Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HROSS og folöld sleiktu s ina við bæinn Raufarfell v Kaldaklifsá undir Eyjafjö um, skammt frá Skógum, gær og virtust kunna vel meta. Í það minnsta ráku nokkrir hestanna upp hro hlátur, að því er virðist af efnislausu, og folöld migu loftið þegar ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af myndum. Það er stuttur þráðurin milli folalda og hryssnann þessum tíma árs. Fjögur tveggja og þriggja vikna öld voru á túnfætinum við Raufarfell í gær, og hviku ekki frá mæðrum sínum. Að sögn Þorvaldar Þor grímssonar, bónda á Rauf arfelli, er von á tveimur f öldum til viðbótar og eru hryssurnar komnar að þv kasta og hafðar neðan veg arins, fjarri stóðhestunum Af Gnúpakotskyni Þorvaldur segir hesta s af góðu kyni, svonefndu Gnúpakotskyni sem hafi h ist lengi innan ættarinnar „Afi minn sem bjó á Þor valdseyri átti þessi hross kynið hefur þróast út frá þeim,“ segir hann með sto en afi hans og nafni var Þ valdur Björnsson bóndi. „Það er mikið haldið í þ kyn,“ segir hann. Um 50 hross eru á bænu Eyjafjöllin í baksýn. Hlegið að einhverju? Hestar og folöld bregða á leik MIKILVÆGUR ÁFANGI Samþykkt Öryggisráðs Samein-uðu þjóðanna á tillögu Banda-ríkjamanna og Breta um fram- tíð Íraks er mikilvægur áfangi í átt til varanlegs friðar og lýðræðislegra stjórnarhátta í landinu. Það er já- kvætt að þjóðir sem tekist hafa á um málefni Íraks undanfarin misseri skuli nú hafa náð saman um næstu skref í enduruppbyggingu landsins. Ályktun öryggisráðsins viðurkenn- ir fullveldi bráðabirgðastjórnarinnar sem tekur við völdum í Írak í lok þessa mánaðar og heimilar veru fjöl- þjóðlegs herliðs í landinu, sem gæta mun öryggis í umboði Sameinuðu þjóðanna. Undanfarnar vikur hafði ágrein- ingur staðið um ákveðna þætti álykt- unarinnar, en eftir að málamiðlun náðist á þriðjudag var hún samþykkt af öllum ríkjunum fimmtán sem sæti eiga í öryggisráðinu. Frakkar og fleiri þjóðir kröfðust þess að íraska bráðabirgðastjórnin hefði einhvers konar neitunarvald um aðgerðir er- lendra hersveita í landinu, en Banda- ríkjastjórn lagðist gegn því að minnst væri beinum orðum á neitunarvald í ályktuninni. Niðurstaðan varð sú að í ályktun öryggisráðsins er kveðið á um að hafa verði náið samráð við bráðabirgðastjórnina vegna hernað- araðgerða. Með samkomulaginu á þriðjudag má segja að tekist hafi að einhverju leyti að brúa þá gjá sem myndaðist milli hernámsveldanna og annarra ríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu vegna innrásarinnar í Írak fyrir rúmu ári. En jafnframt er ljóst að ályktun öryggisráðsins er enginn endapunkt- ur. Það er enn langt í land að friður og stöðugleiki sé tryggður í Írak. Sú bráðabirgðastjórn sem tekur við völdum 30. júní næstkomandi mun starfa fram í janúar á næsta ári, en þá fara fram kosningar til þings, sem skipa mun ríkisstjórn er hafa mun það verkefni að semja nýja stjórnar- skrá Íraks. Stefnt er að því að kosið verði aftur til þings, á grundvelli hinnar nýju stjórnarskrár, í desem- ber 2005 og að ný ríkisstjórn hafi tek- ið við völdum fyrir lok ársins. Það er afar mikilvægt að samstaða ríki á alþjóðavettvangi um uppbygg- inguna í Írak. Næstu mánuðir og ár verða viðkvæmur tími og margar hindranir eru enn í veginum. En sá vaxandi samhljómur sem nú er með sjónarmiðum hernámsveldanna og al- þjóðasamfélagsins hlýtur að gefa til- efni til aukinnar bjartsýni. PYNTINGAR ALDREI RÉTTLÆTANLEGAR Stutt er síðan Donald Rumsfeld,varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, átti mjög í vök að verjast eftir að upp komst um pyntingar og nið- urlægingu á íröskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu. Var framferði Bandaríkjamanna gegn föngum í þeirra vörslu fordæmt um heim allan, á sama tíma og bandarísk stjórnvöld kepptust við að sannfæra umheiminn um að óhæfuverkin væru undantekn- ingar en hvorki kerfisbundinn verkn- aður né venja. Nýjar upplýsingar benda þó eindregið til þess að slíkar afsakanir hafi verið hreinn og klár fyrirsláttur og ríkisstjórn Bandaríkj- anna hafi vísvitandi gengið á svig við alþjóðalög og reynt að færa sönnur á það að Bandaríkjaforseti væri ekki bundinn af lögum eða sáttmálum er koma eiga í veg fyrir pyntingar ef þjóðaröryggi væri í veði. Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær kom fram að aðstoðardómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, Jay Baybee, undirritaði skjal þar sem segir að „séu pyntingar rökstuddar sem „nauðsyn og sjálfsvörn“, kunni það að vera næg réttlæting og koma í veg fyrir, að unnt sé að sækja menn til saka fyrir þær. Megintilgangur þeirra væri þá að koma í veg fyrir aðrar árásir al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna á Bandarík- in“, eins og segir í fréttinni. Þær upp- lýsingar liggja einnig fyrir að skjal sem bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið gekk frá fyrir rúmu ári, miðar að því að leggja lagalegan grunn að „frá- brugðnum yfirheyrsluaðferðum“ og að þar hafi því verið haldið fram að innlend lög og alþjóðleg verði að víkja fyrir valdi forsetans á stríðstímum og jafnframt að lög frá 1994, er banna bandarískum hermönnun að pynta fanga hvar sem er í heiminum, nái ekki til bandarískra hermanna í Guantanamo á Kúbu. Fréttir af slíkum hártogunum og siðferðilegum tvískinnungi eru mál- stað Bandaríkjanna ekki til fram- dráttar. Það stórveldi er kynnti sig til leiks á spjöldum sögu tuttugustu ald- ar sem málsvari frelsis, lýðræðis og réttlætis öllum til handa getur aldrei réttlætt pyntingar. Hvorki í þágu ör- yggis eigin borgara né þróunar lýð- ræðis í heimsbyggðinni – og gildir þá einu hvort um er að ræða stríð gegn hryðjuverkum eða annarri ógn. Eins og bent var á í forystugrein í The Washington Post í gær er hvorki til siðferðileg né lagaleg réttlæting fyrir slíkum hugmyndum, enda minnir slík „röksemdafærsla á stjórnarhætti glæpamanna og einræðisherra um heim allan sem leggja blessun sína yf- ir pyntingar vegna „þjóðaröryggis“.“ Í forystugrein The New York Times í gær er ekki síður farið hörðum orðum um ríkisstjórn Bush vegna þessa máls, en þar eru leiddar líkur að því að óhæfuverkin í Abu Ghraib hafi ein- mitt sprottið upp úr jarðvegi er ein- kennist af „siðferðilega vafasömum hugsunarhætti hvað lagalega henti- stefnu og skeytingarleysi um eðlilega hegðun varðar, og alið er á í efsta lagi stjórnsýslunnar“. Þau ríki sem eru í forystuhlutverki í heiminum, og þar fara Bandaríkin fremst í flokki, verða að standa undir þeim siðferðilegu skyldum sem al- þjóðasamfélagið hefur sameinast um, ekki síst í jafn veigamiklum grund- vallaratriðum og mannréttindum og mannúðlegri meðferð fanga. Fram- ferði á borð við það sem hér um ræðir vinnur beinlínis gegn öryggi Banda- ríkjanna, og reyndar alls hins vest- ræna heims, þar sem það elur óhjá- kvæmilega á því hatri sem einmitt er vatn á myllu hryðjuverkamanna um þessar mundir og helsta réttlæting þeirra voðaverka. TILLÖGUR framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins um tímabundnar verndaraðgerðir gagnvart innflutningi á eldislaxi verða ræddar á fundi aðildarríkjanna í Brussel í dag. Tillagan gerir ráð fyrir að lagður verði tollkvóti á inn- flutning á eldislaxi frá ríkjum utan ESB. Í Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, segir að líklegt sé að ESB leggi til kvóta á fundinum. Fram kemur í vefritinu að samkvæmt heim- ildum viðskiptaskrifstofunnar muni fram- kvæmdastjórn ESB leggja til að Noregi verði úthlutað um 186.338 tonna tollkvóta, Færeyjum verði úthlutað 25.261 tonns kvóta en önnur ríki muni deila með sér 22.401 tonns kvóta. Ísland sé í þeim hópi ásamt Bandaríkjunum, Kanada og Rússlandi. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir því að verndaraðgerðirnar nái til innflutnings til ESB-ríkja frá þróunarríkjunum. Framkvæmdastjórn ESB getur einungis lagt til tímabundnar aðgerðir, eða í 200 daga, en síðan verður að koma til kasta ráðherraráðs- ins. Að undanförnu hefur orðið talsverð aukning á útflutningi á eldislaxi frá Íslandi til markaða ESB. Viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneyt- isins segir að erfitt sé að meta hvaða áhrif til- laga framkvæmdastjórnarinnar hafi á útflutn- ing á eldislaxi héðan þar sem Ísland muni deila útflutningskvóta með öðrum ríkjum. Því sé óljóst hversu stór hluti kvótans muni renna til Íslands. Hins vegar hafi embættismenn framkvæmdastjórnar ESB gefið í skyn að undanskilja megi stóran hluta af útflutningi frá Kanada og Bandaríkjunum frá vernd- araðgerðum. Verði sú raunin sé hugsanlegt að stærri hluti tollkvótans geti runnið til ís- lenskra útflytjenda. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að hugsanlegar verndaraðgerðir gegn innflutn- ingi á eldislaxi samræmist hvorki EES- samningnum né samningi Alþjóða við- s H m l v j f s h s b f í s n m þ l n l ESB gæti lagt toll á eld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.