Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 9
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað út að versl- anamiðstöðinni Firðinum í Hafn- arfirði að kvöldi 17. júní vegna elds sem þar kviknaði. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 21 en kveikt hafði verið í rusli við og undir klæðningu á húsvegg á vest- ari turni verslunarmiðstöðv- arinnar. Klæðning var rifin af húsinu við íkveikjustaðinn en eldurinn breidd- ist upp eftir veggnum undir klæðn- ingunni. Slökkvistarf gekk fljótt og vel. Að sögn Birgis Finnssonar, út- kallsstjóra hjá SHS, var gripið til mikils viðbúnaðar af hálfu SHS vegna eðlis tilkynningarinnar og var því sent lið á vettvang frá fjór- um stöðvum. Eldur í verslana- miðstöð FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 9 HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að tilraun til smygls á 2 kg af amfetamíni og kókaíni til landsins í lok maí. Hann ber sök í málinu ásamt öðrum manni sem tekinn var með fíkniefn- in í fórum sínum í Leifsstöð. Renn- ur gæsluvarðhald mannanna beggja út 25. júní. Vegna rannsóknar málsins hefur komið í ljós að mennirnir dvöldu á sama hóteli erlendis. Við fyrstu yf- irheyrslur neitaði sá fyrrnefndi að hafa farið utan og kvaðst hafa verið erlendis á þeim tíma. Í málinu ligg- ur fyrir að hann hafi verið bendl- aður við málið af öðrum manni og féllst Hæstiréttur á að rökstuddur grunur væri fyrir fíkniefnabroti hans. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Verjandi sakbornings- ins var Guðmundur Óli Björgvins- son hdl. og sækjandi Egill Stephensen saksóknari lögreglu- stjórans í Reykjavík. Gæsluvarðhald staðfest HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær tvítugan varnarliðs- mann af Keflavíkurflugvelli í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnu- dags í september í fyrra, fyrir utan skemmtistað í Keflavík, slegið mann í höfuðið með glerflösku. Brotnaði flaskan við höggið með þeim afleið- ingum að hann hlaut 5–6 cm langan skurð þvert yfir vinstra gagnauga og upp fyrir vinstri augabrún. Vegna aldurs ákærða, sakaferils og þess að hann hefur þegar greitt fórnarlambi sínu fullar bætur og það fyrirgefið honum háttsemina var fullnustu refsingarinnar frestað um þrjú ár. Ákærði var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talinna 170 þúsund kr. málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns og 120 þúsund króna þóknun réttargæslumanns fórnarlambsins, sem hafði áður feng- ið 300 þúsund krónur úr hendi ákærða. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Jón Ögmundsson hdl. og sækjandi Sævar Lýðsson, sýslufulltrúi á Keflavíkurflugvelli. 5 mánaða fangelsi fyrir lík- amsárás HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Tryggingamiðstöðina hf. til að greiða fimm sonum konu sem lést eftir fall af svölum hótels á Kanar- íeyjum í janúar 2002 rúmar sjö millj- ónir króna auk dráttarvaxta. Menn- irnir kröfðust þess að Tryggingamiðstöðin greiddi þeim 7.050.000 króna í dánarbætur vegna ferðatryggingar og fjölskyldutrygg- ingar. Tryggingamiðstöðin hafnaði í nóv- ember 2002 kröfu stefnenda, son- anna, um greiðslu bótanna með þeim rökum að ölvunarástand móður þeirra hefði verið orsök þess að hún féll niður af svölunum en ekki hrind- ing sambýlismanns hennar. Samkvæmt framburði sambýlis- manns konunnar fyrir dómi í Las Palmas á Spáni hafði hann verið að munnhöggvast við sambýliskonu sína, en þau hefðu bæði verið undir áhrifum áfengis. Þá hefði hann ýtt við eða hrint henni og hefði það leitt til þess að hún hefði misst jafnvægið og fallið aftur á bak yfir handriðið. Kon- an hlaut alvarlega áverka sem leiddu til dauða hennar. Maðurinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi í sakadómi í Las Palmas 19. júlí 2002. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá röksemd sonanna að þó svo að konan hefði verið ölvuð, en áfengis- magn í blóði mældist 3 prómill, þá hefði það ekki verið frumorsök þess að hún féll fram af svölunum heldur hrinding sambýlismannsins. Málið dæmdi Hervör Þorvalds- dóttir. Óðinn Elísson hdl. flutti málið fyrir stefnendur og Guðmundur Pét- urson hrl. fyrir stefnda. Fá 7 milljónir í dánarbætur vegna móðurmissis ALÞJÓÐLEGA skákmótið the Ice- landic Invation eða íslenska inn- rásin hófst í Winnipeg-háskóla í Kanada í fyrrakvöld og eru fimm íslenskir stórmeistarar á meðal þátttakenda. Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason hituðu upp fyrir mótið og tefldu eina hraðskák á blaða- mannafundi með fréttamönnum í aðalræðismannsskrifstofu Íslands í Winnipeg. Jón L. Árnason varð að játa sig sigraðan. Auk Jóns og Helga eru þeir Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson á meðal keppenda. Mótinu lýkur í dag. Magnús Smith varð fjórum sinn- um Kanadameistari í skák og meðal annars 1904 þegar bikarinn, sem er á borðinu, var fyrst veittur Kan- adameistaranum. Mótið núna er haldið í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar á Íslandi og 60 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Morgunblaðið/Steinþór Hitað upp fyrir „íslensku innrásina“ HÖRÐUR Einarsson hæstaréttar- lögmaður segist ánægður með þá niðurstöðu áfrýjunarnefndar sam- keppnismála að fella úr gildi ákvörð- un samkeppnis- ráðs vegna séreignalífeyris- sjóða fjármála- fyrirtækja og leggja fyrir ráðið að taka málið upp aftur. Að öðru leyti segist Hörður ekki vilja tjá sig sérstaklega um þessa niðurstöðu því málið eigi eftir að fara aftur fyrir samkeppnisráð en hann hafi þó ekki dregið dul á það að hann telji að þarna hafi „bullandi samkeppnis- hömlum“ verið beitt af hálfu sér- eignalífeyrissjóða fjármálafyrir- tækja, það sé ekki spurning í sínum huga. Ánægður með ákvörðun nefndarinnar Hörður Einarsson ♦♦♦ ♦♦♦ Ný buxnasending Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 KRINGLUKAST FIMMTUDAG - SUNNUDAGS Kringlunni - sími 581 2300 Dömur Vaxjakkar 22.490 nú 17.990 Stuttermabolir 2.490 nú 1.990 Sumarkápa 18.690 nú 14.900 Herrar Allar skyrtur 20% afsl. frá 2.952 Bómullarbuxur 6.590 nú 4.990 Bómullargallabuxur 6.190 nú 4.900 NÝTT KORTATÍMABIL Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sumartilboð 15% afsláttur af öllum sumarfatnaði í dag Jónsmessunæturganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls 25.-27. júní Eigum nokkur sæti laus kl. 20.00 í þessa frábæru helgarferð. Sjá nánar www.utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.