Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 40

Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður KristínHalldórsdóttir fæddist í Keflavík 18. nóvember 1960. Hún andaðist á Landspít- alanum 2. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Halldór Alfreðsson, f. 22. apr- íl 1929, d. 15. október 2003, og Birna Fjóla Valdimarsdóttir, f. 19. mars 1932. Systk- ini Sigríðar Kristínar eru: Sigrún Halldórs- dóttir, f. 24. júlí 1954, maki hennar er Jó- hann Hjaltason, f. 30. júlí 1966, sonur Sigrúnar er Egill Arnars- son, f. 22. ágúst 1980, Alfreð Hall- dórsson, f. 10. apríl 1963, maki hans er Elín Sigurðardóttir, f. 28. júlí 1966, og Valdimar Halldórs- son, f. 9. desember 1967, kvæntur Sigríði S. Heiðarsdóttur, f. 19. nóv- ember 1969, börn þeirra eru Birna Fjóla, f. 9. febrúar 1994, Matthild- ur Jóna, f. 17. febrúar 1997, og Vil- bert Árni, f. 12. janúar 2003. Sigríður Kristín giftist 1993 eft- irlifandi eigimanni sínum Birni Davíð Kristjánssyni, f. 30. mars 1961. Son- ur þeirra er Davíð Freyr, f. 24. sept. 1992. Foreldrar Björns Davíðs eru Kristján Davíðsson, f. 28. júlí 1917, og Svanhildur Björns- dóttir, f. 10. ágúst 1924. Að loknu námi við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja stundaði Sig- ríður nám við Fóstruskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1982. Hún starfaði um skeið sem leikskólakennari og á sambýlum fatlaðra. Sigríður innritaðist 1986 í Tónmenntakennaradeild Tónlist- arskólans í Reykjavík og lauk það- an prófi 1989. Að loknu námi starf- aði hún víða, t.a.m. í Tónlistar- skólanum í Keflavík, Tónlistar- skóla Kópavogs, Mýrarhúsaskóla, en lengst af við Fullorðinsfræðslu fatlaðra (nú Fjölmennt). Sigríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við feðgarnir kveðjum nú hjart- kæra eiginkonu og móður með trega og söknuð í hjarta. Við trúðum því lengst af að hún myndi yfirvinna krabbameinið, hún hafði alla burði til þess, var bjartsýn og auk lyfjameðferðar leitaði hún óhefðbundinna leiða og barðist á sinn jákvæða og þroskaða hátt. Þegar við lítum til baka er raunar kraftaverki líkast hversu vel gekk um árabil og hve miklu hún áorkaði, bæði í sinni vinnu og einnig við sjálfsrækt sem m.a. fólst í hugleiðslu og gönguferð- um sem hún stundaði af kappi. Við fjölskyldan nutum þess að ferðast bæði innanlands og utan. Síð- ustu tvö sumur dvöldum við á Ítalíu við Gardavatn og í Toscanahéraði og nutum náttúrufegurðar og menning- ar. Það land var Siggu afar kært. Nú er hennar veikindastríði lokið og við ornum okkur við minninguna um yndislega manneskju sem á eftir að eiga pláss í hjarta okkar um ókomna tíð. Björn Davíð og Davíð Freyr. Elsku litla systir mín, nú ertu dáin. Það var okkur mikið áfall þegar þú greindist með krabbamein fyrir sex og hálfu ári. Barátta þín gegn ófétinu hefur verið löng og ströng og þú hef- ur sýnt ótrúlegt hugrekki í þeirri baráttu. Allt fram til síðasta dags varst þú bjartsýn og neitaðir að bug- ast. Þú varst ætíð jákvæð og bandaðir frá þér öllum neikvæðum straumum og varst ákveðin í að vinna þennan harða andstæðing. Þrátt fyrir marg- ar og erfiðar, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar, meðferðir þurftir þú að látta í minni pokann eins og svo margir sem hafa veikst af krabba- meini. En við erum eilíflega þakklát fyrir þau viðbótarár sem við fengum með þér vegna þrautseigju þinnar og heilbrigðs lífernis. Þegar