Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 43
Elsku amma Lillý.
Það er svo erfitt að
hugsa til þess að þú sért
farin og komir aldrei
aftur, þú sem hefur alltaf verið til
staðar. En ég hugga mig við allar
yndislegu stundirnar okkar saman.
Ég gleymi aldrei hversu gott það var
að vakna á morgnana, vitandi það að
þú varst alltaf vöknuð og komin fram í
eldhús til að taka til morgunkaffið. Þú
útbjóst handa mér sólkjarnabrauð
með Búra og marmelaði og það til-
heyrði síðan alltaf því að koma í heim-
sókn til þín í Grundarlandið. Síðasta
árið þitt amma mín, var ég farin að
sakna þess mikið að heyra ekki flautið
þitt, sem var svo létt og skemmtilegt.
Þú flautaðir alltaf þegar þú varst í
góðu skapi, en það var eiginlega alltaf.
Það er svo ótrúlegt hvað þú varst
næm varðandi alla hluti. Þú vissir allt-
af hvernig mér leið, þú last mig eins
og opna bók.
Við krakkarnir skemmtum okkur
alltaf vel í allskonar leikjum hjá þér í
Grundarlandinu og ég man hvað það
var spennandi að mæla hæðina á okk-
ur og miða við hæðina þína, því ekki
varst þú há í loftinu og þá virtumst við
vera stærri við hliðina á þér.
Alltaf man hún Arna litla, tveggja
ára gömul dóttir mín, það sem þú
varst vön að segja við hana: „Úddlí-
gúddlígúddlí mín…“ Henni fannst
það svo skemmtilegt. Á fundinum
með prestinum eftir andlát þitt, þegar
nánasta fjölskyldan var saman komin
í Grundarlandinu, tók Arna litla eftir
því að stóran part af fjölskyldunni
BJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR
THORODDSEN
✝ Björg Magnús-dóttir Thorodd-
sen fæddist í Reykja-
vík 26. maí 1912.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni
27. maí síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 3.
júní.
vantaði. „Hvar er amma
Lillý?“ spurði hún þá.
Það er svolítið erfitt að
útskýra fyrir henni, en
ég sagði henni að þú
værir uppi hjá Guði og
hún veit að þú passar
okkur, amma mín. Og
ég veit það líka.
Mér þykir svo vænt
um þig, elsku amma
mín. Ég mun alltaf
sakna þín. Nú veit ég að
þú ert komin til afa Jón-
asar og Sigga litla, þú
ert hamingjusöm og þér
líður vel. Ég verð dug-
leg að segja Örnu sögur af þér og
sýna henni myndir, svo hún muni allt-
af eftir þér og það mun ég líka gera.
Þín ávallt elskandi,
María.
Fátt verður minnisstæðara á lífs-
leiðinni en kringumstæður fyrstu
kynna manns við lífsförunaut sinn.
Svo var einmitt háttað haustið 1992 er
ég sótti eiginkonu mína á fyrsta
stefnumót okkar á heimili Bjargar
heitinnar. Þar bjó þá á þeim tíma
Björg, tilvonandi eiginkona mín, dótt-
urdóttir hennar og alnafna. Ég knúði
dyra, eilítið óstyrkur, eins og vera
bar. Til dyra kom vel klædd eldri
dama, lágvaxin, en virðuleg, með
grátt og vellagt hár. Hún tók mér
strax ljúfmannlega með hlýlegu brosi
og bauð mér að ganga inn. Tókum við
tal saman, og fór þegar í stað vel á
með okkur, og elskulegt viðmót henn-
ar slökkti strax allan óstyrk.
Þannig fléttaðist Björg Magnús-
dóttir Thoroddsen óvænt inn í líf mitt
með ógleymanlegum hætti. Enda þótt
tilgangur heimsóknarinnar í Grund-
arland 15 hafi verið að hitta eiginkonu
mína, sem síðar átti eftir að verða,
varð Björg eldri fljótt samofin þess-
um fyrstu kynnum. Svo hefur haldist
síðan. Okkur Björgu heitinni varð
strax vel til vina. Stundum var í fyrstu
jafnvel haft á orði, að vart mætti milli
sjá hvorri Björginni ég laðaðist meira
að, þeirri eldri eða yngri. Enda hefur
mér orðið æ ljósara síðan, að þær hafa
átt fjölmarga kosti sameiginlega, sem
ég bæði virði og dái.
Björg var kona ríkulegra mann-
kosta. Margir voru þeir bersýnilega
meðfæddir; aðrir höfðu áunnist á
langri og merkri ævi. Fædd á öðrum
áratug síðustu aldar taldist hún til
kynslóðar sem, því miður, er óðum að
kveðja. Mannkostum þessarar kyn-
slóðar hafði ég raunar sjálfur kynnst
hjá eigin ömmu og afa, sem voru
löngu gengin á vit feðra sinna. Mér
þótti því afar vænt um að fá að tengj-
ast Björgu svo sterkum fjölskyldu-
böndum sem raun varð á, því hjá
henni fann ég svo margt aftur, sem
ömmur mínar og afar höfðu gefið mér
í veganesti.
Björg var sómakona í hvívetna.
Hún var gædd góðum gáfum, skarp-
skyggni og næmri eðlisávísun. Hún
átti ríkulegan persónustyrk, en
skynjaði jafnframt mannlegt eðli
einkar vel. Gestir á heimili hennar
voru aufúsugestir. Heimili hennar var
einmitt eitt mesta stolt hennar, enda
einstaklega fallegt og smekklegt.
