Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins,
Sniglarnir munu í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, halda minningarvöku í
Kúagerði við Reykjanesbraut
vegna þeirra sem látist hafa í bif-
hjólaslysum.
Pétur Ásgeirsson, talsmaður
Sniglanna, segir að tvö banaslys
með stuttu millibili að undanförnu
hafi verið kornið sem fyllti mælinn
og bifhjólamenn séu sárir yfir
skilningsleysi yfirvalda á málefnum
þeirra. Fundur Sniglanna var hald-
inn í gærkvöld í Laugardalshöll
með þátttöku fulltrúa rannsóknar-
nefndar umferðarslysa, trygginga-
félaga og sjúkrahúsprests.
Vilja fara í öflugar forvarnir
„Við þráum að hafa eitthvað um
þessi mál að segja. Við höfum í vet-
ur sent öllum ráðuneytum og
tryggingafélögum beiðnir um styrk
til að fara í öflugasta forvarnar-
starf sem við höfum nokkurn tíma
staðið fyrir,“ segir hann. „Öll ráðu-
neyti, að frátöldu umhverfisráðu-
neytinu sem veitti okkur 200 þús-
und króna styrk, synjuðu beiðni
okkar. Við erum einungis áhuga-
fólk og höfum ekki aðgang að digr-
um sjóðum þótt við þurfum að
borga dýrar tryggingar á þessi far-
artæki. Við erum því sár yfir skiln-
ingsleysi yfirvalda og trygginga-
félaga sem hafa ekki viljað
fjármagna forvarnarstarfið. Ár eft-
ir ár, að frátöldu 2003, sitjum við
uppi með alvarlega slys og bana-
slys og slysin sem hafa orðið að
undanförnu eru kornið sem fyllti
mælinn.“
Morgunblaðið/Sverrir
„Erum sár
yfir skiln-
ingsleysi
yfirvalda“
24 hafa/4
KAUP Saxhóls og BYGG á hlut
Baugs Group og Fengs í Flugleiðum
í síðasta mánuði voru of stór til að
kaupendurnir yrðu að hreinsa upp
sölutilboð smárra hluthafa í félaginu.
Saxhóll og BYGG keyptu 27% hlut
Baugs og Fengs í Flugleiðum á
genginu 9 en lokaverð Flugleiða á
markaði var 7,6. Þá lágu fyrir í
Kauphöllinni ósnert tilboð, hæst á
genginu 8,6. Kemur fram í svari
kauphallarinnar að samkvæmt
reglum NOREX (norræna kaup-
hallasamstarfsins) hefðu viðskiptin
verið of stór til að reglur NOREX
næðu yfir þau.
Ekki skylt
að kaupa
bréf smárra
hluthafa
Flugleiðaviðskipti/1B
FORRÁÐAMENN Eimskipafélags
Íslands hafa gert samninga um smíði
tveggja mjög fullkominna frysti-
skipa og er kaupverð þeirra samtals
um tveir milljarðar íslenskra króna.
Þessi skip verða fyrstu nýsmíðar fé-
lagsins síðan árið 1996, er Brúarfoss
var afhentur, og því verða nú tíu ár
milli nýsmíða Eimskips.
Brúarfoss var smíðaður í Póllandi
og hafði burðargetu 1.012 gámaein-
ingar eða um 12.000 tonn. Brúarfoss
var seldur þýsku fyrirtæki árið 2000
og er nú í siglingum milli Frakklands
og Kúbu.
Til samanburðar eru stærstu skip
íslenska kaupskipaflotans nú Goða-
foss og Dettifoss, sem hafa burðar-
getu 1.540 gámaeiningar eða 17.100
tonn. Þessi skip eru nú á langtíma-
leigu hjá Eimskipafélaginu.
Nýju skipin verða smíðuð í Noregi
og afhent í september 2005 og júní
2006. Stefnt er að því að þau verði í
áætlunarsiglingum milli Noregs,
Bretlands og Hollands. Skipin verða
um 80 metra löng og 16 metra breið.
Eimskipafélagið lætur
smíða tvö frystiskip
Fyrsta
nýsmíðin
í áratug
Eimskip/C1
BÖRN og fullorðnir á Suður-
landi nýttu veðurblíðuna í gær
til „útiverka“ og nutu sól-
arinnar, eins og dæmin sanna.
Þessi ungmenni á Hvolsvelli
brugðu sér með uppblásna
sundlaug á þvottaplanið í bæn-
um til að skola af henni skítinn
svo fylla mætti hana að nýju,
með vatni úr garðslöngunni
heima. Sundlauginni var ekið á
þvottastöð, þar var hún þrifin
og að því búnu skellt upp á
þakið á fjölskyldubifreiðinni og
ekið sem leið lá heim. Það kom
í hlut móður tveggja stúlkna í
hópnum að aka með sundlaug-
ina á þakinu.
Ungmennin uppátækjasömu
eru Hjörvar, Hlíf, Hrafnhildur
og Karítas.
Með sundlaug á þvottaplanið
Morgunblaðið/RAX
EIGENDUR Smáralindar hafa
uppi áform um að reisa 10–12 hæða
skrifstofubyggingu, svokallaðan
Norðurturn, sem yrði 10–12 þús-
und fermetrar að flatarmáli og
tengdist báðum hæðum sjálfrar
verslunarmiðstöðvarinnar með
tengibyggingu við NV-inngang
Smáralindar. Norðurturninn
myndi rísa þar sem bílastæði eru nú
og er ætlunin að byggja bílastæða-
pall á NV-horni lóðar Smáralindar.