litið er um öxl er margs að minnast. Ég man þegar við áttum heima hjá afa og ömmu í Njarðvík- unum og ég vaknaði um miðja nótt alein í herbergi mömmu og pabba og mér var sagt að þau væru á spítalan- um að sækja litlu systur mína. Hvað ég var stolt af þér og hélt að þú værir dúkkan mín þegar ég sá þig fyrst. Ég var staðráðin í að passa vel upp á þig. Þú varst alltaf svo þæg og góð, og gekkst á tánum um allt eins og þú vildir ekki trufla þá sem voru í kring- um þig. Þú kvartaðir aldrei og við heyrðum þig aldrei gráta. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að eiga mig sem stóru systur, ég vildi ráðskast með þig varðandi alla hluti og skammaði þig ef þú snertir dótið mitt. Strax þegar þú varst barn var farið að bera á góðmennsku þinni og alúð og þú sýndir mikinn andlegan þroska strax í æsku. Þú varst alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum, bæði innan fjölskyldunnar og utan, og lést ekkert stoppa þig í þeim efn- um. Ég minnist fyrstu ára okkar í Keflavík og þegar Alfreð og Valdi fæddust og þú varst mjög snemma farin að passa þá. Einungis þriggja ára varstu staðráðin að passa vel upp á Alfreð og þú hefur gert það síðan. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér hvað þú varst natin við bræðurna alla tíð. Þegar þeir eign- uðust fjölskyldur varstu jafnyndisleg við börnin þeirra eins og þú hafðir verið við þá. Góðmennska þín fylgdi þér í upp- vextinum og átti eftir að setja svip sinn á fullorðinsár þín. Þú valdir þér starf þar sem þú gast hlúð að börnum og fullorðnum. Fyrst sem fóstra með börn og síðan sem tónlistarkennari í fullorðinsfræðslu fatlaðra. Við fylgdumst með þér þegar Dav- íð fæddist 11 vikum fyrir tímann og þú eyddir löngum stundum á vöku- deildinni og lést alla svartsýni varð- andi afkomu barnsins sem vind um eyru þjóta. Þú varst ákveðin í að láta þennan litla kút, sem komst fyrir í lófa föðurins við fæðingu, komast til manns og þér hefur tekist það svo sannarlega. Þú varst ætíð stolt af Davíð og verndaðir hann frá öllu illu. Þar kom hinn sterki persónuleiki þinn svo sannarlega í ljós, þrautseigj- an og þolinmæðin. Við áttum okkar skemmtilegu stundir saman þegar ég bjó hjá ykk- ur í Ásgarðinum í þau skipti sem ég kom í heimsókn til Íslands. Jafnvel þegar þú varst orðin fárveik tókstu ekki annað í mál en að ég byggi hjá ykkur. Ég stend ávallt í þakkarskuld vegna þessa. Elsku Sigga Stína mín, þú varst tekin frá okkur allt of snemma, en það er skiljanlegt að Guð vilji hafa svona góðhjartaða og yndislega manneskju nálægt sér. Takk fyrir skemmtilegu stundirnar með söng og leikjum og yndislegu fjölskylduboðin þar sem þú varst ætíð tilbúin með söng- og skemmtiatriði og leiki fyrir börnin og okkur öll. Takk fyrir allt það góða sem þú hefur kennt mér og gefið mér í lífinu. Takk fyir Egil son minn, hvað þú varst góð við hann, passaðir þegar hann var lítill og stuðlaðir að því að hann lærði á hljóð- færi. Án þín væri hlutunum öðruvísi komið í dag. Ég veit að þið pabbi fylgist með okkur og vakið yfir okkur að handan. Þín systir Sigrún. Elsku Sigga Stína systir mín, nú ertu farin frá okkur, í það minnsta úr þessum veraldlega heimi. Þú vissir að við tæki annar dvalarstaður, stað- ur sem tók við pabba þegar hann kvaddi okkur í haust. Það fullvissaði þig enn meir í staðfestu þinni um til- vist þessa staðar þegar þú upplifðir nærveru og endurteknar komur hans til okkar eftir að