Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 41

Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 41 ✝ Þórður Pálssonfæddist í Sauða- nesi í Austur-Húna- vatnssýslu hinn 25. desember 1918. Hann lést á heimili sínu 9. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sesselja Þórð- ardóttir frá Stein- dyrum í Svarfaðar- dal og Páll Jónsson bóndi í Sauðanesi. Þórður átti ellefu systkini. Þau eru: Jón Helgi, f. 1914, d. 1985, Páll Sigþór, f. 1916, d. 1983, Sigrún Stefanía, f. 1917, d. 1998, Gísli, f. 1920, Her- mann, f. 1921, d. 2002, Helga Guðrún, f. 1922, Þórunn, f. 1924, Ólafur Hólmgeir, f. 1926, d. 2002 Aðalbjörg Anna, f. 1928, d. 1955, Haukur, f. 1929, og Páll Rík- harður, f. 1932. Þórður kvæntist hinn 27. maí 1944 Sveinbjörgu Jóhannesdótt- ur, f. 26. des. 1919, frá Gauks- stöðum í Garði. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes, f. 2. maí 1945, kvæntur Herdísi Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau Nökkva, Ara Knörr og Svein- björgu Snekkju. Jóhannes og Herdís eiga fimm barnabörn. 2) Sturla, f. 14. nóv 1946. Eigin- kona hans er Unnur Geirþrúður Kristjánsdóttir. Sturla á tvö börn með fyrri eiginkonu sinni Hildi B. Sigurgeirsdóttur, þau Snorra og Auði. Unnur á tvær dætur, þær Maríu og Guðmundu S. Arnardætur. Sturla og Unnur eiga fjögur barnabörn. 3) Sess- elja, f. 26. nóv. 1947, gift Ívari Þorsteinssyni, þau eignuðust þrjú börn: Þórð, Þorstein (lést 1988) og Eyþór. Sesselja og Ívar eiga eitt barnabarn. 4) Páll, f. 9. apríl 1949, kvæntur Ingi- björgu Guðmunds- dóttur og eiga þau fjögur börn, þau Sólborgu Unu, Þórð, Egil og Berg- þór. Páll og Ingi- björg eiga tvö barnabörn. 5) Helga, f. 7. apríl 1950. Hennar mað- ur er Margeir Björnsson. Helga á fimm börn, þar af tvö með fyrri manni sínum Heiðmari Jónssyni, þau Starra og Rakel, en með Mar- geiri á hún Svein, Björn og Ólaf. Margeir á tvö börn frá fyrra hjónabandi, þau Hrafn og Þor- björgu. Helga og Margeir eiga tíu barnabörn. Þórður tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri. Lengstan tíma ævi sinnar bjó hann í Sauðanesi. Hann vann í nokkur ár hjá Kaupfélagi Hún- vetninga og starfaði sem grunn- skólakennari til margra ára, meðal annars í Hrísey, á Húna- völlum og á Blönduósi. Eftir að Þórður hætti búskap í Sauðanesi tók Páll sonur hans við búinu. Þórður og Sveinbjörg hafa búið á Melabraut 9 á Blönduósi frá árinu 1975. Þórður gegndi ýms- um trúnaðarstörfum í gegnum tíðina. Meðal annars var hann tvisvar í hreppsnefnd (í Torfa- lækjarhreppi og á Blönduósi), sat sem formaður skólanefndar til fjögurra ára, var í varasátta- nefnd o.fl. Útför Þórðar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þórður Pálsson tengdafaðir minn var hress og kvikur maður. Ég minnist hans fyrir hreinskiln- ina og kímnigáfuna, silungsveiðina og bókbandið, stjórnmálaáhugann og sögur af mönnum og málefnum. Þórði hefði ekki fundist mikið til um lof um sjálfan sig, en af því að hann mun víst ekki lesa þessi orð mín er óhætt að mæra hann svolít- ið því ég held að ég hafi gleymt að þakka honum almennilega fyrir mig og mína. Hann hjálpaði mér svo oft þegar ég var að stússast í pólitíkinni, hann kenndi mér og Maríu og Mundu að veiða í net og stýra báti, hann aðstoðaði mig í iðnráðgjafarstarfinu og hjálpaði mér að kenna unglingum á Blöndu- ósi um stríðsárin þar. Hann batt inn uppáhaldsbækurnar mínar, gaf sér tíma til að vera með fólkinu mínu þegar það kom í heimsókn og gaf mömmu silung sem henni þótti sérstakt lostæti. Hið glaða og skemmtilega viðmót Þórðar sem gerði manni svo gott. Þórður Páls- son var maður sem ég hlakkaði alltaf til að hitta. Elsku Sveinbjörg og kæra tengdafólk, minningin um góðan mann lifir. Unnur G. Kristjánsdóttir. Það er komið að kveðjustund, elsku afi. Og þá langar mig að staldra við og líta til baka. Mikið hefur þú unnið á langri ævi. Og mörgum hefur þú tengst, bæði fjöl- skyldu- og vinaböndum. Eftir þig liggur mikið og gott lífsstarf, ásamt fjölda afkomenda, vina og kunningja. Hvernig karl var hann Þórður afi? Aldrei sá ég hann reiðan, jafn- vel þótt ég byggi hjá þeim ömmu í tvö sumur á unglingsárunum og heimsækti þau oft þess utan. Háttalag afa einkenndist öðru fremur af yfirvegun og rósemi og það var ósköp þægilegt að vera í