Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ hátíðlega athöfn á Bessastöðum
á þjóðhátíðardaginn 17. júní sæmdi
forseti Íslands þrettán Íslendinga
heiðursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu. Þeir eru:
1. Aðalgeir Kristjánsson, sagnfræð-
ingur, Reykjavík, riddarakross,
fyrir fræðistörf
2. Aðalsteina Magnúsdóttir, hús-
móðir, Grund í Eyjafirði, ridd-
arakross, fyrir varðveislu menn-
ingarverðmæta og
landbúnaðarstörf
3. Ari Teitsson, fv. formaður
Bændasamtaka Íslands, Hrísum
S.-Þingeyjarsýslu, riddarakross,
fyrir störf að félagsmálum bænda
4. Arnaldur Indriðason, rithöf-
undur, Reykjavík, riddarakross,
fyrir ritstörf
5. Edda Bergmann Guðmunds-
dóttir, fv. formaður Íþróttafélags
fatlaðra í Reykjavík, ridd-
arakross, fyrir störf að íþrótta-
málum fatlaðra
6. Jóhann Axelsson, prófessor,
Reykjavík, riddarakross, fyrir
vísindastörf
7. Magnús Kr. Guðmundsson, út-
gerðarmaður, Tálknafirði, ridd-
arakross, fyrir störf að sjáv-
arútvegsmálum
8. Margrét Pálmadóttir, tónlist-
armaður, Reykjavík, ridd-
arakross, fyrir frumkvæði í tón-
list
9. Marteinn H. Friðriksson, dóm-
organisti, Kópavogi, ridd-
arakross, fyrir tónlistarstörf
10. Sigurbjörn Bárðarson, íþrótta-
og tamningamaður, Kópavogi,
riddarakross, fyrir framlag til
hestaíþrótta
11. Steinunn Friðriksdóttir, formað-
ur Styrks, Seltjarnarnesi, ridd-
arakross, fyrir störf í þágu
krabbameinssjúkra
12. Tómas Grétar Ólason, verkstjóri,
Kópavogi, riddarakross, fyrir
störf að líknar- og félagsmálum
13. Þorvaldur Kristinsson, formaður
Samtakanna 7́8, Reykjavík, ridd-
arakross, fyrir störf að réttinda-
málum samkynhneigðra
Þrettán
sæmdir
fálka-
orðu
Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Forseti Íslands sæmdi 13 Íslendinga fálkaorðu á Bessastöðum.
ÁSTÞÓR Magnússon forsetaframbjóðandi og
kona hans, Natalia Wium, mættu á Vík-
ingahátíðina í Hafnarfirði til að hitta kjós-
endur. Á myndinni má sjá Ástþór skera væna
sneið af eldsteiktu lambi, sem boðið er upp á
á hátíðinni, fyrir þau hjónin. Ástþór ræddi við
hátíðargesti og kynnti málefni sín. Hann seg-
ist sækja hátíðina árlega og hafa oft komið
með útlenska gesti enda sé Víkingahátíðin
kjörið tækifæri til að sýna þeim andstæður í
íslensku samfélagi.
„Það er gaman að sýna þeim hvernig þró-
unin til friðar hefur verið frá því að víkingar
með alvæpni gengu um þar til við urðum frið-
uð þjóð.
Þetta er einmitt sá boðskapur sem við
verðum að færa þjóðum heimsins,“ segir Ást-
þór.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ástþór og Natalia skáru sneið af eldsteiktu lambakjöti á Víkingahátíð.
Ástþór á Víkingahátíð
BALDUR Ágústsson forsetaframbjóðandi
heimsótti Reykjanesbæ á miðvikudagskvöldið
og spjallaði við gesti á Ránni í Keflavík. Um 20
manns mættu á fundinn og spurðu Baldur ým-
issa spurninga. Að umræðunum loknum var
gestum svo boðið upp á snöggsteikta snigla,
sem er uppáhaldsmatur frambjóðandans.
Á fimmtudag var opið hús á kosningaskrif-
stofu Baldurs í Þverholti þar sem hann ásamt
konu sinni, Jean Plummer, tók á móti gestum
en að lokinni móttökunni hélt hópurinn í bæ-
inn.
Að sögn Hrafnhildar Hafberg, kosn-
ingastjóra Baldurs, komu alls um 200 manns á
kosningaskrifstofuna og hátt í 1000 pönnukök-
ur voru bakaðar. Um helgina verður Baldur á
ferðalagi um Norðurland og mun koma við á
nokkrum stöðum á leiðinni til fundarhalda.
