Morgunblaðið - 19.06.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 19.06.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 165 . TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Erfiðara en Shakespeare Tom Hanks og Joel Coen í viðtali um The Ladykillers | Fólk Lesbók og börn í dag Lesbók | Ljósmyndir af hryðjuverkamönnum  Málsvari íslenskr- ar fornmenningar  Kvenréttindakonan Mary Wollstonecraft Börn | Íslenskir þjóðdansar  Leikir og þrautir KAST KRINGLU laugardag og sunnudag Nýtt kortatímabil SÉRA Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju, gerði sér lítið fyrir í gær og lyfti samanlagt 510 kílóum og varð þar með sterkasti prestur í heimi. Metið átti bosnískur prestur, Ante Ledic, en hann lyfti 127 kílóum og er því óhætt að fullyrða að séra Gunnar hafi „jarðað það met“, eins og hann orðaði það sjálfur. Ætlunin er að fá metið skráð í heimsmetabók Guinness. Gunnar tók hraustlega á í bekkpressu, hnébeygju og réttstöðu í íþróttahúsi Digraness. Voru dómarar viðstaddir, þar af einn alþjóðlegur, og sáu til þess að allt væri löglegt. Gunnar segir að Ledic hafi skorað á starfsbræður sína að keppa við sig í aflraunum. „Ledic er kaþólskur og starfar meðal stríðshrjáðra. Hann hefur sett sér það markmið að eyða fordómum á milli kristinna og músl- íma og vill nota íþróttir til að brúa þetta bil. Ég einfald- lega tók þessari áskorun,“ segir Gunnar og skorar á aðra presta að gera slíkt hið sama. Séra Gunnar sterkasti prestur í heimi Morgunblaðið/Árni Torfason HUGSANLEGT er að íslenskir og banda- rískir ráðamenn fundi fljótlega um varnir Íslands en ekki hafa þó verið teknar ákvarðanir um fundi að svo stöddu. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra á blaðamannafundi hans og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra með framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO), Jaap De Hoop Scheffer, sem er í heimsókn hér á landi. Scheffer segist, líkt og forveri hans Robinson lávarður, vera reiðubúinn að veita íslenskum stjórnvöldum liðsinni sitt í viðræðum þeirra um varnir landsins við Bandaríkjamenn. Davíð sagði varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna vera í stöðugri skoðun. „Tillögur eru að þróast, við höfum fylgst með því. Það má vel vera að það verði ein- hverjir fundir fljótlega en það hefur ekki verið endanlega ákveðið,“ sagði Davíð. Ekki málefni NATO Scheffer sagðist hafa rætt málefni orr- ustuþotnanna á Keflavíkurflugvelli við forsætis- og utanríkisráðherra. Hann sagði það einlæga von sína og ósk að bandarísk og íslensk stjórnvöld mundu finna lausn á grundvelli varnarsamnings- ins frá árinu 1951. Þetta væri hins vegar ekki málefni NATO heldur samningsatriði milli Íslendinga og Bandaríkjamanna. „Hið eina sem ég get sagt er að ég hef boð- ið liðsinni mitt ef forsætisráðherra eða ríkisstjórn Íslands eða Bandaríkjanna myndu biðja framkvæmdastjóra NATO að koma og ræða þessi mál með þeim,“ sagði Scheffer. Framkvæmdastjóri NATO sækir Ísland heim Býður liðsinni í viðræðum Íslendinga við Bandaríkin  Framlag/4 Morgunblaðið/Eggert Scheffer, Davíð og Halldór á blaðamanna- fundi í Ráðherrabústaðnum í gær. TÍU hrefnur hafa veiðst það sem af er sumri, og veiddi Njörður KÓ tíundu hrefnuna í gær, að sögn skipverja um borð. Heimilt er að veiða 25 dýr í sumar. Að sögn Jó- stofnunar voru að skera þennan rúmlega 7 metra langa tarf í Sandgerði í gær, en hann veiddist um 10 sjómílur utan við Stafnes í Sandgerði. hanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar, ganga veiðarnar samkvæmt áætl- un. Starfsmenn Hafrannsókna- Tíunda hrefnan komin á land Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson AL-QAEDA-hópurinn sem