„Fagur gripur er æ til yndis“ gat ver-
ið meðal helstu einkunnarorða henn-
ar, og hafði hún safnað ýmsum dýr-
gripum og komið haganlega fyrir á
heimili sínu og Jónasar heitins, eig-
inmanns síns. Það er tómlegt yfir fal-
legu stofunum hennar og kontórnum í
Grundarlandinu, en handbragð henn-
ar, stíll og smekkvísi lifir þó enn góðu
lífi á heimilum barna hennar; Maríu
tengdamömmu, Soffíu og Magnúsar,
ásamt mínu eigin heimili.
Björg var heimskona. Hún hafði
yndi af ferðalögum. Hvarvetna var
henni sjálfri tekið sem hefðarkona
væri á ferð, enda fas hennar allt og
fáguð framkoma með slíku yfirbragði
og fyrirhafnarlaus, að eftir var tekið.
Kepptust enda allir við að greiða götu
þessarar snotru konu, enda hún sjálf
ávallt hjálpsöm og rausnarleg í garð
annarra.
Við Björg höfðum yndi af að skrafa
saman um landsins gagn og nauðsynj-
ar. Ég minnist samverustunda með
henni með þakklæti og virðingu og
alls þess, sem ég naut og lærði af
hennar dyggu vináttu og ómældu al-
úð. Hafðu bestu þakkir fyrir allt og
allt. Guð fylgi þér á vit Jónasar og
annarra feðra okkar.
Sigurður Örn Hektorsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir
og mágur,
GUNNLAUGUR VIÐAR GUÐMUNDSSON,
Þórunnarstræti 134,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 18. júní kl. 13.30.
Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, Friðrik Guðjón Guðnason,
Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, Gestur Geirsson,
Gunnlaugur Geir Gestsson,
Steinunn Guðmundsdóttir, Björn Baldursson,
Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Hólm,
Guðrún Guðmundsdóttir, Hannes Haraldsson.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG KARLSDÓTTIR,
Búðardal,
Skarðsströnd,
síðast til heimilis á dvalarheimilinu
Silfurtúni, Búðardal,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 11. júní kl. 13.30.
Svavar Magnússon, Sigríður Þórðardóttir,
Anna Magnúsdóttir, Kristinn Þorkelsson,
Jón Magnússon, Edda Agnarsdóttir,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐJÓN M. JÓNSSON
bifvélavirki,
Barðaströnd 8,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
föstudaginn 11. júní kl. 13.30.
Hólmfríður Benediktsdóttir,
Magnús Benedikt Guðjónsson, Ólöf Jóna Jónsdóttir,
Ása Hrönn Magnúsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir, fóstri, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 11. júní kl. 14.00.
Steinunn Gunnarsdóttir,
Oddný Halldórsdóttir, Valdimar Birgisson,
Dórothea Herdís Jóhannsdóttir, Snæbjörn Reynisson,
barnabörn og aðrir vandamenn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG SVAVA HELGADÓTTIR
frá Hlíðarenda
í Fljótshlíð,
sem lést mánudaginn 31. maí, verður jarð-
sungin frá Hlíðarendakirkju laugardaginn
12. júní kl. 14.
Dóra Ingvarsdóttir, Ólafur Oddgeirsson,
Helgi Ingvarsson, Bára Sólmundsdóttir,
Bragi Hannibalsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Einn helsti frum-
kvöðull brúðuleikhúss
á Íslandi er allur.
Brúðuleikhús er til-
tölulega ung listgrein
á Íslandi þótt hún eigi
sér aldagamla sögu í
Evrópu. Jón E Guð-
mundsson var svo sannarlega frum-
kvöðull og brautryðjandi í brúðu-
leikhússtarfi hér á landi. Hann fékk
snemma áhuga á brúðuleik og
stofnaði fyrsta brúðuleikhúsið, Hið
íslenska brúðuleikhús um miðja síð-
ustu öld. Í áratugi hélt hann uppi
sýningum á ýmsum verkum, bæði
innlendum og erlendum, og var
JÓN E.
GUÐMUNDSSON
✝ Jón Eyþór Guð-mundsson fædd-
ist á Patreksfirði 5.
janúar 1915. Hann
lést 28. maí síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Fossvogs-
kirkju 7. júní.
landsþekktur sem frá-
bær brúðuleikhúsmað-
ur. Hann var líka vel
þekktur meðal erlends
brúðuleikhússfólks
fyrir list sína og starf.
Þegar UNIMA á Ís-
landi (Union de la
marionette) var stofn-
að 1976 varð Jón fyrsti
formaður félagsins og
gegndi því starfi um
árabil.
Jón var mikill lista-
maður, málaði bæði
med olíu og vatnslit og
skar út í tré. Hinar
fjölmörgu leikbrúður hans eru mik-
il listasmíð og eiga sér engan líka
hér á landi, þar fékk rík formtilfinn-
ing Jóns vel að njóta sín. Í þeim fel-
ast mikil menningarverðmæti og
þær eru hluti íslenskra leikminja
sem ég vona svo sannarlega að fái
að koma fyrir augu almennings í
framtíðinni.
Við brúðuleikhúsfólk á Íslandi
kveðjum Jón með þökk fyrir
skemmtilega og lærdómsríka sam-
fylgd á liðnum árum. Með honum er
genginn sérstæður og litríkur lista-
maður og persónuleiki sem við aldr-
ei gleymum.
UNIMA á Íslandi
Margrét Kolka Haraldsdóttir
formaður.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.