Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 48
UMRÆÐAN
48 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMFERÐAR-
STOFA skráir öll um-
ferðarslys sem lög-
regla gerir skýrslur
um. Þær upplýsingar
sem þannig verða til
eru nýttar meðal ann-
ars til að ákveða á hvað
beri að leggja áherslu í
umferðaröryggisstarf-
inu. Reynt er að læra
af reynslunni og bæði
Vegagerðin og sveit-
arfélög nýta þessar
upplýsingar til að
ákveða framkvæmdir.
Mörg banaslys hafa orðið í júní,
júlí og ágúst á undanförnum tveimur
árum. Árið 2002 létust 14 þessa þrjá
mánuði og á síðasta ári voru þeir 10.
Samtals eru það 24. Þrettán létust
eftir útafakstur, sjö í
árekstrum, einn lést
þegar bíll hans lenti á
staur og í þremur til-
fellum urðu gangandi
vegfarendur fyrir bíl.
Þrír létust í slysum
sem urðu í þéttbýli, en
21 í dreifbýli.
Hvað má læra af
þessum staðreyndum?
Því er til að svara að
það er greinilega mun
meiri hætta á banaslys-
um á þjóðvegum lands-
ins og að flest þeirra
verða við útafakstur eða árekstur við
annað ökutæki.
En hverjar skyldu orsakirnar
vera? Það er að öllum líkindum fyrst
og fremst of mikill hraði miðað við
aðstæður. Við skoðun á upplýsingum
um ökuhraða á þjóðvegum, kemur í
ljós að hann er langt yfir leyfðum
mörkum sem segir okkur líka að
hann er langt yfir hættumörkum.
Hámarkshraðareglur byggjast oft-
ast á hönnunarhraða vegar, en er
stundum jafnvel hærri en hann. Þeg-
ar bíll er kominn á yfir 100 km hraða
má oft lítið út af bera eigi ekki að
fara illa. Annar stór orsakavaldur
þess að slys verða mjög alvarleg er
hversu margir hirða ekki um að
spenna bílbelti. Það á jafnt við um
ökumenn og farþega bíla og það er
ekki síður hættulegt að sitja laus í
aftursæti en framsæti. Laus maður
sem er 75 kg að þyngd verður 3–4
tonn á þyngd ef hann kastast fram
við árekstur á 70 km hraða. Þannig
getur hann skaðað sjálfan sig og
einnig ökumann og farþega í fram-
sæti.
Þegar umferð er mikil á þjóð-
vegum landsins er ekki verjandi að
ökumenn séu í framúrakstri, nema
þeir séu vissir um að geta það með
fullu öryggi. Til að minnka hættu á
framúrakstri eru þeir ökumenn sem
kjósa að aka hægar heldur en um-
ferðarstraumurinn hvattir til að
víkja þegar kostur er og hleypa bíl-
um fram úr. Það er nefnilega ekki
bara hættulegt að aka of hratt, held-
ur má segja að þeir sem aki á hraða
sem er lengst frá meðalhraðanum
skapi mesta hættu. Þá gildir einu
hvort þeir aka hratt eða hægt.
Allir eru sammála um mikilvægi
þess að koma í veg fyrir hörmungar
umferðarslysanna. Það er hins vegar
erfitt að fá fólk til að breyta háttum
sínum í umferðinni. Það er erfitt að
fá það til að átta sig á hvaða afleið-
ingar augnabliks einbeitingarleysi
getur haft. Það er nauðsynlegt að ná
eyrum alls almennings. Hann er afl-
ið sem skapar örugga umferð og
fyrst viljann vantar ekki, hvernig
væri þá að sanna að hægt er að koma
í veg fyrir þá fjölmörgu persónulegu
harmleiki sem banaslys og önnur al-
varleg slys hafa í för með sér.
