Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BÝÐUR AÐSTOÐ Jaap De Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, segist reiðubúinn að veita íslenskum stjórnvöldum liðsinni sitt í við- ræðum þeirra við Bandaríkjamenn um varnir landsins Aflareglu breytt Ofmat á þorskstofni hefur leitt til þess að afli hefur að jafnaði verið 27,5% af veiðistofni en ekki 25% eins og stefnt var að með núverandi afla- reglu. Er því lagt til að aflareglu verði breytt. Tíunda hrefnan veidd Njörður KÓ hefur veitt tíundu hrefnuna það sem af er þessu sumri. Gert var að hrefnunni í Sandgerði í gær. Að sögn Hafrannsóknastofn- unarinnar ganga veiðar samkvæmt áætlun. Stjórnarskrá ESB samþykkt Leiðtogar ESB-ríkjanna 25 sam- þykktu í gærkvöld fyrstu stjórn- arskrá sambandsins, en frestað var kjöri nýs forseta framkvæmda- stjórnar sambandsins. Hvert og eitt aðildarríki þarf síðan að samþykkja stjórnarskrána formlega á næstu tveim árum áður en hún tekur gildi. Gísl myrtur Al-Qaeda-hópur í Sádi-Arabíu af- höfðaði í gær Bandaríkjamanninn Paul Johnson, sem hópurinn rændi um síðustu helgi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Listir 34/35 Viðskipti 11 Umræðan 36/37 Erlent 16/17 Kirkjustarf 38 Heima 20 Minningar 39/43 Höfuðborgin 22 Myndasögur 48 Akureyri 24 Bréf 48 Suðurnes 25 Dagbók 50/51 Árborg 26 Staksteinar 50 Landið 27 Sport 52/55 Listir 34/35 Leikhús 56 Daglegt líf 28/29 Fólk 56/61 Ferðalög 30/31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 34 Veður 63 * * * Kynningar – Tímarit um mat og vín fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrif- enda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LITHÁI, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot og morð í heimalandi sínu árið 1995 og leitaði hingað til lands árið 1999, fékk ekki fullnægjandi málsmeðferð hjá íslenskum yfirvöldum þegar hann var rekinn úr landi árið 2002 og var því úr- skurður dómsmálaráðuneytisins þar að lútandi ógiltur í Hæstarétti í gær. Litháinn var talinn ósakhæfur í heimalandi sínu og var vistaður á geðsjúkrahúsi en útskrif- aður þaðan 1999. Kom hann hingað til lands sama ár og fékk tímabundið dvalar- og atvinnu- leyfi. Í dómi Hæstaréttar kemur m.a. fram að Út- lendingaeftirlitinu hafi verið heimilt að vísa út- lendingi úr landi ef áframhaldandi dvöl hans teldist hættuleg hagsmunum ríkisins eða al- mennings eða vist hans teldist óæskileg af öðr- um ástæðum. Litháinn hafði dvalið hérlendis í nærfellt tvö ár þegar hann var rekinn úr landi en að mati Hæstaréttar virðist ekki hafa legið ann- að fyrir en að hann hafi stundað vinnu á því tímabili og hvorki leitað læknismeðferðar né tek- ið lyf vegna geðsjúkdóms síns. Þá væri ekkert fram komið um framferði hans hérlendis sem bent gæti til geðrænna sjúkdóma hans eða að hætta stafaði af honum. Bar að rannsaka öll atriði sem máli gátu skipt Við töku íþyngjandi ákvörðunar um brottvísun mannsins á grundvelli almennt orðaðrar heim- ildar skv. útlendingalögum frá 1965 bar Útlend- ingaeftirlitinu að rannsaka svo sem kostur var öll atriði sem máli gátu skipt. sbr. stjórnsýslu- lög. Í því skyni stóð m.a. heimild til þess að leita atbeina lögreglu til rannsóknar sbr. útlendinga- lög. Segir Hæstiréttur að úr því að stjórnvöld kusu í málinu að sækja stoð fyrir ákvörðun sinni um brottvísun mannsins í lagaheimild sem háð var því að dvöl hans yrði talin hættuleg hags- munum almennings, bar að rannsaka sérstak- lega hvort geðheilsu hans var svo komið að þessu skilyrði væri fullnægt. Gátu stjórnvöld ekki látið þetta hjá líða vegna hugsanlegs kostn- aðar eða tafa, sem af þessu myndi leiða, og þess í stað stuðst við ályktanir um heilsufar mannsins, sem dregnar voru af læknisfræðilegum gögnum frá 1995, án þess að gæta um leið að því að hann hafi fengið lausn undan öryggisgæslu í heima- landi sínu fjórum árum síðar. Voru þannig slíkir annmarkar á málsmeðferð Útlendingaeftirlitsins og síðar dómsmálaráðuneytisins að Hæstarétti þótti óhjákvæmilegt að taka kröfu mannsins um ógildingu úrskurðar ráðuneytisins til greina. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason og Guðrún Er- lendsdóttir. Garðar skilaði sératkvæði og vildi sýkna ríkið af kröfu Litháans. Hilmar Magn- ússon hrl. flutti málið fyrir hann og til varnar ríkinu var Óskar Thorarensen hrl. Ríkinu ekki heimilt að reka erlendan sakamann úr landi ÞESSIR vösku og alvopnuðu vík- ingar stilltu sér upp fyrir ljósmynd- ara Morgunblaðsins á Víkingahátíð sem nú stendur yfir í Hafnarfirði. Þrátt fyrir alvæpni og illilegan svip víkinganna fer hátíðin fram í mesta bróðerni og hafa nú þegar fjöl- margir lagt leið sína að Fjöru- kránni í Hafnarfirði þar sem hátíð- in fer fram. Þetta er í áttunda sinn sem Vík- ingahátíðin er haldin. Hún var sett á miðvikudaginn með því að opn- aður var markaður á svæðinu auk þess sem háðir voru víkingabardag- ar og fornir leikir fóru fram. Fyrstu þremur hátíðardögunum lauk með því að Árni Johnsen og fleiri sungu við varðeld. Hátíðinni verður slitið á sunnudagskvöldið og lýkur með dansleik um kvöldið. Víkingahátíð í Hafnarfirði Morgunblaðið/Jim Smart VAXANDI virðingarleysi við reglur um flutning á heyi milli öryggis- hólfa getur sett í hættu baráttu undanfarinna ára og áratuga við riðu og aðra sauðfjársjúkdóma, að mati Sigurðar Sigurðarsonar, dýra- læknis hjá yfirdýralæknisembætt- inu á Keldum. Sigurður rakst á um 60 hesta í girðingu á Hellisheiði í gær, og sá að búið var að gefa hestunum hey sem ekki er ljóst hvaðan er komið. Hann segir hér um að ræða hugs- anlega smithættu vegna sauðfjár á svæðinu, en ekki er heimilt að flytja hey milli öryggishólfa vegna hættu á riðusmiti nema að fengnu leyfi frá yfirdýralæknisembættinu. Alltaf sé hætta á að kindur komist í hey þó það sé eingöngu ætlað hestum. „Við treystum því að menn sem eru á ferðinni með hesta, hvort heldur er núna eða vegna lands- mótsins eða vegna þess að menn eru að sleppa hestum sínum á sum- arhaga, fari gætilega, flytji ekki með sér hey án leyfis og loki hliðum þar sem þeir eru á ferðinni. Með því hjálpa þeir okkur að berjast gegn þessum sjúkdómum sem er nærri því búið að vinna bug á. Ann- ars getur allt farið hér í óefni,“ seg- ir Sigurður. Vanþekking á reglum Sigurður segir að í meirihluta til- vika sé um vanþekkingu á reglum og baráttunni við riðu að ræða hjá hestamönnum, sem flytji gjarnan með sér hey í tengslum við lands- mót eða ferðalög á sumarbeitar- svæði. Hann segir hestamenn þurfa að gera annað af tvennu þegar þeir ferðist milli öryggishólfa, kaupa hey á áfangastað eða hafa samband við yfirdýralæknisembættið símleiðis til að fá leyfi fyrir heyflutningunum. „Okkur hefur gengið mjög vel á heildina litið að berjast við riðuna, betur en annars staðar, og við meg- um ekki missa þetta niður. Á með- an þessi barátta stendur mega hestamenn ekki bregðast frekar en aðrir,“ segir Sigurður. Barátta gegn riðu í hættu vegna heyflutninga Búið var að gefa þessum hestum hey á jörð þar sem þeir stóðu við Hús- múlarétt á Hellisheiði, skammt neðan við Kolviðarhól. JARÐSKJÁLFTAKIPPUR af stærðinni 3 til 3,2 stig á Richter varð í Kverkfjöllum í norðanverðum Vatnajökli í fyrrinótt, sá stærsti á þessum slóðum í þrjú ár. Að sögn Sig- urlaugar Hjaltadóttur á jarð- eðlissviði Veðurstofunnar var skjálftinn stakur og engin sjáanleg virkni fylgdi í kjöl- farið í gær. Aðrir skjálftar sem orðið hafa í Vatnajökli síðustu vik- ur eru langflestir í vestan- verðum jöklinum, alls á þriðja tug skjálfta, frá Kistufelli og suður að Þórðarhyrnu, auk nokkurra ísskjálfta í Skeið- arárjökli. Sigurlaug segir jarðskjálfta verða reglulega við Kverk- fjöll. Flestir skjálftar á svæð- inu undanfarin fjögur eða fimm ár hafi verið á stærð- arbilinu 1 til 2 stig á Richter. Skjálftinn í fyrrinótt hafi því verið í stærra lagi. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð síðla árs 2001. Í vikulegu yfirliti jarðeðl- issviðs kemur fram að vikuna 7. til 13. júní urðu 230 skjálft- ar hér á landi. Stærsti skjálfti þá vikuna var 2,8 stig við Hamarinn í Vatnajökli. Þá mældust nokkrir kippir um 25 km norðan við Öskju, sá stærsti 2,2 stig. Stærsti skjálfti í Kverkfjöll- um í þrjú ár UNGUR maður var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur í nótt vegna höfuð- meiðsla, sem hann hlaut eftir að hafa fallið út úr bifreið á ferð skammt norðan Akureyrar aðfara- nótt föstudags. Lögreglunni á Ak- ureyri var tilkynnt um slysið kl. 2.08 um nóttina. Var farið með manninn á Landspítala – háskóla- sjúkrahús. Að sögn læknis á slysa- deild er maðurinn með alvarlega höfuðáverka og var hann í önd- unarvél í gær. Ekki er að sögn lög- reglu á Akureyri vitað um tildrög þess að hann féll út úr bifreiðinni, en endanleg skýrsla um atvikið liggur ekki fyrir. Slasaðist á höfði við fall úr bifreið                                 ! " #          $         %&' ( )***                          +  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.