Morgunblaðið - 19.06.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 19.06.2004, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ér fer á eftir ræða Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra sem hann flutti á dagskrá þjóðhátíð- ar á Austurvelli í Reykjavík að morgni þjóðhátíðardagsins. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins: „Góðir Íslendingar. Á þessu ári er tvíheilagt hjá okkur. Við fögnum eitt hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar, mik- ilvægasta áfanga sjálfstæðisbaráttunnar og gleðj- umst um leið yfir því, að sextíu ár eru síðan stofn- að var til lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Jón Sigurðsson var fullhugi mikill og framsýnn baráttumaður, en jafnvel hann hvorki sá fyrir né gerði kröfu um að slíkur endapunktur í sjálfstæð- isbaráttunni myndi nást. En svo vel þekkjum við persónu hans og innri mann, þrátt fyrir mistur liðins tíma, að við erum þess fullviss að enginn hefði verið glaðari og stoltari en hann yfir úrslit- unum og þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Sagan virðist oft sundurleit og flöktandi, og kaflaskipt með kúnstugum hætti, en þó er sam- hengið meira en sýnist, þegar grannt er skoðað. Aðeins fjórum vikum eftir að jarðarför þeirra Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar er gerð frá Dómkirkjunni okkar, að viðstöddu fjölmenni er syrgði þau mjög, komu menn saman á ný og nú glaðir í bragði til að leggja hornstein að Al- þingishúsinu vestan við kirkjuna. Í steininn er lagður silfurskjöldur og á hann skráð orðin ,,sannleikurinn mun gera yður frjálsa“. Það má margt gott og göfugt segja um Alþingishúsið og það sem þar fer fram innan dyra. En ekki er endi- lega víst að sannleikanum sé alltaf haldið betur til haga í því húsi en öðrum á Íslandi. Í mörgum bar- daganum hefur hann fallið fyrstur. Það breytir þó ekki því, að engin ein stofnun hefur meiri þýðingu fyrir heill og hamingju þjóðarinnar en Alþingi Ís- lendinga.“ Árangur Alþingis á aldar- afmæli fær góða einkunn „Dæmin sanna, að þá Alþingi tekst best til í verkum sínum er árangurinn mikill fyrir land og þjóð og leiðin til betra lífs greiðari fyrir sérhvern mann. Þó er það svo, að virðing fyrir þinginu hef- ur verið með ýmsum hætti gegnum tíðina og al- gengara er, en ætla mætti, að hnýtt sé harkalega í þá, sem þar sýsla í þjóðarumboði. Þingið hefur jafnvel orðið fyrir beinum sem óbeinum árásum og var hin harkalegasta þeirra, þegar lýðveldið Ísland var aðeins fárra ára gamalt. En þó er eng- inn vafi á að innst inni finnst fólkinu í landinu vænt um þingið sitt og vill veg þess og virðingu. Hornsteinn hússins var áðan nefndur til sög- unnar, en sjálft er þingið hornsteinn lýðræðis og frelsis á Íslandi. Og þegar árangur þess er skoð- aður á aldarafmæli heimastjórnar og af sanngirni dæmt er einkunnin góð. Ísland, sem um aldir hafði verið eitt fátækasta ríki Evrópu, er nú kom- ið í hóp efnuðustu ríkja veraldar. Þetta hefur tek- ist þrátt fyrir fámennið, en sumir töldu að Ísland gæti aldrei staðið á eigin fótum af þeim sökum. Og þetta hefur tekist þótt landið sé fjarri því að vera í alfaraleið. Þegar árangur á einstaka sviðum er veginn og metinn ber þjóðin sig aðeins saman við þá sem náð hafa lengst á því sviði, sem til um- ræðu er. Nú er reyndar svo komið að það er eins og flestum Íslendingum þyki sjálfsagt að svo vel hafi til tekist og gæli jafnvel við að ekki þurfi mik- ið að leggja á sig til að þjóðin fái haldið svo sterkri stöðu um alla framtíð. Vissulega eigum við góða möguleika á næstu árum og áratugum. Tækifær- in eru fjölmörg og þau eru víða, en það þýðir ekki, að við getum fengið allt fyrir ekkert. Við munum alltaf þurfa að hafa fyrir því að skipa eitt af for- ystusætunum í samfélagi þjóðanna.