rændi Bandaríkjamanninum Paul M. Johnson um síðustu helgi í Sádi- Arabíu lýsti því yfir í gær að John- son hefði verið afhöfðaður og birti þrjár myndir sem sagðar voru af líki hans. Sádi-Arabar staðfestu í gærkvöld að Johnson hefði verið myrtur, og arabíska sjónvarps- stöðin Al-Arabiya sagði lík hans hafa fundist í Riyadh. Al-Arabiya greindi enn fremur frá því, að leiðtogi hópsins sem rændi Johnson, Abdel Aziz Al- Muqrin, æðsti maður al-Qaeda á Arabíuskaga, hefði verið myrtur. Johnson tekinn af lífi Riyadh, Washington. AP, AFP. LEIÐTOGAR Evrópusambands- ríkjanna samþykktu í gærkvöld fyrstu stjórnarskrá sambandsins, en hún hefur verið í smíðum í rúm tvö ár. Kjöri nýs forseta fram- kvæmdastjórnar sambandsins, sem taka mun við af Romano Prodi, var aftur á móti frestað. Öll ESB-ríkin 25 þurfa að fullgilda stjórnarskrána formlega innan tveggja ára áður en hún getur öðl- ast gildi. Samkomulag um stjórnarskrána náðist eftir margra klukkustunda fundi Berties Aherns, forsætisráð- herra Írlands, sem nú er í forsæti sambandsins, og leiðtoga stærstu ESB-ríkjanna. Síðast var gerð tilraun til að ná samkomulagi um stjórnarskrána í desember, en þær viðræður fóru út um þúfur vegna deilna um at- kvæðavægi innan sambandsins. Að stærstu ríkin í sambandinu, Bret- land, Frakkland og Þýskaland, sem samtals eru með meira en 35% íbúa þess, geta ekki tekið sig sam- an um að hefta framgang laga. Spánverjar, sem verið hafa hvað einarðastir í baráttunni fyrir hags- munum minni sambandsríkjanna, voru sáttir við þessa niðurstöðu. Ekki náðist samkomulag um eft- irmann Prodis. Meðal þeirra sem taldir voru koma til greina var Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, en Bretar, með fulltingi Ítala, Grikkja og Portúgala, höfn- uðu honum. Einnig hafði Bretinn Chris Patten, sem sæti á í fram- kvæmdastjórninni, verið tilnefnd- ur, en Frakkar voru ekki sáttir við að hann tæki við embættinu. Ahern kvaðst í gærkvöldi vænta þess, að úr því fengist skorið fyrir mánaðamót hver tæki við af Prodi. þessu sinni tókst samkomulag um „tvöfaldan meirihluta“ í atkvæða- greiðslum. Samkvæmt því þurfa 15 af 25 löndum sambandsins að sam- þykkja ný lög til að þau öðlist gildi, og auk þess verður íbúatala þess- ara 15 ríkja að vera a.m.k. 65% af samanlagðri íbúatölu allra aðildar- ríkjanna. Í stjórnarskránni er enn fremur ákvæði um svonefnda „minnihluta- synjun“ laga, þ.e. að fjögur ríki með a.m.k. 35% af heildaríbúa- fjölda sambandsins geti synjað lög- um. Þetta þýðir í raun, að þrjú Fyrsta stjórnarskrá ESB samþykkt Brussel. AFP, AP. Kjöri nýs forseta framkvæmda- stjórnarinnar slegið á frest VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær, að eftir hryðju- verkin 11. september 2001 hefði rússneska leyniþjónustan varað Banda- ríkjastjórn við og skýrt henni frá því, að Sadd- am Hussein Íraksforseti væri að skipu- leggja hryðju- verk í Banda- ríkjunum. Pútín sagði Rússa hafa varað Banda- ríkjastjórn nokkrum sinnum við, en tók fram, að þeir hefðu engar upplýsingar um, að Írakar hefðu í raun átt aðild að hryðjuverkum. Léttir fyrir Bush? Fyrir fáum dögum var skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á hryðju- verkunum í Bandaríkjunum og þar kemur fram, að engar vísbending- ar séu um, að samstarf hafi verið með Saddam Hussein og al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Laden. Yfirlýsing Pútíns breytir í sjálfri sér engu um það en frétta- skýrendur segja að búast megi við, að hún verði samt nokkur léttir fyrir George W. Bush Bandaríkja- forseta og stjórn hans. Rússar vöruðu Bandaríkja- menn við Astana. AFP.  Bush forseti hvattur/16 Vladímír Pútín ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.