Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 45

Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 45 Golfmót fyrir konur á kvenna- daginn Parfimm, eina sérverslun kvengolfara, heldur sitt árlega opna kvennamót á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ í dag. Þátttaka í mótinu er góð og nú þegar hafa hátt í 90 konur skráð sig til leiks. Leikið verður með punktafyr- irkomulagi og er hámarksforgjöf 36. Ræst verður út frá kl. 8 til 10 um morguninn og frá kl. 13 til 15 eftir hádegi. Áætlað er að mótinu verði lokið um kl. 19 og fer verð- launaafhending fram í Golfskál- anum í Bakkakoti um kl. 19:30. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir fjögur efstu sætin með forgjöf en einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og nánd- arverðlaun á par 3 brautum vall- arins. Heildarverðmæti vinninga og gjafa til þátttakenda er um 300 þúsund. Upplýsingar um mótið og þátt- tökuskráning eru á síðunni www. golf.is. Konur í baráttu Ráðstefnunni Konur í baráttu: Óður til kven- frelsiskvenna Rómönsku Am- eríku á tuttugustu öld lýkur í dag. Dagskráin fer aðallega fram á spænsku en er öllum opin. Fyr- irlestrar verða haldnir í Öskju, stofu 130 (Nýju húsnæði Háskóla Íslands í Vatns- mýrinni) og hefst kl. 10 f.h. og svo aftur kl. 14.00 e.h. Ráð- stefnan er samvinnuverkefni Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur og HAINA (Samtaka fræðimanna um málefni kynjanna í Rómönsku Ameríku) og til landsins eru væntanlegir 10 er- lendir fyrirlesarar sem fjalla munu um rannsóknir sínar. Í DAG BYRJUNIN í Kjarrá í Borgarfirði er ein sú besta í allnokkur ár en opnunarhollið veiddi 18 laxa, að sögn Sigurðar Helgasonar sem var leið- togi hópsins. Einn tuttugu pundari var í aflanum, lax sem Bubbi Morthens veiddi í Neðra Rauða- bergi og sleppti. Aðeins er veitt á flugu í Kjarrá. „Ég tók með mér vini mína og lagði áherslu á að þeir slepptu löx- um, sérstaklega þeim stóru, sú stærð á í vök að verjast, um það er engin spurning og það skiptir meg- inmáli að vernda stórlaxinn og byggja upp stofninn aftur. Við lent- um þarna síðan í mjög góðum skil- yrðum dagana 13.–15. júní og svo virtist sem nokkur lax væri víða, svo til allt tveggja ára lax og einn þriggja ára. Veitt var á sex stangir og var heildarafli 18 laxar, þetta er að meðaltali einn lax á stöng á dag, mjög gott og það besta í opnun í langan tíma. Meðalvigt var 5,1 kg. Af þessum 18 löxum var 9 sleppt aftur. Gaman var að sjá að Neðra Rauða- berg, sá fornfrægi veiðistaður, skuli aftur vera kominn í gott lag,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hítará var opnuð í vikunni og setti opnunarhollið í sjö laxa og náði þremur. Fyrsti laxinn úr Laxá á Ás- um kom á land í gær, var hann lús- ugur og mældist fimm pund. Þá er Norðurá komin yfir 100 laxa. Veiðimaður sem gerði sér ferð norður í land í vikunni að veiða í Mýrarkvísl sem rennur úr Langa- vatni í Laxá í Aðaldal gerði það held- ur betur gott. Hann var að veiðum hjá Gunnari Hallgrímssyni í Klambraseli og fékk þar á þremur dögum um 30 urriða sem samtals vógu um 25 kíló. Reynsluminni veiði- félagar hans fengu hins vegar mun minna. Uppistaðan í aflanum var 1,5–3 punda urriði en þó fengust nokkrir 4 punda og einn fimm punda urriði. Fékkst aflinn á heimahann- aðan keiluhaus veiðimannsins. Afl- inn fékkst nær allur í Mýrarkvíslinni sjálfri en í Langavatni mun einnig vera