“ Þingheimur gerir sér full- vel grein fyrir ábyrgð sinni „Ég gat áðan um tvo atburði, sem urðu á þess- um stað, með fáeinna daga millibili fyrir eitt- hundrað tuttugu og fimm árum. Annar var jarð- arför brautryðjendanna og hinn þá hornsteinninn var lagður að Alþingishúsinu. Þótt mér vitanlega séu ekki til um það skriflegar heimildir, er næsta öruggt, að nemandi, sem þá var í efsta bekk Lærða skólans og gegndi embætti Inspectors Scholae, Hannes Hafstein, hefur verið viðstaddur báða atburðina og mjög sennilega borið, eins og skólapiltar gerðu, kistu Jóns eða Ingibjargar hluta af leið. Hannes átti síðar eftir að verða flest- um skörungum meiri í húsinu, sem hornsteinninn var lagður að. Því fór þó fjarri, að hann ætti þar alltaf sæla daga, enda varð hann iðulega að sitja undir árásum og jafnvel ótrúlegum svívirðingum, þegar mestur hiti hljóp í leikinn. Þótt honum mis- líkaði þetta oft, eins og mannlegt er, erfði hann það ekki við einstaka þingmenn. Sjálfur var Hannes annálað prúðmenni, þótt vitað væri, að hann væri bæði geðríkur og skapstór og hefur því orðið að beita sig hörðu. Stundum gefa einstök dægurmál, sem upp koma, þann svip af þinginu að þar logi allt í átökum, klögumál og brigslyrði ganga á víxl og stóryrði og svigurmæli hvergi spöruð. En hafa verður í huga að þessi þáttur er minnstur hluti af starfi þingsins og telst jafnvel til nauðsynlegrar kappræðu þjóðarmálstofunnar, þótt auðvitað reyni flestir þingmenn að halda sér innan málefnalegra marka. Landsmenn mega trúa því, að þingheimur sem heild gerir sér fullvel grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á honum hvílir og hávært vopnaglamur skylminganna í málstof- unni, breytir engu um það.“ „…þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt mál – “ „Þingmenn hafa hlotið þau forréttindi að fá að starfa um stundarsakir í umboði og þjónustu þjóðar sinnar á virðulegasta vettvangi hennar. Þeir eru auðvitað þakklátir fyrir það tækifæri. Og Hannes Hafstein var það svo sannarlega. Það var hann á hinn bóginn sem hvatti landa sína til að fara ekki offari og sagði: „Strikum yfir stóru orð- i l o h r s l t m þ h H l s r þ m þ e l Ræða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Forystusæti m þjóða kostar stöðuga fyrirh Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur hátíðarræðu MIKILVÆGI ALÞINGIS Davíð Oddsson forsætisráðherragerði mikilvægi og þýðingu Al-þingis fyrir íslenzku þjóðina að meginefni 17. júní ræðu sinnar á Austurvelli í fyrradag. Hann sagði m.a.: „Það má margt gott og göfugt segja um Alþingishúsið og það sem þar fer fram innandyra. En ekki er endilega víst að sannleikanum sé alltaf haldið betur til haga í því húsi en öðrum á Ís- landi. Í mörgum bardaganum hefur hann fallið fyrstur. Það breytir þó ekki því, að engin ein stofnun hefur meiri þýðingu fyrir heill og hamingju þjóðarinnar en Alþingi Íslendinga. Dæmin sanna, að þá Alþingi tekst bezt upp í verkum sínum er árangurinn mikill fyrir land og þjóð og leiðin til betra lífs greiðari fyrir sérhvern mann. Þó er það svo, að virðing fyrir þinginu hefur verið með ýmsum hætti í gegnum tíðina og algengara er en ætla mætti að hnýtt sé harkalega í þá, sem þar sýsla í þjóðarumboði.“ Það var fullt tilefni til þess fyrir for- sætisráðherra að fjalla um Alþingi og stöðu þess í þjóðhátíðarræðu sinni á 60 ára afmæli lýðveldisins. Á Alþingi sitja þingmenn, sem sækja umboð sitt beint til þjóðarinnar. Þeir eru kjörnir í þingkosningum, með mikilli kosninga- þátttöku. Meirihluti Alþingis hefur tekið höndum saman um myndun rík- isstjórnar. Þessi sami meirihluti hefur nýlega samþykkt ný lög um fjölmiðla. Ákvörðun forseta Íslands um að nýta sér stjórnarskrárákvæði sem aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur verið notað er öðrum þræði til þess fallin að rýra stöðu Alþingis. Engin stofnun á Íslandi er mikilvægari en Alþingi. Um stöðu þess og hlutverk verður þjóðin að standa traustan vörð. „AÐ ÞJÁLFA UPP ÁHORFENDUR“ Það er um margt einstakt meðalvestrænna þjóða hversu margir frumherjar á sviði menningar komu fram á tuttugustu öld