Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 46

Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VAKA-Helgafell hefur gefið út bækling sem geymir stjórn- arskrá lýðveldisins Ís- lands. Það er snotur gripur sem gagn og gaman er að skoða. Á aðeins einum stað í stjórnarskránni, nán- ar tiltekið í 11. grein, eru nákvæm ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu, vegna alvar- legs máls sem upp kynni að koma, valda- sviptingar forsetans. Þar segir: „Forseti verður leystur frá störf- um, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna.“ Í þessu við- urhlutamikla máli eru settar strangar kröfur um aukinn meirihluta á Alþingi, en skýrt tekið fram að engin sam- bærileg skilyrði eigi við um aukinn meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni sem á eftir fer, og ekki heldur um það hvað þátttaka skuli vera mikil svo að mark sé á úrslitum tekið. Gefur ekki stjórnarskráin þarna fordæmi um hvernig haga skuli þjóðaratkvæði um lagasetn- ingu um eitt þingmál, fjölmiðlamálið svonefnda? Varla leikur á tveim tungum að mikilvægi þess stenst ekki samanburð við brottrekstur forseta Íslands úr starfi. Þetta athugi góðgjarnir og val- inkunnir lesarar. Hvað segir stjórnarskráin um þjóðaratkvæðagreiðslu? Páll Bergþórsson skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu ’Gefur ekki stjórn-arskráin þarna fordæmi um hvernig haga skuli þjóðaratkvæði...?‘ Páll Bergþórsson Höfundur er fyrrverandi veðurstofustjóri. Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn MIÐVIKUDAGINN 2. júní tók forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson þá ákvörðun að skrifa ekki undir lög um eignarhald á fjöl- miðlum. Þetta eru stór tíðindi í íslenskri stjórnmálasögu og í fyrsta skipti sem for- seti Íslands neitar að skrifa undir lög og vísar þeim því til þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta hlýtur því að vera stærsta og umdeildasta mál sem hefur farið í gegnum þingið, eða hvað? Ég hef mikið velt því fyrir mér af hverju forsetinn ákveður að senda þetta ákveðna mál til þjóðarinnar en ekki önnur sem hann hef- ur ákveðið að skrifa undir. Forsetinn sendi frá sér frétta- tilkynningu þar sem hann útskýrði ástæður þess að hann neitaði að skrifa undir og verður það ekki tí- undað hér. Það eru vissulega ákveðin rök fyrir ákvörðun forset- ans en ég hef þó velt því fyrir mér hvort eitthvað annað liggi á bak við. Bent hefur verið á tengsl for- setans við aðila tengda Norður- ljósum. Einnig má benda á að for- setinn er að fara í kosningar sjálfur og með þessu fær hann mikla (og ókeypis) umfjöllun um sjálfan sig. Ég á mjög bágt með að trúa því að þessar ástæður geti legið á baki því að forsetinn skrifar ekki undir þessi lög, en ég kaupi engan veginn þau rök sem hann gefur sjálfur miðað við fyrri ákvarðanir hans. Það er vissulega rétt hjá forset- anum að þessi lög eru mjög um- deild meðal þjóðarinnar en þó ber að hafa í huga hvert málefnið er. Þessi lög snerta fjölmiðla landsins sem geta haft veruleg áhrif á hvert umræðunni er stýrt. Sýnir best tölvupóstur sem formaður Blaða- mannafélagsins sendi á félagsmenn sína um að láta öllum illum látum til að stoppa þessi lög. Það er greinilegt að það tókst. Þetta ætti jafnreyndur stjórnmálamaður og Ólafur Ragnar Grímsson að vita, en svo virðist vera að hann taki þetta ekki inn í myndina þegar hann tekur sína ákvörðun. Þegar boðaður var niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og búist við að 2–300 manns misstu vinnu sína spunnust þónokkrar umræður og blaðaskrif um það. Umræðurnar voru vissulega miklar og sitt sýnd- ist hverjum en þó voru þær ekkert í líkingu við þær umræður sem spunnust um fjölmiðlamálið. Ég er þó handviss um að ef fjölmiðlageir- inn væri allur ríkisrekinn og til stæði að skera niður fjárlög til hans með þeim afleiðingum