Vilji er fyrir hendi en athafnir vantar
Sigurður Helgason
skrifar um umferðarmál ’Allir eru sammála ummikilvægi þess að koma
í veg fyrir hörmungar
umferðarslysanna.‘
Sigurður Helgason
Höfundur er verkefnastjóri
hjá Umferðarstofu.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Kranamaður
óskast á bílkrana. Reynsla æskileg.
Upplýsingar í síma 898 5369.
ⓦ í Hraunbæ,
Vesturberg.
Einnig í afleysingar
í Kvíslar.
Ekki yngri en
18 ára.
Upplýsingar
í síma 569 1376
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, er u.þ.b.
60 fm skrifstofuhúsnæði til leigu. Aðgangur
að kaffistofu og fundarherbergi. Upplýsingar
í síma 568 7811 frá kl. 9:00–13:00 virka daga.
Atvinnuhúsnæði til leigu
Kvosin/skrifstofuhúsnæði
100 fm² gott skrifstofuhúsnæði
Tvö skrifstofuherbergi með aðgangi að eldhúsi
og snyrtingu.
Garðabær
900 fm² lager-, þjónustu/lagerhúsnæði.
Næg bílastæði og gámaaðstaða.
Kópavogur
230 fm² verslunar/þjónustuhúsnæði á 1. hæð
á sérlóð. Malbikuð bílastæði og stór lóð.
Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur Skipamíðastöðvar Njarðvíkur
verður haldinn í matsal félagsins mánudaginn
24. júní kl. 16.30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 13. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórnin.
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Verð 58.750 á m²
Til sölu eða leigu mjög gott verslunar-, lager-
og skrifstofuhúsnæði. 400 fm gólfflötur á 2
hæðum. Góð staðsetning. Verð 23,5 millj.
Möguleiki að skipta húsnæði í tvennt.
Upplýsingar í síma 898 8577 milli kl. 18 og 22.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í
fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá
bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af
hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð-
borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði.
Fasteignafélag Hafnarfjarðar býður 161 m² færanlegt
hús við Hvaleyrarskóla til sölu. Kaupandi tekur við
húsinu á lóðinni og skal hafa fjarlægt það fyrir
28. júní 2004.
Útboðsgögn eru til afhendingar í Þjónustuveri Hafnar-
fjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði.
Gögn má einnig nálgast á heimasíðu Strendings ehf.,
www.strendingur.is.
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 15. júní kl. 11:00,
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska, á
skrifstofu Fasteignafélags Hafnarfjarðar, Strandgötu
11, 3. hæð.
Fasteignafélag Hafnarfjarðar.
Útboð, sala á
færanlegu húsi
við Hvaleyrarskóla
Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar-
samkoma. Inger Dahl stjórnar.
Sr. Guðný Hallgrímsdóttir talar.
Allir velkomnir.
Fimmtudagur 10. júní
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Predikun Erling Magnússon.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Föstudagur 11. júní
Opinn AA-fundur kl. 20:00.
Þriðjudagur 15. júní
Ungsam í Þríbúðum, Hverfis-
götu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt
starf fyrir ungt fólk í bata.
www.samhjalp.is
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Dragháls 14, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Oliver Edvardsson og Sigrún
Björk Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Sparisjóður vélstjóra og Toll-
stjóraembættið, mánudaginn 14. júní 2004 kl. 10:30.
Vagnhöfði 17, 0102, Reykjavík, þingl. eig. J.V.J. ehf., gerðarbeiðendur
Íslandsbanki hf. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. júní 2004
kl. 11:30.
Vagnhöfði 17, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Víking ehf., gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, mánudaginn 14. júní 2004 kl. 10:30.
Þingholtsstræti 35, 0101 og 0201, Reykjavík, þingl. eig. Herdís Bene-
diktsdóttir og Guðmundur Guðjónsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, útibú og Tollstjóraembættið, mánudaginn
14. júní 2004 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
9. júní 2004.
UPPBOÐ
mbl.is
ATVINNA