ágætur urriði. Slangur virðist vera af stórlaxi í vor, hér er einn á leið á land í Laxá í Kjós. Besta byrjun í Kjarrá í áraraðir Morgunblaðið/Einar Falur Hellarannsókn- arfélag Íslands mun á næstu dög- um setja upp upp- lýsingaskilti við einn fjölfarnasta helli landsins, Raufarhólshelli í Þrengslunum. Sett verða upp tvö skilti, annars veg- ar við Þrengsla- veg og annað við sjálft hellisopið. Þar koma fram upplýsingar um lengd hellisins, sem er 1.350 metra langur, og hvernig best sé að vera útbúinn fyrir hellaferðina. Raufarhólshellir þykir fremur erf- iður yfirferðar og þarf fólk að vera í góðum skóm, nota vettlinga og vasa- ljós og ganga vel um. Þá er á skiltinu teikning af hellinum sem Hellarann- sóknafélagið hefur gert. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem upplýs- ingaskilti af þessu tagi er sett upp við íslenskan helli, en Vegagerðin aðstoðaði við verkefnið. Upplýsingaskilti við Raufarhólshelli Morgunblaðið/Eggert Það er lífsstíll að sigla Windrid- er! Tilvalið leiktæki við sumarbú- staðinn, hver sem er getur siglt, 54 kg, ristir 15 cm. Þú siglir beint upp í fjöru. www.merkilegt.is - s. 462 4339/897 9999/896 4341. Sjö mín. sigling til Viðeyjar með ferjunni. Sundasigl. frá veiting- ask. Árnesi í Rvk. höfn. Sjóstang- av. Fuglask. o.fl. Skoðið ferðamö- gul. á www.ferja.is, S: 892-0099. Sjómenn. Premaberg vélarúms loftinntaksskiljur salt/sjó Stærð; b.36 x h.90 cm. Vélast. ca. 450- 700 hp. til afgreiðslu. Verndið vél- arúmið fyrir salti og sjó. Veltak ehf. Sími 565 12 36 fax. 565 12 63 Álkanóar frábært fjölskyldusport verð aðeins kr. 110 þús. með árum. Vega aðeins 32 kg., burð- arg. 295 kg. Uppl. í s. 893 5777. d-tour.is Útsala! Hyundai Coupe árg. '97, keyrður 86 þús. Góð sumardekk á nýjum álfelgum og geislaspilari. Uppl. í s. 844 0009, Sandra. Óska eftir Toyota Landcruiser, dísel, týpu 80 eða 100, árg. '96- '99. Upplýsingar í síma 847 8477. Til sölu Toyota Corolla XLi 1600, árg. '97. Ek. 127 þús. Sumar- og vetrardekk. Verð kr. 460 þús. Uppl. í s. 861 8433 og 555 1363. Stórglæsilegur M. Benz 600 SEL árg. '92, V-12, 408 hö. Alvöru bíll, yfirfarinn af Ræsi. V. 2.450 þ., skipti möguleg á veglegum nýjum jeppa, millgjöf stgr. S. 568 3737/ 896 3677. Renault Scenic árg. '99 ek. 60 þús. km. Frábær sjálfskipt- ur fjölskyldubíll. Til sölu vegna flutnings úr landi á 990.000 kr. 2 eigendur. Toppbogar og vetrard- ekk fylgja. Áhvílandi 400 þús. Uppl. 895 9595/abt@hi.is. Nissan Patrol árg. 1999, ek. 99 þús. km Se+. Til sölu sérstaklega góður bíll, búið að skipta um tím- areim. Mikið af aukahlutum, krók- ur, leður, bogar. Verð 2.650 þús. Sími 894 0804. MMC (Mitsubishi) Pajero Long bensín. Til sölu MMC Long bens- ín árg. '91, ek. 199 þús. km. Sjálf- skiptur. Verð 390 þús. Uppl. í síma 893 1420. Hyundai Atos 01.04.98. Sjálf- skiptur, ek. 64 þ. km. Gott viðhald, smurbók, ný tímareim o.fl. Spar- neytinn, lipur, þægilegur. Ásett 380.000. Tilb. 350.000. Áhv. 190.000 hjá Sjóvá. Mism. greiðist með ódýrari bíl eða peningum. Uppl. í s. 896 6181. Honda CRV Advance árg. '00, ek. 79 þ. Samlitur, sjálfsk., drátt- arbeisli, húddhlíf, sílsarör, loft- lúga, þokuljós, vindskeið, leður- klædd sæti, viðarlíki í mælaborði, þjónustubók. Uppl. s. 695 3903. Glæsileg VW Bora 08/02, ný sumardekk á álfelgum + vetrad- ekk á stálfelgum, hlaðin aukahlut- um, ekin 54.000. Topp eintak. Verð 1.640.000. Ívar 849 8182. Ford Focus Trend, árg. '03, ek. aðeins 5 þús. Nýskr. 