hann yfirgaf þennan heim. Þegar við vorum lítil á Skólaveg- inum í Keflavík var það oft þitt hlut- skipti að annast mig og passa, sem þú gerðir af mikilli nærgætni og um- hyggjusemi. Ég man að það var oft haft á orði „hvað hún Sigga Stína nennti alltaf að dröslast með hann Alfreð með sér …“ Þannig undir- bjóst þú jarðveginn fyrir samskipti okkar sem voru ávallt einlæg, upp- byggjandi og eins elskuleg og þau geta orðið milli systkina. Tónlistin kom snemma inn í líf þitt, fyrst blokkflautan og svo píanóið. Í minningunni spilaðir þú oft á píanóið hennar ömmu sem var í svefnher- bergi foreldra okkar, eftir að amma flutti á neðri hæðina. Ég minnist skemmtilegra samræðna og nærveru okkar við ömmu bæði á Grundarveg- inum og á neðri hæðinni á Skólaveg- inum. Upp í hugann koma einnig minningar um ferðalögin með pabba og mömmu, ótal leiki, þitt glaðlega fas og svo var það hláturinn þinn sem var ógleymanlegur fyrir þá sem hann heyrðu. Í sveitinni hjá afa og ömmu áttum við okkar frábæru samverustundir, með nýbornum lömbum, að reka beljurnar til og frá bænum, hænsna- kofinn í fjöruborðinu, gráa kisan og okkar fyrsta sambúð í leikjum okkar hjá fánastönginni fyrir ofan bæinn. Ég sá margt líkt með þér og ömmu í sveitinni sem var gefandi og hjart- næm kona. Það má segja að ég hafi kynnst þér á nýjan hátt þegar við bjuggum sam- an í Nökkvavoginum, þú í Fóstru- skólanum og ég í Menntaskólanum í Kópavogi. Þar mótuðum við okkur sambúðarreglur sem einkenndust fyrst og fremst af gagnkvæmri hjálp- semi og virðingu fyrir hvort öðru. Meðan ég bjó í Danmörku og þú í Hollandi man ég vel eftir skemmti- legum, gagnkvæmum heimsóknum okkar og þeim hlutum sem við náðum að gera saman á þeim tíma. Samtöl okkar snerust þá mikið um upplifun okkar á fólkinu sem við kynntumst á þeim tíma og umhverfinu sem við bjuggum í og samanburð milli land- anna. Einnig voru ferðirnar sem við fórum saman bæði í Hollandi og Dan- mörku bæði minnisstæðar og skemmtilegar. Þín daglega lund var róleg, íhugul og einkenndist að mestu af þörf fyrir að hlúa að þeim sem þurftu þess með, sérstaklega börnum og eldra fólki. Þú varst alltaf næm á líðan fólks, góður hlustandi, sýndir skilnings og nærðir þannig alla sem á vegi þínum urðu með einkar þægilegri nærveru þinni. Tónlistin var þér einkar hugleikin. Blokkflautan, píanóið, saxófónninn, víbrafónninn og svo öll ásláttarhljóð- færin, allt voru þetta hljóðfæri sem þú lærðir að leika á og þá oft með miðlun og kennslu í huga. Einnig veitti söngur og leikræn tjáning þér mikla gleði. Það sem skipti þig mestu máli var samspil tónlistar og áhrifa- máttur hennar á fólkið í kringum þig. Áhugi þinn, hlustun og miðlun á tón- list einskorðaðist ekki við eina teg- und tónlistar heldur var hún þér mik- ið yndi í öllum sínum fjölbreytileika og má segja að þú hafir verið „alæta“ á tónlist. Þér var einnig margt annað til lista lagt, t.d. að tala í síma. Þau voru ófá og löng símtölin sem þú áttir við mig, fjölskylduna, vinkonurnar, vinnu- félagana og marga aðra. Eins og Björn orðaði það svo skemmtilega í einhver skipti: „Þetta er einstakur hæfileiki að geta staðið á sama stað talað og talað … mjög, mjög lengi.