Boðið var upp á snöggsteikta snigla á Ránni í Keflavík.
Baldur í Reykjanesbæ
ALLS telja 93% erlendra ferða-
manna reynslu sína af Reykjavík
vera frábæra eða góða, að því er
fram kemur í nýrri könnun sem
framkvæmd var fyrir Höfuðborgar-
stofu og er hluti af ferðamálastefnu
Reykjavíkur til ársins 2010, sem
kynnt var á fundi í gærdag. M.a. nið-
urstaðna má nefna að svarendur
gáfu Reykjavík einkunnina 4,4 af 5
mögulegum þegar spurt var hve
örugg þeim þætti borgin vera.
Nýtt slagorð Reykjavíkur sem
áfangastaðar ferðamanna, „Reykja-
vík – Pure energy“ var sömuleiðis
kynnt með útgáfu ferðamálastefn-
unnar. Leiðarljós stefnunnar er að
Reykjavík eflist sem höfuðborg Ís-
lands í alþjóðlegri samkeppni á sviði
ferðamála, og sérstaða hennar sem
hreinnar og nútímalegrar menning-
arborgar í nábýli við einstæða nátt-
úru verði þekkt og virt. Sömuleiðis
er stefnt að því, að Reykjavík verði
eftirsóttur áfangastaður fyrir ferða-
menn árið um kring, og með þeim
hætti sé rennt styrkari stoðum undir
fjölbreytt atvinnulíf og menningu í
tengslum við ferðaþjónustuna.
Í máli borgarstjóra, Þórólfs Árna-
sonar, kom fram að með nýju slag-
orði ferðaþjónustu borgarinnar væri
vísað til orkunnar sem finna mætti
meðal íbúa Reykjavíkur til viðbótar
við þá náttúruorku sem nýtt væri.
Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðu-
maður Höfuðborgarstofu, útskýrði
að slagorðið hefði orðið til með víð-
tæku samstarfi, og þá sérstaklega
við aðila erlendis sem selja ferðir til
Íslands og þekkja vel þann markað
sem reynt er að höfða til. Bæði sé
hugsað um ferðalanga sem fari oft í
stuttar ferðir, og þá sérstaklega
borgarferðir, en einnig reynt að
höfða til ungra eldhuga, sem heillast
af framandleika borgarinnar.
Nefnd 40 möguleg verkefni
Svanhildur segir ferðamálastefn-
una sprottna úr mjög víðtæku sam-
ráði við ýmsa aðila í ferðaþjónustu,
atvinnulífi og menningarstarfi. „Það
eru alls um 200 aðilar sem hafa verið
í samráði við mótun stefnunnar.
Vinna hefur staðið yfir á annað ár, og
störfum skipt eftir viðfangsefnum,“
sagði Svanhildur.
Stefnan hvílir á þremur megin-
stoðum, sem eru náttúra, ráðstefnur
og menning. Nefnd eru um 40 verk-
efni sem stefnt er að á næstu 6 árum.
Stærsta einstaka verkefnið sem haf-
in er vinna við er tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið í Reykjavíkurhöfn. Með-
al annarra hugmynda sem stefnt er
að í náinni framtíð er uppsetning
Parísarhjóls í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinn og betri merkingar í
borginni fyrir ferðamenn. Aðrar
hugmyndir eru ekki á dagskrá fyrr
en við lok gildistíma stefnunnar, og
má þar nefna uppbyggingu heilsu-
lóns á Hellisheiði í tengslum við
Hellisheiðarvirkjun og byggingu
samgöngumiðstöðvar fyrir almenn-
ingsvagna og langferðabíla.
Í máli Dags B. Eggertssonar, for-
manns stjórnar Höfuðborgarstofu,
eru þessi verkefni sett fram til við-
bótar við heildarstefnumótun til að
benda á möguleika í ferðaþjónustu
og sýna hvaða verkefni Höfuðborg-
arstofa telji vænleg.
Borgaryfirvöld kynna ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2010
Orkuborgin Reykjavík
fyrir eldhuga og borgarfara
Morgunblaðið/Árni Torfason
Dagur B. Eggertsson, Þórólfur Árnason og Svanhildur Konráðsdóttir
kynntu ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2010.