8/2003, 1600 cc, álfelgur, hiti í sætum, rafmagn í öllu, fjarst. samlæsingar, CD, út- varp o.fl. Beinskiptur. Reyklaus bíll í toppstandi. Verð 1.620 þús. Staðgr.tilboð. kr. 1.500 þús. Upp- lýsingar í síma 864 7877. Daewoo Lanos árg. '02, ek. 32 þús. km. Til sölu vel með farinn bíll, áhv. 880.000 kr. S. 895 4597. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Driver.is Öku- og bifhjólakennsla, aksturs- mat. Subaru Legacy, árg. 2004. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Bifhjóla og ökukennsla Eggert Valur, ökukennari. Ökukennsla/skóli/mat. Nýr M. Benz. Uppl. í símum 893 4744/565 3808/853 4744. Óska eftir fellihýsi eða tjald- vagni. Verðdæmi 100-200 þús. stgr. Sími 892 9142 eða 660 0624. Palamino Yerling 2000. Til sölu Palamino fellihýsi, 11 ft með for- tjaldi, ísskáp, svefntjöldum. Verð 790.000 Vísa/Euro-raðgreiðslur. Uppl. í síma 898 0275. Coleman Cheyenne, 10 feta, ár- gerð 1999 til sölu. Er með öllu s.s. fortjaldi (2003), sólarsellu, heitu vatni, ísskáp o.fl. Upphækkað með geymslukassa og grjótgrind. Mjög vel með farið. Upplýsingar í 825 7945. Coleman 12' árg. 2002 til sölu. Vel útbúið með fortjaldi, sturtu, salerni o.fl. Uppl. 897 9227. Til sölu og leigu. Til leigu Combi Camp árg. 2000 með kálfi og kassa, verð 370 þús. Einnig til leigu, laust vikuna 24. júní til 1. júlí. Tjaldvagnaleigan Stykkishólmi, sími 438 1510 og 893 7050. Til sölu Benz 409D. Húsbíll árg. '83. Nýuppt. 5 cyl. vél. Frábær innrétting. Skipti möguleg. Uppl. í s. 891 7682/561 4696. 4 stk. álfelgur til sölu á góðu verði. Um er að ræða fjórar 16" 4ra gata AEZ-felgur á dekkjum, 205/55 R16. Dekkin eru slitin. Óska eftir tilboðum. Fæst á sann- gjörnu verði. Skoða öll tilboð. Sími 690 3111. Benz og Musso. Erum að rífa Benz 190, 124, 4Matic leður- klæddan, C200 o.fl. Benza. Einnig Musso '98-2000. Upplýsingar í síma 691 9610. Urriðaveiði - Seltjörn á Reykja- nesi Fullt vatn af sprækum urriða – hálfsdagsveiðileyfi á aðeins kr. 1.950! Frekari upplýsingar á www.seltjorn.net. Trésmíðavélar. Til sölu notaðar trésmíðavélar. Upplýsingar í síma 893 3986. Sambyggðar trésmíðavélar. Fyrir hagleiksmanninn í viðhald og nýsmíði. Gylfi Sigurlinnason ehf., gylfi@gylfi.com, sími 555 1212. Landsins næstmesta úrval báta og bátahluta. Sjáið og sannfærist. Bátaland ehf S. 565-2680 -www.bataland.is Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Um þjóðaratkvæðagreiðslu Í GREIN Morgunblaðsins um þjóðaratkvæðagreiðslur á fimmtu- dag kom fram að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði sagt að regla um 75% þátttökuskilyrði væri ekki óeðlileg. Hið rétta er að Björn sagði að í ljósi þeirrar reglu sem sett var í kosningum um Reykjavíkur- flugvöll árið 2001, orða sem Guðni Ágústsson lét falla og miðað við 88% kosningaþátttöku væri ekki ósann- gjarnt að miða við 75% þátttökuhlut- fall, yrði eitthvert slíkt hlutfall ákveðið. Í umfjöllun um þjóðaratkvæða- greiðslur í Svíþjóð var sagt að fjöldi mótatkvæða yrði að vera meiri en helmingur gildra atkvæða í þjóðarat- kvæðagreiðslunni til að fella mætti lög um stjórnarskrárbreytingu frá þinginu. Hið rétta er að til að fella lög um breytingu á stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu verða mótat- kvæði að vera fleiri en helmingur gildra atkvæða í þingkosningum sem haldnar eru samhliða þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.