að 2– 300 fjölmiðlamenn misstu vinnu sína hefði umræðan orðið mun beittari en þegar skorið var niður í heilbrigðiskerfinu. Það er því ljóst að vald fjölmiðla er mikið og í raun svo mikið að það er hægt að hafa áhrif á það hvort forsetinn skrifi undir lög eða ekki. Í raun má segja að með því að skrifa ekki undir þessi lög sýndi forseti Íslands hvert vald fjölmiðla er og undir- strikar því hversu mikilvægt er að setja lög um fjölmiðla á Íslandi. Eins og fram hefur komið þá er þetta mjög umdeilt mál og mjög margir sem eru á móti þessum lögum og styðja þessa ákvörðun forsetans. Hins vegar þegar spurt er af hverju þeir eru á móti þessum lögum þá er yfirleitt lítið um svör því fæstir hafa kynnt sér málið og vita í raun lítið um hvað málið snýst. Það eru því engar forsendur til að senda þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fyrsta lagi þá vita fæstir um hvað málið snýst. Við erum með þing sem er kosið og verðum að treysta þeim mönnum sem þar sitja til að taka þær ákvarðanir sem eru bestar fyrir landsmenn til lengri tíma litið. Í öðru lagi þá er þetta langt frá því að vera um- deildasta eða merkilegasta málið sem hefur farið í gegnum þingið og því alveg óskiljanlegt að þetta mál verði fyrir valinu. Í öryrkjamálinu og virkjanamálinu fyrir austan voru miklar umræður og mjög um- deild mál sem forsetinn sá ekki ástæðu til að senda til þjóðarinnar, þrátt fyrir að gjá hafi myndast milli þingvilja og þjóðarvilja. (Ég verð þó að viðurkenna að ég veit ekki hvaða mælistika er notuð til að mæla þessa gjá, eða hver mörk- in eru). Þessi mál voru að mínu viti mun mikilvægari en fjölmiðlamálið og því eðlilegra að senda þau til þjóðarinnar. Forsetinn sá hins veg- ar ekki ástæðu til þess og sendi í raun öryrkjum og náttúruvernd- arsinnum langt nef með því að telja fjölmiðlalögin mikilvægari. Í þriðja lagi þá tel ég að ástæður þess að senda mál fyrir þjóðina þurfi að vera mjög mikilvæg og mætti þar nefna sem dæmi ef taka ætti upp dauðarefsingar, taka ætti upp kon- ungsdæmi á Íslandi eða ef ákveðið væri að ganga í Evrópusambandið. Ég held að flestir séu sammála því að fjölmiðlamálið fellur ekki undir þennan flokk. Í fjórða lagi þá tel ég að forseti Íslands eigi að vera sam- einingartákn þjóðarinnar og andlit þess út á við. Með því að skrifa ekki undir þessi lög hefur forsetinn brugðist hlutverki sínu sem er að vera sameiningartákn þjóðarinnar og þess í stað hefur hann skipt þjóðinni upp í tvær fylkingar. Það er ljóst að þessi ákvörðun forsetans verður til þess að hann kemst í sögubækurnar sem fyrsti forseti Íslands til að beita synj- unarvaldi sínu. Ég tel þó að þegar fram líða stundir og staðreyndir þessa máls liggja fyrir, verði hans minnst sem forsetans sem breytti forsetaembættinu í pólitískt emb- ætti. Pólitískt forsetaembætti Sigmar Scheving skrifar um fjölmiðlalögin og synjun forseta Sigmar Scheving ’Það eru þvíengar forsendur til að senda þetta mál í þjóð- aratkvæða- greiðslu.‘ Höfundur er viðskiptafræðingur. TÍMAMÓT áttu sér stað þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum í fyrsta sinn. Þar sem eng- inn forvera hans á stóli forseta hefur áður skotið máli til þjóð- arinnar eru þetta sögulegir um- brotatímar sem munu marka spor til næstu ára. Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar var hárrétt og fyrir henni eru fullkomin rök. Eftir harkalegri og meiri deilur en átt hafa sér stað á síðari tímum er sú nið- urstaða að þjóðin hafi síðasta orðið rökrétt í alla staði. Enda styð- ur fjöldi álita það að fjölmiðlalögin vegi að tjáningarfrelsi í land- inu og séu sértæk lög þess efnis að brjóta á bak aftur tiltekið fyr- irtæki. Af minna til- efni hafa menn geng- ið til þjóðaratkvæðis en til að kjósa um tjáningarfrelsið í landinu og valdbeitingu gegn tilteknum einstaklingum. Baráttan fyrir beinu lýðræði Fyrir okkur baráttumenn fyrir beinu og milliliðalausu lýðræði er þetta mikilvæg ákvörðun. Hvort heldur er okkur Samfylkingarfólk eða Morgunblaðið sem hefur verið í fararbroddi í þeirri baráttu um árabil. Til dæmis um þessa bar- áttu má nefna að Jóhanna Sigurð- ardóttir hefur átta sinnum flutt tillögu á Alþingi þess efnis að ákveðinn hluti atkvæðisbærra manna geti krafist þjóðarat- kvæðis. Þá flutti Össur Skarphéðinsson- umfangsmikla þingsályktun í til- efni af 100 ára afmæli heima- stjórnar þar sem er m.a. lagður til stjórnarskrárbundinn réttur borg- aranna til að kalla fram þjóð- aratkvæði um ákveðin mál. Sjálfur hef ég í félagi við nokkra þingmenn Samfylking- arinnar flutt tilllögu til þingsálykt- unar um eflingu og þróun beins lýðræðis. Þar leggjum við til að Alþingi láti kanna möguleika við að þróa milliliðalaust lýðræði og kosti rafrænna aðferða við fram- kvæmd þess. Einnig hvernig hægt er að nota Netið til að þróa milli- liðalaust lýðræði og hafi þar að leiðarljósi öfluga persónuvernd við framkvæmd kosninga og þjóð- aratkvæðagreiðslna á Netinu. Jafnframt verði kannað sér- staklega hvaða áhrif milliliðalaust lýðræði hefði á samfélagið, efnahagslega, fé- lagslega og stjórn- málalega. Sérstaklega með tilliti til sveit- arstjórna. Beint lýðræði nær upprunanum Ef lýðræði er skil- greint þannig að fólk- ið skuli ráða, þá er milliliðalaust lýðræði mun nær upprunanum en það lýð- ræðisfyrirkomulag sem tíðkast hefur víðast hvar og felur í sér kosningar til löggjafar- og eða framkvæmdarvalds á nokkurra ára fresti. Í öllu falli er það besta hugsanlega leiðin til að bæta galla fulltrúalýðræðisins verulega. Þá hefur tæknin breytt eðli og inntaki lýðræðisins þannig að það kallar á róttækar breytingar á fyrirkomulagi lýðræðisins og að- komu fólksins að stærstu ákvörð- unum samfélagsins. Hver ein- staklingur hjá jafn upplýstri þjóð og Íslendingum er þess umkominn að veita álit sitt og umsögn. Nán- ast hvenær sem er í krafti þekk- ingar sinnar og hæfni. Mennta- stigið og aðgengi að upplýsingum gerir þetta að veruleika og á að fleyta okkur frá fulltrúalýðræði síðustu alda til milliliðalausrar þátttöku borgaranna sjálfra við stjórnun samfélagsins. Lýðræðið á Íslandi hefur verið á undanhaldi og bein áhrif borg- aranna á stjórnun landsins hafa minnkað stórum vegna fram- kvæmdavalds sem hefur haft tögl og hagldir á Alþingi. Ákvörðun forseta Íslands um að þjóðin hafi síðasta orðið um tiltekið mál í fyrsta sinn í 60 ár er ótvíræður sigur fyrir lýðræðið í landinu. Enda ekki til betri leið við að jafna djúpstæð ágreiningsmál en að borgarar landsins kjósi um þau beint og milliliðalaust. Flokksræðið á Íslandi er mjög mikið líkt og saga síðustu 60 ára ber með sér enda þjóðin aldrei út- kljáð mál með beinum hætti fyrr. Það drottnar yfir raunverulegu lýðræði og kallar á breytingar á lýðræðisfyrirkomulaginu. Málskotsréttur forsetans er góður svo langt sem hann nær, en það þarf einnig að binda rétt borgaranna sjálfra til þjóð- aratkvæðis í stjórnarskrána. Það er eitt og sér mikilvægasta málið til að efla beint lýðræði og til að styrkja fulltrúalýðræðið að festa ákvæði um það í stjórnarskrá að ákveðinn hluti atkvæðisbærra manna geti kallað fram þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þá ekki síður að íbúar sveitarfélags geti gert slíkt hið sama um málefni þess. Þar sem milliliðalausa lýðræðið á vel við enda þjónustan við íbúana mikil á vegum sveitarfélaganna og verða vonandi mun fleiri verkefni færð til þeirra á næstu árum. Málskotsrétturinn og milliliðalaust lýðræði Björgvin G. Sigurðsson skrifar um málskotsréttinn ’Málskotsréttur forset-ans er góður svo langt sem hann nær, en það þarf einnig að binda rétt borgaranna sjálfra til þjóðaratkvæðis í stjórn- arskrána.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.