“ Mér þótti ávallt sérstakt og vænt um að heyra afmælissönginn minn leikinn og sunginn í síma, nánast hvar sem ég var staddur í heiminum. Mín upplifun var að þér þætti afar vænt um mig og sú tilfinning var gagnkvæm. Almættið sýnir okkur ekki alltaf það réttlæti eða sanngirni sem okkur finnst við eiga skilið. Þú hugsaðir mikið um hollt og næringarríkt mat- aræði, fórst oft í gönguferðir og sund, lifðir lífi sem flestir myndu telja heil- brigt líferni. Varst hjartahlý, skiln- ingsrík, hjálpsöm, glaðlynd og rækt- aðir sterk félagsleg tengsl við vini og fjölskyldu. Elsku Sigga Stína mín, þetta var búin að vera löng barátta frá því að þú greindist fyrst. Í gegn- um tíðina hefur þú verið mín fyrir- mynd hvað varðar ýmis lífsgildi og nú mín aðalfyrirmynd hvað varðar baráttu og seiglu. Þú sýndir okkur öllum hvað hægt er að ná miklum ár- angri með mikilli iðjusemi, trú og staðfestu. Þú valdir að fara þínar eig- in leiðir að settu marki. Þegar ýmsir töldu að baráttan væri töpuð þá sner- ir þú því við og gafst okkur öllum afar dýrmæt aukaár með þér í þessum veraldlega heimi. Ég veit að þú átt eftir að vera með okkur áfram, vera í sambandi, og ekki síst með Birni og Davíð Frey. Þú veist einnig að við munum varðveita, hlúa að og aðstoða þá þegar þeir þurfa þess með. Ég vil þakka þér fyrir að vera mér afar góð systir, góður vinur, góð í gleði og sorg. Þú varst mér ávallt góð systir, alltaf. Megi guð geyma þig um ókomna framtíð. Þinn bróðir, Alfreð. Nú ertu, Sigga Stína mín, búin að kveðja þennan heim með hetjulegri baráttu þinni og komin í fangið hans pabba. Frá fyrstu tíð varstu mér svo góð systir og alltaf til að hjálpa öllum. Við ræddum alltaf um heima og geima en mest um það hvernig hægt væri að hlúa að öðrum, því þannig varstu. Fyrir um það bil sex árum fengum við slæmar fréttir sem þú tókst með jafnaðargeði og baráttu- vilja. Við vorum sannfærð um að þú myndir hafa betur í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm, en svo varð ekki. Á síðastliðnum sex árum tók meinið sig upp aftur og aftur, en allt- af barðist þú af jafn miklum krafti, staðráðin í að hafa betur í baráttunni. Þrátt fyrir þinn hetjuskap varð ekki við neitt ráðið. Stundir okkar voru ómetanlegar og alls staðar þar sem þú varst var umhyggja, ástúð og gleði. Þú varst fyrst til að sjá birtuna og mögu- leikana í öllu. Nærveran þín gerði það að verkum að allir óskuðu eftir henni. Ég minnist þess að hitta þig iðulega á göngu í dalnum okkar með baráttubrosið að vopni og staðráðin í að gera daginn í dag betri en í gær. Nú kveð ég þig með miklum söknuði og veit að hvar sem ég verð munt þú fylgja mér um ókomna framtíð. Ef öndvert allt þér gengur Og undan halla fer, skal sókn í huga hafin, og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. Þar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður, sem þú væntir. Það vex, sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því besta, þó blási kalt. Þó örlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nornahöndum, sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þrjú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði, friður – mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk.) Þinn bróðir Valdimar. Elsku Sigga Stína, nú er langri baráttu þinni við illvígan sjúkdóm lokið og það er gott að vita að nú líður þér vel, komin í faðminn hans pabba þíns. Alltaf hélst þú uppi stuðinu í öllum veislum með leikjum, hljóðfæraleik og söng. Alltaf fengu allir hlutverk í öllu, hvort það var að syngja, dansa eða spila á einhvert hljóðfæri og allir skemmtu sér vel. Þegar við sögðum stelpunum að þú værir dáin þá sagði Matthildur Jóna: „Hver á þá að kenna okkur á flautuna?