hér á landi; á öld þeirrar miklu uppbyggingar á menningarsviðinu er fylgdi nýstofn- uðu lýðveldi og mótun ímyndar sjálf- stæðrar þjóðar. Þeir sem stóðu í fremstu röð á þeim vígstöðvum er það fólk sem hið öfluga menningarlíf sem ríkir á Íslandi í dag stendur í mestri þakkarskuld við. Einn þessara frum- herja er Sigríður Ármann, sem for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, afhenti á miðvikudagskvöld sérstök heiðursverðlaun Grímunnar fyrir einstakt framlag til sviðslistar. Sigríður lagði land undir fót undir lok seinni heimsstyrjaldar til þess að leggja stund á listdans í New York. Eftir nám þar og í Kaupmannahöfn, sneri hún heim og stofnaði sinn eigin ballettskóla. Samhliða starfrækslu hans gegndi hún margvíslegum trún- aðarstörfum við uppbyggingu sviðs- lista hér á landi, og samdi einnig dansa fyrir ýmsar uppsetningar í Þjóðleikhúsinu. Þær Sigríður og Jór- unn Viðar tónskáld, bundust enn- fremur skapandi böndum í ballett- verkunum Eldurinn og Ólafur liljurós, þar sem Sigríður samdi dansana og Jórunn tónlistina. Arfleifð Sigríðar er þó ekki ein- vörðungu bundin í þeim menningar- legu verðmætum sem hún lagði þjóð- inni til með dansi sínum, ballettverkum og kennslu, því hún birtist ekki síður í því uppeldishlut- verki sem hún gegndi á þessu sviði fyrir þjóðina alla. Í viðtali um ball- ettskóla sinn sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 22. júlí 1989, bendir Sig- ríður Ármann m.a. á að „það [þurfi] nefnilega líka að þjálfa upp áhorf- endur“. Þau orð hennar eru til marks um hugsunarhátt frumkvöðulsins sem áttar sig á því að listin þjónar ekki einangruðu hlutverki fyrir út- valda í samfélaginu. Styrkur listar- innar felst þvert á móti í því gildi sem hún hefur fyrir samfélagið í heild; ekki síður fyrir þá sem njóta en þá sem skapa. 19. JÚNÍ Þess er í dag minnst að 19. júní árið1915 hlutu íslenskar konur kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis. Kvenna- og jafnréttishreyfingar standa fyrir ýmsum viðburðum í tilefni dagsins og fagna þeim áfanga sem náð- ist fyrir nærri 90 árum, meðal annars fyrir ötula baráttu Kvenréttindafélags Íslands, undir forystu Bríetar Bjarn- héðinsdóttur. En kvenréttindadagurinn er jafn- framt tilefni til að vekja athygli á því að margt er enn óunnið í jafnréttismálum á Íslandi. Þrátt fyrir að jafn réttur kynjanna hafi verið tryggður að lögum er flestum ljóst að jafnrétti hefur ekki að fullu náðst í raun. Nægir að benda á fæð kvenna í fremstu víglínu stjórn- mála og atvinnulífs, kynbundinn launa- mun sem seint ætlar að minnka og hægfara breytingar á kynjahlutverk- um innan fjölskyldunnar og heimilis- ins. Þrátt fyrir að þetta sé ljóst hverjum þeim sem vill sjá má því miður segja að viss ládeyða hafi ríkt í jafnréttisbarátt- unni á undanförnum árum. Að vissu leyti felst hún í skorti á umræðu og meðvitund í samfélaginu, en einnig í þeirri afstöðu sumra að þegar formlegu lagalegu jafnrétti hafi verið náð sé ekki lengur þörf á aðgerðum til að jafna möguleika kynjanna. Í kvæðinu Fullrétti kvenna, sem Matthías Jochumsson orti í tilefni þess að íslenskar konur hlutu kosningarétt, vék hann meðal annars að því að kona ætti heimtingu á því að "vera ekki hálf". Í nýlegri skýrslu nefndar um efnahags- leg völd kvenna kemur fram að at- vinnutekjur kvenna eru einungis 59% af atvinnutekjum karla. Af fram- kvæmdastjórum í íslenskum fyrirtækj- um voru aðeins 18% konur árið 2001 og hlutfallið er svipað hvað snertir for- stöðumenn ríkisstofnana. Einungis þrjár konur eru meðal tólf ráðherra í ríkisstjórninni og fyrir síðustu þing- kosningar voru konur aðeins fjórðung- ur gesta í pólitískum umræðuþáttum. 89 árum eftir að þjóðskáldið orti kvæð- ið eru konur enn þá hálfdrættingar á við karla, eða jafnvel tæplega það, á mörgum sviðum þjóðlífsins. Á meðan svo er blasir við að enn þá er full þörf á kröftugri jafnréttisbaráttu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.