Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 31
FERÐALÖG
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 31
Ný göngubrú yfir Jökulsávið Eskifell í Lóni hefurverið opnuð fyrir göngu-fólki. Um er að ræða 95
metra langa brú, sem byggð er af
Vegagerð Ríkisins og er hluti af
framkvæmdum sem byggjast á
stefnumörkun landeigenda Stafafells
í Lóni í ferða- og útivistarmálum. Þar
er gert ráð fyrir byggingu göngubrúa
og þjónustusvæða sem stuðla að því
að gera Stafafell að samfelldu útivist-
arsvæði frá fjöru til fjalls og nær það
yfir ríflega 300 ferkm svæði. Auk brú-
argerðar við Eskifell, Kollumúla og
Víðidal, er unnið að uppbyggingu
þjónustusvæða, sem gert er ráð fyrir
að verði fimm í fjöllunum.
Gunnlaugur B. Ólafsson, far-
arstjóri og fulltrúi eigenda Stafafells,
segir nýju göngubrúna vera mik-
ilvægan áfanga í uppbyggingu þessa
griðlands fyrir göngufólk. „Nýja Jök-
ulsárbrúin tengir saman mikilvæg
göngusvæði. Ein dagleið er úr byggð
um Austurskóga yfir í Eskifell. Þaðan
er síðan dagleið í Kollumúla, með-
fram Jökulsárgljúfri og yfir í Illa-
kamb. Frá Kollumúla eru síðan ýmsir
möguleikar til gönguferða, m.a. með-
fram Tröllakrókum og yfir í Víðidal.“
Gunnlaugur bendir á að ný gistiað-
staða hafi einnig bæst við á svæðinu.
„Við höfum unnið að því að stækka
tjaldstæði að Smiðjunesi, en það er
staðsett í fallegri líparíthvelfingu og
liggja þaðan skemmtilegar göngu-
leiðir inn að Hvannagili. Þá verður
grædd upp tjaldstæðaflöt við Eski-
fell, og gistigámum komið þar fyrir til
bráðabirgða þar til að skáli verður
byggður. Þetta er liður í því að stand-
setja 35 km meginleið í gegnum
svæðið sem nær alveg úr byggð inn í
Víðidal, en til þess hlutum við m.a.
styrk frá Ferðamálaráði,“ segir
Gunnlaugur.
Efnt verður til formlegrar opnunar
Stafafells sem útivistarsvæðis um
Verslunarmannahelgina og verða
skemmtidagskrá og gönguferðir
skipulagðar af því tilefni.
!"!"#
$ %%
0
&&1
&&
2
3 &'""
( "%)
4&
54
677
&1&4
&764
&7&7
&1&1
!""
#
$
!"
#
$
!
%
*+ !
&"%
,! "
-!
./
Ný göngubrú vígð í sumar
ÚTIVIST
Ljósmynd/Gunnlaugur Ólafsson
Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Sturla Böðvarsson samgöngu-
málaráðherra: Skála með sínu fólki við verklok og opnun göngubrúar yfir
Jökulsá í Lóni. Guðni Artúrsson brúarsmiður er fyrir miðri mynd.