar vand-
aðir og á köflum giska sniðugir –
raunar það besta við sýninguna.
Lýsingin í tjaldinu var á hinn bóg-
inn alveg afleit og undir hælinn
lagt hvort andlit leikaranna sáust,
sem er miður þegar verið er að
segja sögu.
Og þó að mikið væri greinilega
lagt í sýninguna verður því miður
að segjast að hún náði ekki að
heilla þennan áhorfanda. Til þess
var efnið of langsótt án þess að
vera sérlega sniðugt, og það sem
verra var, leikhópurinn of daufur
til að halda athygli og einbeitingu í
gegnum sýninguna. Sýningin
byggist á sterkri stílfærslu í hreyf-
ingum og útliti sem mestanpart
var örugg en þar fyrir utan vantaði
innlifun, orku og fókus í ætlun og
nærveru persónanna. Of oft komu
viðbrögð of snemma, of oft var
kæruleysi í tengslum hópsins við
áhorfendur. Sérstaklega var
glæpakvendið markað þessu, sem
kom mjög niður á spennustigi sýn-
ingarinnar. Mest var gaman að
stelpunni, en heilt yfir vantaði sár-
lega leikgleði, tilfinningu fyrir þörf
fyrir að miðla þessari sögu. Það er
stór krafa, en því miður alger lág-
markskrafa.
Allt stafrófið
er svo læst
LEIKLIST
Profil-leikhúsið frá Umeå
Höfundur: Kristina Kalén og Maria West-
in eftir sögu Hans Alfredson. Leikstjóri:
Maria Westin, útlit: Ulla Karlsson, tón-
list: Henrik Andrsson, leikendur: Sofia
Westlund, Daniel Rudestedt, Jan Karls-
son og Benedicte Stendal Hansen.
VARFÖR ÄR DET SÅ ONT OM Q?
Þorgeir Tryggvason
TVEIR norðlenskir karlakórar eru
nú að ljúka söngferðum erlendis.
Karlakórinn Heimir í Skagafirði er
á ferðalagi um Skotland og Karla-
kór Eyjafjarðar í Danmörku.
Heimismenn hófu ferð sína um
síðustu helgi með tónleikum á Há-
landahátíðinni í Inverness, sem er
árleg listahátíð í skosku hálöndun-
um. Sungið var fyrir fullu húsi í
gömlu Hákirkjunni á laugardag og
rann allur ágóði af tónleikunum til
styrktar langveikum börnum í
Inverness. Nokkurs konar auka-
tónleikar fóru svo fram daginn eft-
ir við messu í kirkju í smáþorpi í
hálöndunum, þar sem sr. Svein-
björn Bjarnason hefur þjónað til
margra ára. Var Sveinbjörn einn
fararstjóra í ferð Heimis um Skot-
land. Skagfirskir söngmenn hófu
síðan upp raust sína á hádegistón-
leikum í St. Giles dómkirkjunni í
Edinborg. Fengu Skotar að heyra
úrval þeirra laga sem Heimismenn
höfðu á vetrardagskrá sinni. Með í
för voru makar kórmanna, alls
nærri 70 manns, en stjórnandi
Heimis er Stefán R. Gíslason og
undirleikari Thomas Higgerson.
Svipaður fjöldi var í ferð Karla-
kórs Eyjafjarðar til Danmerkur,
sem lýkur í dag. Fyrst var sungið í
Scandinavian Center í Árósum, síð-
an í Hörsens og loks í Kaupmanna-
höfn á mánudags- og þriðjudags-
kvöld. Seinni tónleikarnir þar í
borg voru á vegum Færeyinga-
félagsins í Kaupmannahöfn.
Stjórnandi kórsins er Petra Björk
Pálsdóttir og undirleikur í höndum
hljómsveitar sem Daníel Þorsteins-
son píanóleikari stýrir.
Meðal einsöngvara í ferðinni
voru Haraldur Hauksson, Snorri
Snorrason og Stefán Birgisson.
Var góður rómur gerður að söng
þessara norðlensku karlakóra, sem
luku um leið sínu blómlega vetr-
arstarfi.
Norðlenskir karlakórar
í söngferðum erlendis
Kling & Bang-gallerí
Sýning Davids Askevold,
„Two Hanks“, hefur verið
framlengd til 13. júní.
Opið fmmtudaga til sunnu-
daga kl. 14–18 eða eftir sam-
komulagi.
Sýning
framlengd