Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 37

Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 37 ÉG fór af ákveðnum ástæðum að skoða málefni blaðburðarbarna á síðastliðnu hausti og ritaði í fram- haldi af því nokkrar greinar í Morg- unblaðið þar sem ég vakti athygli lesenda á ýmsum atrið- um sem mér fundust vera þess eðlis að óvið- unandi væru í sam- skiptum útgefanda Fréttablaðsins og blað- bera. Ég hef aldrei fengið viðlíka viðbrögð við neinu sem ég hef látið frá mér fara í rit- uðu máli. Í allan vetur og fram á vor hefur mér ókunnugt fólk ver- ið að hringja í mig öðru hverju, lýst viðskiptum sínum við útgefendur Fréttablaðsins og DV og leitað ráða um aðgerðir við því sem það taldi óá- sættanlega framkomu útgefanda blaðanna í garð blaðburðarfólks. Það bendir því margt til að það sé ekki bara undirritaður sem er ósáttur við stöðu þessara mála. Það sem breyst hefur frá því í haust er að börn undir 13 ára aldri eru ekki lengur í vinnu við blaðaútburð hjá Fréttablaðinu, enda er slíkt bannað með lögum. Það hefur hins vegar ekki tekist að fá út- gefendur Fréttablaðsins og DV að samningaborði um að gera heild- stæðan kjarasamning við VR um kjör þeirra sem bera út blöðin, held- ur eru kjörin einhliða ákveðin af vinnuveit- andanum. Það sem hef- ur gerst eftir að við feðgar fórum að bera Fréttablaðið út fyrir um einu og hálfu ári síðan er að DV hefur bæst við og þar til við- bótar hefur Frétt ehf keypt fyrirtæki sem dreifði auglýs- ingabæklingum og er þessum bæklingunum stungið í töskur blað- burðarbarna að því er virðist án sérstakra takmarkana. Það hefur komið fyrir að með Fréttablaðinu hafi sama daginn fylgt fjórir bæklingar, þrír lausir og einn inni í blaðinu og nokkur eintök af DV þar á ofan. Ég hef fengið upp- lýsingar frá blaðburðarfólki um að það hafi þurft í slíkum tilfellum að fara tvær ferðir um hverfið til að koma því til skila sem því er falið, vegna þess að blöðin komast ekki í einu lagi í töskurnar. Í mars og apríl var sett á stað kynningarátak á DV sem stóð í þrjár vikur. Okkur voru send rúmlega tuttugu aukablöð af DV og falið að koma þeim í ákveðnar nafngreindar lúgur. Það segir sig sjálft að það er allt annað verk að dreifa blöðum í ákveðnar lúgur heldur en að dreifa þeim í hverja lúgu án umhugsunar hvort þau komist í réttar hendur eða ekki. Í upphafi var okkur sagt að þetta átak ætti að standa í eina viku en það teygðist úr því eins og áður er sagt og endaði með þremur vik- um. Þegar spurt var um hve mikið væri greitt fyrir þessa aukavinnu varð fátt um svör en sagt að það skýrðist. Á launaseðli kom síðan í ljós að greidd var ein króna á hvert blað á dag, þannig að fyrir að bera út rúmlega tuttugu blöð á persónu- bundin heimilisföng í þrjár vikur voru okkur greiddar rúmlega 300 krónur samtals. Þar fyrir utan líta útgefendur svo á að DV sé þyngd- arlaust þar sem það er ekki talið með þegar greiðsla fyrir þyngd- arálag er reiknuð út. Nú berum við út 6 blöð af DV á dag á ákveðin heimilisföng. Fyrir það fáum við greiddar 120 krónur á mánuði!!! Það er ekki nema von að forstjóri Baugs hafi í nýlegu viðtali við Við- skiptablaðið gumað sérstaklega af þeirri viðskiptahugmynd að láta blaðburðarbörnin bera DV út þar sem þau eru hvort sem er á ferðinni um hverfin. Þetta er sérstaklega sniðugt þar sem þeim er ekki borgað neitt fyrir viðvikið sem hægt er að kalla greiðslu eins og dæmin sanna. Manni flýgur stundum í hug af hverju blaðamenn DV og Frétta- blaðsins, sem daglega eru mjög önn- um kafnir við að draga dæmi um ranglæti heimsins fram í dagsljósið, hafi aldrei séð ástæðu til að fjalla um framkomu þessara blaðaútgefenda við blaðburðarbörnin. Mér kemur ekki í hug að ástæðan sé sú að slík umfjöllun gangi þvert á hagsmuni eigenda blaðanna og vinnuveitenda blaðamannanna og viðkomandi blaðamaður gæti jafnvel misst vinn- una fyrir slík skrif, hún hlýtur að vera einhver önnur. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur hefur á undanförnum mánuðum reynt að ná fundum með útgef- endum Fréttablaðsins og DV í þeim tilgangi að ræða undirbúning að formlegum kjarasamningi fyrir hönd blaðburðarfólks. Það hefur ekki tekist enn því blaðaútgefendur virðast hafa lítinn áhuga á því að mæta til slíkra funda. Í þeirra huga er staðan fín eins og hún er í dag, starfskjör, laun og vinnuálag er ákveðið einhliða af vinnuveitanda og þeir starfsmenn, sem samþykkja ekki það sem að þeim er rétt, eru reknir tafarlaust. Einn möguleiki í þessari stöðu er að fá málinu vísað til ríkissáttasemjara. Hann hefur vald til að kalla aðila að samningaborði ef þeir vilja ekki mæta þangað sjálfvilj- ugir. Til að svo megi verða þarf ein- hver sem er formlega ráðinn við blaðaútburð hjá Frétt ehf og er fé- lagi í VR að óska formlega eftir því við forystu VR að hún hlutist til um að málið gangi í þann farveg. Það þarf að vera einstaklingur sem er orðinn 16 ára gamall því þeir sem yngri eru fá ekki aðild að stétt- arfélögum. Mér virðist það vera fær leið í stöðunni svo hægt verði að knýja það fram að gerður verði hlið- stæður kjarasamningur um kaup og kjör blaðburðarfólks við útgefendur Fréttablaðsins og DV eins og gerður var í fyrra við Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Að það geti við- gengist nú á dögum að 2- 3000 laun- þegar (stór hluti þeirra ólögráða börn) séu án formlegs kjarasamn- ings við vinnuveitanda sinn og ekk- ert gerist í málinu er algerlega óásættanlegt í mínum huga. Krafa um kjarasamninga blaðbera við Frétt ehf. Gunnlaugur Júlíusson skrifar um málefni blaðbera ’Einn möguleiki í þess-ari stöðu er að fá málinu vísað til ríkissáttasemj- ara.‘ Gunnlaugur Júlíusson Höfundur er faðir blaðburðardrengs. TILEFNI þessara skrifa er grein framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI), Sveins Hann- essonar í Morg- unblaðinu síðastliðinn mánudag. Ýmsar rangfærslur koma fram í þessari grein sem stjórn Flug- stöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. (FLE) telur rétt að svara. Stjórn FLE telur það ekki sæma virt- um samtökum sem Samtökum iðnaðarins að setja fram fullyrð- ingar og rangfærslur m.a. um stefnu og stjórnunarhætti í FLE á opinberum vettvangi. Fram- kvæmdastjóri (SI) hefur ekki kynnt sér frá fyrstu hendi verslunar- og þjón- ustustefnu FLE í flugstöðinni á Kefla- víkurflugvelli eða haft samband við for- ráðamenn félagsins vegna þessa máls. Skrif framkvæmda- stjóra SI bera með sér að hann hefur hvorki kynnt sér upp- lýsingar um forval á rekstraraðilum í flug- stöðina né dóm Hæstaréttar um rétt FLE til að ráðstafa eigin húsnæði. Stjórn FLE vísar því aðdróttunum fram- kvæmdastjóra SI alfarið á bug og hvetur forsvarsmenn samtakanna til að kynna sér málavexti frá öll- um hliðum áður en þeir tjá sig op- inberlega um málefni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum keypti FLE Íslenskan markað (ÍM) nýverið og hefur for- saga þess máls verið rakin í fjöl- miðlum. Sveinn fullyrðir í grein sinni að FLE hafi staðið í vegi fyr- ir rekstri ÍM á liðnum árum sem er alrangt. Þvert á móti hefur FLE lagt sig fram um að styðja við rekstur einkaaðila í flugstöð- inni. Þannig var t.d. ÍM og fleiri aðilum gefin eftir veruleg leiga þegar ljóst var að rekstur þeirra gekk illa. Stjórn FLE legg- ur áherslu á að flug- farþegum standi ávallt til boða fjölbreytt verslun og þjónusta í flugstöðinni og að ís- lenskum vörum sé gert hátt undir höfði. Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hefur samþykkt stofn- un dótturfélags um rekstur Fríhafn- arverslunarinnar til að greina enn frekar að fasteigna- og versl- unarrekstur sinn í þeirri von að eyða tor- tryggni annarra versl- unarrekenda í stöð- inni. Samkeppnisstofnun hefur verið upplýst um þessi áform. Hvað ÍM varðar mun FLE ekki reka þá verslun nema tímabundið eða ein- ungis þangað til for- vali verslanarekenda er lokið og nýir aðilar valdir til að sinna þeim vöruflokkum sem ÍM selur nú. Það er einlæg von stjórnar FLE að fjölbreytt og blómleg verslun og þjónusta standi flugfarþegum til boða að loknu forvali í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og að stöðin verði eftirleiðis sem hingað til áhugaverður viðkomustaður við upphaf og endi ferða til og frá landinu. Íslensk fram- leiðsla verður áfram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Stefán Þórarinsson svarar Sveini Hannessyni Stefán Þórarinsson ’Stjórn FLEleggur áherslu á að flugfarþeg- um standi ávallt til boða fjöl- breytt verslun og þjónusta í flugstöðinni og að íslenskum vörum sé gert hátt undir höfði.‘ Höfundur er varaformaður stjórnar FLE. KRISTINN H. Gunnarsson al- þingismaður skrifaði grein um út- gerðarmál í Morgunblaðið 17. apr- íl 2003. Þar víkur hann m.a. að sölu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar til Hvaleyrar hf. árið 1985 og seg- ir m.a.: „Hvaleyri keypti eignir Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, togarana Apríl hf. og Maí hf. auk fiskiðjuversins Vest- urgötu 9–13 ásamt vélum og tækjum. Kaupverð var 280 m. kr. á þáverandi verð- lagi, sem eru nú u.þ.b. 1.130 m. kr. Ennfremur segir: „Veiðiheimildir (togaranna) voru um það bil 5.500 tonn í ýmsum tegundum og verðmætið nú er lík- lega ekki undir þrem- ur milljörðum króna.“ Borgin fékk 22 millj. kr.! Árið 1985 samþykkti borgarstjórn- armeirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík undir forustu Davíðs Oddssonar, þáverandi borg- arstjóra, að sameina Bæjarútgerð Reykjavíkur Ísbirninum hf. Hið nýja fyrirtæki hlaut nafnið Grandi. Í framhaldi af því seldi Reykjavíkurborg hlutabréf sín í nýja hlutafélaginu. Þar með hafði borgin lagt niður Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem Bjarni Bene- diktsson og Jón Axel Pétursson höfðu haft forustu um að stofna. Eignarhlutföllin í Granda urðu að lokum þau, að Reykjavíkurborg átti 77,5% í félaginu, Ísbjörninn átti 15% og Olís 7,5%. Upphaflega var ráðgert að Ísbjörninn mundi eiga miklu stærri hlut í nýja fyr- irtækinu en vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu Ísbjarnarins gat það ekki orðið. Ísbjörninn hafði átt við mikla fjárhagserfiðleika og tap- rekstur að stríða um skeið og nam uppsafnað tap félagsins um 100 millj. kr. Töldu margir að Reykja- víkurborg hefði verið að bjarga Ís- birninum frá gjaldþroti með sam- einingunni við BÚR og stofnun Granda. Í grein í DV árið 1985 