“ Nú er það okkar að halda áfram með það sem þú varst búin að kenna okkur. Víst er sorgin sár og missirinn mikill, en þú munt ætíð lifa meðal okkar og veita okkur traust og trú á lífið. Ég bið algóðan Guð að gefa Birni og Davíð Frey styrk og vernd, þeirra missir er mikill. Við kveðjum þig með söknuði. Vertu ekki grátinn við gröfina mína, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttu bil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér! Gáðu, ég dó ei, ég lifi í þér. (Höf. ók.) Þín mágkona Sigríður. Elsku Sigga Stína mín. Mér bárust þau sorglegu tíðindi til Spánar að morgni annars júní að þú hefðir látist þá um nóttina. Ég ákvað að fara heim til Íslands á stundinni og taka þátt í sorginni með fjölskyldunni. Þó svo að það væri vitað að svona gæti farið, kom þetta sem algjört sjokk og þá sérstaklega í ljósi þess að ég hitti þig, Björn Davíð og Davíð Frey í Torre- molinos á Spáni um páskana. Ég minnist þessarar stundar þeg- ar ég kom í heimsókn til ykkar þarna og hversu léttur var í þér tónninn og hversu glöð þú varst yfir því að geta verið þarna með feðgunum. Ég man eftir kvöldinu þegar ég fór heim til Malaga og þú stóðst í anddyrinu á hótelherberginu og kvaddir mig eins og við myndum hittast fljótlega aftur og ekki hvarflaði að mér á því augna- bliki að þetta væru okkar síðustu samverustundir. Þín mun verða sárt saknað innan fjölskyldunnar og enginn mun geta fyllt upp í þitt skarð. Ég mun fyrst og fremst minnast þín fyrir þína ást og umhyggju gagnvart öðru fólki. Einn- ig hvattir þú mig áfram í tónlistinni og blokkflautunámið sem þú sendir mig í þegar ég var sex ára hefur haft stóran þátt í mínum grunni og áhuga á þessu sviði. Það hefur verið mér mikil gleði og heiður að hafa þekkt þig og ég mun aldrei gleyma þér. Þinn systursonur Egill. Elsku Sigga Stína frænka, nú ertu farin frá okkur og komin til afa. Takk fyrir að kenna okkur á flautu, takk fyrir allt sem þú hefur sagt okkur, og takk fyrir það sem þú hefur hjálpað okkur, takk fyrir alla þá umhyggju og ást sem þú gafst okkur, takk fyrir alla þá gleði sem þú gafst okkur. Við skulum passa Davíð og Björn fyrir þig. Vertu blessuð, elsku besta frænka. Sofðu rótt. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Birna Fjóla, Matthildur Jóna og Vilbert Árni. Nú þegar Sigga Stína mín nánasta vinkona er látin, sækja á mig margar góðar minningar. Þetta er sár missir, þegar um er að ræða nána vinkonu sem hefur verið stór hluti af mínu lífi frá sjö ára aldri. Frá því að hún veikt- ist fyrst hefur hún lagt mikla alúð í að vinna gegn sjúkdómnum með ýmiss konar úrræðum og gerði það af mik- illi kostgæfni. Hetjulegri baráttu er nú lokið þar sem sjúkdómurinn náði yfirhöndinni. Við ólumst upp við leik og störf í Keflavík þar sem margt skemmtilegt var brallað. Sem fullorðnar mann- eskjur með fjölskyldur hefur vinátta okkar ávallt staðið sterk og hafa ver- ið margar ánægjulegar samveru- stundirnar. Sigga Stína í forystu að gera stundirnar skemmtilegar með óvæntum uppátækjum. Mörg eru þau barnaafmælin og boðin þar sem hún hefur stjórnað leikjum og ýmiss konar tónlistarviðburðum. Sigga Stína var sönn vinkona, með mjög yfirvegaða fallega framkomu, glaðvær og hláturmild. Var ætíð gott að vera í návist hennar. Einstaklega gott var að ræða við hana um öll SIGRÍÐUR KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.