Hafa eigendur Smáralindar
kynnt skipulagsyfirvöldum í Kópa-
vogi þessar hugmyndir með óform-
legum hætti. Kostnaður vegna
framkvæmdarinnar, ef af yrði, gæti
numið 1 til 2 milljörðum króna.
Að sögn Pálma Kristinssonar,
framkvæmdastjóra Smáralindar,
er stefnt að því að taka ákvörðun
um bygginguna þegar gengið hefur
verið frá breytingum á skipulagi
lóðarinnar og langtímasamningar
liggja fyrir við stærstu leigjendur
hússins. Pálmi segir fyrirhugaðan
bílastæðapall, sem reistur yrði,
verða svipaðan og þann sem er við
austurenda Smáralindar, og að á
honum verði um 300 bílastæði. Þá
segir hann að á tveimur neðstu hæð-
um í Norðurturninum verði verslun,
þjónusta og læknastarfsemi.
Spurður um næstu skref segir
Pálmi að hugmyndin fari nú í gegn-
um hefðbundið kynningarferli en að
öðru leyti stýrist hugsanleg fram-
kvæmd af þeim leigutaka eða leigu-
tökum sem þarna kæmu , sér í lagi
þeim stærsta sem yrði kjölfestuaðili.
„Hann stillir af tímann og aðra
mikilvæga þætti í þessu enda yrði
um langtímasamninga að ræða, til
15–25 ára,“ segir Pálmi.
Fasteignafélag Íslands hf., sem
er móðurfélag Smáralindar ehf., á
að auki stórar byggingarlóðir
sunnan Smáralindar. „Þar er gert
ráð fyrir að rísi tugir þúsunda fer-
metra af verslunar- og skrifstofu-
húsnæði auk framhaldsskóla,
læknastarfsemi o. fl. sem tengjast
munu verslunarmiðstöðinni. Þetta
er stærsta óbyggða atvinnuhúsa-
svæði innan byggðar á höfuðborg-
arsvæðinu,“ segir Pálmi.
Áforma 10–12 hæða
turn við Smáralind
ARNAR Klemensson, 34 ára, og Alexander
Harðarson, 18 ára – báðir lamaðir frá fæð-
ingu – áforma að fara yfir Hellisheiði í sum-
ar á hjólastólum og safna með því áheitum
til styrktar Barnaspítala Hringsins.
Ferðin verður farin 17. júlí nk. Lagt verð-
ur af stað frá Hveragerði, upp Kambana og
yfir Hellisheiði áleiðis að Barnaspítala
Hringsins við Hringbraut.
„Við vorum báðir mikið á spítalanum á
okkar unglingsárum og mig langaði að
styrkja þetta málefni. Ég plataði hann eig-
inlega með mér í þetta,“ segir Arnar Klem-
ensson, margfaldur Íslandsmeistari í bekk-
pressu í flokki fatlaðra, sem tvisvar áður
hefur lagt á heiði í hjólastól til að safna
áheitum, en hann fór tvisvar yfir Fjarð-
arheiði til styrktar Íþróttafélagi fatlaðra á
Seyðisfirði, síðast árið 2000. Ferðalagið tók
fimm og hálfa klukkustund sem er svipaður tími
og þeir áætla í ferðina yfir Hellisheiði.
„Ekkert mál“
Arnar og Alexander æfa saman í bekkpressu í
Hátúni fjórum sinnum í viku. Auk þess að undir-
búa sig með lyftingum fyrir átökin í sumar fer
Arnar tvisvar í viku á hjólastólnum milli vinnu
og heimilis, frá Stórhöfða niður í Fossvog. Þegar
tími gefst æfa þeir sig einnig í Fossvogsdalnum
og í Nauthólsvíkinni.
En hvernig leggst ferðin í þá?
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta verð-
ur ekkert mál og enginn einn kafli erfiðari en
annar,“ segir Arnar, þótt vísast muni brattinn í
Kömbunum reynast þeim drjúgur. Með í för
verða meðlimir úr Sniglunum og lögregla.
Yfir Hellisheiði í hjólastólum
Tveir menn sem hafa verið lamaðir frá fæðingu
hyggjast safna áheitum fyrir Barnaspítala Hringsins
Morgunblaðið/Þorkell
Arnar og Alexander æfa stíft um þessar mundir til að búa
sig undir ferðina yfir Hellisheiði sem áætluð er 17. júlí.
♦♦♦
FRJÓTÍMI hófst snemma í ár líkt
og síðastliðið ár, samkvæmt upplýs-
ingum frá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands. Vel hafi vorað bæði syðra og
nyrðra, og seljan hafi verið byrjuð
að blómgast þegar í apríl.
Í Reykjavík voru víðifrjó í lofti
þegar mælingar hófust 15. apríl.
Asparfrjó mældust fyrst hinn 22.
apríl og urðu flest 2. maí. Birkifrjó
hafa mælst samfellt frá 14. maí.
Heildarfjöldi birkifrjóa orðinn með
því mesta sem mælst hefur, þrátt
fyrir að vorið í ár sé ekki jafngott
og vorið í fyrra.
Á Akureyri mældist lítið af asp-
arfrjói í ár, rétt undir meðallagi.
Grasfrjó eru nú farin að mælast
fyrir norðan.
Birkifrjó
með því
mesta í
Reykjavík
♦♦♦