návist hans. Hann átti þó til að spretta úr spori, einkum ef verið var að fara eitthvað. Þá var hann ævinlega fyrstur út í bíl og jafnvel búinn að setja bílinn í gang áður en farþegarnir voru svo mikið sem komnir út úr húsi. Afi fylgdist vel með þjóðmálun- um og hafði gaman af að ræða þau. Oftast hlustaði hann á fjóra til sjö fréttatíma yfir daginn í útvarpi og sjónvarpi. Einnig fylgdist hann vel með hvað afkomendurnir og aðrir ættingjar sýsluðu og var ætíð boð- inn og búinn að aðstoða þá á alla vegu. Í afa var ekki til óheiðarleiki, sýndarmennska eða hroki. Hann meinti það sem hann sagði og átti til að spyrja æði opinskátt ef hann vildi vita eitthvað. Hann bjó yfir góðri kímnigáfu enda tókst honum ævinlega að framkalla bros eða hlátur hjá gestum sínum. Á efri ár- um hóf afi að binda inn bækur og rit og það gerði hann (eins og ann- að) af mikilli samviskusemi og dugnaði. Hann naut þess jafnan að glugga í ritin í leiðinni, enda mikill fræðimaður í sér. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði um leið og ég þakka þér inni- lega fyrir samveruna. Rakel Heiðmarsdóttir. Mig langar að minnast þín, Þórður afi, í nokkrum orðum. Þeg- ar ég hugsa til baka koma mörg minningabrot upp í hugann en þú hefur verið áhrifavaldur í lífi mínu frá því ég man eftir mér. Alltaf var kærkomið að heimsækja ykkur ömmu hvort sem var til Hríseyjar, meðan þú kenndir þar, eða á Blönduós. Minni mitt hrekkur tæp- ast til að muna eftir heimsóknum til ykkar að Sauðanesi þó vissulega hafi ég smápatti dvalið þar hjá ykkur. Ég minnist fjölmargra ferða með þér að vitja um silungsnetin á Laxárvatni og alltaf var meðferð aflans til fyrirmyndar, silungurinn blóðgaður og ísaður um leið og hann var greiddur úr netinu. Reynslan af að loppinn greiða sil- ung úr neti í rigningarsudda á miðju Laxárvatni kenndi mér að meta svala veðurfarsins og varð mér oft hugsað heim til þín og Laxárvatns þegar sænska sumarið varð fullheitt á námsárum mínum ytra. Nú er leið þinni lokið, afi, en minningarnar á ég og er þakklátur fyrir þær. Einnig vona ég mér tak- ist með breytni minni að sýna að lífskoðanir þínar og fyrirmynd hafi haft áhrif á mig. Elsku amma, ég færi þér sam- úðarkveðjur okkar í Sólheimum 9. Starri. ÞÓRÐUR PÁLSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Leifur Sörensen, Jóna Björg Vilbergsdóttir, Gréta Sörensen, Birgir Sörensen og barnabörn. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTBERG ÁRNASON, Gullsmára 11, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 21. júní kl. 13.30. Áróra Helgadóttir, Árni Jóhannesson, Laufey Valdimarsdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir, Gunnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS ÁRNASONAR skipstjóra, frá Sóleyjartungu, síðast til heimilis á Höfðagrund 19, Akranesi, Guð blessi ykkur öll. Halldóra Gunnarsdóttir, Árni Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir, Gunnar Einarsson, Ragnheiður Pétursdóttir, Marteinn Einarsson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Einar H. Einarsson, Guðmundur Einarsson, Sóley Sævarsdóttir og fjölskyldur. Mágkona mín og frænka okkar, ÁSTA G. ÍSLEIFSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 17. júní. Unnur Arnórsdóttir, Leifur Bárðarson, Vilborg Ingólfsdóttir, Finnur Bárðarson, Iréne Jensen, Margrét María Leifsdóttir, Inga María Leifsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK LINDBERG MÁRUSSON, lést í Reykjavík fimmtudaginn 17. júní. Útför auglýst síðar. Steinþóra Ingimarsdóttir, Bjarni Friðriksson, Eva Ásrún Albertsdóttir, Inga María Friðriksdóttir, Sigurður Hallvarðsson, Guðrún Linda Friðriksdóttir, Einar Pálsson, Ingimar Þór Friðriksson, Vilhelmína Thorarensen, Petrea Kristín Friðriksdóttir, Gunnlaugur Sævar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR (Dúra), lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, föstu- daginn 18. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Jón A. Valdimarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR fyrrv. kennara, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis á Sléttuvegi 13. Jón Atli Kristjánsson, María Þorgeirsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Guðrún Garðarsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.