Morgunblaðið - 19.06.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Því dæmist rétt vera að þú átt að segja þetta fallega, pjakkurinn þinn.
Kvenréttindadagurinn 19. júní
Baráttuhugur
sem fer vaxandi
KvenréttindafélagÍslands stendurfyrir ýmsum
uppákomum í tilefni dags-
ins í dag, kvenréttinda-
dagsins 19. júní, í sam-
vinnu við Femínistafélag
Íslands, Kvenfélagasam-
band Íslands og Kvenna-
kirkjuna. Einnig kemur
ársrit Kvenréttindafélags
Íslands, 19. júní, út í dag,
en ritstjóri þess er Gunnar
Hersveinn.
„Klukkan hálfellefu eru
allir hvattir til að mæta við
Ráðhúsið í Reykjavík,“
segir Ragnhildur G. Guð-
mundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kvenrétt-
indafélags Íslands. „Þaðan
verður gengið um elsta
hluta bæjarins undir leið-
sögn Kristínar Ástgeirsdóttur,
sagnfræðings. Að göngu lokinni
verður farið að Hallveigarstöðum
við Túngötu 14, þar sem boðið er
upp á léttan hádegisverð. Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
flytur stutt ávarp, Ragnheiður
Jónsdóttir kynnir 19. júní blaðið
sem kemur út þennan dag og
Anna Pálína Árnadóttir syngur
nokkur lög. Ráðgert er að dag-
skránni ljúki kl 13 og þá fara auð-
vitað allir í Kvennahlaup ÍSÍ! Um
kvöldið verður svo kvennamessa
við Þvottalaugarnar í Laugardal
kl. 20, þar sem Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir predikar.“
– Hvaða þýðingu hefur dagur-
inn í dag fyrir íslenskar konur?
„19. júní er mikill hátíðisdagur
og jafnast í raun á við 17. júní fyrir
konur, því þegar konur fengu
kosningarétt var það eins og að
losna úr fangelsi. En rétti til
ákvarðanatöku fylgir líka mikil
ábyrgð og ég hvet allar konur að
gleyma aldrei hve mikils virði
kosningarétturinn er og hvað það
skiptir miklu máli að mæta á kjör-
stað, því í kjörklefanum tekur
hver og einn sjálfstæða ákvörðun.
Nútímakonan stendur í þakkar-
skuld við þær konur sem með
þrotlausri baráttu og sterkum
vilja byggðu þennan grunn sem
við stöndum nú á og við skulum
allar halda honum vel við svo hann
fúni ekki. Með í þessari baráttu
voru karlmenn sem áttu dætur og
ef til vill hefur þeim verið hugsað
til framtíðar og hvernig líf biði
dætranna í því karlaveldi sem þá
var ríkjandi. En öllum réttindum
fylgir ábyrgð og konur hafa sýnt
það og sannað að þær eru fullfær-
ar um takast á við þá ábyrgð sem
fylgir þeim.“
– Hver er staðan hérlendis í
kvenréttindamálum um þessar
mundir að þínu mati?
„Stjórnvöld eru nokkuð brokk-
geng í jafnréttismálum, svo ekki
sé meira sagt, og þeim gengur oft
á tíðum erfiðlega að standa við
eigin gjörðir. Þar á ég
við sjálf jafnréttislögin.
Þegar rætt er um
stöðuveitingar er ýmis-
legt tínt til, oft er til
dæmis sagt að konur
vanti reynslu. En oft gleymist að
geta þess að þeim er ekki gefinn
kostur á að öðlast reynslu og sá
grunur læðist að manni að það sé
ekki tilviljun ein saman. Með auk-
inni menntun fer staða kvenna
batnandi og ég dáist mjög að ungu
konunum sem sækja ótrauðar á
brattann og yfirstíga hverja tor-
færuna á fætur annarri á æðri
stöðum. Þær koma til með að af-
sanna það að konur verði reynslu-
lausar fram á grafarbakkann. En
mér finnst vanta andlit kvenna í
forystu verkalýðshreyfingarinn-
ar.“
– Er jafnmikill baráttuhugur í
konum og áður fyrr?
„Baráttuhugur kvenna er mikill
og fer vaxandi. Torfærurnar eru
margar hverjar mjög erfiðar, en
verst er þegar reynt er að brjóta
sjálfstraustið niður. Það er gömul
saga og ný. Markaðurinn og pen-
ingavaldið er viðsjárvert og að
ganga þeim á vald veldur blindu
sem skyggir á manngildið og auð-
gildið verður alls ráðandi. Mikil
samstaða er meðal hinna ýmsu
kvennasamtaka og sú samstaða
fer vaxandi og lofar góðu. Kven-
réttindafélag Íslands er þverpóli-
tískt félag og allir stjórnmála-
flokkar eiga fulltrúa í stjórn
félagsins, en auk þess starfar
Kvenréttindafélagið með Stíga-
mótum, Kvennaathvarfinu, Fem-
ínistafélaginu, Kvenfélagasam-
bandi Íslands, Félagi kvenna af
erlendum uppruna og Kvenna-
kirkjunni.
Kvenréttindi eru mannréttindi,
því má ekki gleyma, og mínu mati
þarf að koma þeim skilaboðum inn
í skólana. Eins er nauðsynlegt að
kynna mannréttindasáttmála sem
Ísland er aðili að, svo sem Genf-
arsáttmálann, en þar er til dæmis
að finna ákvæði um
stöðu kvenna, að hvergi
megi mismuna konum
né bera réttindi þeirra
fyrir borð.“
– Nú ritstýrir karl-
maður ársriti félagsins, 19. júní, í
fyrsta sinn. Ber ritið þess einhver
merki?
„Gunnar er mjög hæfur blaða-
maður og hefur margt gott til mál-
anna að leggja. Orð eru til alls
fyrst og við lærum öll hvert af
öðru. Ég sé ekki að það skipti
nokkru máli hvort að það sé karl-
maður eða kona sem ritstýrir
blaðinu. Aðalmálið er að blaðið sé
vandað og mér finnst blaðið í ár
vera sérlega efnismikið og glæsi-
legt.“
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
Ragnhildur G. Guðmunds-
dóttir er fædd í Reykjavík 21. des
1933. Hún tók landspróf frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar,
vann hjá Pósti og síma á Ísafirði
og í Reykjavík á árunum 1965 til
2000. Formaður Félags íslenskra
símamanna 1984 til 1996, vara-
formaður BSRB, fyrst kvenna,
frá 1988 og framkvæmdastjóri
Kvenréttindafélags Íslands frá
2001.
Maki Ragnhildar var Ólafur
Þórðarson, sem lést árið 1990.
Þau eiga fjóra syni og tengda-
dætur, fjórtán barnabörn og tvö
barnabarnabörn.
Með aukinni
menntun
batnar staðan