lét Hilmar Viktorsson viðskiptafræðingur þessa skoðun í ljós og færði rök fyrir henni. Við sameiningu BÚR og Ísbjarnarins létti Reykjavíkurborg 213 millj. kr. skuld af Granda (Framreiknuð var sú upphæð orðin 319 millj. kr. við söl- una á bréfum borg- arinnar 1988). Þetta voru lán vegna ný- smíði togara BÚR. Borgarsjóður tók þessa skuld að sér. Það hvíldu því tiltölulega litlar skuldir á hinu nýja fyrirtæki, er það tók til starfa. Hlutur Reykjavíkurborgar í Granda var seldur árið 1988 á kr. 500 millj. Draga má umræddar 319 millj. frá þeirri fjárhæð. Auk þess lét borgin Granda fá hluta- bréf í Esso, sem Grandi seldi á 75 millj., svo og hlutinn í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni, sem var metinn á 84 m.kr. Ef þessar fjár- hæðir báðar eru einnig dregnar frá söluverðinu á hlut Reykjavík- urborgar í Granda verða aðeins eftir 22 mill. kr. af þeim 500 millj., sem fengust fyrir hlut borgarinnar í fyrirtækinu! Telja má að kvóta- verðmæti togara BÚR, sem borg- in lagði inn í Granda, sé í dag 4–5 milljarðar. (Togararnir Bjarni Benediktsson og Ingólfur Arn- arson ekki taldir með en þeir voru seldir áður). Borgin fékk sem sagt 22 millj. á verðlagi ársins 1988 fyrir togara með 4–5 milljarða kvótaverðmæti í dag! Miklu meira fékkst fyrir Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var helmingi minna fyrirtæki en BÚR en þó fékkst mikið meira fyrir það fyrirtæki en fyrir BÚR, sbr. það er segir hér í upphafi. Rök sjálfstæðismanna fyrir sölu BÚR voru einkum þau að tap- rekstur væri á fyrirtækinu og borgin þyrfti að greiða með því. Allur gangur var þó á rekstri BÚR. Þannig var góður hagnaður af rekstri fyrirtækisins 1980. Yf- irleitt var afkoma frystihússins góð en afkoma togaranna erfið. Var það svipað og hjá öðrum tog- ara – og fiskvinnslufyrirtækjum í landinu á þessum tíma. Afkoma togara batnaði síðar, fyrst hjá frystitogurunum en síðar einnig hjá öðrum togurum. Togarar fóru að skila hagnaði. Sama þróun hefði orðið hjá BÚR, ef rekstri fyrirtækisins hefði verið haldið áfram. Það var búið að kaupa ný og fullkomin skip til útgerðarinnar og bæta aðstöðu fiskvinnslunnar. Aðstaða var því góð til sóknar. En þá var einkaaðilum afhent fyr- irtækið á silfurfati og borgin látin sitja eftir með stóran hluta skuldanna! Bæjarútgerð Reykjavíkur var um langt skeið öflugasta togara- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Það var gífurleg lyftistöng fyrir atvinnulífið í höfuðborginni, skap- aði miklar tekjur fyrir stóran hóp starfsmanna svo og fyrir mörg þjónustufyrirtæki í borginni og ómæld útsvör allra þessara starfs- manna runnu í borgarsjóð. Hátt verð fékkst fyrir ÚA Í upphafi þessarar greinar var minnst á sölu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar en miklu hærra verð fékkst fyrir það fyrirtæki en BÚR enda þótt Bæjarútgerð Hafnarfjarðar væri helmingi minna fyrirtæki. Fróðlegt er einn- ig að bera sölu BÚR saman við söluna á ÚA, Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Akureyrarbær fékk um 2.400 milljónir fyrir ca 80% í ÚA en Reykjavíkurborg 22 millj. kr. fyrir BÚR! Þó var um að ræða fyrirtæki af svipaðri stærð. Þegar ÚA var selt á ný fyrir skömmu var söluverðið 9–10 milljarðar. BÚR: Gjöf en ekki sala Björgvin Guðmundsson fjallar um sölu bæjarútgerða ’Akureyrarbær fékkum 2.400 milljónir fyrir ca 80% í ÚA en Reykja- víkurborg 22 millj. kr. fyrir BÚR! ‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.