Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 61
Já Nei
Já Nei
Já Nei
Já Nei
eiginkvennanna og vill fá að vera í
friði með sonum sínum tveim …
ANNA NICOLE Smith segist sann-
færð um að hún hafi átt í kynferð-
islegu sambandi
við draug. Hún
lýsti þessari yf-
irnáttúrulegu
reynslu í viðtali
við FHM-
tímaritið á dög-
unum.
Smith segist
hafa vaknað þó-
nokkrum sinnum upp í þeirri trú
að hún væri að hafa mök við unn-
usta sinn en þegar betur var að
gáð var hann hvergi sjáanlegur.
Hún segist hafa verið dauðhrædd í
fyrstu en svo gert sér grein fyrir
að draugsi hafi ekki ætlað sér
neitt illt …
VICTORIA Beckham er sögð hafa
leigt sér lúxusvillu í Portúgal til
að dveljast í á
meðan Evr-
ópumótið í
knattspyrnu fer
fram þar í landi.
Sker hún sig
þar með úr hópi
allra hinna eig-
inkvenna liðs-
manna enska
landsliðsins sem hyggjast búa
saman rétt fyrir utan Lissabon.
Victoria segist einfaldega ekki
geta hugsað sér að vera mið-
punktur athyglinnar í félagsskap
LEIKKONAN
Scarlett Jo-
hansson segist
eiga þá ósk heit-
asta að fá að
kyssa mann á
sínum aldri í
næstu kvikmynd
sinni. Scarlett,
sem er 19 ára,
hefur nær eingöngu leikið á móti
karlmönnum sem eru nógu gamlir
til að vera feður hennar, t.d. Bill
Murray, Billy Bob Thornton og
Colin Firth …
VINKONA fyrrverandi umboðs-
manns rokkstjörnunnar Courtney
Love hefur ákært hana fyrir að
ráðast á sig með með flösku og
vasaljósi úr járni, samkvæmt upp-
lýsingum yfirvalda. Love er ákærð
fyrir að hafa ráðist á konuna með
hættulegu vopni,
en atvikið mun
hafa átt sér stað
25. apríl síðast-
liðinn á heimili
Jim Barber,
fyrrverandi um-
boðsmanns Love.
Handtökuskipun
var gefin út í
gær. Love er ekki í varðhaldi og
ekki ljóst hvort hún hefur frétt af
handtökuskipuninni. Hún hefur
verið ákærð í þremur öðrum mál-
um og þar af spruttu tvær ákærur
vegna atburða sem gerðust með
nokkurra klukkustunda millibili í
október í fyrra. Núverandi um-
boðsmaður Love, Michael Rosen-
stein, hefur ekki gefið frá sér yf-
irlýsingu vegna málsins.
Yfirvöld segja að eftir að Love
reyndi að brjótast inn í íbúð fyrr-
verandi kærasta síns í október í
fyrra, hafi fundist kókaín og önnur
efni í blóði hennar. Hún lýsti sig
seka fyrir hæstarétti í Los Angel-
es um að hafa verið undir áhrifum
eiturlyfja og samþykkti að fara í
lyfjameðferð. Love á einnig yfir
höfði sér kærur fyrir hæstarétti í
Beverly Hills, en hún er sökuð um
að hafa með ólögmætum hætti
orðið sér úti um lyfseðilsskyld
verkjalyf.
Hún hefur lýst sig saklausa í því
máli, en næst verður réttað í því
17. júní.
Í maí var hún dregin fyrir dóm í
New York vegna ákæra um árás
og vítaverða hegðun, en þá var
hún sögð hafa slegið aðdáanda
með hljóðnema í næturklúbbi í
mars …
FÓLK Ífréttum
The Fire Eaters eftir David Almond. 249
síður innb. Hodder gefur út 2003.
MEÐ BESTU unglingabókahöf-
undum Breta um þessar mundir er
David Almond. Bækur hans hafa oft
myrkan undirtón og jafnvel yfirnátt-
úrlegan. Sjá til að mynda Kit’s Wild-
erness sem segir frá börnum er leika
dauðaleikinn og verðlaunabókina
Skellig, fyrstu bók Almonds, þar
sem piltur og stúlka rekast á upp-
þornaða veru, hugsanlega engil. Í
nýrri bók Almonds, The Fire Eaters,
er allt í skugga yfirvofandi kjarn-
orkustríðs, enda gerist bókin á dög-
um Kúbudeilunnar þegar almenn-
ingur á Vesturlöndum og víðar bjó
sig undir heimsendi.
Almond skrifar gjarnan um það
hvernig erfiðleikar móta fólk og í
helstu verkum
hans felast erfið-
leikarnir oft í sjúk-
dómum aðstand-
enda; elliglöp og
síðan vitglöp afans
Kit’s Wilderness,
hjartasjúkdómur
litlu systur í Skellig
og svo er það óút-
skýrður og dular-
fullur sjúkdómur pabbans í The Fire
Eaters. Hann notar og oft sérkenni-
legar persónur eða uppákomur til að
miða sögunni áfram og í The Fire
Eaters gegnir uppgjafahermaðurinn
geggjaði, McNulty, því hlutverki, en
hann er eldgleypir og skaðar að auki
sjálfan sig, rekur teina í gegnum
kinnar og hendur fyrir peninga.
Bobby Burns býr í smábæ í norð-
urhluta Englands, Keely Bay, þar
sem gamli tíminn er smám saman að
víkja fyrir hinum nýja. Menntafólk
er tekið að setjast að í þorpinu innan
um þá sem lifa á snapi og snatti,
ómenntað fólk og óupplýst. Bobby
Burns er eiginlega mitt á milli, hann
á félaga sem eru fátækir og ómennt-
aðir, en vingast einnig við nýja strák-
inn í skólanum sem er af listafólki. Í
skólanum er hann einnig á mörkum
gamals tíma og nýs. Þar tíðkast enn
að berja börnin og þá berja þau sem
mest, en ólíkt fyrri kynslóðum eru
Bobby og félagar ekki sáttir við þá
meðferð, beygja sig ekki undir ag-
ann. Kjarnorkuváin er þó yfir öllu,
það er erfitt fyrir íbúa Keely Bay að
búa sig undir framtíðina þegar
heimsendir virðist á næsta leiti,
nokkuð sem virðist speglast í æðis-
glampanum í augum McNultys sem
sífellt hrópar: Borgið! Borgið!
Eins og Almonds er von og vísa er
The Fire Eaters afskaplega vel
skrifuð og Bobby Burns lifandi per-
sóna. Almond tekst einkar vel að
gægjast inn í kollinn á Bobby og
sýna hvernig staðreyndir eiga það til
að renna saman við ímyndun í barns-
huganum, og ekki síst hvernig börn
upplifa stríðsótta og sjúkdóma, dul-
arfull óttaleg fyrirbrigði sem þau
ekki skilja og ráða illa við. Kemur
ekki á óvart að þessi bók hafi verið
margverðlaunuð sem besta barna-
bók Bretlands á síðasta ári.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
Í skugga kjarn-
orkuógnar